Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.01.2009 at 01:54 #636054
Sá munur sem mér finns vera á þessum vélum er að 12 ventla vélin vera heldur svona sneggri og snarpari en 24 ventla er meira svona í toginu en ekki jafn snörp, 24 ventla er samt aðeins kraftmeiri þegar þú ert kominn af stað.
Eini gallin við 24 ventla er að þær eru misjafnar, ég til dæmis var með tvo alveg eins í viðhaldi, sama árgerð og bara 3 mánuðir á milli þeirra í framleiðslu og annar var miklu sprækari en hinn, samt var búið að fara í olíuverk, spíssa, túrbinu, taka heddið af og mæla stangir og allan pakkan á þeim kraftminni.
Það er reyndar mjög mikilvægt að afnema helv.. EGR ventlana um leið og bíllin kemur af færibandinu, hef lent í svo slæmum tilfellum að ég hef þurft að taka heddið af til að hreinsa sót úr soghlutanum á vélinni.
Varðandi stangarlegurnar í 12 þá þurfti að skipta um þær í upphafi en það þarf ekki að skipta um þær reglulega eins og margir halda, eftir að gölluðu legunum var skipt út endast þær bara eins og í öðrum bílum.
Ef það eru fleiri spurningar, láttu vaða, takk og bæ Dúddi
01.12.2008 at 16:59 #633784ég mundi bara fara í 17-18 tommur því að það má ekki missa sig alveg í þessu, maður gæðir ekkert á að bíllin standi bara og spóli því hann hafi alltfof mikið flot og ekkert trakk. 18 væri fínt fyrir báða bílana
30.11.2008 at 20:27 #633776Ég er sjálfur á 80 cruiser og er á 18 tommu felgum og finnst það bara fínt, undir hvernig bíl er þetta?
30.11.2008 at 14:54 #633812Það er nú sama hvaðan gott kemur held ég, ég man allavegna að í gamla Linernum sem Ingjaldur átti (áður en hann fór í þann bláa) þá voru líka subaru bremsudælur í honum að aftan og það var helsta vesenið að hann bremsaði alltof mikið að aftan, það er snilld að nota þessar dælur til að leysa handbremsuna.
Ingjaldur smíðaði þessar bremsur sjálfur á 14 bolta hásinguna og þetta virkar mjög vel, ég get komið þér í samband við hann ef þú vilt.
23.11.2008 at 23:28 #633004https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5492/43155
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5491/50884
og svo einn enn í svipuðum stíl sem ég veit ekki hvort það eru myndir af hérna inná.
Ég og frændi minn breyttum þessum rauða.
Kv. Dúddi
22.11.2008 at 22:08 #632994ég og félagi minn settum þetta undir 4 runnerin hans, þar eð afturhásinguna og hún er bara nánast akkúrat í sömu breydd, eina sem er að skaftið verður aðeins skakkt og það þarf að taka slatta úr aðaltanknum, kv dúddi
22.10.2008 at 22:04 #631262Sæll, ég boraði bara plöturnar og setti þær neðan í grindina eins og mér fannst þær fara best, það er bara að skoða þetta á öðrum bílum. svo stillti ég hásingunni upp þar sem ég vildi hafa hana og sauð hana fasta með steiputeinum.
Svo setti ég járnin á hásinguna, planið fyrir gorminn/púðann á bara að vera lárétt, síðan mældi ég bara gat í gat og smíðaði stífurnar eftir þeim, það er auðvitað misjafnt hvað menn eru með mikla hásingarfærslu, mig minnir að neðri (lengri) stífurnar hafi verið 111cm á milli gata og það er óþarflega langt, þær eru aðeins í hættu að rekast niður á skörum og þannig, ekki það að ég held að það hafi bara gerst einusinni á þessum bíl.
Mig minnir að hásingarfærslan á þessum hafi verið um 30 cm.
22.10.2008 at 18:37 #631258góða kvöldið, ég setti einusinni akkúrat svona 4 link undir hilux, við keyptum að með öllu járnadraslinu fyrir loftpúða og það var alveg snilld, mjög fljótlegt, bara bora götin og beygja tvö járn og allt klárt.
Að sjálfsögðu þá var ekki hægt annað en að breyta þessu aðeins, færði loftpúðana eins utarlega og hægt var og var með 14 cm færslu í hvora átt, 28 í heildina og var svo með axlabönd (svona rauð frá Benna) og svo mjúka cruiser púða og orginal hilux púðana líka til að stoppa hásinguna alveg til að getað nýtt svona mikið úr loftpúðanum.
Þessi bíll er ekki til svagur í akstri en ég held þetta sé myksti bíll sem ég hef verið í þegar ekið er í ójöfnum, mynd hér–> https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5491/50891
09.10.2008 at 19:06 #630796ég hef heyrt að það passi að stytta hásingu úr lc 80 þannig að stuttur öxull passi báðu megin og þá passi hún undir hilux, sel það ekki dýrara en ég keypti,
já þetta eru flottir lúxar þessir 2 sem ég setti linkana á fyrr í þræðinum, svínvirka alveg 😉
09.10.2008 at 18:59 #630860ég mundi giska á að egr ventlarnir standi opnir, þeir eru þarna farþegameginn á vélini og eru eitthvað mengunnarkjaftæði.
Það er best að gelda vacum slöngurnar að þessu og skipta pakkningunum út fyrir heila blikk pakkningu þannig að þetta lokist alveg, því að þegar þessi mengunnarbúnaður bilar eins og hann gerir alltaf, ekki stundum, þá fyllist soggreinin og greinin yfir vélina af sóti og jafnvel heddið og allt draslið, það þarf að taka þetta í sundur og hreinsa eftir að ventlunum er lokað.
Það er lítið mál að kippa í burtu litlu greinini sem lyggur yfir mótorinn og sjá hvort þettar er ekki pakkað af sóti.
Ég er 120% viss um að þetta er meinið, hef gert við þetta í mörgum.
Kv Dúddi, p.s. þú mátt hringja ef þig vantar nánari upplýsingar.
08.10.2008 at 21:59 #630778Góðan dag, ég og frændi minn breyttum þessum bíl https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5492/43155
Hann virkar alveg rosalega vel, kemst eiginlega allt sem manni dettur í hug hann er á loftpúðum að aftan og gormum að framan með lo-gír og 2,8 toyotu vélina.
Eina sem er hægt að setja útá er að hásingarnar eru ekki nógu sterkar, drifin að brotna og þannig, það hefði verið betra að fá sér hásingar undan 60 cruiser strax þegar honum var breytt, svo er hann auðvitað frekar kraftlaus.
Svo er annar hér fyrir austan, á gormun allan hringin og er eiginlega bara óðstöðvandi með þessari breytingu, 2.8 rocky mótor, milligír og tilheyrandi. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5491/50884
05.10.2008 at 11:38 #629100það sem þórir er að tala um er að ef þú færir stöngina framfyrir þá geturu sett venjulegan drifköggul að framan, ekki reverse. Millibilsstöngin er svo há með þessum útbúnaði að það er mjög lítil hætta á að reka hana í, ferð frekar bara á hásinguna. Ef þú átt hásingu undan stuttum cruiser þá held ég að þú ættir ekki að hugsa þig um að nota hana, langþægilegast að fá hana með stífum og öllu. Færa bara hilux nöfin yfir til að fá bremsur með kældum diskum og þannig. Allavegna fannst mér það þægilegra þegar ég gerði þetta. Gangi ykkur vel.
10.09.2008 at 21:50 #629122ég setti einusinni svona sett frá héðni undir hilux, þá voru bara öll járn sem mann vantaði, maður þurfti ekkert að smíða, bara beygja 2 járn úr settinu og bora götinn. Svo notaði ég rör frá landvélum í stífurnar, mér finnst persónulega frekar ljótt að vera með prófíla í stífunum.
Varðandi samansláttarpúða er ekki spurning að vera með púða úr 80 cruiser að aftan, ef þú ætlar að fá eitthvað betra þarftu að fara í svona glussa samansláttardempara eins og K2 eru að selja og það er frekar dýrt.
Kv. Dúddi
30.08.2008 at 16:44 #628504Hann heitir guðmundur og er að ég held með þetta númer en ég þori nú ekki að hengja mig uppá það 8951078
14.08.2008 at 18:43 #627030ég er reyndar ekki klár á hvað skipið hét en það var allavegna strandað í Vöðlavík, ég veit samt ekki annað en það hafi einn 4runner farið líka með econolineinum.
12.08.2008 at 19:13 #627024Þessi bíll var fyrir austan ef þið eruð að tala um þennan, hann var svartur og stefán sigurðsson átti hann upphaflega.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … =cars/5853
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … ingar/5920
06.07.2008 at 10:19 #625350ég hef nokkuð oft skipt um svona fóðringar fyrir að boltarnir eru fastir í og það er ekkert spes vinna, maður þarf að brenna boltana úr með gastækjum og taka spyrnuna uppí skrúfstykki. þar byrjar skemmtunin að ná fóðringunun úr því stundum eru þær ægilega fastar, ég notaði oftast svonalítin loftmeitil. Stundum þurfti maður að saga í fóðringuna til að geta losað hana
Þegar þú skellir svo fóðringunum í aftur geturu alveg gert það með hamri ef þú átt rör sem passar á endann á fóðringuni, járnið utanyfir hana er svo lélegt að það bognar bara ef maður lemur beint á hana. Það er alveg eins hægt að gera þetta svona eins og í pressu.
Svo verðuru að passa að þær eru ekki eins í báða enda og það er hægt að snúa þeim vitlaust, svo bara drífa sig í hjólastillingu.
Gangi þér vel, kv Dúddi
P.S. flott síðan þín.
15.06.2008 at 18:30 #618468já það er svo og ef maður býr útá landi og var ekki á fundinum, er hægt að nálgast úrslitinn einhverstaðar
15.06.2008 at 09:32 #618464hvenær er þessi júní fundur, maður er orðinn forvitinn að vita hvernig þetta fór….
09.06.2008 at 22:36 #624230Ég mundi í þínu tilfelli skella bara fljótandi öxlum á hásinguna, þá væri bara best að nota nöf af hilux eða gamla land cruiser 2 með ókældum diskum, það er misjafnt hvernig menn græja þetta á hásinguna, sumir smíða millistykki sem skrufast á hásinguna þar sem öxullin festist venjulega og nafstúturinn á hina hliðina en aðrir skera flangsin af hásinguni og sjóða á hana stykki sem nafstúturinn passar á. Svo notar maður bara bremsudælu úr 1800 subaru með handbremsunni í. Svo uppá öxulinn þá er snjallt að nota fast rillustykki á nafið, það passar úr 80 cruiser 30 rillu
KV dúddi
-
AuthorReplies