Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.11.2011 at 21:59 #742357
Þegar ég skoða þessar myndir langar mig helst til að fjarlægja númerin af jeppanum og leggja honum. Það er hart að vera kallaður landspillir og hafa ekki til þess unnið .
Hætt er við að jeppamönnum almennt verði kenndar þessar skemmdir eins og aðrar sem orðið hafa af völdum farartækja utan vegar.
Hvað er til ráða?
Getum við næsta vor, þegar landið tekur að þorna, tekið okkur saman og farið með verkfæri og lagfært þetta að einhverju leyti eins og Óli í Litlu nefnd leggur til í grein hér að framan.
Ég væri til í að verja dagstund í slíka ferð ef þátttaka yrði almenn.Kveðja,
Pétur á kommanum
19.11.2011 at 21:51 #742001Vefarar, Nú er gaman að skoða vefinn okkar. Glæsilegt.
08.11.2011 at 11:23 #741081Kemst því miður ekki með í þessa ferð. Góða ferð og góða skemmtun.
Kv. Pétur
21.09.2011 at 08:22 #737485Reiknast afsláttur frá dæluverði?
Kv. Pétur
09.08.2011 at 21:30 #734997Er einn í bíl og gæti tekið farþega.
Kv. Pétur
20.07.2011 at 21:01 #733873Kemst því miður ekki að þessu sinni. Ætla að reyna að komast í síðari ferðina.
Kv. Pétur á Kommanum
18.07.2011 at 09:04 #733761Eru menn nokkuð að fara á límingunum? Fáið ykkur jeppa!
09.07.2011 at 16:53 #733239Mæti með konunni og tveimur stákpöttum 4 og 9 ára
08.07.2011 at 22:26 #732679ÉG hélt þetta væri bara hægt á Jeep. Var þetta kannski Jeep?
08.07.2011 at 21:55 #733235Ein spurning
Er að spá í að mæta með tjaldvagn. Er hægt að tengjast rafmagni til hitunar og lýsingar?
Kv. Pétur
02.06.2011 at 08:31 #664830Sælir félagar
Þessi umræða er öll hin fróðlegasta. Þegar ég reyni að draga saman niðurstöður hennar virðist mér að "sparnaður af vetninu" geti numið 10%-15%. Tilraunir án vetnis og með vetni gefi gjarna þá niðurstöðu. Vitaskuld vanda menn aksturinn í slíkri tilraun og jafvel meira í þeirri tilrauninni sem gerð er eftir að vetni er blandað saman við. Menn vilja jú helst fá jákvæða niðurstöðu út úr fjárfestingunni.
[b:2jtkjwcs]Vistakstur[/b:2jtkjwcs] er aksturmáti sem líka sparar eldsneyti. Auðvelt er fyrir vistaksturskennara að sýna öllum fram á að þeir geti sparað með því að breyta akstursvenjum sínum í þá átt. Og haldið ykkur nú: Sparnaðurinn frá venjulegum akstursmáta yfir í vistakstursmáta fer oftast í 10%-15% og jafnvel allt upp í 25%. Í kennslubílnum er mælitæki sem sýnir þetta nákvæmlega.
Síðan er aftur spurningin um hvort menn viðhalda þessum aksturháttum eftir tilraunina.Kveðja, Pétur Þórðarson ökukennari (vistaksturskennari)
26.05.2011 at 16:38 #664812Takk fyrir gott svar
25.05.2011 at 23:02 #664808[b:2igvxv9q]Enn um vetni sem framleitt er með rafli bílsins og sent um soggreinina inn á vélina.[/b:2igvxv9q]
Er einhver sem getur fullyrt að þetta gefi 20-30 prósent eldsneytissparnað eins og fullyrt er af framleiðanda tækisins?
Mér var sagt af sölumanni fyrirtækisins að búið sé að væða á annað hundrað bíla með þessari tækni. Einhverjir hljóta að hafa skráð hjá sér árangurinn.
Þeir sem það hafa gert. Vinsamlega fjallið um málið hér á spjallinu.Kveðja,
Pétur
19.05.2011 at 08:47 #730261Hvað er að sjá? Nú vantar skriflega ferðalýsingu.
Kv. Pétur
09.05.2011 at 21:23 #729853Guð láti gott á vita.
15.04.2011 at 08:46 #727377og eyrun af (kostaði 25 þúsund kall ca fyrir ári)
14.04.2011 at 21:12 #727373Fann nafnið á verkstæðinu: Hemill ehf Skemmuvegi 12 s. 5578920. Mér duttu allar dauðar lýs úr höfði þegar ég fékk reikninginn frá þeim en þeir útbjuggu nýjan handbremsubarka á Jeep Comanche
13.04.2011 at 21:22 #727321Áfram Óli (og félagar í Litlunefnd)
13.04.2011 at 21:17 #727367Verkstæði í Kópavogi, Á Smiðjuvegi eða Skemmuvegi minnir mig. Hemlaverkstæði, minnir mig.Man ekki hvar
28.03.2011 at 11:30 #724768Sælir félagar.
Hjá okkur úlfum gekk ferðin vel eins og til var stofnað. Bilun og affelgun töfðu för um nokkra klst. og svo tókum við smáúturdúr þegar við komum á slóðir þar sem unnt var að taka klárana til kostanna. Fregnritari hefði eflaust viljað vera með í þeirri skemmtun. Ímyndunaralfið flytur fjöll. Gott til að vita að menn eru ekki mjög jarðbundnir í skáldskap sínum.
Ég þakka félögum okkar fyrir norðan fyrir móttökurnar. Og súpan á Skiptabakka var þvílíkt hnossgæti. Er hægt að fá uppskriftina?
Úlfarnir voru svo komnir í bæinn tímanlega fyrir svefninn. Hefðum gjarna viljað hafa ljósmyndunarstoppin ennþá fleiri og lengri en drifum okkur niður því maður tekur víst ekki landslagsmyndir í náttmyrkri.
Meðal annarra orða; kappakstur er góður fyrir þá sem hafa áhuga fyrir honum og verði þeim að góðu. Við hinir viljum fara hægar yfir og leggja meiri áherslu á að njóta útsýnis og útiveru. Allir ferðast á sínum eigin forsendum og eiga að njóta þess.
Með bestu þökk
Pétur
-
AuthorReplies