Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.05.2009 at 15:53 #647140
Þar er allavega leyfilegt í einhverjum fylkjum að vera með beislisvagn aftan í trailer. Svo keyra þeir um á 70 mph eftir hraðbrautunum með þetta aftaní!
kv
Runar
05.05.2009 at 09:05 #647132hvað ætli sé leyfilegt að draga þungann bremsulausan eftirvagn á reiðhjóli?
Rúnar.
04.05.2009 at 13:52 #647110veit ég ekki betur en að þetta sé aðalega bara bannað.
En það er án efa töluvert erfiðara að bakka með tvær kerrur heldur en svona beislisvagn. Allar hreyfingar með kerrurnar verða miklu öfgafengnari vegna þess að krókurinn aftaná fremri kerrunni liggur langt fyrir aftan hjólin á henni.
Rúnar.
28.04.2009 at 09:19 #646630Eftir því sem að ég best veit þá gilda allar ESB reglur um bíla einnig hér á frónni nú þegar, í gegnum EES samninginn, alveg eins og Hlynur bendir óvart á. Menn eru ekki að taka upp ESB reglur í einhverjum málaflokki bara svona random!
Af þessum 120.000 reglum sem Ofsi bendir á þá eru líklega um 70.000 af þeim þegar í gildi hér (eða eiga allavega að vera það)
Hvað þennan þjóðgarð varðar, þá er þetta það mesta umhverfisslys sem gerst hefur á Íslandi. Og hvar er Saving Iceland núna þegar þeirra er þörf?
Rúnar.
22.04.2009 at 18:54 #646390þá er ekkert til sem heitir einstakt tilfelli
Rúnar
21.04.2009 at 09:17 #646086Eitthvað segir mér að aksturseiginleikar þessa bíls séu í besta falli hræðilegir.
kv
Runar.
09.04.2009 at 09:05 #645450Menn hafa sett gorma undan nýja pattanum undir þá gömlu, með góðum árangri. Eru náttúrulega töluvert stífari en það vilja jú margir.
08.04.2009 at 22:32 #638966aggúru naf af 4runner? vikrar ekki naf af venjulegri hilux hásingu einnig?
06.04.2009 at 09:07 #645238nema hvað eigendurnir kannast ekkert við svoleiðis. Þeir hafa einnig dásamað stýrið hjá sér, enda breikkuðu þeir felgurnar ca jafn mikið inn og út.
Hvað hraðann varðar þá eru þessar hásingar gerðar fyrir hraða yfir 110 kph svo það er ekkert issue (þar fyrir utan hafa menn nú verið að leika sér á Unimogum í Paris Dakar á verulega meiri hraða).
Dekkin segja þeir hinsvegar búin til úr svissnesskum gouda osti og slitna þau eftir þvíkv
Rúnar.
03.04.2009 at 21:26 #645014Þegar ég gormavæddi framendann hjá mér þá setti ég smá skúffugrey ofaná hásinguna hjá mér. Sauð þetta bara smá í einu og beggja megin í einu, svona ca 5 cm og leyfði þessu að kólna vel á milli (enda ekki í neinni tímapressu) Notaði ekkert mikinn hita heldur. Sama gerði ég þegar ég sauð stífufestingar á, sem og styrkingarnar út við kúluliðina. Skúffuna heilsauð ég á til að hindra ryðmyndun inn í lokaða rýminu.
Hvað sem öðru líður þá var að vottað í hjólastöðuvottorðinu síðastliðið haust að hásingin er bein. Sem ég er reyndar frekar hissa á miðað við öll stökkin og lætin sem greyið hefur fengið að þola í gegnum tíðina.
Það má reyndar geta þess að þessi hásing kemur orginal með skúffu frá japan, undir langa rörinu.
Rúnar.
02.04.2009 at 15:06 #644986ekki spurning, marg reynt. Reyndar betra að hafa skúffuna neðaná, en það er nú eignlega ekki alveg rökrétt í okkar tilfellum. En eru ekki einhver issue með að sjóða í steyptan köggulinn á svona hásingu?
Hvar er það sem hásingin bognar? Eru það rörin sjálf?
Þekki þetta nú ekki sjálfur enda með alveg gríðarlega öflugar Hilux hásingar undir hjá mér, sem drífa alveg út í sjoppu og til baka án þess að bogna
kv
Rúarn
26.03.2009 at 08:32 #644458Ég lét stífurnar hjá mér halla inn að aftan. Þetta passaði bara betur þannig og með því náði ég að halda fullum beygjum á bílnum þrátt fyrir 44" blöðrur. Skiptir meira máli að stífurnar halli ekki upp-niður, séu nokkurnvegin láréttar (þ.e.a.s. að grindarendinn á stífunni sé í ca sömu hæð og miðjan á hásingunni).
kv
Runar.
24.03.2009 at 09:51 #644164Það er allt í lagi að henda cooler á DIESEL vél og sverar pústi og eiga ekkert við olíumagnið. Það hefur engin áhrif á endingu vélarinnar nema þá til hins betra. Aflaukningin af því er reyndar líka frekar takmörkuð. Aflið kemur ekki af viti fyrr en olíumagnið er aukið. Og þá er hægt að fara að steikja vélarnar og eyðileggja
Of mikil olía þýðir hærri brennsluhiti sem ef verður of mikill þýðir ónýtur mótor.
Á bensín mótor er þetta akkurat öfugt!kv
Rúnar.
24.03.2009 at 09:31 #644272K2 á Akureyri. Getur verið að Halli Gull selji tilbunar framlengingar á þetta á viðráðanlegu verði. Það er frekar dýrt að láta lengja þetta á verkstæði, þó svo að verkstæðið sé eins sanngjarnt og það getur verið eins og Ökumælar eru.
Kveðja
Rúnar.
23.03.2009 at 09:45 #644106Koma úr ennþá grunsamlegri bílum sem heita Toyota Land-Cruiser og báru tegundarheitið 60. Hægt er að kaupa svoleiðis stangir í umboðinu (veit ekki hvort þær passa beint í, breiddarlega séð). Einnig er hægt að kaupa svoleiðis stýrisenda hjá Fjallabílum. Ef menn láta snitta í þetta togstöng þá bendi ég á að veggjarþykktin í orginal togstöng á hilux er 5 eða 6 mm !!!!
Rúnar.
20.03.2009 at 08:14 #643920Annars er það frekar fyndið að svona dekk er hægt að fá sem Radial (og allt að 74" að hæð og 44" á breidd), annað en þessir garmar sem við erum að kaupa….!
[url=http://www.michelinag.com/agx/en-US/products/product_detail_pages/MegaXbib.jsp:2vmqu2wx]Michelin-usa[/url:2vmqu2wx]
15.03.2009 at 16:04 #643578mæli með polaroid veiðigleraugum, gulum. Ekki það ódýrasta en hverra krónu virði.
Eini gallinn við þau er að er það er erfitt að lesa á tölvuna með þeim
13.03.2009 at 11:37 #643198Var einmitt að spá í það þarna á miðjunni, af hverju það væru svona skrítnar hreyfingar á þessum Pajeróum. Skil þetta allt mikið betur núna.
Kv
Rúnar.
13.03.2009 at 11:34 #643346Þýðir þetta að þið getið reiknað út þyngdarpunkt bíls í þrívídd? Þ.e.a.s. staðsetningu hans í þrívíðu rúmi?
kv
Rúnar.
12.03.2009 at 09:48 #643158Eftir 20 ár af fjallamensku, er þau skipti sem maður hefur verið í alvöru hættu öll tengd þjóðvegakerfi landsins (og þá er ég bara að tala um atvik tengd fjallaferðum). Maður hefur svo sem lent í óhöppum á fjöllum, en maður hefur aldrei verið í neinni alvöru hættu þar.
Ástæðan er jú einföld, hraðinn á manni á fjöllum er svo lítill. Þar fyrir utan þá stjórnar maður sjálfur mestu af áhættunni á fjöllum, en hefur bara stjórn á hluta áhættunnar á þjóðvegunum.Fer sjálfur með mitt barn á fjöll, og þar hef ég mestar áhyggjurnar af honum eftir að komið er í skála
[img:1xv2tdjg]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5802/47212.jpg[/img:1xv2tdjg]
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies