Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.09.2009 at 00:03 #658646
Getur sótt það í hlutum á síðunni[url:q8mxjrkv]http://sites.google.com/site/raggioglinda/Home/trooper[/url:q8mxjrkv].
Farið nákvæmlega í allt saman. Algjörlega frítt!
17.09.2009 at 14:08 #657544Það er slóði yfir Hálsinn og niður í Grafardal en eins og svo margir slóðar er hann lokaður, þó ekki læstur, af bóndanum. Hann hleypti mér upp úr dalnum og sagði lokunina aðallega vera vegna torfæruhjóla- og fjórhjólaumferð eldsnemma á morgnana sem fer 2 metrum frá svefnherbergisglugganum.
Mjög falleg leið… en þið sleppið við að setja keðju þar
16.09.2009 at 13:57 #657534Sæll. Fór upp úr Skorradalnum yfir Uxahryggina í sumar og það var verið að betrumbæta veginn upp úr dalnum, gæti trúað til að koma í veg fyrir mestu úrrennslin. Þetta var alveg þokkalegt og vel farandi á þínum bíl.
16.09.2009 at 09:05 #657612Ég veit ekki hvernig hann er eftir rigningarnar en þegar ég fór hann um miðjan ágúst hefði ég ekki nennt að fara hann á fólksbíl, rosalega grófur frá Kaldadalnum og ekkert sérstakur Kaldidalurinn sjálfur. Kemst þó hægt farir engu að síður.
31.08.2009 at 11:01 #655708Sælir.
Ég sá svona hand-GPS tæki sem selt var í Ameríkuhrepp, þau voru sömuleiðis vhf stöðvar. þá gastu farið í ákveðið mode sem kallaði upp stöðvar í nágreninu. Veit reyndar að þetta er ekki samþykkt hérna á Íslandi út af tíðnisviði eða eitthvað í þá áttina.
Tetrakerfið sem björgunarsveitirnar og aðrir viðbragðsaðilar nota er önnur hugsun (forritið sem þeir nota heitir SiteWatch frá Samsýn), þar eru það höfuðstöðvarnar sem sjá staðsetningu stöðvanna en ekki mennirnir úti. Þannig að menn sjá ekki hvorn annan.
Held það sé engin svona tækni til/í gangi á Íslandi eins og þú lýsir, ekki ennþá að minnsta kosti.
24.08.2009 at 15:27 #655192Þeir eru með ágætis aðstöðu hjá bílaþjónustunni Bilaði Bíllinn (615-2562), veit ekki hvort þeir séu komnir með lyftu samt. Þeir eru að Vagnhöfða 7. Svo er AT Bílar (895-9558) fyrir ofan Frumherja, hvort það sé ekki að Járnhálsi, hjá BogL, þeir eru með lyftu og allar græjur. Þokkalegt verð hjá þeim báðum minnir mig.
06.08.2009 at 10:43 #653394Pottþétt misskilningur er það ekki? Heitir hann ekki Eyfirðingavegur eða -leið sem liggur austur – vestur sunnan við Skjaldbreið? Þar eru engin vöð og fært óbreyttum. En á Eyfirðingavegi norðan Hofsjökuls eru stór vöð, eða geta verið það að minnsta kosti.
Kv. Raggi
05.08.2009 at 11:24 #652868Hann er beinskiptur ég er með 35" Dick Cepek FCII, þau fylla vel út í mál, mæli eindregið með þeim.
Skilst það sé best að láta klafana vera til að halda fjöðruninni en ég veit ekki hvernig best er að fara að þessu. Bara reyna að ná í þá sem voru eða eru með Fjallasport (held það sé hætt) eða einhverja sem hafa breytt mörgum Trooperum.
Ég er með beinskiptann.Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu get ég látið þig fá disk með Workshop Manual fyrir Trooperinn, mjög ítarlegt efni.
31.07.2009 at 10:08 #652860Sæll. Varðandi hlutföllin þá er ég á 35" trooper á original hlutföllum og hann virkar fínt, þó hann fari aðeins of hratt í lágadrifinu í þungum snjó, en við aðrar aðstæður er það alveg nóg. Hef prófað 33" trooper og fann hvað ég græddi mikið á 35 tommunum.
Í standarad 35” breytingu á Trooper hjá Fjallasport, sem breytti mínum, er gert eftirfarandi
60mm hækkun á undirvagni
Klippt er úr brettum
Stærri brettakantar
Aurhlífar og stigbretti
Hraðamælabreyting
35×12,5R15 dekk
15×10 felgur
Það eru síðan til læsingar bæði að framan og að aftan.
23.07.2009 at 13:10 #652138Maður þarf garmin tæki til að skrá íslandskortið á sem notuð eru af nroute og mapsource. Annars væri gpsgate alger snilld, ef maður fengi vegvísun í gegnum það. Eru einhver önnur kort sem þessi forrit lesa?
23.07.2009 at 12:04 #652134keyptiru þá fugawi kort af íslandi eða getur þú notað íslenska garmin kortið eða jafnvel eitthvað annað?
23.07.2009 at 10:53 #652128Er enginn sem notar svoa græju?
22.07.2009 at 12:44 #205360Hvernig hafa menn verið að bjarga sér með kort í Magellan tækin? Hvort sem það er tengt við laptop eða ekki.
Get verið með það tengt við laptop í bílnum og keyrt eftir því, hvaða forrit og lausnir hafið þið verið að nota?
17.07.2009 at 14:13 #651854Hljómar eins og slæm rafmagnstenging einhvers staðar. Rafsegulbylgjur frá rafmagnstruflunum geta ruglað rosalega út frá sér. Er þetta svona sígarettukveikjara tengi eða ertu með þetta inn á kerfi?
09.07.2009 at 15:12 #651332gæti verið skemmtilegt að fara norður um Sópandaskarð vestan við Langavatn.[url:1caivd2q]http://ja.is/kort/#x=369387&y=485797&z=6[/url:1caivd2q]
07.07.2009 at 16:40 #205001Vitið þið hvernig slóðinn um Grafardal er, sunnan við Skorradal. Er hann mikið skorinn af leysingavatni og svoleiðis? Var að spá í að fara niður ofan af Hálsinum í Svínadal.
Kv. Raggi
06.07.2009 at 16:11 #651224jamm, ekkert nema gott að segja um spottann minn frá Ísfelli, og hann var ódýrastur þar þegar ég var að versla mér hann.
01.07.2009 at 14:43 #650946Þori nú ekki að hengja mig uppá það en mig minnir að 3.1 vélin frá Isuzu hafi verið til vandræða. hvaða pallbíl árgerð o.s.frv. átt þú við?
01.07.2009 at 14:28 #205009Sælir félagar.
Spyr hérna fyrir vin minn sem er á avensis og langar að komast að Þverbrekknamúla á Kili.
Er leiðin inn í Þverbrekknamúla fær fólksbíl? Skv. gps kortum er vað yfir Svartá á leiðinni og mér sýnist á myndum það vera full stórt fyrir avensis en er leið yfir frá vegamótum Kjalvegar og Kerlingafjallavegar eins og pappírskortið sýnir? og er vaðið eitthvað betra þar?
Er gamli kjalvegur enn bílvegur og er hann fær fólksbíl?Í stutt máli; er einhvern vegin hægt að komast í Þverbrekknamúla á Avensis?
Kv. Raggi
19.06.2009 at 15:58 #650102Það á nú að vera slóði uppá jökulinn ef ég man rétt þannig að enginn ætti að þurfa að keyra utan vega.
275209-489380 Held ég að hnitið sé á slóðanum við jökulinn norðanverðan.
-
AuthorReplies