Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2014 at 23:09 #772730
Sælir félagar.
Við ætlum nokkrir félagar í Hjálparsveitinni að fara í bíltúr á laugardaginn kemur og skoða okkur um á Suðurlandi.
Ætlunin er að aka frá Select á Vesturlandsvegi kl. 09:00, um Þingvöll að Geysi, síðan norður Haukadalsheiði, vestur að Hlöðufelli, síðan suður á bóginn um Miðdalsfjall að Laugarvatni og síðan heim síðdegis (Vonandi sama dag?)
Ef einhverjir vilja slást í för með okkur þá er ánægjan okkar.
Kveðja,
Pétur Þórðarson
21.07.2014 at 23:41 #770106Upp úr 1970 brotnuðu fjaðrir hjá mér að aftan á fólksbíl sem ég þá átti. Vegurinn var malarvegur. Þetta var að vori og „drullupyttir og alles“ Þá bjargaði ég mér heim með planka sem ég fann við veginn og staðsetti ofan á hásingunni.
Það er ótrúlegt að enn skuli finnast talsvert fjölfarnir vegir á landinu sem eru litlu skárri. Vegurinn um Ferstikluháls og Draga er þannig núna.
19.07.2014 at 15:19 #770058Ja hérna. Og hluti hjálparsveitarinnar í sumarbústaðnum sínum við Eyrarvatn. Þarna hefði ég etv getað orðið til einhverrar hjálpar.
08.07.2014 at 19:43 #769911Þetta er gott mál og verður f4x4 örugglega til heilla.
05.05.2014 at 07:51 #768018Er gagn að tveggja manna Comanche?
28.04.2014 at 22:23 #767264Það verður að standa á þeim nafnið Jeep Comanche. Annars telst fyrirbrigðið ekki jeppi.
11.02.2014 at 08:50 #451809Sælir félagar.
Ég skráði mig í ferðina og er með væntingar um að eitthvert gengið leyfi mér að fljóta með. Kom með uppástungu um að Jeep Gengið verði „heiðursins“ aðnjótandi.
Langar að fá viðbrögð.
kveðja, Pétur á Jeep Comanche
20.01.2014 at 20:32 #444446Ágætu félagar.
Svo er mál með vexti að ég eignaðist myndina sem ég sendi hér en ég veit ekki hvaðan hún er. Ég veit að margir ykkar hafa séð flesta athyglisverða staði á landinu. Vinsamlega látið vita ef þið þekkið staðinn.
Kv. PéturViðhengi:
09.01.2014 at 22:54 #443973Mér finnst vel skilgreint hverjir geta farið með í Litlunefndarferðir. Þ.e. allir sem eiga jeppa með háu og lágu drifi og svo verður að vera hægt að hengja spotta í bílana og draga. Þeir ganga svo etv. í klúbbinn síðar og verða nýliðar í eitt ár.
09.01.2014 at 22:50 #443971Mér litist vel á eftirfarandi skilgreiningu:
„Nýliði er hver sá sem skráir sig í Ferðaklúbbinn 4×4 og telst síðan vera nýliði fyrsta árið“
(Ég hef enga skoðun á hversu stór dekk eru undir bílnum hans. Það getur breyst)
Í nýliðaferð ættu skv. þessu forgang félagar á fyrsta ári án tillits til dekkjastærðar svo fremi bíllinn teljist fær um að fara viðkomandi ferð.
Þetta er mín skoðun og ég vildi gjarna heyra hvað nýliði getur verið annað en nýliði. Er etv nóg að vera nýbyrjaður í einhverjum öðrum félagsskap s.s björgunarsveit, skátum, Rótary eða Lion?
09.01.2014 at 14:34 #443937Er að prófa að setja inn nýjan spjallþráð. Þetta gekk eins og í sögu.
09.01.2014 at 09:09 #443929Gangi ykkur vel og eigið góða helgi.
Etið, drekkið og verið glaðir (Allt í hófi að sjálfsögðu)
08.05.2013 at 08:14 #765849Öxullinn er reyndar ónýtur og ég skipti líka um legu. Ég ætla því að beita öllum óþverrabrögðum til að ná helv. af.
Takk fyrir.
Pétur
07.05.2013 at 20:56 #226059Er að reyna að ná vinstra framöxlinum úr á Comanche. Búinn að taka splittið og splitthringinn. Búinn að taka á rónni með átaksskafti. Búinn að hálfeyðileggja róna með meitli. Ekkert gengur.
Hvað er nú til bragðs að taka félagar?
Kv. Pétur
01.01.2013 at 01:17 #762031Sömuleiðis heillakarlinn.
Kær kveðja,
Pétur á Kommanum
24.12.2012 at 08:38 #761875Þetta er góð umræða og tímabær. Ég hef kennt akstur um hringtorg í ökuskóla og í umferðinni á sama veg og Umferðarstofa lýsir. Ef þeirri reglu er fylgt ætti umferð um stór hringtorg að ganga áfallalaust fyrir sig. Mér finnst að ef tvær akreinar eru að og frá hringtorginu á alla vegu þá sé augljóst að hægri akrein sé í raun óslitin frá aðliggjandi vegi og út á fyrstu gatnamótum. Þannig að ef menn ætla lengra á hægri akrein séu þeir í raun að skipta um akrein þegar farið er yfir vinstri akreinina í hringtorginu. Annars eru reglur óskírar hvað þetta varðar eins og komið hefur fram. Aðalatriðið er að menn geri þetta allir eins og gæti varúðar.
Kv. Pétur ökukennari á kommanum
04.12.2012 at 08:18 #761251Mér tókst fyrir rest að koma nokkrum myndum frá ferðinni inn á netið.
Annað: Í framhaldi af umræðu um bilanatíðni:
Tæknin kostar talsvert fé
Toyotur það sína.
"Hafið hvorki háð né spé
Hlustið á ræðu mína"Kv. Pétur
03.12.2012 at 22:56 #761245Reyndi að senda inn myndir en klúðraði því. Ég held ég læri aldrei að nota þennan vef.
Kveðja, Pétur
03.12.2012 at 09:34 #761225Sælir félagar og takk fyrir skemmtilega helgi.
Gamli komminn bar eiganda sinn heim snemma gærkvölds og varð ekki fyrir neinum skakkaföllum. Því miður biluðu nokkrir bílar og sumra bíða kostnaðarsamar viðgerðir. En allir komust heilir heim og það er fyrir mestu.
Takk fyrir mig.
Pétur
24.11.2012 at 23:04 #759373Afsakið að ég gleymdi að tilgreina fundartíma. Fundurinn verður á miðvikudagskvöldið Kl. 20:00
Kv. Pétur
-
AuthorReplies