Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.01.2009 at 20:29 #203523
Sælir, er að pósta þessu fyrir vin minn sem er í vandræðum með Accordinn sinn, þetta er 2.0i, 1995 árgerð. Málið er að hann gengur hægaganginn upp og niður eins og brjálæðingur. vantar loftflæði eða vakúm brakket, þaðan sem inspýtingin tekur loftið inn á sig.
Er einhver sem veit eitthvað um málið ??
13.12.2008 at 21:12 #634666Hvert ertu að hugsa um að fara ?
13.12.2008 at 21:10 #634582Við fórum á einum bíl, hittum fólk þar sem var á á 44" crúser og 38" Land Rover… ég mæli alls ekki með þessari leið, það var ekkert nema krapi og vesen, keyrðum mest 1 km inní hraunið og snerum svo við. það er búið að vera svo mikð vatnsveður þarna efsta lagið á vatninu frosið og svo lagðist snjórinn ofaná. svona c.a 30 cm djúpir pollar og 10cm þykkur púður snjór
11.12.2008 at 23:03 #203355Sælir félagar. Ég er að spá í að fara uppí landmannalaugar á laugardaginn, taka einn dagsrúnt. Það spáir góðu veðri, semsagt forsti og og hálfgerðu logni. Er einhver sem hefur áhuga að fara með ? vill helst ekki fara einbíla. Ég er á 35″ breyttum Hilux, væri svakalega fínt ef einhver er að fara þangað og gæti látið mig vita.
09.12.2008 at 22:34 #634370En vitið þið hvort íslandskort fylgja þessum tækjum ?
09.12.2008 at 12:49 #203340Er að spá í að kaupa mér GPS tæki, eingöngu notað í bíl, ætlunin er að nota það til þess að keyra eftir slóðum og illfærðum vegum á veturnar, ekkert endilega á jöklum. Er einhver sem getur hjalpað mér með þetta? tækið má max kosta 70þ með íslandskorti. Og þetta Íslandskort… er þetta nákvæmt? Eru flest allir staðarheiti á þessum kortum?
28.11.2008 at 20:04 #633564Hann er um það bil 1 meter minnir mig uppí stuðara að aftan.. það á eftir að gera hann allan að innan, svo náttúrulega á eftir að ferma hann áður en farið er á fjöll. Þannig það kemur allt í ljós áður en hann fer í skoðun hvað verður gert.
27.11.2008 at 10:01 #633558Þessum bíl var breytt af Ægi rennismið árið 1994. Þá var hann í eigu bræðra í Keflavík, Sigurðar V. Ragnarssonar og Unnars Ragnarssonar
Þá var flutt inn ný vél chevrolet 454 og síðan tjúnnuð af bílabúð benna, áætlað að hún sé í kringum 530 hestöfl. Dana 60 hásingar framan og aftan
Gormar úr landcruiser 80 framan og aftan. No-spin að aftan og loftlás að framan. 5 gíra New Process gírkassi og millikassi 13:56. hlutföll 4:88
Sigurður seldi bílinn árið 1997 eða 1998 og synir Unnars keyptu hann aftur árið 2004. Þá var boddyið ónýtt á honum og eru búnir að vera að skipta um
boddý á honum siðustu 5 árin. Nú er takmarkið að koma honum á götuna í febrúar
26.11.2008 at 16:29 #633544Ég skal koma með söguna á bak við hann á næstu dögum, einnig fleiri myndir. það verður spennandi að sjá þegar hann er kominn í 100% stand.
-
AuthorReplies