You are here: Home / Ragnar Einarsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Spurningin og svörin kveiktu í mér og ég fór í smá google og bóka vinnu.
Fyrst skilgreining á jökli:
"Jökull hefur verið skilgreindur sem snjór ummyndaður í ís og nógu þykkur til að hníga undan eigin þunga. Til eru
mjög langlífar fannir sem ekki ná að verða nógu þykkar til að skríða og verða því ekki kallaðar jökull" Oddur
Sigurðssson Árbók Ferðafélags Íslands 2001 Kjölur og Kjalverðir bls. 191.
Á [url=http://www.lmi.is/frodleikur/island-i-tolum/:3577314e]vef Landmælinga[/url:3577314e] má sjá lista yfir stærstu jöklana:
Helstu jöklar, flatarmál í km2
Vatnajökull 8.300
Langjökull 953
Hofsjökull 925
Mýrdalsjökull 596
Drangajökull 160
Eyjafjallajökull 78
Tungnafellsjökull 48
Þórisjökull 32
Eiríksjökull 22
Þrándarjökull 22
Tindafjallajökull 19
Torfajökull 15
Snæfellsjökull 11
Ég athugaði með nokkra í viðbót:
Kaldaklofsjökull 5 km2 skv [url=http://www.landmannalaugar.info/Pages/Glossary.htm:3577314e]landmannalaugar.info[/url:3577314e]
Jöklar á Tröllaskaga: skv [url=http://www2.nnv.is/files/21/20080416084454477.pdf:3577314e]þessari grein[/url:3577314e] og aftur er Oddur Sigurðsson höfundur.
Tungnahryggsjökull 4,8 + 6,4 km2 (þar sem hann er í raun tveir aðskildir hlutar)
Barkárdalsjökull 5,5 km2 (hann tengist öðrum hluta Tungnahryggsjökuls)
Einnig kemur fram hjá Oddi að á Tröllaskaga hafi verið skilgreindir 170 jöklar.
Fann ekki upplýsingar um Hofsjökul eystri en af korti af dæma er hann svipaður að stærð og Kaldaklofsjökull.
Ef menn vilja svo fræðast um nöfn á jöklum á Íslandi að fornu og nýju er hægt að skoða bók frá Oddi og Richard S.
Williams, Jr. "Geographic Names of Iceland’s Glaciers: Historic and Modern" sem má finna [url=http://pubs.usgs.gov/pp/1746/pdf/p1746_low-rez.pdf:3577314e]hér[/url:3577314e].
Kveðja Ragnar