Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.04.2008 at 08:56 #619646
Svo verður að einnig að gera mikilvægastu störfum klúbbsins góð skil. Umhverfismálunum, tæknimálunum, fjarskiptamálunum og slóðaverkefninu. Öllu þessu góða sem við höfum af okkur leitt.
Einnig ætti einhver björgunarsveit að vera þarna með tæki og tól, þar sem án þeirrar þróunar í jeppabreytingum sem klúbbuirnn hefur verndað, þá væru þær jú hálf tannlausar.kv
Rúnar.
04.04.2008 at 13:56 #61927044" swamper
46" MT
47" Swamper
49" Irok
16.00 Michelin XZL
54" BoggerEða eitthvað aðeins minna
28.03.2008 at 08:36 #617580Fyrir verkstæði getur nú bara verið lang fljótlegast að henda undir fyrirfram sniðnu 4-link kerfi, og er líklega ekkert dýrara en að fara að finna upp ný hjól.
Ekki gleyma því heldur strákar að undir fullvöxnum vögnum eru bremsur sem valda fullt af "drifkröftum" í fjöðrunarbúnaðinum á þeim. Stærð vagnsins og bygging undirvagnsins hefur væntanlega einnig mikið um það að segja hvað hentar og hvað ekki.
Svo er dótastuðullinn af 4-link náttúrulega miklu hærri.
27.03.2008 at 08:20 #618240Ég er með ca 15 cm í sundurslátt, sem þýðir að gormurinn er það mjúkur að hann leggst saman um ca 15 cm við það að bíllinn sest á hann. Persónulega finnst mér það of mjúkt, bíllinn svagur og leggst of mikið undan þyngd. Svo er bara að reikna hvað hentar þinni þyngd (muna að draga hásingu og dekk frá
Dempararnir hafa mjög mikið um það að segja hversu "stífur" bíllinn er við venjulega fjöðrun. Bíll með mjúka gorma en mjög stífa dempara er hastur, en ber lítið.
Progressífir gormar hafa þann kost að halda fullu sundurslagi án þess að bíllinn missi burð eða verði of mjúkur.
26.03.2008 at 17:32 #618548no-cab, var lengi vel framleiddur í tveimur lengdum, langur og stuttur. Ekki mikið selt af þeim hér í Evrópu þó. Sá langi var með pall yfir 2 metrar á lengd, sá stutti með ca 1.8 meter. Double cab var svo byggður á grindinni af þeim langa, sem og extra-cab fram að 89, en þá var grindin undir honum lengd enn meir. 4runner var upphaflega byggður á grindinni af þeim stutta.
(málin hér að ofan eru innanmál).
kv
Rúnar.
26.03.2008 at 15:02 #618540Ef hún væri bara 10 cm lengri, þá næði afturbrettið ennþá framúr skúffunni eins og á double-cab.
26.03.2008 at 14:50 #618536Einhvernvegin hélt ég nú að það væru sömu skúffur á "no-cab-short" og "extra-cab".
kveðja
Rúnar
25.03.2008 at 13:28 #618234Held að demparar (framan allavega) í rover séu ekki nema rétt rúmlega 20 cm að lengd.
Svo held ég að fjöðrunin í rover sé ennþá böðuð einhverju tvítugu sólarljósi frá þvi að hann var í raun eini jeppinn sem hafði yfir höfuð einhverja fjöðrun, verulega ofmetin þ.e.a.s.Verður að viðurkennast að sennilega er nú pattinn sá hásingarbíll sem hefur einna flottustu fjallafjöðrun sem um getur.
kv
Rúnar.
25.03.2008 at 09:52 #618386Held að þessi kort hafi nú barasta aldrei verið til, hvorki á pappír né tölvu. Allavega ekki 1:50.000 UTM kortin sem við erum vön úr NavTrek og fleirum. Vantaði alltaf bæði vestur og austurendana á landið í þeim.
25.03.2008 at 09:49 #618230Orginal gormabílar (patti, LC-80, Rover) eru flestir með þetta 20 – 30 cm orginal fjöðrunarsvið, og flestir breyttir bílar eru bara með það svið áfram. Meira er hinsvegar alltaf betra (að sjálfsögðu…:). En góð fjöðrun kemur ekki bara út frá lengd, heldur aðalega út frá samspili gorma, dempara og bílsins sjálfs. Bíll með 25cm travel getur fjaðrar alveg frábærlega ef vel upp settur.
Ekki mikið til af dempurum sem eru með yfir 25-30 cm slaglengd.kv
Rúnar.
19.03.2008 at 13:09 #618142Hægt orðið að kaupa svona linsu-ljós sem eru löggild aðalljós. Eru pínulítil og það er örugglega hægt að koma þeim fyrir á smekklegan hátt löglega, án þess að nefið á bílnum verði klúðurslega ljótt.
14.03.2008 at 15:33 #617552Veit um kerru þar sem þetta var gert. Þetta brotnaði í fyrstu ferð.
Ef þú hinsvegar hefur spyrnurnar mjög langar og lætur þær koma saman í einn punkt (myndar þríhyrning með öxli og spyrnum), þá ertu á grænni grein. Þannig líka fjarlægir þú fullt af átökum frá botninum á vagninum.
kv
R.
14.03.2008 at 09:03 #616870Þá er bíllinn kominn í gang. Reynist vera hönnunargalli í dagljósabúnaðinum á þessum bílum, hann tæmir sig ekki sjálfkrafa ef hann fyllist af vatni
Skipti um hann og einnig 60 ampera aðalöryggi í húddinu og allt virkar bara fínt núna. Boraði einnig göt á nýja dagljósabúnaðinn svo svona gerist ekki afturÞá er bara eftir að yfirfara legurnar, læsingarmótorinn og skrúfa innréttinguna í aftur.
ps. Á einhver sæmilegt teppi í svona double cab?
kv
Rúnar.
11.03.2008 at 15:26 #616498Hlynur hefur minnst á að hafa heyrt af því að svona pinni hafi gefið sig. En jú þetta er nú ekki smíðað fyrir fullvaxna trailera.
Hinsvegar sá ég svona týpiskan profil-dráttarkrók rifna í tvennt um daginn, og var það tommu þykka flatjárnið sem kúlan er skrúfuð í gegnum sem slitnaði !!!!
Eftir á að hyggja þá er augljóst hvað gerðist. Krókurinn var það eina sem hægt var að binda í á bílnum (allvega þangað til maður fór að leita betur..) og bíllinn stóð á endann með nefið á kafi. Þannig að átakið á flatjárnið var eins vont og frekast er hægt að hafa það.kv
Runar.
11.03.2008 at 11:36 #616486Ertu þá að tala um pinnann sem festir dótið við beislið? þennan sama og allir nota á alla króka?
kv
Rúnar.
08.03.2008 at 17:33 #617030Alternatorinn í diesel bílnum er með vacum dælu aftaná sér sem sér bremsukerfinu fyrir afli.
Rafstilling í dugguvogi gerir við þetta, nú svo má allaf verða sér út um annan gamlan og setja í (eða allavega mixa saman við hinn).kv
Rúnar.
08.03.2008 at 09:46 #616862Er nú alltaf með rafmagnsmæli með mér. Var eitthvað að reyna nota hann núna í vikunni, en eitthvað hvar hann orðinn hvumpinn. Sýndi 15.4.3.2 volt á rafgeyminum…. Sennilega ekki jafn vatnsheldur og síminn minn.
07.03.2008 at 14:45 #616750á þessum þræði:
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/11725#92695:36ig24no]start vesen[/url:36ig24no]Góða ferð.
07.03.2008 at 13:10 #616848Skellti inn mynd af pollinum:
[img:26kfb3m0]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4795/49263.jpg[/img:26kfb3m0]Þarna má sjá hvar pitturinn var, og er ennþá. Fyrir þá sem eru á leið inn í Laugar þá mæli ég með að menn keyri svona ca eins og rauðu línurnar liggja. Þar var fínt að keyra um síðustu helgi (fylgja gönguleiðinni svokölluðu). Þessi pittur myndast alltaf þarna í leysingum og það á maður víst að vita..
Hvergi vottaði af bleytu annarsstaðar á svæðinu og jafn mikin snjó hefur maður ekki séð í Laugum á þessari öld.
07.03.2008 at 13:00 #202044Eftir baðið um síðustu helgi er bíllinn minn eitthvað móðgaður út í mig og neitar að starta.
Eftir sólarhring undir hitablásara þá skipti ég um allar olíur, þurkaði forhitaratölvuna og einhvern OK-monitor (staðsett fyrir framan framhurðirnar), og lét taka upp startarann. Vatnið náði ekki upp í mælaborðið á bílnum.
Núna kveikir hann bara hleðsluljósið þegar svissað er á og ekkert gerist ef reynt að starta (nema forhitunarsystemið virðist virka eðlilega).
Get startað honum með því að tengja framhjá (skjóta straum af rafgeymi beint á startpunginn), og þá virkar hann bara fínt, hleður og allt.
Start relayið virðist einnig virka eðlilega (klikkar í því ef maður gefur því straum).
Einhverjar vísbendingar væru vel þegnar.
-
AuthorReplies