Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.12.2009 at 22:16 #673474
Þeir voru nú nokkuð góðir skaflarnir efst, þetta eru neðstu skaflarnir.
29.12.2009 at 20:28 #673470Fórum upp á jökul í dag frá Jaka á 4 bílum. Þokkalega bjart fyrsta spölin en síðan var bara hríðarkóf. Snjóaði virkilega mikið í jökulinn í dag þannig að þið ættuð að geta fundið einhverja skafla þarna uppi. Fórum einhverja 15-20km upp á jökulinn en snérum síðan bara við.
Var að púsla saman smá myndbandi úr ferðinni, færið sést þar !
[youtube:19x39xgv]http://www.youtube.com/watch?v=TfS05tq35QA[/youtube:19x39xgv]
27.12.2009 at 17:10 #673224Við keyptum okkur bara svarta gúmímottu í húsasmiðjunni, rendur í henni annarsvegar. Notuðum hana líka til að loka milli grindar og boddí eftir 10cm body lift. Minnir að hún sé 1m á breidd, síðan bara seld í metratali. Helvíti sterk og fín. Þar sem brettakanntarnir hjá okkur eru gegnuboltaðir þá stálumst við inn á þá brettamegin, síðan bara sjálfborandi boddí megin.
27.12.2009 at 13:28 #644092Þetta er hásing undan diesel hilux en auðveldast er að fá hásingu með öllu undan stutta LandCruiser70.
Það er lítið mál að sjóða brackets fyrir patrol stífur á diesel hilux hásingu því maður þarf ekki að skera neitt í burtu nema litla palla sem fjaðrirnar sátu á.
Það er alveg hægt að nota hilux hásingu en þá þarf að kaupa annan arm ofan á hægra liðhúsið. Eini sem smíðar hann er Árni Brynjólfs í Hafnafirði. Þar sem diesel hásingin er mjóri en afturhásingin á klafabílunum þá fengum við Árna til að smíða fyrir okkur spacera sitthvoru megin undir bremsuhöbbin, 16 eða 18mm , man það ekki nákvæmlega.
Gormarnir sem við erum með núna eru RR frá BSA. Gátum ekki notað þessa sem við byrjuðum með.
27.12.2009 at 11:35 #644088Þar sem maður getur ekki breytt innleggjum verður þetta að koma í nýjum pósti, þurfti að eyða viddinu út og setja inn aftur, ný slóð.
http://www.youtube.com/watch?v=FSnqVro54uM
27.12.2009 at 03:17 #673088Segi hér mína reynslu en ATH ! Þetta er það sem er að klikka í bílaleigubílum með camper á í fullri nauðgun.
Er að vinna hjá fyrirtæki sem er að leigja svona bíla út að vísu með 4.7 mótorinum (nánast eins mótor).
EGR ventlarnir hafa verið að fara reglulega, eru svoldið dýrir og misjafnt hversu lengi verkstæði eru að skipta um hann, vanur maður er í 10 – 15mín en óvanur allt að 3 tíma. Ef þú færð smá vatn inná mótorin þá er farin stimpilstöng, loftinntakið er neðalega, mjög algengt að það komist vant inní stýrismaskínuna því það er tannstangarstýri og ryðgar stönginn inní maskínunni og eyðileggur pakkdósir (það er hægt að skipta um það en kostar $$).
Hef lent í rafmagnsvandamálum, vírar að nuddast í sundur og valda skiptingartruflunum. Boltar að detta úr pústgreinum, viftureimastrekkarar að festast og legur handónýtar í leiðarahjólum.En þetta er bara nokkurnvegin eðlilegt viðhald, mæli með þessum bílum, en þeir eyða ekki undir 20 lítrum, þessir bílar sem við erum með eru eknir allt að 60þús mílur með camper á í túristabransanum og það hafa verið mjög solid.
26.12.2009 at 16:44 #644084Hérna er smá video sem við gerðum í dag af Hi-Runnernum fullgerðum.
[url:19cozoii]http://www.youtube.com/watch?v=Z6-i_C6zbpk[/url:19cozoii]
25.12.2009 at 12:39 #672994Eins gott fyrir hann að vera vel græjaður svo hann geti nú kallað eftir hjálp og gefið nákvæma staðsetningu þegar hann gefst upp.
20.12.2009 at 10:35 #672424Hreinsa undir með rauðspritti ( fæst í húsó og byko ) og síðan límkítti á þetta.
16.12.2009 at 16:40 #671790Eina vitið er að fá partabíl, þar sem hægt er að fá allt rafkerfi ofl með. Persónulega stefni ég á að fá mér 3l grútarbrennara úr 4runner til að setja í hiluxinn með 44", alltof mikið sem getur bilað í þessum nýrri common rail diesel vélum.
12.12.2009 at 09:19 #670306Var að henda inn nokkrum myndum úr þessari ferð í myndasafnið.
[url:s6hyhqe7]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=270526[/url:s6hyhqe7]
11.12.2009 at 21:51 #671126Lögðum okkar í silicon, gúmmíþéttilista, silicon , ekki dropi inn. Mundu bara eftir að teipa húsið og pallinn að utanverðu svo umfram siliconið leki ekki inn á lakk.
08.12.2009 at 12:04 #670516BSA gaf okkur tölu upp á 56þús með 8 gormaskálum. Hjá AT kosta gormarnir tæpar 60þús án gormaskála. Held að það sé engin spurning að taka þetta hjá BSA.
07.12.2009 at 18:12 #670658Menn láta þessar stangir oftast hverfa við gormavæðingu. Gormavæddum allan hringin á okkar bíl og þetta er ekkert að há okkur og engin athugasemd í skoðun. Meiri teygja án þeirra.
07.12.2009 at 12:07 #670510Við erum með Rancho 9000 dempara undan gamla svarta 44" patrol, stillanlega gasdempara. Reynum að finna okkur einhverja gorma sem passa með þeim.
Fer í þetta á eftir.
06.12.2009 at 22:22 #670506Fengum notaða gorma undan hilux sem var verið að rífa, aldur óþekktur. Vorum einmitt að pæla í að tala við BSA.
06.12.2009 at 22:09 #208948Vorum að koma úr fyrsta prufutúrnum eftir gormavæðingu og komumst að því að við erum með allltof mjúka gorma, hvaða gormum mælið þið með gæði/verð.
Erum að leita af gormum sem duga eitthvað og kosta ekki helling.Þetta er Toyota Hilux Double cab búið að hásingavæða að framan, okkur vantar gorma allan hringinn.
06.12.2009 at 18:19 #670304Ég henti saman smá videoi úr ferðinni. LC 60 í aðalhlutverki sem jarðýta, ökumaðurinn var Ragnar Magnús. Keyrðum uppeftir í 20metra slagviðri á föstudagskvöldi, komnir í skála kl 03.00. Ótrúlega mikill krapi á laugardeginum, hafði aðeins sjatnað í þessu á sunnudeginum.
http://www.youtube.com/watch?v=oS9SNilc-7Q
20.11.2009 at 07:24 #667054Okkur grunar einmitt svarf. Hefðum átt að setja grófsíu fyrir framan dæluna, það verður gert núna :þ
16.11.2009 at 22:42 #208341Sælir.
Við settum 2 nýja tanka í hiluxinn hjá okkur og utanáliggjandi dælur. smbr þessi hérna, http://www.importecwarehouse.com/Mercedes-Benz-Fuel-Pump-190E-2-6-300SL-420SE-p/mb0030915301a.htm
Fengum 2 svona dælur á parta sölu úr hræum sem var búið að henda en áætlaður aldur á dælunum var 20+. Hiluxinn dó svo eftir um 2000km og komumst við að því að dælan hafði gefið upp öndina, rifum hana niður og prófuðum að láta hana snúast með því að tengja beint í lausan rafgeymi, þá kom bara svona dúnk eins og hún væri að reyna dæla en komst ekki í gang.
Jæja ætluðum að redda okkur með því að færa dæluna sem var milli tanka til þess að geta nú notað bílin, færðum dæluna og hún dældi en það smitaði smá, þannig að losuðum draslið aftur, þéttum og … sama vandamál, kom dúnk en hún neitar í gang.
Þannig að, 2 gamlar dælur ónýtar.
Hvaða dælum mynduð þið mæla með að nota á V6 toyotu vél? Dælan milli tanka getur auðvitað verið hvaða dót sem er en það er auðvitað bara vesen að aðaldælan sé að fara.
-
AuthorReplies