Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.03.2009 at 12:33 #643066
þetta gat ég
Hef reyndar keyrt þennan veg.Rúnar.
11.03.2009 at 11:17 #643060Nokkuð viss um að þessi vegur sé á vesturströnd noregs. Eyjavegurinn eða strandavegurinn eða eitthvað svoleiðs.
11.03.2009 at 10:56 #642940Hurru Gunnar, þú hefur eitthvað misskilið þetta með börurnar. Þegar talað er um að bíll geti tekið börur þá er miðað við að þær séu ekki samanbrotnar
kv
Rúnar
11.03.2009 at 08:56 #643052Ég gerði mér nú barasta ekki grein fyrir því að það væri yfir höfuð hægt að stunda ofsakstur á breyttri Toyotu. Mér finnst það nú barasta nokkuð merkilegt svona út frá því sjónarmiðinu
Runar.
11.03.2009 at 08:44 #642932Mín reynsla af þessu (sem fyrrverandi yfirolíumaur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík í all mörg ár) er að helsti gallinn við bíla eins og Pattann og 80-cruiserinn er að þeir eru einfaldlega of litlir.
Þessi bílar þurfa að sinna allskonar hlutverkum og þó að það sé að sjálfsögðu hægt að finna betri græjur til einstakra verka við einstakar aðstæður þá eru þetta mjög góð alhliða tæki. Ekki gleyma því að stór hluti starfa venjulegrar björgunarsveitar eru framkvæmd á lálendinu, og þessi tæki þurfa að virka þar líka.Þó svo að six-pakk af súkkum eða willisum væri líka snilld, þá myndi mig ekki langa til að standa í öllum þeim fjáröflunum sem þarf til að standa undir rekstrarreikningnum af slíkri útgerð.
Ef þörf er á öflugri tækum til snjóaksturs þá hef ég nú ekki enn séð jeppa sem skákar öflugum snjóbíl
ps. getur verið að þessi staður sé á sama stað eða svipuðum og Discoverinn fór niður um, um árið?
kv
Rúnar.
10.03.2009 at 14:54 #642986Þar sem bíllinn þinn er víst klafabíll, þá ættu patta felgur að passa undir (þ.e.a.s gömlu stálfelgurnar allavega). Þær eru hinsvegar of innvíðar til að passa undir hásingarbílana.
Runar.
10.03.2009 at 14:27 #642872Ekki veit ég hvað menn eru að væla. Henti inn 6 eða 8 myndum núna og var snöggur að.
Málið er að það þarf að minnka myndirnar áður en þær eru sendar inn. Það er lítið vit í því að senda inn 4 mb mynd sem albúmið minnkar svo niður í ca 80 kb. Það tekur nefnilega gríðarlega mikinn tíma að senda 4 mb fæl yfir vírinn.
Hægt að nota ókeypis forrit eins og Picasa til að minnka niður haug af myndum í einu.Rúnar.
10.03.2009 at 13:09 #642696Það er bara einn staður til að setja inn íslenskar jeppamyndir, og það er á old.f4x4.is.
Þessi feisbók er bara bóla sem verður að mestu sprungin fyrir lok árs, eins og fleiri allar aðrar bólur gera að lokum (ala bankabólan, fasteignabólan, útrásarbólan, .com bólan, lestarbólan og guð má vita hvað).Rúnar.
09.03.2009 at 10:36 #642772Heyrði í mönnum um helgina sem voru þar og var færið þungt. Aðeins 44" bílar sem fóru yfir. Verst var færið við bungu 1 en skánaði eftir því sem norðar dró var mér tjáð.
kv
Rúnar.
06.03.2009 at 10:37 #203977Var þarna fyrir um aðra helgi, tók með mér í bæinn 3 tóma gaskúta. Þeir eru núna í andirinu á höfðanum (jafn tómir sem fyrr). Í setrinu eru núna aðeins tveir kútar, annar tengdur við eldavélina (fullur) og hinn við gasofnin. Engir fullir aukakútar.
Þannig að ef einhver er á leiðinni þangað eftir miðjutúrinn þá væri ráð að kippa með sér einum eða tveimur fullum kútum.Kv
Rúnar.
05.03.2009 at 08:59 #642482Hef nú labbað yfir Tungnahryggjajökul og Barkárjökul (og svo norður eftir Tröllaskaganum, og niður Hlejardalsheiðina) og þetta er aðalega bara bratt. Svo eru þessu fjöll varla fjöll, heldur bara grjóthrúgur sem eru svo lausar í sér að maður má varla hnerra án þess að teikna þurfi upp landakortin á ný
Vélsleðamenn eru eitthvað að leika sér þarna. Eru með lítinn en fínan skála á Tungnahryggjajökli.
Runar.
04.03.2009 at 14:04 #637736Segi mig líka úr hóp 7. Verð þarna á flakki á eigin vegum með nokkrum útvöldum og óvöldum.
Rúnar.
03.03.2009 at 19:05 #642310Held reyndar að þetta sé bara gamli góði 2L í þessum, bara með orginal túrbó. Ég er allavega með pústgrein úr svona bíl í mínum (1994 árg af 2L).
2KD mótorinn er 2.5 lítra, og kemur seinna.Spurning um að heimsækja Arctic Trucks. þeir ættu að vita þetta. Nú eða fá teikningar eða tvær í umboðinu.
Ekki ólíklegt að Freysi viti eitthvað um þetta, hann er með kz mótor með gírkassa úr v6 4runner, ef ég skyldi hann rétt hér um daginn.kv
Rúnar.
03.03.2009 at 16:42 #642302ertu með R150 gírkassa (eða R151 eða eitthvað svoleiðis) og keðjudrifna millikassann orginal í lúxanum. Það er sami búnaður og kemur með 3.0 vélinni. Líkur á að þetta passi
Rúnar.
03.03.2009 at 16:14 #642298Ekki viss með gírkassann en einhverjar smá líkur eru á að gírkassinn úr lúxanum passi aftaná kúplíngshúsið á kz vélinni. Millikassinn passar ekki, ekki nema með milliplötu frá t.d. Marlin (en þá passar hann fínt og er feiki nógu sterkur). Millikassi og gírkassi úr 3.0-v6 bensín runner (eða lúxa) ættu hinsvegar að passa ef ég skil þetta allt rétt.
Sennilega heldur ekkert sniðugt að vera að nota gírkassann úr lúxanum við big-block diesel mótorOBS, 2000 árgerð. Það er allt önnur ella og þá ellu þekki ég barasta ekki neitt. Gæti barasta vel verið að þetta passi allt saman… !
Hvað öxla og drif varðar þá er nokkurnvegin sami búnaðurinn í þessu öllu.
kv
Rúnar.
01.03.2009 at 12:47 #642170Er reyndar frá Kverkfjöllum, en það skiptir náttúrulega engu
28.02.2009 at 21:11 #642154Minnir að framhásingin sé ca 120 kg, afturhásingin er eitthvað minna.
27.02.2009 at 12:14 #642046Innifalið er mæling og stilling (ef þarf), og löggilt plagg sem segir bla bla.
26.02.2009 at 21:43 #639132passa að þeir slái ekki saman við fullan samslátt (eyðileggur þá) og passa að gormurinn sé að fullu kominn í sundur (átakið farið af honum) þegar demparinn stoppar sundurslagið.
M.ö.o. stilla þetta þannig að demparinn sé að fullu sundurdreginn þegar gormurinn er við það að losna. Svo stilla samsláttarpúðana þannig dempararnir nái ekki að slá saman.
Veit ekki til þess að neinir demparar virki eitthvað mismunandi eftir því hvar þeir eru í fjöðrunarsviðinu (fyrir utan Monroe Senza-track).Runar.
23.02.2009 at 14:55 #637626Var þar um helgina og þar er barasta allt á kafi í snjó. Ekki svartann blett að sjá á svæðinu, fyrir utan tvo hrafna.
Sem er pínulítið skrítið því það var ekki svo mikið sem eitt snjókorn á Kili, ekki frekar enn í Kerlingarfjöllum.
Allur snjór barasta hvarf snögglega við vesturbrúinina á sléttunni norðan við Loðmund. Skilin voru svo skörp að maður gat eiginlega verið með afturdekkinn í snjó en framdekkinn á auðu.
Einnig varð allt snögglega hvítt þegar maður var búinn með cirka helminginn af Kvíslarveituveginum.Rúnar.
-
AuthorReplies