Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.06.2008 at 22:36 #202583
Erum að spá í jeppaferð frá Reykjavík í Öskju og Herðubreiðalindir á 2 – 3 dögum.
Sprengisandsleið, Hágöngulón, Vonarskarð, Gæsavatnaleið osfrv. Til baka etv. norðan Hofsjökuls og inn á Kjalveg og til baka
Er þetta ekki hægt á þessum takmarkaða tíma?
Eru fleiri með svipaðar fyrirætlanir á þessum tíma? Gaman væri að frétta af því.Pétur
30.05.2008 at 21:57 #623504Já og auk þess eiga vagnar af þessari stærð að vera skráðir og á númerum ss. fellihýsi osfrv.
29.05.2008 at 21:58 #623496B flokkur Veitir rétt til að stjórna:
1. Fólksbifreið með leyfða heildaþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns.
2. Sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna.
3. Fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.
4. Fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins / tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins.
5. Dráttarvél.
6. Vinnuvél. ( aðeins heimilt að aka en ekki vinna á vinnuvélinni )
7. Léttu bifhjól.
8. Bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum.
9. Torfærutæki, s.s vélsleða og torfærubifhjóli.BE flokkur Veitir rétt til að stjórna:
1. Samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg.
C1 flokkur Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið í flokki C allt að 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd og 16 farþega án gjaldtöku, réttindi sem taka gildi við 21. árs aldur. Tengdan eftirvagn / tengitæki sem er ekki meira en 7.50 kg að leyfðri heildarþyngd
M. kveðju
Pétur ökukennari
29.05.2008 at 21:45 #623492Óskráður eftirvagn án hemla má ekki fara yfir 750 kg. og heild bíls og vagns ekki yfir 3500 kg
Sé hann skráður og með hemla má heildarþyngd hans ekki fara yfir eiginþyngd bílsins sem dregur og samanlagt ekki yfir 3500 kr. Annars B/EPétur ökukennari
05.04.2008 at 08:18 #202250Langar út að keyra á sunnudag. Eru einhverjir í dagsferð þá frá Reykjavík sem myndu leyfa mér að hafa samflot.
Pétur
02.04.2008 at 20:25 #618970Ætlaði í ferð um páskana en jeppinn bilaði illa svo ég komst hvorki lönd né strönd. Nú er öldin önnur. Fákurinn í feikna stuði en því miður kemst ég ekkert fyrr en á sunnudag. Ætla einhverjir að hreyfa sig þá?
Ef svo er, er ég tilbúinn að fara líka
Kv. Pétur
26.03.2008 at 22:42 #618578Skv. rannsóknum í Finnlandi sem eru grundvöllur Eco driving aksturslagsins – á ísl. þýtt Vistakstur – næst mestur sparnaður á eldsneyti með því að aka á eins lágum snúningi vélar og unnt er og eins lengi og unnt er á kjörnum hraða. Þetta leiðir til þess að best er að hafa hröðunina skarpa þegar ekið er af stað, sleppa gjarna úr gírum í hröðuninni og komast sem fyrst á hæsta mögulegan gír fyrir kjörinn hraða hverju sinni. Ef þessari tækni er beitt rétt og til hins ítrasta má ná sparnaði upp á 10% jafnvel 20% frá venjulegu aksturslagi.
Í greininni sem vísað er til eru upptalningar úr Vistakstursfræðunum og eru upprunnar þaðan.
Ég er meðal nokkurra vistaksturs ökukennara á Íslandi og er reyndar meðal mjög þröngs hóps sem hefur þjálfar aðra ökukennara í þessari kennslutækni.
Nánar um þetta á vefsíðunni minni http://www.okunam.isVonandi kemur þetta að einhverju gagni.
Með bestu kveðju, Pétur Þórðarson ökukennari
19.03.2008 at 15:27 #618120Baulaðu nú Búkolla mín – Uppi á Langjökli
18.03.2008 at 23:39 #202135Laugardaginn næsta líst mér á
Liðka vil ég jeppann smá
á Langjökli þá
Vildi gjarnan sjá þar valinkunna menn
Vaska sveina og fögur fljóð
Þótt orkan hækki þvílíkt enn
Þá áfram letiblóð
15.03.2008 at 20:30 #617688Við Árni tengdasonur þökkum ykkur fyrir frábæran dag í yndislegu veðri.
Pétur á rauða Comanche jeppanumps. Hvað er "skuggahópur"?
12.03.2008 at 20:40 #616874Ætla að fara út að keyra á laugardag. Það væri gaman að fara með ykkur. Ég er á Jeep Comanche 38". Hvaðan er farið og kl. hvað og hvert er ferðinni heitið. Ef ég get hjálpap eitthvað til þá er ég til í það, þó ekki fram á kvöldið.
Pétur
28.02.2008 at 23:38 #614028Hjá mér blotnaði háspennukeflið í Jeep Comanche frá 1990 og eyðilagðist. Meðan ég var að spá í hvað væri að var mér sagt að þetta væri annað hvort crank sensor eða háspennukeflið. Ég skipti út háspennukefli og allt var í lagi.
22.02.2008 at 18:07 #614878ÉG var að spá í að fara í einhverja dagsferð, lét mér detta í hug að fara upp að Setrinu sem ég hef aldrei séð. Nú eða þá eitthvað annað.
20.02.2008 at 23:13 #614150Það lítur út fyrir þokkalegt veður á þessum slóðum á laugardag og bráðgott á sunnudag.
Eru ekki allir í stuði
Kv. Pétur
13.02.2008 at 23:27 #201868Hæ bræður og systur í „jeppajukki“
Er að spá í að viðra Kommann um aðra helgi (dagsferð). Hef aldrei komið í Setrið – þann margrómaða stað – Eru ekki alltaf einhverjir þar á ferð um helgar. Langar að skoða mig um þar ef veður leyfir.
Það væri gaman ef einhverjir setja sig í samband og að ég tali nú ekki um samflot.
Kv. Pétur
18.01.2008 at 20:59 #610710Hæ, en kemst ekki fyrr en 20:30. Er ég þar með að missa af aðalkonfektinu?
Kv. Péur
06.01.2008 at 20:20 #609144Rétt. Sparakstur (Vistakstur eða Eco driving) eykur meðalhraða, minnkar árekstrartíðni og stess í umferð.
Kveðja
Pétur á Kommanum
(Sparaksturskennari við Ökuskólann í Mjódd)
06.01.2008 at 02:32 #608948Takk Guðmundur. Ég heyrði eitt sinn að þetta væri frá rómverskri hernaðartækni komið. Í stríði bárust fylkingar hvor að annarri. Sú sem varðist árásinni kraup og stakk niður í jörðina spjótsköftunum sem vísuðu þá skáhallt upp og fram. Reyndist sumum banaspjót.
Það er alltaf rétt að vanda málfar og stafsetningu en ég tel að á þessum spjallvef sé inntak þess sem skrifað er meira virði en gullaldarmálfar. Ég hef mikla ánægju af að lesa skoðanaskiptin á vefnum og dáist að hvernig menn nota hann til að koma hugðarefnum sínum á framfæri eða að leita sér upplýsinga.
Menn gera létt grín að sjálfum sér og öðrum. Þannig á þetta að vera. Þá nenna menn að lesa pistlana sér til gagns og gamans.
Svo áfram félagar – nú eða fjelagar. Firyrgjefið ef Ýslesku sjení fynna eitthverjar vyllur.
06.01.2008 at 00:49 #608944Þetta var of mikil karlremba. Ætlaði að segja – blessuð og sæl osfrv. Kv. Pétur
06.01.2008 at 00:47 #608942Hvort – berast menn á banaspjót – eða – berjast menn á banaspjótum – í þessari umræðu? Rökstyðjið svarið!
Og svo samkvæmt gamalli íslenskri hefð;
Verið ævinlega margblessaðir og sælir og megi guð blessa alla ykkar framgöngu í bráð og lengd.
Pétur á Kommanum
-
AuthorReplies