Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.11.2008 at 08:51 #632130
Recaro Start hefur fengið eitthvað lítið af stjörnum í óháðum prófunum (kröfurnar ornar miklu meiri en þegar hann kom upphaflega á markaðin fyrir verulega mörgum árum síðan). Er líklega vegna þess að hann er ekki með 5 punkta belti eins og aðrir stólar, heldur notar bara orginal beltin í bílnum. Hann er hinsvegar byggður upp eins og venjulegur stóll (með gormum og dóti) og andar því vel, meðan flestir aðrir stólar eru bara plastskel ,með ÖRÞUNNU áklæði ofaná sem barnið svitnar og svitnar í.
Recaro er svo með aðra stóla sem eru svipaðir að uppbyggingu og aðrir, plastskel með 5-punkta belti og slíku. Þeir eru mun betur fóðraðir en aðrir slíkir stólar sem ég hef séð. Annar stóllinn minn er slíkur (Young Expert minnir mig) og hafa langferðir í honum ekki valdið neinum óþægindum hjá pollanum mínum.
Ungbarnastóllinn sem við notuðum fyrst var hinsvegar hræðilegur, barnið bókstaflega soðnaði í honum ef maður passaði sig ekki að stoppa MJÖG reglulega og rífa barnið úr honum.Á [url=http://www.recaro.com:2zyt2jgk]www.recaro.com[/url:2zyt2jgk] má sjá að Recaro Start er í dag eingöngu vottaður fyrir 15-36 kg, og unbarnakittið sem var fáanlegt fyrir þá er ekki lengur í boði.
Rúnar.
04.11.2008 at 23:38 #632094Hef farið með minn á fjöll frá því að hann var 4 mánaða, og hefur hann bara verulega gaman af þessu öllu saman. Maður verður náttúrulega að gera sér grein fyrir hvað maður er með í höndunum og aka eftir því (og leyfa barninu að hreyfa sig reglulega).
Hvað hristing varðar þá er nú hopp og skopp á öxlinni á pabba mikið verra en vagg og velta í úrhleyptum bíl. Hefði nú meir áhyggjur af hristing á venjulegum íslenskum malarvegi en jökli.
ps, svo er alveg lykilatriði að vera með góðan bílstól, stól sem barnið svitnar ekki í. Ég er með tvo Recaro stóla, hvor öðrum betri.
[url=http://www.dontshake.org:xztdkh4r]Hérna er smávegis um Shaken Baby Syndrome:[/url:xztdkh4r]
Shaken baby syndrome, which may result in severe brain trauma, is caused when a child is violently shaken such that the head is subjected to back and forth motion in one or more directions resulting in rapid repeated severe acceleration and deceleration of the head. The medical literature and ongoing research around the world have characterized shaken baby syndrome as well as other forms of accidental and non-accidental injury. Activities involving an infant or a child such as tossing in the air, bouncing on the knee, placing a child in an infant swing or jogging with them in a back pack, do not cause the brain, bone, and eye injuries characteristic of shaken baby syndrome.
kv
Rúnar.
10.10.2008 at 09:57 #630802Ástæðan fyrir að ekki er hægt að nota svoleiðis köggul er að annar afturöxullinn (stutti öxullinn) er öðruvísi í bílum með 9.5" rafmagnslás. Hann er rílaður öðruvísi. Rafagnslásinn virkar því ekki með orginal 8" öxlunum.
Rúnar.
03.10.2008 at 16:21 #630378en hitt veit ég þó að ég eina svoleiðis plötu og fæst hún fyrir slikk. Vantar með henni output skaftið (sem er breytt orginal skaft úr millikassa).
Rúnar
S. 8600636.
03.10.2008 at 08:30 #630290Þrjár kassagerðir hafa verið notaðar í gegnum árin, G, W og R. G kassinn hefur verið á aflminnstu bílunum, W kassinn var á gamla Turbo diesel og R kassinn á V6 og Turbo bensín bílnum. Ég ímynda mér að R kassinn sé notaður á nýrri Turbo diesel bílunum, sem og í 90-cruiser og öðrum 3.0 lítra bílum. Heyrði einhverntímann að R kassinn hafi verið notaður í 4.2 lítra 70-cruisernum (turbolausa bílnum).
Styrkleikurinn er því minnstur í G kasssanum, W kassinn væntanlega eitthvað sterkari og R kassinn lang-sterkastur. Það er lítið mál að skipta milli G og W kassana, en veit ekki með R kassann. R kassinn er m.a. með 23 rílu úttaki en hinir með 21 rílu. Sennilega ekkert mál að skrúfa þá alla aftaná vélarnar en millikassarnir passa ekki á milli.
Hægt að sjá fullt af upplýsingum um þetta á wwww.marlincrawler.com.
Er sjálfur nýbúinn að skipta út biluðum G kassa fyrir W kassa. Eina brasið við það er að gírstangirnar eru ekki alveg á sama stað í W kassanum.kv
Rúnar.
29.09.2008 at 19:46 #629890Keðjur eru stórkostlega vanmetnar
29.09.2008 at 19:45 #629968Tveir hásingarbílar, 93 vs 95, þetta ætti allt að passa á milli.
kv
Rúnar.
26.09.2008 at 11:01 #629806er ekki fyrir utan nefndir….!
19.09.2008 at 08:47 #628220Er reyndar fáanleg beint frá chevy. Þó svo að hún hafi byrjað sem strokuð 350, þá er hún framleidd í dag sem 383. Sjá [url=http://www.gmperformanceparts.com/enginedyno/dyno.jsp?eng=383:2jik72bw]www.gmperformanceparts.com[/url:2jik72bw]
kv
Rúnar.
15.09.2008 at 09:10 #629372Drifin í pattanum heita H233, og held ég að það sé stærðin á drifinu (233 mm, eða 9,2 tommur). Rílufjöldinn er svipaður og í Toyotum eða um 30 ef ég man rétt. Má sjá í documentum frá ARB.
Almennt séð eru þetta stórar og sterkar hásingar sem diesel V8’tur og 44" ná ekki brjóta.kv.
Rúnar.
09.09.2008 at 16:01 #629096Klafadrifið passar ekki. Svo einfallt er það.
kv
Runar.
07.09.2008 at 16:48 #629032Hef einhversstaðar heyrt að Rússinn hafi verið til með níðurgíruðum hásingum, og þá til hernaðarnota. Hef þó aldrei séð svoleiðis í raun. Þú hefur kannski komist yfir einn svona her-rússa…
Svo getur líka verið að þessa sé eitthvað mix.
kv
Rúnar.
01.09.2008 at 09:07 #628572Ég held nú að þetta séu sömu kassarnir, en það getur verið að það sé einhver munur á skiptigöflunum (lengdarmunur) eins og áður hefur komið fram. Lengdin á þeim fer eftir því hvaða gírkassi er fyrir framan millikassann. Hlutföllinn eru þau sömu 2.28:1 og langsplitunin er eins, hún er einfaldlega bara splittuð.
V6 bensín og nýrri bílar eru svo með allt öðrum millikassa, sem er keðjudrifinn og allur allt öðruvísi. Annars má lesa mikið um
þetta á http://www.marlincrawler.comkv
Rúnar.
24.07.2008 at 08:23 #626304Kortið lítur væntanlega svona út vegna þess að vörpunin á kortinu er önnur en var. Ísland lítur akkúrat svona teygt út þegar notuð er miðbaugs vörpun [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Mercator_projection:23enrx2f](World Mercator)[/url:23enrx2f] í staðin fyrir þessa venjulegu kónísku vörpun sem við erum vön [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Lambert_conformal_conic_projection:23enrx2f](Lambert)[/url:23enrx2f]. (getur verið að þetta sé stillanlegt?)
Vona að ég sé ekki að fara með miklar rangfærslur hérna
kv
Rúnar.
14.07.2008 at 08:07 #625732Virkjunin sem slík er eitthvað sem flestum er væntanlega sama um á þessum stað. Hinsvegar kemur með Búðarhálsvirkun meiri hvati á að endurvekja Norðlingaölduveitu (sem eikur afköst virkjunarinnar verulega). Norðlingaölduveita var á sínum tíma sögð vera grundvöllurinn fyrir því að þessi virkjun væri hagkvæm.
kv.
Rúnar.
09.07.2008 at 08:33 #625550Lét setja 9/16 bolta í patrol fyrir all mörgum árum og niðurstaðan úr því var bara ekkert góð. Boltarnir áttu verulega erfitt með að halda herslu, rærnar losnuðu reglulega og boltarnir brotnuðu. held að ástæðan hafi verið að rærnar pössu ekki fyrir felgurnar sem notaðar voru, þ.e.a.s. felgusætið á rónni passaði ekki við kóninn á felgunni. Hefðum bara betur haldið orginal boltunum….
Þar fyrir utan voru þetta hundleiðinlegir boltar, eiginlega bara drasl, verulega erfitt að fá rærnar til að grípa rétt þegar maður var að skrúfa þær á.
kv
Rúnar.
07.07.2008 at 10:25 #625466eins og hefðbundin jeppaveiki.
Þetta er eigintíðnivandamál á öllum hásingarbílum. Sé eitthvað smávæginlegt slit í fóðringum eða stýrisendum, þá birtist þetta um leið. Víbríngur í dekkjum getur einnig valdið þessu.
Gangtu úr skugga um að það sé ekkert slit í neinum stýrisendum, né heldur í þverstífufóðringunum (mjög líklegur staður). Bara millimeters hlaup getur valdið þessu.
Hvað dekkin varðar þá geta dekk víbrað af nokkrum ástæðum. Misþyngd sem hægt er að laga með balanceringu. Hopp vegna þess að dekkið er einfaldlega ekki kringlótt, og hopp vegna þess að dekkið er "misstíft", þ.e.a.s. legst misjafnlega mikið við þyng ("loaded radius" er ójafn).
Eða, m.ö.o. þá gæti borgað sig að prófa að vixla dekkjum milli fram og afturs.ps. hefur millibilsstöngin nokkuð orðið fyrir hnjaski? Orginal millibilsstangirnar í Land-Rover eru óttalegir tannstönglar og frægar fyrir að bogna. Bogin eða þreytt stöng getur valdið víbríng.
kv
Rúnar.
20.06.2008 at 13:26 #624698Byrjaðu á að hreinsa upp tengin á loominu, skítur í þeim getur stoppað þetta. Svo verður bíllinn væntanlega að vera í lágadrifinu til að lásinn fari á.
Hef ekki hugmynd um hvar tölvan er í þessum nýju bílum.kv
R.
20.06.2008 at 13:13 #624694Hún er undir mælaborðinu, fyrir framan gírstangirnar, ofaná gírkassastoknum.
16.06.2008 at 08:18 #624546Snúast ekki bara um að vernda vegina, heldur landið allt. Það er jú enn gegndrepa af drullu og þolir illa traðk.
Kv
Rúnar
ps. það er alltaf gott að vita betur…
-
AuthorReplies