Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.04.2010 at 19:51 #690790
En getur einhver sagt mér aggúru ríkisstjórnin er stöðugt að trufla vinnandi skrauthúfufagmenn, og troða sér svo í fjölmiðlana í hvert skipti með alveg svakalega gávulegar athugasemdir?
Eigum við svo ekki öll að taka okkur forustusauð ríkistjórnarinnar, hann Steingrím J, til fyrirmyndar og skjótast austur fyrir fljót sem allra fyrst, svona bara til að skoða
kv
R.
16.04.2010 at 09:19 #690610Ef þú vilt losna við kubbana (ef ég man rétt þá eru kubbar yfir 4" bannaðir á breyttum bílum, löglegir á óbreyttum!), þá skalltu bara lækka fjaðrirnar sem nemur kubbunum, frekar en að kaupa eitthvað lift dót. Þetta var mjög algeng aðgerð á mörgum amerískum fjósum hérna í denn
Fjarðrir virka best þegar þær eru sem flatastar, og góðar langar slíkar fjaðrir virka barasta ágætlega.Hvað drifskaptið varðar þá gildir það að ef þú setur tvöfaldan lið öðru megin þá á ekki vera horn á skaptinu hinu megin (annars kemur víbríngur).
Hinsvegar skil ég ekki af hverju þú ert að spá í þessu. Þú ert á það löngum bíl að þetta ætti ekki að vera neitt vandamál með orginal uppsetningunakv
Rúnar.
10.04.2010 at 15:50 #689816Baggalútur verður að taka sig á, ef þeir ætla að ná að toppa þetta !!!
Og spáið í landkynningunni sem við fáum þegar TopGear menn munu lýsa því hversu skynsamir íslenskir stjórnmálamenn eru, fyrir sínum 350.000.000 áhorfendurm
kv
Rúnar.
09.04.2010 at 13:34 #689802Ég var að spökulera.
Ef bílstjóri missir bílinn sinn útaf í lausamöl, ber þá ekki lögreglu að kæra viðkomandi fyrir utanvegaakstur?
Þetta er óneytanlega hreinn utanvegaakstur og oftar en ekki með tilheyrandi náttúruskemmdum. Ber ekki alltaf að kæra slíkt?kv
Rúnar.
07.04.2010 at 16:07 #689684Samkvæmt blautri veðurspá verður þetta allt breytt um næstu helgi
07.04.2010 at 14:48 #689666Ég er með stóla úr Corolla special series eða Avensis í mínum. Frábærir stólar. Pössuðu alls ekki og sedan hækkaði slatta.
07.04.2010 at 11:52 #689582Æsifréttamenska Helena mín….!
Hvar stendur þarna að Ríkið muni borga ALLAN kostnaðinn. Ég sé bara að sé verið að mælast til með að eitthvað verði komið á móts við kostnaðinn, enda ráða litlar sveitir varla fjárhagslega við svona pakka án aðstoðar, sérstaklega ekki í núverandi árferði.Gleymum því ekki í öllu vælinu okkar að þessi ömurlega forræðishyggja helv. yfirvaldanna er búinn að bjarga lífi nokkra borgara. Það er bara staðreynd, hvað sem hver vælir.
Björgunarsveitir (sem og yfirvöld) eru ekki heilagar og meiga ekki vera hafnar yfir gagnrýni. Það væri þeim sjálfum mjög óholt. Samkeppnislaus flugeldasölumarkaður væri líka óhollur fyrir alla aðila.
kv
Rúnar, búinn að fara þrisvar að gosinu, einu sinni heppinn að hafa komist óslasaður/lifandi í burtu, og allan tímann vera agndofa yfir búnaði margra. Eiginlega bara hissa á hvað þetta hefur gengið slysalaust (þökk sé almannavörnum og björgunarsveitunum).
30.03.2010 at 11:33 #688574Hvorn vírinn eru að spá í ?
Rúnar.
24.03.2010 at 17:07 #687850Hversu margir hér fóru niður að strandstað Vikatinds á sínum tíma?
Ég gerði það einhverjum vikum eftir strandið og slóðinn niður á fjörukambinn var orðinn hrikalega ljótur, gjörsamlega útúr tættur og á köflum allt að 10 metra breiður. Skil vel að menn séu hræddir við svæðið þarna enda miklu miklu viðkvæmara.
kv
Rúnar.
24.03.2010 at 14:33 #687838Núna er t.d. hópur af pólitíkusum að flækjast þarna uppeftir að skoða gosið eins og hverjir aðrir túristar. Þeir hafa að sjálfsögðu fullkomlega ekkert erindi þarna uppeftir nema til að fullnægja ævintýraþörf sinni, þar sem allar þær upplýsingar sem þeir þurfa starfs síns vegna geta þeir fengið beint frá viðbragðsaðilum, vísindamönnum og almannavörnum.
Allir eru jafnir, nema sumir eru bara pínu jafnari
kv
Rúnar.
19.03.2010 at 12:12 #687486Rosalega er ég viss um að hann hafi verið seldur nýlega í Ameríkuhreppi með V6 benz mótornum.
Kannski einhver ruglingur í mér.
En það á greinilega að fara að selja hann svoleiðis þar:
"The 2010 Jeep® Grand Cherokee’s 3.0L V6 turbo diesel engine incorporates advanced technology that results in for excellent fuel economy and driving range."
Af http://www.jeep.com
24.02.2010 at 20:47 #684748Ha….?
Til að trufla ekki gönguskíðafólk?
Hvaða gönguskíðafólk?Sá nú reyndar slatta af gögnuskíðafóki þar síðustu helgi, en það telst nú varla með, það sem ég var staddur í Hlíðarfjalli.
24.02.2010 at 09:25 #684740Iðnaðargarður er rétta orðið fyrir þennan garð. FerðamannaIðnaðargarður
Rúnar.
22.02.2010 at 09:27 #683664Hef ekki gert svona sjálfur, en mér skilst að endarnir á Hilux hásingunni séu svipaðir að uppbyggingu og Dana 44 eins og líst er hér að ofan. Þ.e.a.s. að endinn á hásingunni er með rörstubb á sér sem er rekinn inn í hásingarrörið og svo soðið fast. Það þarf því ekk að skera endana af, "bara" losa þá og svo "bara" snúa
Sá myndaseríu af svona aðgerð á netinu, þar slípaði viðkomandi niður suðurnar svo hann gæði notað röraskera (þetta er 3" rör) til að skera ytra rörið í sundur. Stakk svo hæfilega löndum rörbút í gegnum spindlalegugötin og notaði sem vogarstöng til að snúa endunum. Sauð svo þetta svo saman aftur.kv.
Rúnar
17.02.2010 at 09:21 #683032Pattinn fer í þetta 80-90 í láadrifinu (enda varla hægt að kalla þetta látt drif sem í þeim er, er eiginlega frekar svona miðdrif
Best að bæta við að þetta á við um þann sjálfskipta. Svolítið pirrandi þegar maður er sjálfur á bíl sem kemst ekki hraðar en 60 á úrlhleyptu…
R.
15.02.2010 at 13:25 #683020Agnar minn, ef þú vilt skipta niður á einhverjum öðrum tíma á sjálfskiptingunni en hún vill sjálf, þá er stutt en feit stöng fyrir framan handbremsuna sem hægt er að toga í og vúlla, bíllinn skiptir sér niður. Tær snilld
kv Klaufinn.
15.02.2010 at 10:15 #683016Tek undir með Helga hér. Sjálfskipting er málið á þessum bílum (og er almennt málið í snjóakstri). Er sjálfur á beinskiptum Hilux og það er alveg hægt að lifa með þeirri samsetningu en mér tókst aldrei að ná tökum á beinskiptum 3.0 litra patta. Ástæðan tvíþætt, Pattamótorinn með sínum Euro mótor torkar hlutfallslega mikið minna á lágum snúningi en lúxa mótorinn (miðað við stærð bílsins, þannig að ég var stöðugt að drepa á bílnum), og svo er maður ca 3 sinnum fljótari að þeyta lúxanum milli gíra en Pattanum (sem munar því að maður missir ekki túrbínuna eins niður við skiptinguna).
En kannski er ég bara klaufi…:)
04.02.2010 at 12:33 #681410Ég setti köggul úr 85 bíl í 95 bíl að framan. Köggullinn var bara með öllu, No-spin og 5.71 hlutfalli. Hann var bara skrúfaður beint í og passaði flott. Var mjög hissa þá að gamli köggullinn var allur efnisminni en sá sem ég tók út. Hliðarlegurnar eru einnig stærri í nýrri kögglinum.
Er með 95 köggulinn lausan inni í skúr núna ef þú vilt eitthvað mæla. Er reyndar til sölu ef einhver vill Opinn með 5.71 hlutfalli.
04.02.2010 at 11:57 #681064Er ekki orðið vandamál með að fá hlutföll í Patrol hásingarnar?
Hvað er til í þeim efnum?kv
Einn forvitinn?
04.02.2010 at 10:34 #681430Þú ættir að geta skrúfað gamla köggulinn í nýju hásinguna (been there, done that). Ekki viss með að það gangi að færa bara læsinguna á milli. Eins og Atli segir þá getur verið að hlutfallið sé öðruvísi, og svo eru verulegar líkur á að hliðarlegurnar í 96 hásingunni séu stærri (svokallaðar v6 legur). Þetta þyrfti barasta að skoðast og mælast.
-
AuthorReplies