Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.12.2008 at 09:16 #203374
Sælir félagar.
Er orðinn svolítið leiður á að gera við dælurnar í Crúsanum mínum. Stimplarnir ryðga og festast að lokum og bíllinn fer að halda útí. Er búinn að skipta út öllum stimplunum í dælunum en þetta er svo óvarið fyrir drullu og bleytu að mér finnst þetta endalaust verkefni. Er einhver með lausn á því hvernig hægt er að verja stimplana betur og halda þessu í þokkalegu ástandi?
Kv
Pétur
08.12.2008 at 11:16 #634322Sæll.
Þú kemur þeim undir en þú ferð ekkert á þeim án þess að klippa úr brettum. Settum svona undir óbreyttann bíl og að aftan virtist þetta sleppa en ekki að framan. "Lookkaði" flott samt.
Kv
Peve
05.12.2008 at 12:48 #634216Takk fyrir þetta strákar, kíki á það.
Einhverjar fleiri hugmyndir sem ég ætti að skoða í leiðinni.Kv
Peve
05.12.2008 at 07:30 #634210Ok og hvað er besta leiðin til að athuga hvort drifið sé brotið? Helst nátturulega án þess að rífa allt í spað.
Kv
Peve
04.12.2008 at 23:00 #203315Sælir félagar.
Mágur minn er með Terrano II 98 árg sem hrjáist af því að þegar tekið er af stað kemur smellur í framvagninn á honum. Þetta virðist koma eftir að bílnum hefur verið bakkað fyrst og svo ekið áfram. Og þetta gerist eftir einhverja metra, ekki um leið og tekið er af stað. Skilst að þetta séu bara ansi háværir smellir.
Hefur einhver lent í þessu eða hefur hugmynd um hvað gæti verið að hrjá hann blessaðann. Allar hugmyndir vel þegnar því við erum alveg bit á þessu dæmi.kv
Pétur
31.10.2008 at 08:47 #631448Sælir.
Sé að allir hafa mismunandi tölur af sínum bílum sem mér finnst ekkert óeðlilegt, þar sem menn keyra misjafnlega og engir 2 bílar eru eins.
1 eiga þó allir sameiginlegt að þeir eyða öllu sem sett er á þá.
Ég er með 35" ekki common rail bíl og hann er með 12,8-9 innanbæjar hjá mér en ca 1-1,5 lítra meira ef frúin keyrir þar sem hún er meiri böðull en ég er og er alltaf að flýta sér sér að ástæðulausu, finnst sennilega bara svo hrikalega gaman að glannast.
Hef ekki hugmynd um utanbæjareyðsluna, veit bara að hún er minni en innanbæjar og er glaður með það.Kv
Peve
31.08.2008 at 12:01 #627974Sælir.
Hver eru einkenni lélegrar hjólalegu? Er hægt að finna þetta eins og í legu að framan? Hjá mér berast undarleg hljóð úr afturhjóli, svona eins og gúmmihljóð sem nuddast saman, og ég finn fyrir örlitlu slagi í búnanðnum en geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort þetta sé bara bremsudiskurinn að ganga til eða allt draslið.
Eins er ég að spá hvort að það sé mikið ves að ná öxlinum úr eftir að allt hefur verið losað, hvort það þurfi "púllara" eða hvort hann renni úr?
Takk að sinni
Pétur
05.08.2008 at 15:51 #626832Sæll.
Er með Fleetwood 10 feta hýsi árg 2004 og skellti mér á loftpúðafjöðrum frá Stál og stansar.
Vægast sagt er ekki hægt að líkja þessu saman. Mikið betra að draga það þar sem allir kippir og hopp eru ekki lengur til staðar og á möl er þetta hreinlega yndislegt. Það eina sem ég hugsanlega gæti látið út á þetta er að mér finns húsið of hátt fyrir minn smekk þegar það er í notkun. Það gera samsláttapúðarnir sem maður vill ekki leggja alveg saman til að lækka hýsið. En ég ætla ekki að setja út á þetta því kostirnir eru of margir miðað við gamla stál í stál útbúnaðinn. Ef þú hefur færi á að smíða þér svona er það ekki spurning, þú færð mun skemmtilegri græju á eftir. Og eftir breytingu hefur mér sýnst allt vera á sýnum stað inni í hýsinu eftir malarvegina sem stundum var ekki áður.Kv
Pétur
31.07.2008 at 13:04 #626586Sælir.
Já loftsían er í góðu standi (KN) og hráolíusían er nýleg og nýbúinn að prufa að dæla úr henni. Kom smá vatn í bland við olíuna en ekkert breyttist við það.
kv
Pétur
31.07.2008 at 12:42 #202728Sælir félagar.
Er með 90 Cruiser sem hrjáist af því að þegar hann er kominn í um 3.000 snúninga að þá er eins og hann haldi aftur af sér.
Histar ekki sem slíkt en ég finn að það vantar eitthvað upp á. Datt í hug að hvarfakútinn væri að stíflast og hann næði ekki að anda frá sér en komst svo að því áðan í smurningunni að hann er ekki haldinn hvarfakút.
Dettur þá helst í hug að hann sé ekki að fá næga olíu.
Er mikið mál að skrúfa upp í olíuverkinu á þessum bílum?
Er einhver með aðra hugmynd sem gæti verið að hrjá hann?Kv
Pétur
30.06.2008 at 14:29 #625118Sæll Magnús.
Á handa þér 35" gang á 10" breiðum álfelgum undan Lc 90. Færð hann á fyrrumnágranniúrHrafnhólum verði ef þú hefur áhuga.
Kv
Peve
26.05.2008 at 13:15 #202474Sælir félagar.
Getur einhver sagt mér hvað svona bíll er að eyða innan sem utanbæjar.
Fæ ekki mynd né slóð til að virka en þetta er Landcruiser 100 árg 2000 knúinn 6 cyl dísil mótor og er á 35″
http://bilasolur.is/Main.asp?show=CARIMAGE&BILASALA=4&BILAR_ID=270747&IMAGEID=37415
Kv
Peve
14.05.2008 at 11:13 #622868Þannig að það er í raun verið að slá ryki í augu okkar með því að auglýsa að við fáum 12 kr í afslátt en erum eingöngu að fá 7 kr. Ef ég kæmi og fyllti og notaði ekki kortið og dældi sjálfur væri ég að fá í raun 5 kr frá fullu verði sem og allir aðrir hvort sem þeir eru í 4×4 eður ei.
Persónulega finnst mér þetta vera nett plat þarna í gangi að auglýsa að VIÐ fáum 12 kr í afslátt þó svo að það sé rétt að við fáum 12 kr en allir fá 5 kall og við auka 7 kr. Vonandi að þetta skiljist en allavega skil ég núna afsláttar reikningsaðferðina sem notuð er.
Kv
Peve
14.05.2008 at 08:17 #622858Sælir félagar.
Ég hef verið að spá í þessum afslætti. Fór í gær og fyllti, 12.383 kr takk fyrir. Þetta voru rétt um 72 lítrar. Reiddi fram greiðslukort og 4×4 kortið góða. Fékk svo afrifuna til að kvitta á og sá þá að enginn afsláttur var á henni og kortið komið í gegn. Benti pent á þetta og ekkert mál hann borgaði mér til baka en bara 7 kr pr líter, svo ég fékk um 500 kall til baka. Ég hafði áður reiknað afsláttinn og þá var það líka 7 kr miðað við hvað munaði á dælunni og því sem ég greiddi.
Er þetta málið að við erum að fá 7 kr af líter frá fullu verði? sem í raun þýðir ca 2 kr lægra en t.d Atlantsolía með lykli.
Mér tekst enganvegin að fá þessar 12 kr út í afslátt hvernig sem ég reikna þetta. Er þetta kannski bara tómur misskilningur í mér varðandi afsláttinn.Annað sem ég er að spá líka í. Hef keypt dísil hjá AO þar til ég fékk kortið. Tek eftir að olían hjá þeim og reyndar Olís líka (sem keypt er á vinnubílinn) freyðir töluvert en gerir það ekki hjá Shell. Finnst líka eins og olían hjá Shell sé að skila meiri kraft en AO gerir. Getur verið að freyðiolía sé verri en hin, hafiði tekið eftir þessu???
Kv
Peve
23.04.2008 at 13:46 #621122Sælir félagar.
Ég verð að segja að ég styð vörubílstjóra heilshugar og vona bara að þeir linni ekki látum fyrr en þeir ná sínu í gegn. Og við græðum öll á þessum mótmælum þeirra. EN þetta myndskeið af mbl.is er ekki nokkrum manni til sóma. Og ekki er ég hissa á að löggimann hafi ekki verið ánægður eftir þetta.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/0 … lysadeild/
19.04.2008 at 15:12 #202327Sælir. Er að spá í 35″ breytingu á Landcruiser 90. Veit einhver verð á svoleiðis breytingu á verkstæði? Og með hverjum mynduð þið mæla með í svona hluti?
Kv
Peve
01.04.2008 at 08:15 #618798Ég mæti alveg örugglega.
Kv
Peve.
30.03.2008 at 17:06 #617600Þakka þér fyrir þessar myndir Júnni.
Lýst vel á þetta hjá þér. Þú segir að þú hafir fengið tilsniðið efni hjá Bigga og Aroni, er það Jeppaþjónustan Breytir eða ???.
Einnig væri gaman að vita hvað þú borgaðir fyrir efnið ef þú værir til í að deila því með okkur. Veitir ekki af að spá í kostnaði í þessarri dýrtíð sem framundan er. Virðist einfalt og öruggt og gera það sem til er ætlast.Kv
Peve.
27.03.2008 at 08:08 #617566Takk fyrir öll svörin en það hlýtur einhver að eiga myndir af svona aðgerð á fellihýsi, nóg er búið að breyta mörgum hýsum. Gott væri líka að fá mynd af búnaðinum undir hýsi þó að aðgerðin sé ekki til. Endilega senda myndir ef þið eigið því margir virðast hafa áhuga á þessu miðað við að lesurinn á póstinum er að komast í 1200 skipti.
Kv
Peve sem dauðlangar að loftpúðavæða felliskúrinn sinn.
13.03.2008 at 14:18 #202098Sælir félagar.
Veit einhver um góðar myndir af loftpúðavæðingu fellihýsis á vefnum. Er mikið að velta þessum hlutum fyrir mér þessa dagana og langar að sjá þetta í framkvæmd.
Kv
Peve
-
AuthorReplies