Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.03.2008 at 20:26 #616108
Ég er með.
Alltaf hægt að bæta á sig dráttarkrók eða tveim.Rúnar.
04.03.2008 at 10:01 #615974Ef menn skoða flesta nýja jeppa í dag, þá eru gormarnir innan grindar, og oft svona ca mitt á milli miðlínu dekks og miðju hásingar. Jafnvægisstangir eru svo notaðar til að tjúnna til "svagleikann" (eins og Einar bendir á).
Ekki veit ég þó hvernig maður smíðar jafnvægisstöng sem passar
Hinsvegar er Vitaran með gormana orginal fyrir utan grind og grindin því mikið mjórri en ofangreindir bílar. Efast því um að þetta sé raunhæft, eða vitrænt.
kveðja
R.
03.03.2008 at 16:42 #615978Slök viftureim?
29.02.2008 at 12:14 #615642Bliksmiðjan Grettir hefur verið að vesenast í intercoolerum, og eflaust svo sem fleiri.
kv
R.
29.02.2008 at 12:13 #615596Þó hún kosti 30 þúsundkalla, þá er hún hverrjar krónu virði.
Ódrepandi kvikindi sem bara dælir og dælir. Svona Hilux loftdælannakv
Rúnar.
27.02.2008 at 13:06 #613290Hef ekið í áratug með bara franskan til að festa vélina niður. Virkar fínt. Álpaðist svo til að fara að hugsa. Fór að spá í hvað myndi gerast ef maður lenti í veltu. Eftir þetta hugsunarvesen mitt hef ég alltaf skellt einni svona farangursteyju utan um borðið og tölvuna, til að halda þessu vel föstu.
Þannig að ef ég velt núna þá slasast ég bara á fastri tölvu, ekki lausri…
kv
R.
27.02.2008 at 10:33 #615352Ég nota bara gerviolíur á allt, Synthetískar þ.e.a.s. Þær eru flestar skilgreindar sem 75-95 eða eitthvað í þá áttina. Efast um að það skipti miku máli hvaða logo sé utan á brúsanum svo lengi sem ekki er blandað. Hef sjálfur reyndar bara notað olíur frá annað hvort Shell eða Esso (kallast núna víst bara Mobil).
Gerfiolíur eru yrfirburða olíur í miklu frosti.
kv
Rúnar.
20.02.2008 at 16:15 #614726Minnir (eitthvað þokukennt þó) að þú þurfir að taka nafið af og losa þar tvo bolta til að losa diskinn af.
kv
Rúnar.
14.02.2008 at 14:18 #614006Veit svo sem ekki hvað þeir segja í dag á skoðunarstöðvunum, en einu sinni urðu kastararnir að slökna ef slökt var á ljósunum með ljósarofanum í mælaborðinu, óháð því hvort bíllinn væri með dagljósabúnað eða ekki. Á bílum með dagljósabúnað gerir ljósarofinn ekkert annað en að kveikja á mælaborðsljósunum og því tók ég stýristrauminn þaðan, (úr vír sem kveikir ljós í einhverjum takkanum).
kv
Rúnar.
13.02.2008 at 08:56 #613998Ég er með bara einn tvívirkan rofa. Í annari stöðunni eru ljósin tengd í gegnum stöðuljósin en í hinni í gegnum háuljósin (þar á milli er svo slökkt).
Þetta tengdi ég þannig að stýristraumarnir frá ljósunum eru tengdir við úttökin á rofanum og inntakið á rofanum (jörðin ef menn vilja kalla það svo) er tengt við relayið. Rofinn er sem sagt tengdur afturábak..:)
Svo er ég með sjáflstætt gaumlaus sem sýnir hvort það sé kveikt eður ei.kv
Rúnar.
12.02.2008 at 13:17 #534476Hvíti stóri subbinn af suðurnesjum hvu vera með svona ef rétt er sagt frá hér á vefnum
kv
R.
11.02.2008 at 14:55 #613760eru einhver ein gerð af loftnetum betri en önnur?
11.02.2008 at 13:15 #613712Get ekki séð betur en að hægt sé að horfa á hana af vefnum hjá Arctictrucks, fyrir þá sem misstu af þessu.
Ef ég man rétt (frá 4×4 fundinum hjá AT mönnum) var glæfraaksturinn tekinn upp eftir túrinn. Þetta eru jú bara afþreyingarþættir.
Rúnar.
09.02.2008 at 19:55 #611970Þetta virkar í raun eins og þú sért með low-profile fólksbíladekk inn í dekkinu. Innra dekkið er pumpað upp í 30 pund og ytra dekkið verður ramfast á felgunni. Þegar þú hleypir svo úr er bara hleypt úr "ytra dekkinu". Innra dekkið er ennþá með 30 psi í sér og heldur stóra dekkinu vel föstu á sínum stað. Auka bónus er að innra dekkið ætti að verja ytra dekkið og felguna fyrir tjóni við að keyra á stein (dekkin rifna oft við það að klemmast á milli steins og felgubrúnar).
Gallar eru eins og Gummi segir að ef mikið er hleyp úr, þá endar maður á því að ytra dekkið sest á innra dekkið og fyrir utan það að þú væntanlega hættir að drífa, þá fara sólarnir á ytra og innra dekkinu að nuddast saman, væntanlega með leiðinda afleiðingum. Ekkert víst að þetta virki vel á þessum súperlága þrýsting sem við erum með. Væri gaman að prófa þetta þó Svo er þetta ekki framleitt fyrir meira en 12" breiðar felgur, ef ég man rétt.
ps. er sænsk uppfinning, og notaði (notar?) sænski herinn þetta. Þeir virðast hafa farið á hausinn og framtakssamir andfætlingar tekið við þessu.
08.02.2008 at 13:53 #613238Ef þetta eru alvöru kubbar (eins og ímynda mér að þeir séu) þá ættu þeir að gera bæði. Það kemur fram þarna að bílarnir standast áfram mengunarkröfur, þannig að þeir hljóta að auka loftflæðið einnig (efast stórlega um að það sé hægt að halda Euro 4 motor áfram sem Euro 4 ef bara olían er skrúfuð upp). Hinsvegar ef afgashitinn fer upp úr öllu valdi þá þýðir það bara að vélin er svelt að lofti.
Meiri kraftur == meira álag. Meira álag leiðir líkum að eitthvað minni endingu.
Að skrúfa bara upp olíuna leiðir til hærri hita sem er bara vont, á alla kanta.
Annars hélt ég nú að þessir bílar væru alveg meira en nógu aflmiklir orginal
kv
Rúnar.
07.02.2008 at 08:53 #613190fyndið hvað sumir eru mikið á móti þessum eðalvögnum…
Eiginlega bara jafn fáránlega fyndið eins og hvað þessar druslur drífa fáránlega mikið.En það er jú margt skrýtið í kýrhausnum, eins og að ein þjóð kaup sér óséð nýja Land Cruisera fyrir á annan miljarð, þegar nokkrir Yarisar hefðu alveg dugað jafn vel
Kveðja
Fáráður.
05.02.2008 at 08:36 #613078Ekki oft sem maður sér svona transparent bíl….!
01.02.2008 at 09:52 #612326Eftir að hafa skoðað myndirnar þá segji ég það nú sem fyrr, "þessir ógurlegu pattar eru ekkert annað en yfirbyggð fjórhjól"
kv
R.
01.02.2008 at 08:49 #612320Unimog 1300L með háu drifunum var hægt að keyra upp í svona 115 km, þannig að það ætti svo sem ekki að vera neitt vandamál.
R.
31.01.2008 at 16:22 #612298U1300 hásingarnar eru reyndar ekki þær stærstu, heldur þær sem voru undir U1700 og uppúr. U1300 eru svipaðar að uppbyggingu og 416 (bara stærri).
U1300 er hátt í 10 tonn fullhlaðinn og fáanlegur með skriðgír sem er miklu lægri en allt það sem við jeppakallar höfum nokkurntíman kynnst, þannig að það er víst betra að þetta sé svert..:)
Hjálparsveit Skáta í Reykjavík átti einn svoleiðis hér á árum áður.
-
AuthorReplies