Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.04.2007 at 08:54 #586778
Það er greinilegt að áróður draumalandsins er farinn að bera árangur. Haldið þið virkilega að framkvæmdir við stækkun Alcan í Straumsvík hafi afgerandi áhrif á vexti og gengi krónunnar til framtíðar? Ætli íslensku bankarnir geti ekki leikið sér með sinn hagnað sem var 200 milljarðar á síðasta ári og sveiflað krónunni og vöxtunum sér í hag. Og til að svara honum Gummaj hér fyrir ofan, þá held ég að 16 ára meðal starfsaldur í Straumsvík segi meira en mörg orð. Meðal tekjur verkamanns í Straumsvík sem vinnur á vöktum eru rúmar 300 þúsund á mánuði. Þeir vinna í 5 daga og eiga frí í 5 daga. Ætli verkafólk í ferðaþjónustu geti fengið svipuð kjör?
01.04.2007 at 20:57 #586762Sælir félagar.
Ég er einn af þeim sem gleðst ekki í dag. Ég er starfsmaður Alcan á Íslandi og einn af þeim 450 sem eru búnir að hlakka til þess að starfa í nýju og betra álveri. Sumir vinnufélagar mínir eru búnir að vinna hörðum höndum að þessu verkefni í mörg ár og sjá nú árangurinn. Sigur lýðræðisins segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Er það lýðræði að stilla fyrirtæki upp við vegg þegar öll leyfi eru fengin frá opinberum aðilum og bæjarstjórinn meira að segja búinn að selja okkur land undir stækkun?
Ég er hræddur um að Samfylking fái ekki mörg atkvæði frá þessum 49,5% sem greiddu atkvæði með stækkun!
Umhverfissinnar hljóta að gleðjast yfir því að orkan frá Þjórsá fari til Helguvíkur í stað Straumsvíkur!
09.10.2006 at 20:04 #562748Mér finnst stundum þessi umræða um virkjanir og stóriðju á hálfgerðum villigötum. Ég hef ferðast um þetta land okkar í allmörg ár, bæði þéttbýli, dreifbýli og hálendi. Ég var á Egilsstöðum og Reyðarfirði á síðasta ári og fann að þar var allt breytt. Það ríkti bjartsýni í heimamönnum, það var greinilega mikill uppgangur og framkvæmdir allsstaðar. Hvers vegna, jú það var útlit fyrir mikla atvinnu sem annars hefur ekki verið mikið af á þessu svæði. Manni hættir til að gleyma þegar allt gengur vel og næga atvinnu er að hafa, hvernig það er að búa úti á landi og eina vinnan sem er að hafa í plássinu er í frystihúsinu sem lokar og segir upp fólki þegar kvótinn er búinn.
Vilja menn skipta á virkjun og álveri og því að fá nokkrar milljónir ferðamanna á hálendið? Það þýðir mörg láglaunastörf í ferðamannaþjónustu, uppbyggða malbikaða vegi og jafnvel lúxushótel í nálægð við helstu náttúruperlur.
Auðvitað eigum við ekki að sætta okkur við virkjanir hvar sem er og hvernig sem er. Við eigum að beina orkunni að því td. að rör og stöðvarhús jarðvarmavirkjanna séu grafin í jörð þannig að sem minnst land spillist, og að háspennulínur séu lagðar þar sem þær valda minnstu raski á náttúrunni.
kv,
Jökull Gunnarsson
04.01.2006 at 20:34 #537604Sælir.
Fann hér á vefnum:
https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bila … ingar/5713og þennan:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 32%2f24555
eða:
[img:gagqpefx]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3732/24555.jpg[/img:gagqpefx]
04.01.2006 at 17:20 #537600Takk félagar, og þér Einar fyrir að bjóða mér símtal! Mér finnst þó skemmtilegra að fá þessar upplýsingar hér á spjallinu, þannig nýtast þær fleirum.
Veit einhver þyngd þessara bíla? Er hægt að setja 15" felgur undir þessa bíla án þess að breyta bremsum? Ég á gamlan 12 ára gamlan Patrol á 38" dekkjum í dag og langar í endurnýjun. Gott væri að hafa möguleuka á pallhýsi fyrir sumarferðir á hálendinu! Hvað þarf ég td. stór dekk undir f250 til að fá sama flot og á Patrolnum?kv,
Jökull
31.12.2005 at 17:23 #537578???
31.12.2005 at 16:22 #196958Sælir.
Veit einhver helstan mun á þessum 3 gerðum af nýlegum Ford pickup? Hver er td. þyngdarmunurinn, munur á drifum og hver hentar best til breytinga? Eru þeir allir fánlegir með dísel?Áramótakveðjur,
Jökull
16.02.2005 at 20:37 #516930Sælir.
Ég vill byrja á því að þakka Theodor fyrir framtakið. Verst er að þetta virðist vera að renna út í sandinn. En höfum við fullreynt hvort hægt sé að fá td. gám af Mudder beint frá USA á góðu verði? Mér sýndist á upprunalega listanum að menn væru spenntir fyrir Mudder!
Hvað segir þú Theodor, heldurðu að þetta sé ekki reynandi?kv,
Jökull
03.02.2005 at 19:31 #515534Sælir.
Hvaða dekk er hægt að velja? Mudder, DC,….?
kv,
Jökull
08.12.2004 at 21:09 #510718Sæll.
Á http://members.aol.com/EldonMcf/ er hægt að finna fullt af upplýsingum um þessa vél. Annars var Jónas Hafsteinsson með svona túrbínu til sölu hérna á síðunum https://old.f4x4.is/notendur/notandi.asp?n=1543)Ef þig vantar, þá á ég svona vél án túrbínu með 4. gíra kassa og millikassa sem ég þarf að losna við…
kv,
Jökull
23.11.2004 at 20:26 #509386Sæll.
Er ekki hægt að fá nöfnin á þessum aðilum? Ég þarf að gera svipaða hluti, og þá er gott að vita hvaða staði maður á að forðast…
kv,
Jökull
20.11.2004 at 16:47 #508964Sælir félagar.
Best ég svari þessu sjálfur. Fór í dag í átt að Skjaldbreið, það er ekki mikill snjór á þessari leið, þó nógu mikið til að festa sig nokkrum sinnum. Ég fór ekki alveg inn að Skjaldbreið þar sem ég var einbíla….
kv,
Jökull
18.11.2004 at 11:42 #194874Sælir.
Veit einhver hvernig snjóalög eru núna á Skjaldbreið og Kaldadal?
kv,
Jökull
29.10.2004 at 09:55 #194749Sælir.
Hvar kaupi ég drifhlutföll í Patrol ’94 og hverjir eru bestir í því að setja þetta í (best/ódýrast)
kv,Jökull
14.09.2004 at 11:52 #505770Sæll.
Bæði Skorri hf, Bílanaust og Stilling hafa verið með þetta. Ég hef reynslu af 300W breytir frá Bílanausti, og er hann ágætur.
kv,Jökull
03.09.2004 at 11:55 #505286Sæll Óli.
Ég fór þessa leið í fyrra í september mánuði. Ég fór fyrst á Kjalveginn og síðan vestur yfir Stórasand. Sú leið gekk mjög vel og engar hindranir á veginum. Leiðin suður Arnarvatnsheiði var eins og venjulega afar hægfarin, og á einum eða tveimur stöðum voru drullupollar í lægðum sem voru erfiðir. Við vorum á 2 bílum og sluppum án þess að festa. Ég held að það verði að vera búið að vera þurrt talsverðan tíma áður en þessi leið er farin ef maður vill vera viss um að lenda ekki í aurpittum.
Kveðja,
Jökull
07.07.2004 at 13:43 #194527Sæl öll.
Hefur einhver farið Gæsavatnaleið núna nýlega? Ef svo er, hvernig er þessi leið? Er hún fær bílum á 33″-35″ dekkjum?
Þekkið þið hina leiðina F910 og ástand hennar?
Eru einhver erfið vöð á þessum leiðum?
kv,
Jökull
27.04.2004 at 17:08 #500365Þriðjudaginn 27. apríl, 2004 – Innlendar fréttir
Umferðarstofa athugi öryggi breyttra jeppa
HREGGVIÐUR Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sent samgönguráðherra bréf þar sem hann bendir m.a. á að kanna þurfi hvort breytingar á jeppum geti haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og öryggi. Spyr hann m.a.
HREGGVIÐUR Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sent samgönguráðherra bréf þar sem hann bendir m.a. á að kanna þurfi hvort breytingar á jeppum geti haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og öryggi. Spyr hann m.a. hvort framleiðendur bílanna hafi samþykkt slíkar breytingar til íslenskra umboða og hverjar séu viðmiðunarreglur hjá Evrópusambandinu um breytingar á bílum og hvort þær gildi hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sent erindi Hreggviðs til Umferðarstofu og óskað eftir að fá sjónarmið hennar á málinu.
Í bréfi sínu segir Hreggviður að margvíslegar breytingar á jeppum hafi farið fram án þess að gerð væri úttekt á afleiðingum þeirra. Nefnir hann breytingar á bremsubúnaði, drifum, á jafnvægispunkti og stöðugleika vegna hækkunar og stórra hjólbarða. Segir hann það hafa vakið athygli að slíkir bílar rási óeðlilega og að aksturslag þeirra skapi hættu fyrir aðra vegfarendur. "Fjöldi fólks talar um þessa vá á vegum, enda ekki árennilegt að mæta þessum tröllauknu hormóna bifreiðum og hafa það á tilfinningunni að þá og þegar geti þessi breytta bifreið ekið á eða yfir önnur farartæki," segir m.a. í bréfinu.Hreggviður beinir einnig þeirri spurningu til samgönguráðherra hvort ráðuneytið hafi látið kanna hverju muni á bremsuvegalengd sama bíls á 29 tomma hjólbarða og 38 tomma hjólbarða miðað við 100 km hraða. Undir lok bréfsins spyr hann hvort menn haldi að venjuleg lítil verkstæði á Íslandi geti bætt eða útfært á fullnægjandi hátt hönnun og framleiðslu á öryggisbúnaði bíla sem kostað hafi milljarða að hanna.
01.03.2004 at 09:32 #193883Sælir.
Ég er með gamlan Econoline (’84) með 6cyl bensínvél, 4. gíra kassa og millikassa. Mig langar að setja 6cyl Nissan dísel 3.3 vél í þennan bíl, og nota Nissan gírkassann og tengja hann við Ford millikassann. Hefur einhver ykkar félaga gert svona eða svipaða aðgerð? Allar ráðleggingar eru vel þegnar!
Kv,Jökull
05.11.2003 at 10:20 #193118Kannski mætum við einum svona á Langjökli:
Jeep Treo Concept Vehicle sjá:
http://www.carpages.co.uk/chrysler_jeep/chrysler_jeep_treo_part_1_22_10_03.asp?switched=on&echo=595233842
-
AuthorReplies