Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.08.2009 at 23:26 #205756
Sælir.
Loksins þegar verklok voru handan við hornið þá kom svoldið upp á með rafkerfið. Mælaborðið hætti að virka.
Við settum v6 bensín 4runner vél í hilux og þegar vélinni var startað og bíllinn prufukeyður í fyrsta sinn alveg strípaður þá virkaði mælaborðið.
Síðan þá er mikið búið að gerast og var ég að ganga frá aukabensínmæli og kláraði að setja mælaborðið saman og ekkert virkaði. Nú erum við búnir að rífa allt úr sambandi til að reyna finna út hvað er að valda þessu þannig að núna er bara í sambandi það sem þarf til að keyra vélina , og reyndar framljósin líka.
Það sem virkar í mælaborðinu eru öll gaumljós, t.d handbremsan á , hái geysli á osfr. Bensínmælir er fastur í botni en smurþrýstingsmælir virkar.
Eini bílarafvirkin sem við þekkjum er á kafi í vinnu þannig að mér datt í hug að athuga með ykkur hérna inni áður en við endum með bílinn hjá fagmönnum, nóg er þetta nú búið að kosta.
06.08.2009 at 23:19 #653496Erum búnir að eyða 1500tímum í að taka hilux í gegn og breyta á 38". Það myndi kosta hvað á verkstæði ? :Þ
You get what you pay for.
Þetta kostar allt, fullt af pening.
30.07.2009 at 18:44 #652778Jæja, vandamálið fannst, intercoolerin er sprunginn :(.
29.07.2009 at 22:09 #652774Já, það er spurning um að athuga wastegate og hosurnar betur og herða uppá öllu, er eitthvað fleira sem að hefur verið að valda aflleysi sem ég gæti yfirfarið í leiðinni ?
29.07.2009 at 21:56 #652770Það er nýlegur loftfflæðisskynjari í honum, og þettta er kraflausara en vanalega er búin að prófa marga patdrolla.
29.07.2009 at 20:37 #205495Sælir
Er með Patrol 35″ 3.0TDI á að ég held original hlutföllunum, hann hrjáist af afleysi sem að er mjög mikið, upp kambana á 50 – 60km/h max.
Hvað hafa menn verið að gera til að bæta aðeins úr aflinu í þessum, það er komið sverara púst í hann, nýbúið að smyrja, ný hráolíusía og loftsía og nýlegur airflow meter.BTW, önnur hlutföll eru ekki inní myndinni því þessi bíll verður ekki á stærri dekkjum en 35″.
26.07.2009 at 17:09 #652318Jæja , gerðum heiðarlega tilraun til að tengja þessa mæla. Heppnaðist ekki betur en svo að báðir sýna fulla tanka, bara ef það væri svo gott :Þ Tankarnir eru tómir.
Ég semsagt tengdi mig inn á svarta-appgula í 8d og brúna í 12d og tengdi í aukamælin minn í + og -.
Tengdi svo brúna frá hilux mælinum í – í aukamælinum. Tengdi svo gula rauða frá tanki í F í aukamælin sem ég setti í loftristina.Síðan hef ég enga baklýsingu í mælaborðinu en öll önnur ljós virka í því. Nenntum ekki að klóra okkur meira í hausnum í dag.
25.07.2009 at 07:32 #652312Takk fyrir þetta svar Atli.
24.07.2009 at 19:26 #652306Já auðvitað notar maður bara venjulegt reylay á milli geymana. En spennufallið sem verður ef bíllinn hrekkur ekki strax í gang er vissulega áhyggjuefni. Spurning hvort það borgi sig hreinlega að takmarka flæðið milli geymana með því að hafa vírana á milli grennri. Nú man ég ekki hvaða sverleika rafvirkinn pantaði fyrir mig.
En ég er búinn að vera hugsa meira um bensínmælin, get samt ekki prófað þetta fyrr en í lok næstu viku þegar ég fæ hann til baka úr sprautun því þá kem ég við og set bensín á hann.
Mælir í mælaborði fær + og – frá bílnum. Síðan datt mér í hug að senda tengja + og þennan n/f við bensínmælin í tankinum og sjá hvort þetta virki þannig. En þarf mælirinn í tankinum – eða er merki einfaldlega sent í tank og fengið til baka, breyting á mótstöðu er þá mælingin á bensínmagninu?
23.07.2009 at 17:38 #205385Jæja, erum langt komnir með að setja hiluxinn okkar saman og erum í smá vandræðum með að tengja bensínmælin í aukatankinum.
Þetta er þannig sett upp hjá okkur að mælaborð og allt rafkerfi er úr 4runner. Við erum með 2x90lítra tanka og settum 4runner mælinn í aðaltankin og hilux mælin í aukatankin. Við breyttum mælunum og lengdum þá þannig að þeir myndu virka í stærri tönkum. Það var lítið mál að tengja 4runner mælin við 4runner rafkerfið.
En til að nota hilux mælin í aukatankin þá tók ég mælin úr mælaborðinu á hilux og græjaði hann þannig að hann passar í loftristina fyrir ofan útvarpið. En til að tengja þann mæli þar 3 víra, + – og síðan einn enn, f eða n, man ekki alveg hvað stendur aftan á mælinum. Núna koma bara 2 vírar úr tankinum. Þannig að við erum að pæla hvernig á nú að tengja þetta til að þetta virki.
Við settum líka annan rafgeymi sem vinnuljós og annað er tengt inn á, til þess að ljósin tæmi ekki aðalgeymin langaði okkur að setja einhverskonar relay sem hleypir ekki á milli geymana nema fá svisstraum. Eina sem ég finn til þessa brúks er hleðsludeilir og hann er svoldið mikið dýr. Mér hefur verði sagt að svona relay sé til en finn þetta hvergi.
20.07.2009 at 19:34 #652006Þetta verður ekki afturvirkt, gildir eflaust bara fyrir nýja ökumenn sem öðlast ökuréttindi eftir lagasetningu. En finnst rugl með farþegatakmarkanir,
08.07.2009 at 18:12 #651292Fínpússning ehf er með "grófan" sand, upp að 2,5mm minnir mig. Ég hef bjargað mér með pússningasandi frá bmvallá í fínni vinnu, hann fæst í byko, húsó og hjá bmvallá uppá höfða. Pússningasandinn þarf að þurrka.
17.06.2009 at 16:51 #649790Jæja búinn að vera hringja í pústverkstæðin og hitti loks á einn speking sem var nú samt ekkert að kjafta af sér en sagði mér þó að þessar vélar væru mjög háværar og túba dygði engan vegin ein og sér. Þannig að planið er að taka rörið milli tankana og hafa hljókút aftast.
Hvar fæ ég svona hitaeinangrandi mottur á skikkanlegu verði?
16.06.2009 at 12:16 #649784Þá er það komið á hreint að árgerð bílsins krefst hvarfakútar ekki nema vélin sé það vel stillt að útblásturinn sleppi undir mengunarmörk sem er 0.5 eitthvað, 3,5 á eldri en ’95.
Dugir túpa ekki ein og sér sem hljóðdeyfir?
15.06.2009 at 22:46 #649448Klárlega málið að uppfæra stýrisdemparan, er með dempara af 44" patrol sem ég ætla setja í minn og klafademparinn er bara rindill við hliðina á honum. Er ekki málið að dempa millibilsstöngina?
15.06.2009 at 22:43 #204704Sælir.
Núna er farið að sjá í endan á endurgerðinni á hiluxinum okkar og hann rúllar í sprautun í næstu viku. Einn hausverkur sem er eftir er að hann pústið.
Þetta er ’96 hilux og í honum var 2,4 bensín, settum í hann 3.0 v6 4runner vél með flækjum. Þannig að núna eru tveir 3″ stútar hvoru megin. Við höfum allan tíman ætlað að sameina rörin í hvarfakút fyrir aftan millikassan og taka rör upp fyrir grind þar sem drifskaftstupphengjan er, skjóta því á milli bensíntankana en þar er 15cm breitt pláss og síðan hljóðkút aftast. Gallin við þessa leið er helst að þurfa klæða tankana af með hitaeinangrun.
Síðan er spurning hvort við þurfum að hafa hvarfakút á vél sem er 1991 árgerð, það er miðað við 1994 og yngri bíla.
Önnur hugmynd er að hafa tvö sílsapúst með túpum undir stigbrettum en þá er vandamál með pústskynjaran, hefur einhver farið í svoleiðis framkvæmd?
Þriðja leið er að sameina pústið fyrir aftan millikassa og hafa eitt sílsapúst undir stigbrettinu bílstjóramegin. Það er hásing að framan þess vegna er ekki hægt að sameina pústið fyrr en aftan millikassa.
Núna þekki ég þessar túpur ekki nógu vel, hvað þyrfti t.d. svera og langa túpu fyrir alla 6cyl þannig að það væri ekki leiðindahávaði í þessu?
Nú væri gaman að fá ykkar álit á hvaða leið við ættum að fara í þessu. Eins líka hvaða sverleika mynduð þið hafa á kerfinu.
10.06.2009 at 22:10 #649038Mest á malbiki, kannski 10% á malarvegi.
10.06.2009 at 21:36 #649034Hef átt ægisvagn í 5 ár og eina viðhaldið er 2 brotin breiddarljós. Mjög skemmtilegir vagnar.
21.05.2009 at 18:11 #647852Flækjur og twin turbo ……. :þ
15.05.2009 at 02:30 #644118Jæja, hef ekki komist í það að taka mynd af þessu en ef ég á að útskýra þetta nánar.
Ef maður horfir ofaná bremsudæluna, s.s oná pinnana og kíkir á borðann á klossanum.
Borðinn sem á að vera aðeins niður fyrir efri brún á disknum stendur c.a 1cm uppfyrir efri brún á disknum.
Og þar af leiðandi eru stimplarnir ekki fyrir miðjum bremsudisk eins og þeir eiga að vera.
Heldur fyrir ofan miðju, spurningin er sú hvort að dælurnar gangi ekki á milli ?En maður hefur séð marga breyta bílnum hjá sér svona án vandræða.
-
AuthorReplies