Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.01.2008 at 13:25 #608806
Ef þú ert ekki með dempara þá skaltu hiklaust setja svoleiðis. Þeir gera akstur á grófum slóðum mikið þægilegri og hlífa stýrisvélinni, fyrir utan öryggið af því að missa ekki stýrið úr höndunum þegar maður óvart hittir ekki framhjá stóra steininum…..
OME rokkar feitt.
kv
Rúnar.
03.01.2008 at 12:58 #608684Spænski Santana jeppinn er ennþá á hásingum að framan og aftan. Verða seldir í framtíðinni sem Iveco Massif, komnir með 3.0 lítra Euro 4 mótor frá Iveco, 180 hp og 400 nm. Líkir Defender, bara betri að mörgu leiti (bílstjórinn situr ekki í hurðargatinu og hægt að nota aftursætið fyrir fólk). Einnig hvu hann vera með miðstöð.
Iveco er einnig komnir með nýjan Daily 4×4. Sá er reyndar undir niðri apparat sem heitir Scam. Er með læsanlegar hásingar framan og aftan og með 3 gíra millikassa, og kemur orginal á 36" dekkjum.
Rúnar.
02.01.2008 at 23:51 #608526Jú ég á hann víst.
Alveg bara sæmilegasti fákur. Var með hann á 38" þar til síðasta vetur (og svo sem dreif allt sem drífa þurfti). Skipti þá yfir í 44" og sé ekki eftir því (ennþá allavega
Mótorinn er 2.4 með túrbínu og millikæli, boost svona ca 10-12 pund. Torkar eiginlega alveg fáránlega mikið (miðað við svona saumavél þ.e.a.s), meira en flestir 2.4 bílar held ég, og hef ég ekki hugmynd um af hverju. Kraftmikill er hann svo sem ekki.
Afturhásing færð aftur um 29.5 cm. Er með progresífa afturgorma undan gömlum patta, staðsettir innan grindar, Koni demparar. Tæplega 25 cm fjöðrun.
Að framan 80-krúser framgormar með passandi Koni dempurum, langstífur úr pajero, þverstífan úr Patrol (með Toyota endum), stýrisvélin úr 80-crúser, stýrisgangurinn úr 60-krúser Ca 25 cm travel.
Fjöðrunin svona alltílagi, full mjúk og er ekki almennilega balanceruð (fjaðrar ekki flatur þ.e.a.s). Þyrfti sennilega að skipta út afturdempurunum.
Milligír og nýjir stólar. 5.71 hlutföll og einstaka sinnum læstur að aftan…!
Hefur reynst mér vel þau 8 ár sem ég hef átt hann (of heimskur til að bila).
02.01.2008 at 19:57 #608660Væri nú ekkert leiðinlegt að hafa þennan Toyotamótor ofaní húddinu á einhverju Pattagreyinu.
Annars eru spennandi tímar að fara að renna upp, þar sem Amerísku risarnir eru að koma með "small-block" diesel vélar. Mótara sem ættu að skila þetta 250-350 diesel hestöflum sem eiga að fara í millistærðarbíla eins og Dodge Dakota og Dodge Durango.kv
Rúnar.
02.01.2008 at 19:48 #608402rétt fyrir áramót. Grunar að þjófurinn sé á nýlegum hvítum patrol. Sást til hans draga bílinn í átt að Selfossi.
Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur Toyota menn, þar sem ég veit það með vissu, að sumir patrolmenn hafi haft í hótunum um að láta allar Toyotur hverfa af götunum.
Er Hringrás með starfsstöð á Selfossi?Baráttukveðja
Rúnar.
01.01.2008 at 23:27 #608552Er ekki stærra alltaf betra ?
01.01.2008 at 01:35 #608248Bara stilla stopparana. Ekkert annað að gera, og virkar bara fínt meðan þú ert ekki mikið að flækjast í Kringlunni.
kv
Rúnar.
27.12.2007 at 22:02 #607818Eins og hún er í dag verður ekki á Sunnudaginn ef veðurspáin rætist. Spáð slagveðri á sunnudaginn.
27.12.2007 at 20:31 #607866Smiðjuvegi held ég.
27.12.2007 at 11:33 #607804Efast um að þú finnir neinn mun að ráði hvort sem þú tekur stöngina eður ei, sérstaklega ekki hvað varðar hálkuakstur.
Annars bara að prófa. Gerist ekkert stórfenglegt….!
kv
Rúnar.
27.12.2007 at 00:06 #607798Mismunur á veltustífleika á milli framenda og afturenda getur víst haft áhrif á undirstýringu, yfirstýringu. Sagt er að ef bíll er of stífur að aftan miðað við að framan getur bíllinn orðið yfirstýrður, þ.e.a.s. frekari líkur á að afturendinn skjóti sér út í beygjum.
Þetta er væntanlega mjög misjafnt eftir bílum og bara gott að prófa. Ég gafst allavega upp á mínum fjaðra hilux að sleppa jafnvægisstönginni að framan. Hann varð alveg ferlegum á t.d. römpum (lyfti hjólum að aftan…), enda var ‘ann á ca 10 cm þykkum talibanafjöðrum að aftanEftir gormavæðingu er þó engin stöng í bílnum og sakna ég þeirra bara ekkert svo mikið.
kv
Rúnar.
20.12.2007 at 16:10 #607384Í gamla daga setti maður þetta 20-30% útí, og svo svona 1% af tvígengisolíu.
Í dag er þetta alger óþarfi þar sem við erum loksins farin að fá olíu sem hæfir veðráttu. Guð blessi vini okkar olíufélögin.Hversu mikið má blanda út frá sjónarmiði vélarinnar veit ég ekki. Kannski bara óþarfi að vera að blanda steinolíuna eitthvað..:)
Alls ekki blanda neitt út í olíuna fyrir nýjar vélar. Getur leitt til hárra bakreikninga…..kv
Rúnar.
18.12.2007 at 11:02 #201409Opnugrein um veginn í Viðskiptablaðinu í dag.
Rúnar.
17.12.2007 at 12:54 #607088Sjóvá hefur nú sýnt fram á það að kostnaðarmunurinn við 2+2 vs 2+1 þarf ekkert að vera eins mikill og sagt er. Kostnaðarmunurinn er aðalega vegna þess hvað það eru settar miklar kröfur á 2+2 veginn hvað varðar bil á milli akreina og fjölda mislægra gatnamóta. Með því að hafa vegrið á milli aksturstefna og fækka verulega mislægum gatnamótum má ná kostnaðinum verulega mikið niður með nánast sömu niðurstöðu.
Má eiginlega hugsa svoleiðis veg sem 2+1 veg með aukaakrein (2+1+1 ?
17.12.2007 at 10:20 #606772þeirri einföldu staðreynd að niðurgírun í eðli sínu eykur átakið. Ef 100 Newton koma inn og þau eru gíruð niður um 4.10 þá koma 410 Newton út. Ef þau eru gíruð niður um 5.7 þá koma út 570 Newton. Og það þarf jú sterkari búnað til að þola 570 Newton en 410 Newton….
17.12.2007 at 10:10 #607042Það sem Grímur lýsir var oft notað hérna í gamla daga á framskaptið. Hásingunni var snúið helling þannig að jafn stór (en öfug) horn mynduðust. Þetta virkar hinsvegar bara þar sem fjöðrunin ber alltaf sömu þyngd (eða réttara sagt heldur nokkurnveigin sömu hæð). Við lestun leggst fjöðrunin jú saman og sé pinnjónin og millikassin "samsíða" haldast hornin rétt allan tímann, en séu hornin öfug fer allt í klessu (hornið við millikassann minkar en hornið við hásinguna eykst).
17.12.2007 at 10:01 #607080Skrapp til Canada í haust. Þar keyrði ég svona 2+1 veg. Verð nú að viðukenna að mér fannst sá vegur nú barasta fínasti vegur. En sennilega er þó engin sparnaður fyrir okkur að byggja svoleiðis veg, því breiddin á honum var það mikil að á Íslandi væru hiklaust settar á hann 4-5 akreinar…!
13.12.2007 at 18:19 #605318Það stendur alltaf 150 bíll á 39.5" upp í Grafarholti. Dökk-rauður á lit. Geri mér ekki grein fyrir hvort þetta hann er "nýja" eða "gamla" lookið, enda líta þessir bílar allir eins út….
Toyota kveðja
Rúnar.
13.12.2007 at 15:12 #606326það er líka möguleiki að það þurfi bara að kyppa mótornum út og snúa tannhjólinu sem út úr honum stendur, liðka það. Minns er farinn að taka upp á þessu reglulega (þar sem ég gleymi alltaf að setja læsinguna á reglulega…..)
kv
R.
12.12.2007 at 23:28 #606504Einhverntíman voru 5 kerti í Hilux, 1 per cylinder og svo 1 í soggreininni.
Hef ekki hugmynd um gæðamun, en það eru til allavega kerti með 3 mismunandi voltum (12, 7 eða 6), sem öll "passa" þannig séð.
Kerfið á að virka þannig að fyrst er slumma af voltum skellt á kertin til að snögg-hita þau og svo minnka voltin niður um svona ca helming (after-glow).kv
Rúnar.
-
AuthorReplies