Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.02.2013 at 23:21 #763283
Ég held að flestir sem að eru á jeppaspjalli.is séu líka í f4x4.is þannig að þetta er bara sami klúbburinn í gruninn held ég.
Ég held að það vanti bara eitthvað tjáningar frelsi inn á f4x4.is fyrir alla sem að eru inn á jeppaspjall.is .
Og við erum öll með sama áhugamál sem að er ferðafrelsi,jeppar,rökræður,til sölu og er að selja, gps, ferlar og ALLT HITT.f4x4.is þarf að vera opin fyrir fólki sem að vill tjá sig og viðra sínar skoðannir.Kv. Ragnar Páll
24.12.2012 at 00:10 #761871Erum við ekki þannig hópur að við eigum frekar að vera til fyrirmyndar í umferðinni, heldur en hitt ?
Ég veit það að það eru margir sem að stunda svona akstur inn í hringtorg og ég er líka einn af þeim en núna ætla ég að bæta mig í þessu, og ég ætla að hætta þessu. Burt séð hvort að ég sé á 44" eða 38" hjólbörðum.Kv. Ragnar Páll.
12.12.2012 at 14:45 #760947Þórir fáum við ekki einhverjar myndir af viðburðinum hjá þér ?
Kv. Ragnar Skreppur.
27.05.2012 at 23:13 #754723Heyrði það fyrir helgi að Húsafell, Jaki væri mjög góður vegur, en Kaldidalur suður er fullt af krapa og aur.
Kv. Ragnar Páll.
03.03.2012 at 21:07 #749572Jæja er eitthvað að frétta úr ferðinni ? Hvert var farið og hvernig gengur ?
01.03.2012 at 00:24 #749564Þið veriðið að fara það gæti létt okkur svo mikið á sunnudag að fara í Grímsvötnin.
Kv. Ragnar Páll.
26.02.2012 at 22:03 #749540Svona fyrir forvitni hvenær er þessi ferð ? Ég er að fara þarna sunnudaginn 4, mars.
Kv. Ragnar Páll
Sem vill fá að vera jólasveinn nr. 14 koma síðastur niður og fara fyrstur aftur upp til fjalla.
01.02.2012 at 21:20 #748908Nú eru og hafa verið hjá flestum fyrirtækjum sem 4×4 fær afslátt hjá milli 10-20% en afhverju ekki af eldsneyti ?
Það gæti verið eitthvað líka til að trekkja að í klúbbinn 4×4 og það gæti orðið virkara félags starf í ÖLLUM deildum 4×4 ef það koma nýjir meðlimir í þetta góða félag.
Bara svona vangaveltur hjá mér.Kv. Ragnar Páll
16.04.2011 at 13:53 #727517http://www.innovativebalancing.com/BigTirechart.htm
Þið ættuð kanski að skoða eitthvað svona, hef talsverða trú á þessu.
Ég er búinn að panta svona keramik kúlur í 38" og 46" dekk er bara að bíða eftir að þetta komi til landsins. Þá verður blíið rifið af felgum og kúlurnar settar í og farið út að keyra. Hlakka mikið til að prófa þetta.Kv. Ragnar Páll.
14.03.2011 at 20:54 #723434Mynd no.4 Steðji eða staupasteinn í Hvalfyrði.
Mynd no.5 Tröllkarlinn á Arnarstapa. ( Man ekki alveg rétta nafnið á honum).Ragnar Páll
14.03.2011 at 20:43 #718016Þetta er algjör snild.
07.03.2011 at 14:44 #217819Ég er að velta fyrir mér hvar og hve margar vefmyndavélar eru virkar upp til fjalla ?
Veit af vélinni í Veiðivötnum helgi.dkKv. Ragnar Páll
03.03.2011 at 21:49 #721610Ætla f4x4 menn og konur að storma á fund í alþingishúsinu á morgun kl 16:00 þar sem kerlingar álkan ætlar að hella úr viskubrunni sínum hvers vegna þetta mál er eins og það er af hennar völdum.
Kv. Ragnar Páll
28.02.2011 at 13:47 #721432Svona hræðsluáróður á að hluta til rétt á sér. Honum er einkum beitt á reynslulausa og á þá sem hættir til að fara óvarlega. Þeir sem hafa reynslu skipuleggja ferðir sínar betur og vara aðra við. Ferðir á sprungnum jöklum er dauðans alvara.
Kv. SBS.
Og ég verð að fá að bæta aðeins við þetta hjá þér. Ég sé líka það að það sé verið að benda ÖLLUM sem eru VANIR að ralla um Langjökul á að fara varlega.
Og ég veit það fyrir víst að alla veganna annar lambhúshettu karlinn eins og þið kallið þá, er einn af þeim sem er yfirleitt með þeim fyrstu til að bjarga fólki sem lendir í vandræðum á Langjökli og svæðinu þar í kring.Kv Ragnar Páll
14.02.2011 at 18:48 #719880Hver er munurinn á ljósunum í Lc 90 og öðrum bílum ?? Ég hélt að þessi ljós sem eru orginal í bílum ekki Xenon væru öll svipuð uppbyggð. En skiptir engu máli hvort að þetta eru 4300,6000 eða 8000k upp á hvort að þau virki eða ekki ?
Ég ætla að prófa að tala við Benna kaupfélags stjóra um þetta.Kv. Ragnar Páll
13.02.2011 at 12:42 #217396Góðann daginn. Ég er að spá hver er munurinn á þessum Xenon ljósum, það er að segja það eru margir að selja þessi ljós og jú allir eru þeir með bestu ljósin annars væru þeir varla að selja þessi ljós.
En hver er helsti munurinn á þessum ljósum hvað varðar verð og gæði ? Ég er búinn að sjá 6-8000k ljósum H4 á öllum verðum og jú allir með bestu ljósin, nú langar mig til að fá mér svona ljós en veit ekki hvar ég á að kaupa þau ?
Getið þið reynt að aðstoða mig við þetta val á ljósunum ?
Er með Toyota LC 90kv. Ragnar Páll
11.09.2007 at 00:16 #596440Hvaða Tetra stöðvar eru virkar ? Ég er með eina gamla handstöð frá Nokia ætli að hún virki eða þarf ég að fá mér nýja ? Þessi er frá því að Tetra Ísland var í gangi.
05.09.2007 at 00:42 #595992Hvernig er það úr því að það eru Íslenskir fararstjórar má þá ekki nefna þá á nafni svo að þeir geti tekið heiðurinn af því hvað Danirnir voru tilitsamir við okkar náttúru? Eftir leiðbeiðingum frá okkar góðu og reyndu farastjórum.
19.02.2007 at 01:58 #580796Ég er sammála ykkur með fólksbílana, en þeir eru sem betur fer færri með kasstara eins og jepparnir okkar. þetta er ekki endilega kvörtun heldur líka ábending þar sem að það er því miður verið að kvarta alltof oft undan jeppa mönnum.
17.02.2007 at 22:29 #199716Góða kvöldið kæru jeppa félagar. Mig langar til að ræða aðeins um háuljósa og kasstara notkun jeppa manna út á vegum landsins. Ég var á norður leið í gærkvöldi frá Rvk og ég verð að viðurkenna það að ég var svona svolítið svektur út í nokkra jeppa menn sem voru á leiðinni norður þar sem þeir voru ekki til sóma hvað varður ljósa notkun finnst mér. Það voru nokkrir sem voru að taka frammúr mér og öðrum vegfarendum með háuljósin og stöku jeppi með kveikt á ljóskösturunum sínum. Og svo voru alla vegana 2 jeppar sem keyrðu með kveikt á eftir fólksbílum og það voru ekki nema 2-3 bíl lengdir á milli fólksbíls og jeppans, og jepparnir voru ekki á eftir hvor öðrum heldur voru margir km á milli þeirra. Og svo er því miður alltof margir sem keyra með háuljósin á eftir öðrum bílum. Mér finnst þetta ekki vera jeppamönnum til mikils sóma svona af því það eru svo margir fólksbíla eigendur sem eru svona frekar á móti okkur jeppa mönnum, svo að mér finnst rétt að við reynum frekar að reyna að gera þeim til hæfis með ljósunum okkar en ekki að ergja þá. Þar sem ég er nokkuð reglulega á ferðinni þarna á milli hef ég tekið eftir því að þetta er að fara mikið versnandi á síðustu árum. Ég held að við hljótum að getað verið betri en þetta út á vegum landsins.
Með von um betri ljósa menningu á vegunum.
Kv. Ragnar Páll jeppa ferða maður sem reynir að passa sig á háuljósunum og kössturum út vegi.
-
AuthorReplies