Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.11.2012 at 08:57 #759361
Upp
16.11.2012 at 23:36 #760761Takk Kjartan. Eru fleiri hugmyndir?
Kv. Pétur
16.11.2012 at 10:53 #224925Er að spá í að endurnýja gps tækið mitt. Vil fá gott jeppatæki með stórum skjá svo auðvelt sér að sjá á það og vinna með það á keyrslu utanvega í snjó og á vegslóðum. Það þarf að hafa góða lýsingu þannig að ég sjái á það jafnvel í björtu sólskini. Ekki væri verra ef það væri með snertiskjá.
Kann vel að nota MapSource og nRoute. Er með Íslandskortið frá Garmin og gæti fært það yfir í nýja tækið. Var að kíkja á ebay. Allt fullt af gps tækjum þar. Ég rata ekki um þenna frumskóg tækja. Ég veit að margir í klúbbnum vita vel hvaða kostur er bestur
Hvaða tæki ætti ég að kaupa?Kveðja, Pétur Þórðarson á Kommanum s. 892 7480
16.11.2012 at 05:37 #759359Kynning á nýliðferðinni verður miðvikudagskvöldið 28. nóv nk í félagsaðstöðu F4x4 að Eirhöfða.
Á fundinum verður farið yfir ferðaáætlunina, kynntur sjálfsagður búnaðarlisti í vetrarferðum, æfð töppun dekks og hnýting pelastikks (sem allir verða að kunna).
Þátttakendur eru hvattir til að koma á kynninguna og hafi þeir ekki þegar gefið upp símanúmer og nöfn farþega er nauðsynlegt að gera það á kynningunni.
Einnig skrá menn sig á kynningunni í fyrri eða seinni hópinn.Kv. Pétur Þórðarson s. 892 7480
02.11.2012 at 22:00 #758539Sælir félagar
Ég hef ekki kíkt á vefinní nokkra daga og hélt að ég gæti greitt aðgangseyrinn við innganginn. Nú er ég víst brunninn inni með þetta. Ef svo er þá óska ég öllum skemmtilegrar árshátíðar.
Kveðja
Pétur Þórðarson
24.09.2012 at 22:33 #758087Til hamingju með áfangann. Þið eruð ótrúlega þrautsegir.
19.09.2012 at 22:43 #757725Ég er einn á ferð á rauða kommanum. Velkomið að þú komir með
Kveðja, Pétur s, 892 7480
28.05.2012 at 06:53 #75469919.04.2012 at 20:54 #753411Kl. 21:50. Allir bílar komnir heilu að höldnu niður á Landveg. Ferðinni er þar með formlega slitið og menn halda hver til síns heima reynslunni ríkari og Í skýjunum yfir frábærum degi í fögru umhverfi, ágætu ferðaveðri og í frábærum félagsskap.
Vona að einhverjir hafi haft gagn og gaman af þessum stuttu fréttapistlumPétur Þórðarson
19.04.2012 at 18:45 #753409Kl. 18:00 voru margir bílar komnir i Áfangagil. Aðalfararstjóri snéri þá við til að aðstoða aðra sem aftar eru í hópnum en Laugi, Stebbi (Úlfurinn) og Hjörtur (Jakinn) tóku að sér að að hafa forystu fyrir bílunum niður á Landmannaveg.
Allt gengur að óskumPétur
19.04.2012 at 15:41 #753405Nú er klukkan orin 15:30. Síðustu bílar komu í Landmannalaugar um kl. 15 og nú er verið að leggja í hann til baka. Ýmsir minni bílar áttu í erfiðleikum með síðasta spölinn og því eru menn aðeins seinna á ferð en ætlað var. Ætlunin er að fara svolítið aðra leið en fyrirhuguð var, þ.e. fara Dyngjleið en þar eru kennileiti t.d. Áfangagil og Valagjá. Koma svo inn á Landmannaleið þar sem hún er orðin auðveld yfirferðar.
Af Gunnari Hróðmarssyni er það að frétta að hann er að nálgast Selfoss og virðist ætla að hafa það í bæinn án aðstoðar.Pétur
19.04.2012 at 12:52 #753403Kl. 12:50. Hópurinn kominn í Landmannalaugar. Menn eta, drekka og eru glaðir og einhverjir lauga sig svo sem vera ber á þessum stað. Veðrið leikur við hvern sinn fingur.
Að áningu lokinni verður haldið af stað aftur sömu leið til baka því Landmannaleið er varhugaverð á þessum tímaPétur Þórðason
19.04.2012 at 12:05 #753401Nú þegar klukkuna hallar í 12 eru ferðalangar staddir sunnan við Bjallvað í Tungnaá (64 05.572 og 19 06.785) og stefna suður á vegi F208. Afturhjólalega gaf sig hjá Gunnari Hróðmarssyni einum hópstjóranna. Hann sneri því við og er nú staddur rétt við Hrauneyjar að komast á malbikið. Hann ætlar að halda áfram í rólegheitum eftir malbikinu.
19.04.2012 at 11:27 #753399Kl. 11:20 tjáðu mér Úlfurinn og Maggi pönnukökugerðarmeistari með meiru að þeir væru staddir einhvers staðar á hálendinu, þó trúlega ca miðja vegu milli Sigölldu og Bjallvað í Bongóblíðu og Subaru færi. Voru að rekast á fjóhjólamenn sem eru þar á ferð. Geta ekið talsvert á harðenni.
19.04.2012 at 11:13 #753397Kl. er 11 þegar Baldur eftirfari er að flugið í Hrauneyjar. Hitastig við frostmark í tæplega 300 metra hæð ys en snjólaust. Á sama tíma er Ólafur M kominn upp á Sigöldu (64 09.487 og 19 08.890 í besta ve ðri, 2ja gráðu hita í sólinni. Enn mjög lítill snjór einn eða tveir harðfennisskaflar á leiðinni upp. Samt kominn tími til að fara úr sandölunum segir Óli.
Allt gengur mjög vel og verður nú haldið áfram sem leið liggur suður á bóginn Fjallabaksleið nyrðri í Landmannalaugar.
Munið depilinn.
Pétur
19.04.2012 at 10:06 #753395Góðan dag og gleðilegt sumar.
Undirritaður tók að sér að fylgjast með ferðinni úr fjarlægð og koma fréttum út á netið.
Ferðin hófst að vanda við Select við Vesturlandsveg og fóru síðustu bílar af stað kl 09:00. Undanfari er Ólafur Magnússon en eftirfari er Baldur Steingrímsson er eftirfari og sér til að enginn heltist úr lestinni. Hef ekki nákvæma tölu á fjöda jeppa í feðinni en þeir eru á bilinu 55-60. Öryggisbíll er með í för og þar situr undir stýri Stefán Baldvinsson (Úlfurinn). Hér eru því valinkunnir fjallamenn á ferð og gæta þess að ekkert fari úrskeiðis.
Ólafur M tjáði mér rétt í þessu að veður sé hið fegursta en yfir fjöllum sjáist skýjaslæður. Leiðin liggur um Hellisheiði og Selfoss, áfram veg 1 uns farið er til vinstri inn á veg 30 vestan Þjórsár, ekið í Hrauneyjar og tankað eldsneyti, þ.e. þeir sem ekki tanka í Árnesi.
Frá Hrauneyjum liggur svo leiðin í Landmannalaugar. Nánari lýsing síðar.
Allt gengur vel og ég minni á depilinn sem hægt er að smella á í fyrsta pistlinum frá Ólafi fararstjóra.
Pétur Þórðarson
18.02.2012 at 15:40 #750291Ég er illa fjarri góðu gamni félagar. Gangi ykkur vel. Góða skemmtun
Péturá kommanum
18.01.2012 at 14:29 #745927Kemst ekki á kynningarkvöldið en við félagarnir, Kominn og ég, mætum galvaskir á laugardagsmorgun.
Kveðja, Komminn og ég
30.12.2011 at 23:00 #744851Smáinnlegg í umræðuna:
Á Nissan Patrol að fara á fjöll
er fullkomin galiið.
þar kemur stundum kommatröll!
Hvar getur pattinn sig falið?Kommi þessi klár og hress
Er kominn – endurfæddur
Með djípmerki og ekkert stress
Þó allir pattar segi bless
Er Comanche hvergi hræddur.Kveðja,
Pétur á kommanum
29.11.2011 at 12:55 #742519Félagar
Nú er Bleik brugðið. Besta jeppaferðahelgin fram undan. Snjór, frost, og fínerí. Og flestar rómaðar jeppahetjur ferðaklúbbsins belgja sig út af jólaglöggi.
"Etið, drekkið og verið glaðir" er úrelt. Svona á þetta að vera: "Í Setrið á jeppa – um helgina að skreppa" – Það held ég nú.Kveðja, Pétur á kommanum
-
AuthorReplies