Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.02.2010 at 09:41 #681044
Alveg þrælsniðugt myndi ég segja.
Eina issu’ið er að Orginal millikassinn í Toyotuni er með framdrifsútakið bílstjóramegin en drifkúlan á pattahásingunni er farþegamegin. Þýðir að annaðhvort þarf að skipta um millikassa (ágætis afsökun fyrir milligír), eða snúa framhásingunni.kv
Rúnar.
29.01.2010 at 16:03 #679932[url:30nw3aoi]http://en.wikipedia.org/wiki/Injection_pump[/url:30nw3aoi]
15.01.2010 at 13:56 #677052Snilld hjá þér jeepcj7.
Of vellt því fyrir mér af hverju einginn hefur gert þetta áður. Tannsstangarstýrin í öllum fólksbílum eru tæknilega séð sama útfærslan, eini munurinn er að í staðin fyrir tanngarðinn á glussatjakknum ertu með venjulega stýrisvél og togstöng.
Veðja reyndar á að Frumherji muni ibba gogg út af þessuRúnar.
12.01.2010 at 16:23 #675928Þessi er gefin upp sem 2.5 CFM, Fini er gefin upp með 5.9 CFM. Ætli það er ca munurinn. Auk þess virðist þessi Fini dæla vera nánast ódrepandi. Mín er að verða 10 ára og virkar ennþá fínt, þrátt fyrir að það hafi einu sinni nánast kveiknað í henni.
Hef enga reynslu af henni þessari MV-50, las bara spec’urnar.
kv
Runar.
11.01.2010 at 13:41 #675986Fer eftir árgerð og mögulega gerð.
Sérð þetta í skoðunarskýrteininu.
Svo þarftu 75 kg undir rassinn á bílstjóranum en 68 kg undir aðra rassa eða 483 kg í burð.kveðja
Rúnar
07.01.2010 at 17:09 #674966Er þetta ekki það sem menn kalla þróuð fjöðrun?
04.01.2010 at 19:29 #674210Flott lausn hjá þér.
Mjórri felgur þýða að dekkin byrja að böglast fyrr (við hærri þrýsting) en á breiðari felgum. Þegar þau fara að böglast ertu búinn að missan niður hraðann og annað hestaflið
Ps. þessi dekk fara ekkert að virka undir léttum bílum (2-2.3 tonn) fyrr en við 2 psi. Svo getur maður farið að hleypa úr. Keypti mér fjórhjóla-loftmæli til að fá nákvæmari lesningu undir 2 pundum
Rúnar.
04.01.2010 at 15:38 #674018Áræðanleiki….!
Af þeim 4 ferðafélögum mínum sem hafa notað svona vélar þá eru þær allar hrundar, alla vega einu sinni. Fyrir utan það þá hafa sumar þeirra átt í ævarandi hitavandamálum.Hræddur um að áræðanleiki eins og hann er skilgreindur af 2.4 Toyota sé svolítið mikið örðuvísi hugtak en hjá 6.5 GM.
kv
Rúnar.
02.01.2010 at 16:38 #673900Þessi bíll (disel útgáfan) er ca 300 kg þyngri en patrol og 80-cruiser (ca 2.7 tonn). Segir allt sem segja þarf:) Bensín bíllinn er hinsvegar mikið léttari og nær hinum bílunum.
Örugglega geðveikur ferðabíll meðan færið er frábært, sem og á sumrin. Sennilega álíka drifmikill og Wrangler á 31" á vetrum.kveðja
Rúnar.
01.01.2010 at 13:56 #672038Og svona svo það sé á hreinu, þá eru þeir að öskra sem skrifa með Caps-lock á (skrifa bara hástafi :))
Gleðilegt ár kútarnir mínir.
Rúnar.
24.12.2009 at 01:10 #667756he he….
Held að þú sért eitthvað að misskilja 44" dekkinn
Hvort bíllinn sé 500 kg þyngri eða léttari skiptir bara ekki máli eftir að maður er kominn á hin svokölluð jeppadekk (nema kannski þú sért með 2.4 disel í húddinu
Ég er á bíl sem vegur ca 2300 – 2400 kg á fjöllum og til að hleypa úr honum á 44" virka engir venjulegir loftmælar. Þessir venjulegur eru barasta ekki nógu nákvæmir á milli 0 og 2 pund
Annars er flott að fylgjast með þessu hjá þér. Það að halda bílunum láum (hækka frambrettin) er örugglega lykilatriði í að fá út flottan keyrslubíl.
Eitt sem þú skalt athuga þó, Maggi í tækninefndinni styrkti hjá sér spindlana. Með 44" myndi ég halda að það væri afspyrnu sterkur leikur, allavega ef þú ætlar þér að nota bílinn. Bjallaðu bara í hann. Siminn hans er einhverstaðar undir "nefndir".kv
Rúnar.
21.12.2009 at 11:52 #672572Veit ekki neitt um geislun, en hitamyndun af Xenon ljósum er miklu minni en af venjulegum glóperu ljósum. Orkan í Xenoninum fer í búa til ljós ekki hita. Liggur við að vera vandamál í vondu verði þar sem ljósin rétt svo ná að bræða af sér snjóin.
Rúnar.
15.12.2009 at 13:31 #209142Rakst á þetta og bara varð að deila þessu með ykkur
15.12.2009 at 10:48 #671246Þess má einnig geta, að þrátt fyrir aðrar yfirlysingar á bjórkvöldum og örðum góðum stundum, þá er Benni búinn að brjóta flest allt annað í hásingunum en læsingarnar
Kveðja
Litli óþverinn.
15.12.2009 at 09:32 #671242NO-spin eða Detroit locker.
Ég hélt alltaf að hann virkaði þannig að hann leyfir hvorugu dekkinu að snúast hægar en kamburinn, en leyfir öðru dekkinu að snúast hraðar (aflæsir því). Hann er því alltaf læstur nema í beygjum, þá leyfir hann ytra dekkinu að snúast hraðar. Þetta er því í raun ekki læsing heldur aflæsing
Eða veð ég í villu?Síðari tíma ARB læsingar virðast nú bara vikra vel. Eru í örðum hverjum jeppa núna og ekki heyrir maður nú mikið um kvartanir yfir þeim.
Rúnar.
11.12.2009 at 13:42 #671034Fer með ca 3-4 lítra á ári. Veit reyndar ekki hvað ég keyri mikið !
11.12.2009 at 13:11 #671028Svolítið spes þetta long-life system (á passat). Í staðin fyrir að fara tvisvar á ári með bílinn í smurningu þá fer maður bara einu sinni en bíllinn skiptir sjálfur um olíu einu sinni á milli smurninga
Olíuverðið er svakalegt ef maður kaupir olíuna út á bensínstöð, svo síðast þegar ég mætti í smurningu með fákinn tók ég bara með mér brúsa og keypti auka olíuna bara af dælunni hjá Heklu á miklu betra verði,
11.12.2009 at 10:55 #670678LandRover Defender stóðst nú reyndar ekki elgsprófið síðast þegar ég vissi. Og ólíkt öðrum bílaframleiðendum sem innkalla bíla og koma með fallegt orðaðar yfirlýsingar frá markaðsdeildinni, þá svaraði Sohull bara með "so what?"
Sá ekki alls fyrir löngu heljar grein um rannsóknarniðurstöður frá Mercedes Benz um massíf elgspróf eftir A-benz ævintírið þeirra hér forðum daga. Þar voru hundruð blaðamanna látnir keyra A benz (eftir endurbætur) í gegnum elgsprófið. Innan við helmingur þeirra stóðst prófið, bílstjórarnir þ.e.a.s. Flestir keyrðu út úr brautinni. Sýnir hvað þetta próf er strangt, og í raun óraunhæft.
10.12.2009 at 10:17 #6704561-ton er 10.000 pund. 1-tonn er hinsvegar 1.000 kg. 350 bílarnir amerísku eru því ca með 10.000 punda heildarþyngd eða ca 4.5 tonn. 3/4 ton þvi 7.500 pund og 1/2 on því 5000 pund. Eins eins og sagt hefur verið er ekkert að marka þetta lengur.
Litlu japanirnir hafa lengi verið með þetta ca 1 tonn í uppgefinn heildarburð, sem er svipað og 150 bílarnir frá ameríku (sem er eiginlega frekar fyndið), og töluvert meira (ca 400 kg meira) en drossíur eins og Patrol eða Land-cruiser 200 (sem er ennþá fyndnara).
Þessi bíll er með 1.2 metra á milli hjólskála að aftan og 5.3 metrar á lengd, þannig að hann er sennilega svipaður að stærð og Tacoman er í dag, eða Dakotan ameríska. Að það sé i þessu 2.0 lítra disel kríli er náttúlega bara fyndið, og eiginlega ennþá fyndnara að hún skili álíka miklu afli og gömul V8. Hefur sennilega eitthvað með twin-turbo uppsetninguna að gera
100% halli er 45 gráður (1 metra hækkun á 1 lengdarmetra).Flottur bíll, bara verst hvað varahlutaverðið hjá Heklu er steikt.
Rúnar.
08.12.2009 at 14:38 #670520Ég var með orginal 80-cruiser framgorma hjá mér og fannst þeir of mjúkir.
Gormarnir eru 50cm að lengd, og stóðu ca 30 cm undir bílnum. Bíllinn vegur 1300 kg á framhásingunni hjá mér, þar af eru hásing og dekk sennilega ca 250-270 kg.
En 80 cruiser gormur og 80-cruiser gormur er svo sem ekki endilega það saman.Kv.
Rúnar
-
AuthorReplies