Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2008 at 13:40 #612290
Þessi 54" virðist ekkert svo grófmunstruð, ekki eins og þessi hér að ofan. Kannski bara stærðin á dekkinu að plata mann…!
En með hæð undir kúlu, þá ætti hún að vera ca hálf hæðin á dekkinu, kannski örlitið undir því. Hásingarnar eru undan U1300 skildist mér.kv
R.
31.01.2008 at 08:40 #612278Sá þann bíl um daginn á lyftu. Svo sem ekkert mikið um það að segja. Lýst vel á þetta, "alvöru" eins og maður segir. Gaman að bera saman múkka hásingarnar og orginalinn. 3500 Orginalinn að aftan var barasta ekkert mikið minni en múkkahásingin (kannski svona einu númeri), en orginal framhásingin var eins og tannstöngull við hliðina á múkkanum.
Verður gaman að sjá þessa þegar þeir eru búnir.
Kv
R.
26.01.2008 at 13:25 #611502Sniðugt á vinnuvélar enda í þeim flest öllum í dag. Hef einmitt unnið á einni þannig þar sem glussaleiðsla sprak.
Annar galli við þessi stýri fyrir bíla er að það er ekkert sem miðjar stýrishjólið, og það "driftar"Eiga ekkert erindi í götubíla, lítið hægt að stýra ef vélin er ekki í gangi eða ef eitthvað klikkar (reim eða leiðsla).
24.01.2008 at 09:23 #611178Ef öndunun á tanknum er eitthvað treg, getur það ekki leitt til kraftleysis? Einfallt að tékka á því allavega, bara losa lokið.
kv
Rúnar.
22.01.2008 at 21:02 #611198Í eldri toyotum þýddi þetta að bíllinn væri hættur að hlaða…!
kv
Rúnar.
22.01.2008 at 13:13 #611152Frábær póstur. Akkúrat sem ég þurfti að vita.
btw, 13/64 reiknast sem 5.16mm.kv
R.
22.01.2008 at 12:16 #611074Þ.e.a.s með hærri eigintíðni. Stífari með tilliti til þungans sem hvílir á hásingunni.
Annars eins og ég segi, þá eru þessar pælingar komnar út fyrir mína þekkingu.Annað, ef tíðnin er um eða undir 1hz, þá verða allir bílveikir í bílnum
22.01.2008 at 11:39 #611070Þetta er nú orðið meira en mín þekking dugar til.
Samkvæmt einhverri gamalli þumalputtareglu fyrir "góðri fjöðrun" þá á eigintíðnin að framan að vera ca 30% lægri en að aftan. Það veldur því að bíllinn fjaðrar flatari en annars. Hvert hitt fullkomna hlutfall er hinsvegar háð hraða, hjólhafi og gerð ójöfnunar…
22.01.2008 at 09:21 #201683Er það ekki rétt munað hjá mér að þú hafir borað eitthvað út í stýrisdælunni hjá þér til að auka afkaust hennar?
18.01.2008 at 15:38 #610668að blaðamenn hafi svona mikið vit á því sem þeir skrifa um
kv
Rúnar.
18.01.2008 at 10:09 #610588Ég hef greinilega eitthvað misskilið þennan "Erta-koma" félagsskap. Gerði mér ekki grein fyrir að menn væru bara að hittast til að rasskella hverja aðra …. !
16.01.2008 at 14:10 #610402Bras.
Þarf að skera endana af, allar stífufestingar og gormaskálar af, snúa svo á hvolf restinni af rörinu og sjóða allt saman á ný. Köggullinn hefur nú snúist í húsinu (eða húsið um köggulinn). Líklega hægt en ekki víst. Ekki gleyma að færa átöppunar og aftöppunar götin…
Töluverð vinna en ætti vel að vera hægt. Veit ekki til þess að þetta hafi verið gert.
16.01.2008 at 10:03 #610120Iridium tapar ca 1 tungli á ári. En þeir eiga ein 9 upp í hillu og eru að keyra þau upp eftir þörfum. Þá eru þeir í dag að leita eftir fjármagni til að fara að smíða næstu kynnslóð tungla sem eiga að taka við þegar hillan tæmist, og munu þau styðja margfalda gagnaflutningsgetu á við núverandi kerfi. Þetta las ég í "Digital Ship" í vetur. Sel það ekki dýrara en ég las það.
12.01.2008 at 16:05 #609518Í dag (og allavega á morgun) er hægt að kaupa svona fullvaxna dæmigerða gasofna á fyndnu verði (3.500 kr stk). Hver ofn er 4.2KW og virkar jú vel til að ná upp hita í húsum, eins og flestir þekkja, mun betur en rafmagnsofnar.
11.01.2008 at 20:37 #605048Verð að segja það að þetta kemur miklu flottar út en ég þorði að vona. Stefnir bara í að verða svaklega sætur bíll.
Og takk fyrir að fá að fylgjast svona með þessu á netinu. Bara snilld.kv
Rúnar.
11.01.2008 at 09:26 #609504Var að sjá þátt um byggingu "nýju" suðurskautsstöðina. Það kostar 7 dollara að koma líter af eldsneyti þangað (ca 500 kr), þannig að það mætti ætla að menn hafi nú dálítið spáð í hitunarmöguleikana. Og þar eru nú bara notaðar 12 eða 16 gata Catapillar skessur til raforkuframleiðslu. En þar var þó farin Grænlenska leiðin og allur hiti sem þær mynda nýttur, bæði úr púströrinu sem og kælivatninu.
En hvað sem öðru líður þá þarf að koma nýju druslunni uppeftir og stinga í samband svo kofagarmurinn verði nothæfur í vetur. Svo eftir veturinn geta menn farið að rífast hvort þessi mótor sé arfavitlaust bruðl eða barasata fínasta maskína.
11.01.2008 at 09:12 #609714Frábær grein á 4x4wire. [url=http://www.4x4wire.com/toyota/tech/electric_locker/:2ga0a6jg]http://www.4x4wire.com/toyota/tech/electric_locker/[/url:2ga0a6jg]
Eitt sem kemur fram þar er að setja mótstöðu á vírana sem liggja að mótornum. Viðkomandi fann það út "the hard way".
Annað sem má athuga er að vírarnir sem bera straum í mótorinn þurfa að vera nógu sverir. Toyota sjálfur stækkaði þá einhverntíman, ef ég man og sá rétt. Ekki viss með að vírar í dæmigerðum 7-leiðara séu nógu sverir.Íhlutir og væntanlega Miðbæjarradió einnig, selja dót í þetta á eðlilegu verði.
kv
Rúnar.
08.01.2008 at 09:12 #609582þá eru punktarnir í bókinni teknir þegar GPS tæknin var bæði eitthvað ónákvæmari, sem og að GPS kerfið var ruglað af stjórnvöldum í Ameríkuhreppi á þessum tíma.
Bókin er í fullu gildi, bara muna að þetta eru bara viðmiðunarpunktar. Einnig einhver dæmi um einstaka villu í punktunum. Akið með gát…:)
06.01.2008 at 18:57 #608540hefur ekkert með hversu mikið er blásið að gera. Það er allt spurning um hlutfallið á milli lofts og eldsneytis. Nýlega búinn að bæta ca 2 pundum við blásturinn og snarlækkaði við það afgashitinn (sem og vatnshitinn reyndar). Ók ekkert við olíuna.
Of sterk blanda þýðir mikill hiti, sem þýðir ónýt vél. Of veik blanda þýðir minni hiti og hamingjusamari vél. Þetta hvu vera öfugt með bensínvélar..!
kv
Rúnar.
04.01.2008 at 13:34 #608950Meiri lúxus. Rafmagnsrúður, teppi á gólfi og eitthvað í þá áttina. Fjölskylduvænni bíll.
-
AuthorReplies