Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.08.2011 at 09:05 #735143
Þökkum ágæta mætingu í félagsheimili ÍRA í gærkvöld.
Skoðuð voru uppsetningar í jeppum með Hamstick, Hustler og Gufunesnetum og samanburður gerður. Mekanísk ending er lykilatriði í ferðabílum meðan nýtni og afl getur verið meira atriði í öðrum tilfellum. Þetta tvennt fer helst saman í netum sem eru með góða fjöðrun og monteruð á topp.
Fjarskiptanefnd 4×4 og ÍRA veita frekari upplýsingar til áhugasamra.
Gummi R3535 og TF3GL
11.08.2011 at 11:45 #220020Sælir félagar!
Bent er á að ÍRA (Íslenskir radíóamatörar) verða með óformlegan fund í kvöld, fimmtudaginn 11. ágúst, um HF-talstöðvar í bílum. Einhverjir félagar munu mæta á sínum farartækjum, sýna og segja frá.
Kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa verið að spá og spekúlera að kíkja í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi kl 20.30.
Kveðja,
Gummi TF3GL og R3535
20.07.2008 at 16:44 #202692
Sælir félagar!
Til stendur að halda próf til radíóamatörleyfis miðvikudaginn 23. júlí nk.
Prófið er haldið í kjölfar námskeiðs fyrir verkfræðinema í HÍ, en er öllum opið sem hafa áður setið námskeið ÍRA en ekki þreytt prófið, eða þeim sem vilja auka við réttindi sín.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Kristin Andersen TF3KX eða Þór Þórisson TF3GW (sjá netföng og símanúmer í félagaskrá ÍRA: http://ira.is/felagatal.html).
Gummi
R3535 og TF3GL
15.01.2008 at 23:48 #610112Hvort Síminn ætlar að nota radíóbúnað úr gömlum GSM 900-sendum eða hvort önnur ástæða er fyrir því að hætt virðist hafa verið við 450 MHz tíðnisviðið skiptir litlu máli.
Meginmálið er að hvorki 450 MHz né 900 MHz henta sérstaklega vel til langdrægra fjarskipta, eins og skörp skuggasvæði í NMT 450 bera vitni um.
Við erum í raun betur sett með VHF-endurvarpakerfi F4x4 heldur en flest annað, sýnist mér.
Nema auðvitað menn skelli sér á námskeið hjá Íslenskum radíóamatörum (http://www.ira.is), sem verður haldið frá febrúar til apríl (18 skipti með prófinu).
Senda einhverjum stjórnarmanni ÍRA tölvupóst með þátttökutilkynningu.
Gummi
R3535 og TF3GL
01.01.2008 at 00:37 #604742
Sælir!
Það er best að vera með loftnetið á toppnum, og allrabest að hafa kvartbylgju málm í kring — en þetta er þó ekki stórkrítískt.
Loftnet á frambretti stendur sig verr en loftnet á toppi undir öllum kringumstæðum. Nokkrar niðurstöður útreikninga í loftnetshermiforritinu EZNEC:
*** Það er betra að vera með kvartbylgju (~50 cm) á toppi bílsins, heldur en 5/8-bylgjulendarnet (~125 cm) á frambretti.
*** 5/8-net á toppi gefur 1-2 dB mögnun umfram 1/4-net í nær láréttri stefnu. Þessi munur skiptir mjög litlu máli.
Heildarniðurstaðan er sú að kvartbylgjunet á toppi er líklega besta lausnin miðað við stærð.
Guðmundur
R3535 og TF3GL
25.05.2007 at 14:39 #590560Í dag tilkynnti P&F um úthlutun tíðniheimildar fyrir Nordisk Mobil Ísland "fyrir langdrægt stafrænt farsímakerfi á 450 MHz tíðnisviði sem þjóni landinu öllu og miðunum".
Sjá tilkynningu frá P&F: http://pfs.is/displayer.asp?cat_id=112& … nt_id=1440
Uppbyggingu skal vera lokið um það leyti sem NMT-þjónustan leggst af, og sá hluti kerfisins sem þjóna mun miðhálendinu kemur í fúnksjón kringum áramót 2008-2009.
Tæknin sem notast er við er CDMA2000 (þriðjukynslóðar) og mun einnig bjóða upp á gagnaflutninga. Þetta hljóta að teljast góðar fréttir fyrir ferðamenn á fjöllum, en eftir stendur hvort útbreiðslan verður í reynd jafn götótt eða götóttari en NMT er í dag.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
R3535 og TF3GL
27.11.2006 at 13:07 #567248
Kannski væri það verkefni fyrir fjarskiptanefnd að ganga á fund Neyðarlínunnar (Vaktstöð siglinga) varðandi hlustun á einhverri af MW-tíðnisviðum strandstöðvanna — t.d. 2311 kHz eða 2182 kHz.
Ef Vaktstöð siglinga léði máls á slíku erindi, þá mætti fara til Póst- og fjarskiptastofnunar og athuga með leyfi til að starfrækja talstöðvar á þessum tíðnisviðum, ásamt gömlu Gufunestíðninni (2790 kHz).
Annars er rétt að minna enn og aftur á radíóamatörnámskeiðið sem stendur fyrir dyrum hjá ÍRA ([url=http://www.ira.is:23gc9z67]www.ira.is[/url:23gc9z67]) eftir áramót. Skráning hjá ritara félagsins.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
02.11.2006 at 10:29 #565584
Bylgjur á VHF-sviði geta náð lengra en sjónlína undir nokkrum kringumstæðum:
[list:1ki61jkd]
[*:1ki61jkd][b:1ki61jkd]Refraction (sveigja):[/b:1ki61jkd] Gerist t.d. þegar kalt loft er niðri við jörð, því þéttara loft sveigir bylgjuna í áttina að sér (niður á við). Þetta teygir sjónlínuna í raun yfir sjóndeildarhringinn.[/*:m:1ki61jkd]
[*:1ki61jkd][b:1ki61jkd]Reflection (endurvarp):[/b:1ki61jkd] Af fjöllum og í endurvarpa eða næsta bíl. Gerir t.d. bílum kleift að tala saman án þess að vera í sjónlínu.[/*:m:1ki61jkd]
[*:1ki61jkd][b:1ki61jkd]Diffraction (dreifing):[/b:1ki61jkd] Þegar bylgja hittir fyrir fjallsbrún má í eðlisfræðinni líta á brúnina sem nýjan "sendi" sem sendir bylgjur í allar áttir. Dreifða merkið er mun daufara (tap ~30-40 dB yfir eitt fjall), en getur þó vel greinst.[/*:m:1ki61jkd][/list:u:1ki61jkd]
Þetta hafa menn allt saman í huga þegar gerð er alvöru radíóhönnun yfir stafrænu hæðarlínukorti til a finna bestu staðsetningu endurvarpa. Með góðri hönnun á að vera hægt að halda skuggasvæðum í algjöru lágmarki.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
P.S. Það er reyndar til í dæminu að VHF endurvarpist af jónahvolfinu langt fyrir ofan veðrahvolfið, en það er sjaldgæft og óáreiðanlegt til samskipta (Sporadic E).
30.10.2006 at 21:09 #564722
Jamm, ekkert er ókeypis.
Ef gjaldskrá Tetra til almennings verður 850-900 á mánuði fyrir talstöðvarhlutann (símtöl kæmu ofan á), þá myndi það samsvara [b:31hxwu1o]10 milljóna króna útgjöldum fyrir félagsmenn F4×4[/b:31hxwu1o] árlega, miðað við þúsund Tetra-stöðvar.
Hvað gæti fjarskiptanefndin gert fyrir 10 milljónir á ári? Væntanlega rekið margfalt þéttara endurvarpanet og bætt við möguleika á símtölum út úr kerfinu, sbr. ábendingar Benedikts Sigurgeirssonar.
Mér finnst félagið vera algerlega á réttri braut með uppbyggingu endurvarpanetsins.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
30.10.2006 at 18:11 #564716
Á vefsvæði Tetra á 112.is stendur:
[i:2cbkeud1]Áskrift að Tetra[/i:2cbkeud1]
Mánaðargjald er greitt af hverju Tetra númeri. Hafið samband til að fá upplýsingar um verð. Innifalið í mánaðargjaldi er:
[list:2cbkeud1]
[*:2cbkeud1]Öll símtöl innan kerfis [/*:m:2cbkeud1]
[*:2cbkeud1]Öll símtöl út úr kerfinu [/*:m:2cbkeud1]
[*:2cbkeud1]Talstöðvarþjónusta [/*:m:2cbkeud1]
[*:2cbkeud1]SDS gagnaflutningur [/*:m:2cbkeud1][/list:u:2cbkeud1]
Getur þú deilt með okkur hvernig áskriftinni þinni er háttað og hvað hún kostar?
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
30.10.2006 at 15:14 #564838
Ef menn vilja gera tilraun með loftnet fyrir 2790 KHz, þá má benda á Comet HA-750B. Það loftnet er 1,23 m að lengd og fellanlegt, en er gert fyrir besta frammistöðu frá 7-54 MHz.
Til að nota það á 2790 KHz þarf að nota góðan loftnetstjúner (standbylgjan er ca 5:1); annars eyðileggst stöðin eða hún í besta falli dregur sjálfkrafa sendiaflið niður í næstum ekki neitt:
[img:2ao5ivqm]http://www.eham.net/data/reviews/images/6165.jpeg[/img:2ao5ivqm]
[Comet HA-750B]
Þótt undarlegt megi virðast er ekkert um þetta inni á vefnum hjá Comet, en þetta er til í nokkrum vefverslunum.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
28.10.2006 at 15:34 #565548
Nokkrar staðreyndir um loftnet og mögnun:
Mögnun er mæld í decibelum umfram tiltekið viðmið, sem annað hvort er sk. dípólsloftnet (dBd) eða isotropic-loftnet (dBi). Það er því nauðsynlegt að vera klár á hvort viðmiðið er notað, því annars er verið að bera saman epli og appelsínur (0 dBd = 2,15 dBi). Hér á eftir höldum við okkur við dBi.
VHF-bílaloftnet koma oftast í eftirfarandi útgáfum sem hafa fræðilega hámarksmögnun sem hér segir (loftnetsgerð í bylgjulengdum og lengd í cm, ásamt mögnun):
1/4 (50 cm) : 2,15 dBi
5/8 (125 cm) : 3,40 dBi
2×5/8 (250 cm) : 6,50 dBi
Engin töfrabrögð fyrirfinnast til að komast umfram þessa mögnun í óstefnuvirkum loftnetum eins og öll lóðrett stangarloftnet eru. Hins vegar er til í dæminu að stytta loftnet með vafningum, en slíkt net stendur sig alltaf verr í mögnun en óstytt net.
Flestir eru með 5/8-net á bílunum. Kosturinn við að fara upp í 2×5/8-net (upp um 3,1 dB í mögnun) er líkt og auka sendistyrk fimmfalt — úr 25 W upp í 123 W á gamla 5/8-netinu (10×log 3,1 fyrir þá sem hafa áhuga).
Þetta samsvarar rúmlega tvöföldun í drægni — næstum fimmföldun ef báðir bílar eru með slík net, því sama gildir um mögnun loftneta í sendingu og í móttöku.
Loks má nefna að staðsetning loftnetana á bílnum er mikilvæg. Bíllinn sjálfur virkar sem sk. "ground plane" fyrir einföld svipuloftnet, og því er ekkert unnið með loftnetum með radíölum. Besta staðsetningin er á miðju þaki, því allt sem skyggir á dregur úr krafti og næmni í þá áttina, og sama gildir ef netið er staðsett úti á brún þaks eða brettis.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
27.10.2006 at 12:24 #559658
Allir sem eru félagar í 4×4 mega nota tíðnisvið félagsins — auðvitað líka þótt viðkomandi sé amatör. Það er heldur ekkert sem bannar að nota SÖMU talstöðina í hvort tveggja, svo framarlega sem menn halda sig innan settra aflmarka utan amatörtíðna (þ.e. 25 W).
Og til að varpa ljósi á sítónaumræðuna:
Sítónn er ekkert annað en djúpur tónn (bara venjulegt hljóð), sem er blandað við röddina þegar talað er. Tónninn er það neðarlega í tíðni (undir 300 Hz) að hátalararnir okkar skila því ekki og stöðin filterar það frá hljóðkerfinu.
Talstöðin hins vegar nemur sítónshljóðið eins og öll önnur hljóð (eða óhljóð) sem viðkomandi sendir frá sér, og ef tiltekin rás er skilgreind með sítóni, þá bíður móttökustöðin eftir að heyra þennan tón áður en hún opnar fyrir hljóðkerfið. Einfalt og pottþétt.
Endurvarpar geta EKKI skemmst af röngum sítóni. Ef móttökurás í endurvarpa er stillt á sítón (eins og t.d. rás 46 hjá okkur), þá bíður endurvarpinn einfaldlega eftir að heyra tal með þessum undirtóni og kveikir ekki á sér fyrr en þá. Það minnkar stórlega hættuna á að endurvarpinn fari í gang vegna truflana á viðkomandi tíðni.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
27.10.2006 at 10:38 #559650
Þeir sem er virkilega alvara með að fara á amatörnámskeið ættu að senda ritara ÍRA línu og gefa upp nafn, síma og kennitölu.
Við erum nokkrir sem erum að bíða eftir námskeiði, og liðsstyrkur væri vel þeginn!
Svo má benda á að það eru fundir á hverjum fimmtudegi kl 20 í félagsaðstöðu ÍRA á Skeljanesi.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
26.10.2006 at 13:46 #559638
Það má heita útilokað að amatörstöð geti eyðilagt endurvarpa.
Dæmi 1: Venjuleg 25W stöð í 40 km fjarlægð frá endurvarpanum er "jafn sterk" á endurvarpann og 50W amatörstöð er í 56 km fjarlægð.
Dæmi 2: 25W stöð í 100 m fjarlægð frá endurvarpanum er 50 sinnum "sterkari" á endurvarpann en 50W amartörstöð í 1 km fjarlægð.
Dæmi 3: Ef einhver gerðist svo djarfur að prófa endurvarpa með 25W stöð í aðeins 10 m fjarlægð, þá er sá hinn sami 16 milljón sinnum sterkari á endurvarpann en amatörinn í dæmi 1(!)
[Krafturinn minnkar sem sagt í öðru veldi með fjarlægð: Ef fjarlægðin tvöfaldast minnkar krafturinn fjórfalt; ef fjarlægðin tífaldast minnkar krafturinn hundraðfalt.]
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
26.10.2006 at 11:05 #559622
Miðað við hversu duglegir endurvarparnir okkar hafa verið við að gefa upp öndina vegna þess að:
(a) Sólarsellur snjóar í kaf
(b) Rafgeymar tæmast af notkun eða svörun við truflunum
(c) Bilanir verða í hleðslujöfnurum eða geymar ónýtast
Þá held ég að það væri ráð að nota þá staði sem eru með rafmagn frá veitu. BÚRFELL er betra en margt annað fyrir örugg samskipti á Fjallabaki og sunnan jökla og alla leið til byggða.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
18.10.2006 at 13:26 #559612
Óska þeim fjarskiptanefndarmönnum til hamingju með framtakssemina í endurvarpamálum.
Endurvarpanet félagsins er sífellt að verða þéttriðnara og mun væntanlegur (eða þegar kominn?) endurvarpi á SKÁLAFELLI — þar sem er rafmagn frá veitu — bæta mjög úr drægni á Suðurlandi og Hlöðufellssvæðinu.Næst langar mig að stinga upp á BÚRFELLI í Þjórsárdal. Þar er líka rafmagn frá veitu, og þetta stakstæða fjall nær ótrúlegri útbreiðslu, þ.m.t. inn á alla meginjökla:
[img:2vkrab41]http://www.ira.is/myndir/buri.jpg[/img:2vkrab41]
[Mynd af útbreiðslusvæði endurvarpa IRA á Búrfelli.]
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
06.07.2006 at 23:43 #198219Rak augun í að íslenskir radíóamatörar eru með VHF-endurvarpa á Skálafelli sem virðist ná jafn vel um suðurhálendið eins og endurvarpinn okkar á Bláfelli. Skálafell nær einnig mjög vel inn á Hlöðufellssvæðið, Langjökul, Reykjanes og vesturland.
Sjá: Endurvarpi IRA á Skálafelli
Auk þess virðist jafnvel vera betri dekkning frá Skálafelli til Reykjavíkur heldur en frá Bláfjöllum til Reykjavíkur — svona ef maður er að hugsa um þá sem heima sitja (með gömlu stöðina).
Og ennfremur: Endurvarpi á Skálafelli myndi ekki deyja drottni sínum í lágum sólargangi á veturna.
Hvað segja nú endurvarpafræðingar og radíóvitar félagsins? Væri kostur að setja upp endurvarpa þarna, þar sem bæði er rafmagn og öll aðstaða?
-
AuthorReplies