Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.05.2006 at 01:44 #551826
Þetta er rétt að ofan, best er að afrita ferla á milli forrita, það er hægt að opna Mapsource oft og upplagt til slíkra hluta sem þú spyrð um.
En varðandi það að þú skulir tapa ferli þegar þú lokar vélinni þá er stilling í Display Properties (hægri smella á Desktop) sem breytir þessu.
Veldu Screen Saver, og smelltu á Power takkann. Veldu Advanced flipann og undir glugganum "When I close the lid of my portable computer:" þar skal velja "Do nothing" í valmynd.
Staðfesta skal gjörninginn með Apply og Ok tökkunum.
Kveðja,
Rikki
11.04.2006 at 13:00 #549014Þetta er náttúrulega auglýsing en ég læt vaða, til upplýsingar við spurningunni…
Garmin tækin geta vistað ferla, sem er eitt það vinsælasta sem útivistarfólk vill gera. Öll útivistartækin frá Garmin eru vatnsheld að 1 metra dýpi í 30 mínútur og þola því öll veður sem hægt er að bjóða þeim hér á landi. Hægt er að fá kort í tækin af USA og Evrópu til að auka notkunarmöguleikana. Ef tækin bila þá og ekki er hægt að gera við þau með hugbúnaðaruppfærslu eða með lítilli fyrirhöfn þá er þeim skipt út fyrir nýtt, og ef tækið er komið fram yfir ábyrgðartíma þá er viðskiptavin boðið nýtt fyrir greiðslu sem hrekkur skammt miðað við nýtt tæki. Ábyrgð er 2 ár. Hægt er að forrita flestar skjámyndir í Garmin tækjunum með þeim upplýsingum sem notandi kýs og hvað þessar auka upplýsingar taka mikið pláss á skjánum. Mikið minni fyrir vegpunkta, leiðir og ferla (gerið samanburð).
GPS Kort – Íslandskortið fyrir Garmin tækin er á geisladisk og fylgir hugbúnaður með til að nota í PC tölvum og Pocket PC tölvum. Kortið er samstarfsverkefni R. Sigmundssonar og Hnit Verkfræðistofu.
Hugbúnaðurinn í PC tölvuna er tvennskonar;
MapSource til að setja kort í tækin, vinna með ferla, leiðir og vegpunkta. Hægt er að klippa í sundur og saman ferlum, klippa ferla til að taka auka beygjur úr, skrifa ferla, búa til vegpunkta og leiðir og senda það svo í tækið.nRoute er til að aka eftir koritnu með PC tölvu. Þar er bæði hægt að aka eftir leiðum á veturnar og látið forritið leiðbeina eftir vegum og gefa raddleiðbeiningar um næstu beygjur.
Kortið er byggt á gögnum í kvarðanum 1:50.000 þar sem hæðarlínur eru á 20 metra fresti (mældar), allir vegir eru GPS mældir, mikið af slóðum er á hálendinu, 40.000 örnefni, á annað þúsund Point Of Interest (tjaldsvæði, golfvellir, bensínstöðvar, apótek, flugvellir, bílalegiur, verkstæði og etc.), skálar og skýli, götukort af Reykjavík ásamt húsnúmeraskrá og margt fleira.
Kortið er "routeable" sem þýðir að í tölvunni er hægt að láta forritið reikna styðstu eða hröðustu leið á milli tveggja staða samkvæmt fyrirfram ákveðnum gildum (forðast malarvegi, forðast þjóðvegi og etc.) og einnig gera sum tæki þetta, t.d. öll handtækin sem eru í sölu núna og svokölluð StreetPilot tæki.
Ný útgáfa sem kemur í lok maí (og er frí fyrir þá sem hafa keypt kortið eftir 1. apríl) mun innihalda götuskrá af öllum (allavega 95%) bæjarfélaga í landinu, húsnúmeraskrá af helmingi bæjarfélaga í landinu, fleiri POI, örnefni löguð (skekkja í gögnum frá LMÍ upprunalega) og margt fleira. Einnig mun koma hæðarmódel í kortið sem framkallar skyggingu í MapSource forritinu sem gefur mun meiri dýpt í kortið og gefur því þrívíddar effekt. Hæðarmódelið mun einnig gera skipulag á leiðum spennandi því þá mun vera hægt að skoða graf af hæðarbreytingum í leiðinni.
Mikið af gögnum er til fyrir Garmin tæki á vefnum (t.d. [url=http://gps.snjallt.net/:8fiel5qp][b:8fiel5qp]GPS Skráin[/b:8fiel5qp][/url:8fiel5qp] ).
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Nánari upplýsingar gefa sölumenn R. Sigmundssonar í síma 520-0000 eða r.sigmundsson@rs.is.
Kveðja,
Rikki
05.04.2006 at 12:45 #547734Þetta forrit svínvirkar, það þarf að lesa það sem maður skrifar áður en manni er svarað Guðmundur.
Það sem ég sagði var að [url=http://www.franson.com/gpsgate/purchase.asp?license=express&platform=ppc:2e821ein][b:2e821ein]Franson[/b:2e821ein][/url:2e821ein] breytir Garmin USB merkinu í NMEA merki. Þetta er svipað og USB í Serial breytir…
En aftur á móti ættu menn bara að notast við nRoute, þá er þetta ekkert mál.
Rikki
04.04.2006 at 15:19 #547728Það er fyrirtæki í Svíþjóð sem heitir Franson sem er með hugbúnað sem breytir Garmin USB merki í serial NMEA merki.
http://www.franson.com/gpsgate/purchase … atform=ppc
Þetta kostar aðeins $10 og þrælvirkar.
Nobeltec hefur sýnt lítinn áhuga að bæta við USB reklum í forritið sitt þrátt fyrir að ég sé búin að koma þeim í beint samband við verkfræðinga Garmin sem ætluðu að hjálpa þeim.
Svo er det…
Kveðja,
Rikki
-
AuthorReplies