Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.11.2007 at 15:18 #20126126.11.2007 at 10:57 #604272
Ég hef verið að fygjast með veðurspánum það sem af er vetri með það að leiðarljósi hvora leiðina maður færi norður, ef þessi vegur væri til staðar.
Og þær eru ekki ornar margar helgarnar þennan veturinn sem ég myndi leggja fjölskylduna í hálendistúr á fólksbíl til að "spara" 15 mínútur (sem sennilega sparast alls ekkert flesta daga vetrarins vegna lélegri akstursskilyrða).Á móti þá er ég ekki dæmigerður íslendingur. Ég nefnilega þekki munin á lálendisveðri og hálendisveðri
kv
Rúnar.
22.11.2007 at 16:16 #603764Verður gaman að heyra hvernig aksturseiginleikarnir koma út eftir þetta.
Hvað festingarnar á kúluna varðar þá muna að tog-og-ýta átökin á festingarnar eru ekki minni (sennilega meiri) en hliðarátökin. Mikil átök þarna þegar gefið harkalega í og bremsað fast.
kv
Rúnar (sem eftir miklar pælingar fór bara út í búð og keypti tilskorið kit í sinn burra).
21.11.2007 at 20:03 #604164Einhver vatnsleiðsla sem liggur í miðstöðina afturí átti það til að gefa sig. Umboðið skipti þeim út undir ábyrgð eftir því sem ég best veit. Svo er eins og mig minni að afturljósin hafi verið leiðinleg, eins og fylgir flestum þessum fáránlega heimsku evrópu-afturstuðaraljósum. Ryðguðu í tætlur eða eitthvað svoleiðis.
20.11.2007 at 21:26 #604152Tannstangarstýrismaskínan. Láttu skoða hana vel. Þær slitna víst og ekkert voða ódýrt að gera við þær skilst mér. Þekki ekki meir.
20.11.2007 at 20:25 #201225Er að fara að setja tjakk í bílinn og vantar að vita út úr hvoru gatinu (þessu á endanum eða á hliðinni) maskínan dælir þegar beygt er í hægri (nú eða vinstri…:)
19.11.2007 at 09:36 #603908Er það rétt sem ég heyrði að Magni sé strax farinn að undirbúa framboð sitt í skálanefnd að ári?
kv
Rúnar.
18.11.2007 at 13:54 #603754Vegna þess að neðri stífurnar eru alltaf festar í hásinguna rétt við miðlinu hennar, en efri stífurnar töluvert frá miðlínunni (á turna), þá fylgir hásingin hreyfingu neðri stífanna nánast eingöngu. Því er það hallinn á neðri stífunum sem skiptir máli, en ekki hallinn á efri stífunum hvað þetta varðar. Hallamismunurinn á efri og neðri stífunum stýrir þessum anti-squat og anti-dive parametrum. Ég myndi ætla að á stuttum bíl séu þessir parametrar mikilvægari en á löngum, upp á aksturseiginleikana að gera.
Ef stífurnar eru hafðar beint fyrir ofan hvor aðra eins og almennt er gert hér á frónni (enda nýtir það plássið inn í grind best), þá er takmarkað hvað hægt er að láta þær halla mikið mismunandi án þess að fara að hefta misfjöðrun. Hversu mikið fer eftir fóðringum sem notaðar eru.Hvað þverstífuna varðar, er þá ekki hægt að láta hana bara beygja upp yfir drifkúluna, svona eins og er gert að framan í flestum JEEP bílum? Og hafa hana þá nær hásingunni en venjulega. Þýðir þó að stífan þarf að vera vel sterk.
17.11.2007 at 10:49 #602276Hvenær verður svo myndasýningin?
15.11.2007 at 16:59 #603504Tékkaðu á þeim hjá Benna.
170 watta með háum og láum geisla og voru á góðu verði. Lýsa mikið betur en Hellan og eflaust fleiri. Húsið á þeim var þó frekar viðkvæmt og mælt með að stífa þá af með stýfu í toppinn á þeim.Hef ekki prófað PIAA. Verðlagningin á þeim var alltaf gjörsamlega út úr kortinu. Verðið á Hella var orðið það líka reyndar.
H1 perur hafa verið fánlegar 55wött, 100 wött og 130 wött. 130 watta perurnar entust mjög illa hjá mér og gáfu ansk ekkert framyfir 100 watta perur. 55 wött eru bara til skrauts.
Keypti 100 watta H1 í N1 fyrir ca 2 vikum.kveðja
Rúnar.
15.11.2007 at 13:22 #603394Byrjaðu á að hreinsa tenglana, bæði á mótornum sem og upp í grind. Getur verið að það sé nóg.
Taktana úr, taktu gumsið innan úr gírhúsinu (gorminn og allt það), og skelltu svo rafmagni á mótorinn. Setur straum á pinnana tvo í tenginu sem eru með sveru vírunum. Setja bara + á annan og – á hinn, og mótorinn á að snúast í aðra hvora áttina (svaka hratt). Ef ekki þá er mótorinn bilaður eða eitthvað í kringum hann, eða hann fastur (eða þú ert ekki að setja straum á rétta pinna. Google getur sagt þér allt um tengið og hvað er hvað í því).
Svo raða þessu saman aftur (passa að setja gírana í rétta stellingu, nota feiti á innvolsið og fljótandi pakkningu á samskeytin). Tengja við loomið og prófa nokkrum sinnum aftur. Ef ekkert virkar núna er rétt að bölva vel þar sem það er nokkuð víst að dótið er ekki að fá straum (og allt ofangreint til einskis unnið). Sennilega vesen með loomið einhversstaðar. Held að tölvurnar í þessu bili sjaldnast.Og meðan þú ert að þessu skaltu skipta út orginal öndunar pípunni fyrir slöngu sem nær eitthvað almennilega langt.
Mæli ekki með að setja straum beint á pinnana án þess að taka gírinn af fyrst þar sem það getur skemmt gírinn eða mótorinn.
13.11.2007 at 14:47 #603066Toyota er ekki fjós, Toyota er fjósabíll…
13.11.2007 at 13:55 #603062Hér má sjá videó af þessu:
[url=http://www.teknikensvarld.se/tvtv/071031-toyota-hilux/:2fg2athf]http://www.teknikensvarld.se/tvtv/071031-toyota-hilux/[/url:2fg2athf]Fara mikinn og segja bílinn stórkostlega hættulegan!!! Ef maður reyndi svona test á týpiskum íslenskum þjóðvegi, þá næði maður bara annari beygunni, svo væri maður kominn út í skurð……
kv
Rúnar.
12.11.2007 at 22:24 #603010Ég notaði nú ofsalegu aðferðina lengi. Svo í eitt skiptið fór ég að vera í vandamálum með að halda herslu á draslinu. Ákvað það svo eftir smá spöguleringar að ég væri búinn að særa innri rónna það mikið með meitlinum að ytri róin næði ekki að herðast almennilega að henni!! Þá fór ég í Stillingu og keypti mér tommutop (betri að því leiti að venjulegt 3/8" skrall passar á þá).
Svo herðir maður þetta bara passlega fast (ekkert of feiminn við það), beyglar læsingarskinnuna á réttum stöðum, og þetta er bara til friðs.kv
Rúnar.
12.11.2007 at 22:17 #602994Þú átt ekkert að þurfa að hafa neinar áhyggjur af legunun með 14" felgur. Bara fylgjast með þessu reglulega, eins og öðru.
kv
Runar
12.11.2007 at 11:58 #602700Hefur verið felld út úr lögum, og "lækkunin" gerð eilfífð. Þ.e.a.s. ráðherra hefur ekki lengur heimild til að hækka olíugjaldið upp í það sem upphaflega var ákveðið af ríkisstjórninni.
Sennilega ekki nema svona 2-3 vikur síðan. Var í fréttum.
Og guði sér lof að þessi gjöld eru ekki lengur prósentur, heldur fastar krónutölur….kv
Runar.
11.11.2007 at 22:24 #602818Úff Hlynur. Ég hef svo sem lengi vitað að ofur-patti væri öflugur, en ég gerði mér ekki grein fyrir að hann væri svona öflugur.
Fjallkirkjan er nefnilega klettastapinn sem sést í bakgrunninum á myndinni hér að ofan. Veit ekki til þess að neinn hafi ekið upp þar upp enn.Brekkan upp að skálanum fer hinsvegar versnandi ár frá ári. Þá má einnig geta þess að skálinn stendur aðeins nokkra metra frá fjallsbrún einni mikilli (ljósmyndarinn stendur sennilega á brúninni) og þarf því aðgæslu ef maður er þarna á ferð í vondu veðri. Fyrir um 20-30 árum eða svo varð þarna slys þegar hópur vélsleðamanna keyrði þarna framaf. Ótrúlegt en satt þá sluppu þeir með nánast bara með skrekkinn, og eitt eða tvö brotin bein eftir flugferð þá. Eftir það var leiðin frá Kirkjujöklinum (frá brekkunni síversnandi) og að skálanum vörðuð og stikuð.
kv
Rúnar.
Endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með fleipur.
11.11.2007 at 13:20 #602812Skálinn á fjallkirkju er lítill en á að vera í fínu standi. Hann er nákvæmlega eins og gamli Esjufjallaskálinn var. Hann er óupphitaður og ekki með neinum hitunargræjum ef ég man rétt (er eiginlega of lítill fyrir svoleiðiðs lúxus).
Skálinn er í eigu Jöklarannsóknarfélagsins.
[url=http://www.jorfi.is/:2e8fo9us]http://www.jorfi.is[/url:2e8fo9us]
[img:2e8fo9us]http://www.jorfi.is/myndir/fjallk-s.gif[/img:2e8fo9us]Gott ef þessi skáli er ekki eins og skálinn í Goðahnjúkum og efri Kverkfjallaskálinn.
08.11.2007 at 11:11 #602478Þessi dekk slitna alltaf meira í köntunum en miðjunni, þegar þau eru sett á nothæft breiðar felgur. Þó svo að þú setjir yfir 35 pund í þau, þá gerist það bara samt. Mér hefur sýnst mödderinn gera það sama, þó kannski ekki alveg jafn mikið.
Ég reyndi að leiðrétta þetta á mínum gömlu dekkjum með því að skera hliðarkubbana frá miðjunni, og er ekki frá því að það hafi gert jákvæða hluti.
Hliðarnar fóru svo á þessum dekkjum mínum þegar þau náðu 5 ára aldri, rétt um hálf slitin. Hávaðasöm og soltið sporeskjulaga en gripmikil og bælast þrusu vel.kv
Rúnar.
08.11.2007 at 09:20 #602488Getur ekki verið að það sé gat á rafkerfinu í bílnum einhversstaðar? Hæg stöðug afhleðsla fer mjög ílla með geyma. Og ef þeir tæmast algjörlega er nokkuð víst að þeir ná sér aldrei alveg aftur (ef það næst að ná þeim í gang á ný). Þetta er bara staðreynd, óháð því hvar draslið er keypt.
Einn geymir sem ég keypti af ónefndu fyrirtæki á ónenfdum stað entist frekar ílla. Svona eftirá að hyggja held ég að það hafi verið bíllinn sem eyðilagði hann.
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies