Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.10.2009 at 18:02 #661004
Sá þessi dekk á einhverri síðu í USA , það eru reyndar heildsalar um öll bandaríkin og evropu m.a. þýskalandi sem eru að selja þessi dekk . Varðandi þyngdina á þessum dekkjum þá held ég að þau séu svipuð á þyngd og 38" M T sem hekla flytur inn, þannig að ég held að það sé ekki vandamál . Það sem mér finnst mesti kosturinn er eftirfarandi: mjórri felgur = minna álag á legur , kringlótt = ekkert hopp eða skjálfti , 10 strigalög = meiri ending og eru radial. Varðandi að maður sé að láta jeppann eyða meira þegar maður er búin að mýkja ( minnka loftþrýsting niður í ca. 8-10 pund ) þá gerir maður það hvort sem er til að hlífa jeppanum sérstaklega á mjög grófum slóðum og eins til að valda sem minnstum skemmdum á viðkvæmum jarðvegi þegar svo ber undir , ekki það að maður sé að aka utan slóða , en þá eru samt sumir slóðar mjög viðkvæmir og þá skemma vel úrhleypt dekk mun síður en fullpumpuð.
12.10.2009 at 18:45 #656732Allt kram er orginal í þessum Patrol með Patrol milligír , frammhásing færð ca 5cm. framar og afturhásing færð aftur ca 18-25 cm. Held að það sé í kringum 10-12cm. fjöðrunarupphækkun og svo klippt mjög vel úr, en eins og allir alvöru jeppar í eigu alvöru jeppamanna þá er verið að betrumbæta þessa jeppa aftur og aftur enda er þetta sagan endalausa , eða svo er hjá þessum félögum mínum sem ég er að ferðast með svo þetta er bara endalaus hamingja hehehe
12.10.2009 at 18:08 #661650Talaðu við þá í Stál og stönsum , þeir eiga flest hlutföll og oft með góð verð , einnig eru þeir með læsingar í þessa jeppa.
09.10.2009 at 18:16 #660998Já þau eru burðarmikil þessi dekk miðað við 50 punda þrýsting , en ég var nú að spá í þessu sem sumar dekk og vera með um það bil 16-20 punda þrýsting í þeim en kannski er þetta bara helber della að spá í þessu en það sem vakti áhuga minn á þessu er aðallega tvennt , verðið (250 dollarar stk og endingin er örugglega góð ) jú og í þriðja lagi þau eru kringlótt.
07.10.2009 at 22:35 #207168Hefur einhver reynslu af michelin xzl 11.00r16 dekkjunum udir jeppa , veit að þau eru frekar stíf en er að spá í þessu sem sumardekkjum jeppa sem er ca. 2550 kg fulllestaður . Endilega þeir sem hafa einhverja reynslu eða vitneskju af þessum dekkjum megið gefa álit hvort eitthvað vit sé í þessum pælingum ????????????
09.09.2009 at 19:10 #656712‘Eg var með dc á sínum tíma og setti Amc honko frammfjaðrir að framan og Isusu afturfjaðir aftan sem varð til þess að hann varð mik.lu mýkri en ef ég væri að gera þetta í dag myndi ég nota Tacomu afturfjaðrir aftan (færð hásingafærslu í leiðinni + mýkri og lengri fjöðrun ), að framan myndi ég nota Isusu afturfjaðir sem eru ca. 6-7 cm lengri en orginal framfjaðrirnar , þarf reyndar að lengja drifsköftin við þessa aðgerð en það ætti ekki að koma að sök
03.06.2009 at 13:26 #204461Vantar upplýsingar um hvernig og hvað menn hafa verið að gera til að túrbovæða 4.2 cruiservél none turbo,
eru menn að skipta um stimpla, hvaða turbina er notuð,
kannski af 60 cruiser osfrv.Ef einhver lummar á upplýsingum þá væru þær vel þegnar !
30.03.2009 at 00:05 #644728Sæll ég mundi mæla með hilux hásingum undir að framan og aftan 5.71:1 hlutföll og læsingar
25.02.2009 at 22:25 #568220Já félagar þetta eru allt trúmál og sitt sýnist hverjum , en mín reysla af þessum gúmímálum er sú að ég er búin að keyra á mudder , dick cepek , ground hawg , good year og mickey thompson og mt dekkin skera sig úr að öllu leiti meira flot , grip og virðast þola hnjask mun betur þ.e. að keyra í grýttum jarðvegi miðað við að vera með vel hleypt úr í ca. 2-4pundum . En hvað veit ég enda bara trésmiður með óvirka gerfigreind eða svo er mér sagt
24.02.2009 at 21:42 #64187444"Rockyinn á austurlandi er með þessum búnaði þ.e. 4gíra+5gíra+millikassi , 5gíra kassinn er notaður sem keyrslukassi og 4gíra kassinn fyrir framan sem skriðgírar þessi útfærsla er að drulluvirka bara snilld. Keyrði þennan Rocky talsvert á fjöllum fyrir fáeinum árum þegar félagi minn átti þessa bifreið , nánast endalausir möguleikar á niðurgírun og var bara að drífa , þessi búnaður var skrúfaður aftaná 2.8 turbo+intercooler vel uppskrúfaða á oliuverki og kassanir hafa ekki gefið sig ennþá mér vitanlega. Gírkassanir og millikassi eru úr Rocky . Svona búnaður ætti að vera í öllum alvöru jeppum.
22.02.2009 at 21:27 #641744Það veltur svolitið á því hvort um er að ræða 3dyra eða 5dyra mun auðveldara að eiga 3dyra tegundina , átti einnsvoleiðis sem ég breytti fyrir 33" eingöngu með því að klippa úr og sérsmíðaði kanntana sjálfur.Svo allt gengi upp en það væri samt gaman að sjá Vitöru á 35-36" á upphækkunar er örugglega hægt en krefst talsverðar úrklippingar
10.02.2009 at 20:12 #203786Veit einhver um uppl. um hvernig á að stróka dieselvélar eða hvort það sé hægt ?.Er að spá í því hvort hægt sé að bora og stróka 1hz 4.2 l. toyotu diesel vill helst losna við að setja túrbínu og intercooler á hana en samt ná í nokkur aukahestöfl og talsvert meira tog ?. Er einhver sem lumar á uppl. um svona framkvæmd eða getur bent mér á aðila sem er vel að sér í svona málum.
10.02.2009 at 18:24 #203784Verið er að selja fjöðrunarkerfi í Artic truck sem þeir kalla fourlink fjöðrun en hvernig getur það staðist að fjöðrunarkerfi sem er smíðað úr 5 stífum er kallað fourlink ?. Kallast það ekki fivelink ef hásing tengist með 5 stífum við grind bifreiðar ?. Fourlink ætti þá að vera 4 stífur sem tengja hásingu við grind bifreiðar ekki rétt ???? eða hvað ?. Þessi fjöðrunarkerfi þ.e. fourlink versus fivelink eru á engan hátt lík svo að mínu mati er verið að selja mönnum vitlaust fjöðrunarkerfi. Hver eru ykkar skoðun á þessu málum ?
06.02.2009 at 16:30 #640224Ef þúert að pæla í milligír þá mundi ég mæla með að setja aukagírkassa á milli td. 4gíra Rocky/taft gírkassa , veit að ‘Arni Brynjólfsson rennismiður hefur smíðað nokkur svona sett sem eru í jeppum td. 44“ rockyinum sem er fyrir austan (Egilstöðum) og einum 38“rocky hér í bænum. Varðandi kostnað á þessari uppsetningu þá er hún ekki dýrari en hefðbundin milligír í kostnaði. En þú færð mun breiðara svið í milligírum og þú ert með rétta lengd á bifreið fyrir þennan útbúnað. Varðandi þyngd á 2.8 Rocky vél þá er hún lítið þyngri en 2.4 Hilux vélin ef þá hún er nokkuð þyngri, nánast sama vélin að flestu leiti enda er 2.8 Hilux vélin ekki þyngri en 2.4 Hilux. Þó að þú þurfir að endurskrá bifreiðina eftir véla og hásingauppfærslu þá erum við að tala um nokkrar auka krónur í “Ríkiskassann" en þú ert kominn með að mínu mati yfirburðajeppa sem fer að stríða mörgum stærri jeppanum illa. Hef svolitla reynslu af að keyra jeppa með svona gírkassamilligír svo ég þekki munin þokkalega vel. Mæli með þessu , alltaf gaman að þegar uppfæra gömlu jeppana í stað þess að kaupa nýrri,stærri,þyngri……… og svo framvegis. góðar smíðastundir
06.02.2009 at 12:01 #640216Líst vel á þessa uppsetningu hjá þér á súkkunni , ef mig minnir rétt þá er háa drifið ca. 1.29:1 og lága drifið ca. 2.35:1 í Rocky millikassanum. 2.8 Rocky mótorinn er mjög skemmtilegur togmótor og ætti að þrælvirka í þetta léttu faratæki. Hvaða hásingar ertu að spá í að setja undir í staðinn fyrir gömlu hásingarnar , Rocky , Hilux , ????
02.10.2008 at 20:19 #203002Hefur einhver hugmynd um hver skýringin er á því afhverju dieselolian hækkaði 5 krónum meira en bensínið. Nú sýndist mér verðmunurinn á bensín og díesel vera um það bil 23 krónur. Nú væri gaman að fá útskýringar frá olíufélögunum á þessum mismun á hækkun , eða hvað finnst ykkur 4×4 félögum ?
14.09.2008 at 22:11 #629332Held að ef hvalbak af hvaða bíltegund sem er sett ofaná jeppagrind en allt annað er sérsmíðað ætti tað að ganga upp . Þá er tað bara spurning stýrisgang, bremsur , ljós og þess háttar hluti sem þurfa að vera í lagi samkvæmt reglugerð.
Veit um eina Range Rover grind sem er með sérsmíðuðu body sem er skráður á götu hann stendur yfirleitt úti Vesturvör í Kopavogi á daginn man ekki númer hvað en menn ættu að getað fundið það út með smá vilja . Man að þessi bíll var á jeppasýningu Bílabúðar Benna fyrir ca. 2-4 árum síðan
14.09.2008 at 14:19 #629026Orginal drifhlutföll eru fast í umboðinu eru :4.1:1 , 4.3:1 , 4.62:1 , 4.87:1 , 5.12:1. Gætuð þurft að nota fram eða aftur drifkökkla úr samurai í framdrifið sem er reyndar ekki með yfirliggjandi pinjon en það ætti ekki að vera vandamál , þetta fer reyndar eftir rillufjölda á öxlum, í samurai er rillufjöldin : að framan 22 rillur og aftan 26 rillur,einnig er spurning um boltafjölda á kamb sem er ef ég man rétt 10 bolta í samurai.
En ef þið notist við gíkassa úr 2006 árg , miilikassa úr sjálfskiftum 2006 árg og drifhlutföllin 4.30:1 , þá er 1gír í háadrifinu 25:1 sem ætti vel að ráða við 35“ dekkjastærð og 1Gír í lágadrifinu er 50:1 sem er alveg þokkalegt til að vera í snjóakstri. Svo eru möguleikarnir nánast endalausir ef menn vilja gera þessa jeppa mjög öfluga. Mín skoðun er sú að hækka þá sem minnst og klippa meira úr brettum einnig að færa hásingar fram um ca. 30-40 mm og aftur um 40-60 mm. tað er til þess að gera ekki mikil vinna en aksturseiginleikarnir batna til muna , vona að þessar upplýsingar komi einhverjum til góða .
12.09.2008 at 17:00 #629022þessar tillögur um pústkerfi,loftsíu og fleira við vélina er aðallega til að ná lágsnúningstoginu neðar með því að minnka mótstöðuna hef prufað þetta sjálfur svo ég veit að þetta virkar . en varðandi toy hásingarnar þá veit ég að þær eru þyngri.og þessir jeppar(kreppu)hafa komist ferða sinna á léttleikanum enda var þetta tillaga og hugmynd um hásingar.
Var að kynna mér málin um gírkassa,millikassa ogdrifhlutföll aðeins nánar og fann út eftirfarandi:
gírkassinn úr 2006árg og yngra er með 1gír rumlega 4.2:1 , 5gír er 1.00:1 , bakkgír nalægt 5.00:1. Millikassinn úr sjálfskipta jimnyinum2006árg er með lægra lágadrifi en eldri árg. Og það er hægt að fá orginal 4.30:1 drifhlutföll í umboðinu sem kemur í 2006árg. Smá fróðleikur sem ég aflaði mér í dag
11.09.2008 at 22:19 #629018Að vísu eru toyotu hásingar þyngri en samt ekki svo miklu þyngri. Annað sem ávinnst með því að nota toyhásingar er td.laus við öll leguvandamál , veika stýrisenda,öxla…….og fleira. Einnig fást öflugri bremsur með toyhásingum. Varðandi hestöflin sem fara í að snúa þyngri hásingum má leysa með td. flækjum,KogN loftsíu,Hiclone,opnu og sverara pústkerfi osfr.
Hiclone prufaði ég í 1800cc Sidekick og fann gríðalega aflaukningu í toginu á vélinni og þá sér ílagi lágsnúningstogið . Svo það eru ýmsar leiðir til að laga til aflið í þessum bílum er búin að eiga fimm susuki jeppa í gegnum tíðina og hef mjög góða reynslu af þeim og þar fyrir utan er það ekki krafturinn sem kemur manni áfram heldur að kunna á það sem maður hefur í höndunum Einnig er hægt að nota 1600cc vélina úr vitara við gírkassann í jimny með smá millistykki á milli.
-
AuthorReplies