Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.06.2009 at 23:59 #649968
Glæsilegt! Gekk eins og í sögu, þó að WD40 og þolinmæðin hafi hjálpað með innsta kertið, þá fór mestur tími í að taka í sundur og setja saman allt blessaða intercooler dótið og vélarhlífarnar. Hundleiðinlegt samt að komast að innstu tveimur kertunum.
Flott að hrakspárnar gengu ekki eftir.
18.06.2009 at 16:57 #650052Gæti þetta hugsanlega verið bensíndælan eða eitthvað tengt því kerfi. Kannast við þessar lýsingar úr gömlum MMC Lancer.
18.06.2009 at 16:41 #649966Þá er maður búinn að kaupa kertin í þetta, og allir búnir að draga úr manni kjarkinn fyrir verkið mikla. Þetta hefst þó hægt fari vona ég bara.
Búinn að finna tvö verkstæði sem bjóða upp á að gera við bílinn sinn sjálfur, á þokkalegu verði líka. Það er annars vegar Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn, Vagnhöfða 7 sem mér skilst hafi verið að opna núna síðasta þriðjudag, og svo Bílaþjónustan AT bílar Járnhálsi (http://www.atbilar.is). Fannst bara rétt að deila þessu með ykkur þar sem ég hef leitað nokkuð undanfarna mánuði að svona þjónustu.En fyrir þá sem vildu fá Workshop Manualinn fyrir Trooperinn þá hafðist það loksins að koma honum á netið en hann var það stór að ég þurfti að búta hann niður í einar 10 skrár. Hann var rúm 60MB og er tæplega 3600 blaðsíður að lengd, nokkuð ítarlegt. Þið púslið þessu bara saman sjálfir nema þið komið til mín og þá skal ég skella honum á cd fyrir ykkur.
slóðin er
[url:lv79synw]http://sites.google.com/site/raggioglinda/Home/trooper[/url:lv79synw]Það fylgir því kvöð að ná í þessar skrár, þið verðið að leggjast á bæn með mér að þetta endi ekki í föstum glóðarkertum og veseni.
Kv. Raggi
17.06.2009 at 23:28 #649964Takk fyrir góð ráð. Held ég sleppi því samt að rífa allt í sundur daglega í viku, ekki svo hrifinn af því. Vona svo bara að þetta gangi eins og í sögu.
17.06.2009 at 21:25 #649958Þetta er frekar stór skrá þannig að venjulegur póstur ræður illa við hana en ég skal skella inn link á skrána á morgun þaðan sem hægt er að downloada henni.
Eitt enn með þessi glóðarkerti, eru einhver spes verkfæri sem þarf til verksins, eins og kertalyklarnir á bensínbílunum?
17.06.2009 at 11:50 #204737Sælir félagar.
Nú er komið að því að ég þarf að skipta um glóðarkerti í 3.0 Troopernum mínum, 2000 árgerðinni. Ég hef lesið í gegnum tíðina um föst eða jafnvel brotin kerti og allt vesenið í kringum það. Eru einhver heillaráð til að koma í veg fyrir eða minnka líkurnar á veseni við að taka þau gömlu úr og er eitthvað sem maður þarf að passa sig á við að koma þeim nýju í?P.s. ég er með ágætis Workshop manual á PDF formi (3573 bls) fyrir trooper 98-02 ef einhver vill.
Kv. Raggi
03.06.2009 at 16:15 #648414Þakka þetta, prófa að hreinsa þetta.
Annars voru þetta fagmenn hjá IH sem sáu um þetta, en þeim getur skeikað eins og öðrum.
03.06.2009 at 15:26 #204463Nú vantar mig ráð hjá klárum jeppakörlum.
Trooperinn minn hikar hvort sem hann er að halda við, gefa í á lágum snúning (út úr hringtorgum) og stundum á hærri snúning. Hann er einnig hundleiðinlegur í gang sérstaklega þegar hann er kaldur og á það til að hljóma eins og traktor þegar hann hóstar sig í gang.Mér hefur verið bent á olíuþrýstingstengið (hægra megin þegar maður horfir framan á vélina) eða common rail tengið eins og einhver kallaði það. Ég opnaði það og í því var smá smit af olíu, gæti ruglað einhverju. Hvað er best að nota til að hreinsa svona smit úr rafmagnstengi, rauðspritt eða eitthvað slíkt?
N.b. það er nýbúið að skipta um rail rofann, spíssana og pakkningu við tbs skynjarann, en hann fór að haga sér illa eftir spíssa og railrofa skiptin.
Ausið úr viskubrunnunum, eitthvað sem má prófa?
05.05.2009 at 13:10 #647150En náttúrulega til mánudagseintök af öllum tegundum. Láttu bara yfirfara hann vel fyrst, alternator og olía á TBS (turbo boost sensor) voru mitt vandamál. Miðað við akstur myndi ég ekki leggja meira en milljón í hann, en ég hef náttúrulega ekki skoðað hann, keypti minn á millu fyrir vel rúmu ári ekinn 116 þús, reyndar ekki með öllum þessum aukabúnaði sem þú telur upp, en það ætti ekki að hækka bílinn rosalega í verði. Ef dekkin eru léleg draga þau hann niður um lágmark 100þús í verði.
Á einn 35" trooper 2000, alger gullmoli og mæli eindregið með þeim, eyðir ekki nema 12 í borginni og tel það gott.
28.04.2009 at 15:39 #646194Ég er á 35 og keyri á 28-30 innanbæjar, kannski að maður fari niður í 15 í snjó eða mjög grófum slóða, er í kringum 20 á leiðinlegum malarvegi.
Annar hvor er ekki að segja satt og rétt frá. Miðað við að dekkjaverkstæðið skilar frá sér dekkinu með 15 pundum í gæti ég best trúað þeim til að hafa skemmt dekkið óvart og reynt að fela það með lágum þrýsting. En án sannana er þetta erfitt.
28.04.2009 at 10:24 #646634Fann smá bálk í ESB reglugerðinni um stærðir bifreiða, þeir mega vera 12 metra langir, 4 metra háir og 2,5 metra breiðir
Fyrir þá sem hafa gaman af reglugerðum þá á ESB nóg af þeim, hér er eitthvað um stærðir og þyngd bíla
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/Lex … 21:EN:HTML
20.04.2009 at 16:10 #646104Þetta kannast ég aðeins við, held þetta séu nú bara einhver eðlileg hljóð í gírnum þar sem þetta heyrist bara þegar ég er í kringum 80 en hverfur alveg upp úr 90 km/klst.
Hefur ekkert pirrað mig mikið, ekki það hávært en skiljanlega uggvænlegt að heyra undarleg gírhljóð.Ef einhver veit betur má endilega láta mig vita svo ég geti selt bílinn áður en gírkassinn fer 😉
14.04.2009 at 14:21 #645612og spyrja hvað A og B dekk eru?
"There are no stupid questions, just stupid people."
01.04.2009 at 11:51 #644954kíki þá bara þangað í sumar
01.04.2009 at 11:23 #204153Ég sé hérna á íslandskortinu slóða yfir Skarðsheiði. Veit einhver hvernig sú leið er? Og hvort er meira vit í að fara upp austan eða vestan við Snóksfjall.
30.03.2009 at 08:49 #644544Á laugardaginn var færðin frá Blöndudal og ca. 2 km suður fyrir Seyðisá nánast bara fólksbílafæri, smá skaflar á leiðinni sem óbreyttir jeppar ættu auðvelt með. En þaðan og fram á Hveravelli var ágætis færi fyrir 35" í 10 pundum. Gæti verið búið að bæta aðeins í snjóinn núna og skafa en ekkert óviðráðanlegt held ég.
P.s. það var ljótt að sjá þegar við komum í laugina að bjórdós var í læknum og laugin ísköld þar sem aðeins kalt vatn lak í hana en heita vatninu var veitt framhjá, fólk mætti aðeins hugsa um hvernig það skilur við.
28.03.2009 at 21:36 #204130Mig langar að vita hvað menn eru að gera fyrir þessa bíla þegar þeir breyta þeim fyrir 35 tommurnar. Hvað mikil hækkun á grind, vandræði sem koma upp og svo framvegis. Endilega þið sem hafið gert þetta ausið úr viskubrunnum ykkar…
27.03.2009 at 08:02 #204117Veit einhver hvernig snjóalög eru í nágrenni við Blöndulón?
Ætla að skella mér á morgun, gaman að vita hvort einhverjir fleiri verði á svæðinu.
26.03.2009 at 15:49 #644524Er ekki hætt við að steinolían skemmi eiginleika ls olíunnar, frekar en olían sem var fyrir. Vilt síður steikja drifið en að missa hann úr læsingu aðeins of fljótt. Sagði mér fróður maður að það væri allavega alveg nóg að tappa bara af drifinu og leyfa því að drjúpa vel og setja svo bara rétta olíu á. Ég var að spyrjast fyrir því ég held það sama sé hjá mér, þ.e. röng olía á drifinu.
26.03.2009 at 11:04 #644434Sá á spjallinu fyrir nokkru að menn voru að hallmæla þessum sið að hafa fartölvuna á stand sem gæfi sig ekki fyrir fimmaura ef menn lenda í veltu eða annarri ógæfu, minnir að einn hafi lent í því að slasa farþega í einni veltunni, hefur einhver reynslu af slíku?
Verð að segja fyrir mig að ég myndi velja handtæki í sama klassa og GPSMap 60csx, tengja það við bíltölvu sem væri tengd snertiskjá sem færi vel á miðju konsólinu, hvort tveggja út af fagurfræði inni í bílnum og út af öryggi. En þar til ég hef efni á því keyri ég bara eftir handtækinu þó það sé ekki það þægilegasta. Ef menn eru ósáttir við GPS móttökuna í tækjum inni í bíl þá er hægt að tengja utanáliggjandi loftnet í flest tæki í dag
-
AuthorReplies