Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.01.2004 at 07:43 #193491
Sælir jeppaáhugamenn og konur.
Er með Terrano 2 dísil árg 98 sem er aðeins að hrekkja mig.
Málið er að þegar ég set hann í 4×4 að þá virðist hann ekki fara í það fyrr en að hann tekur á og þá með þvílíkum smell og höggi að mér líst ekkert á þetta (er nýbyrjaður á þessum ósóma).Einnig hef ég tekið eftir þessu þegar að ég er búinn að vera að keyra í 4×4 og þarf aðeins að taka á honum. Eins og hann sé að detta í og úr?
Verð ekkert var við nein högg eða smelli þegar að hann er í afturdrifinu, þannig að ég er búinn að útiloka það.
Spurning um hvað er að fara hjá mér???Veit einhver hvort að framdrifið stjórnist af rafbúnaði eða hvað?
Er ekki með handsnúnar framdrifslokur?
16.01.2004 at 08:37 #484508Sælir neytendur.
Þetta er alveg týpíst. Það þori ég að veðja hausnum á mér undir að um leið og Atlantsolía fær sitt bensín aftur að þá lækka hin félögin um leið. Þeir ÆTLA að drepa þessa samkeppni sama hvað það kostar. En ef við tökum okkur saman og verslum sem minnst hjá stóru félögunum að þá geta þeir ekki drepið þá niður.
Ein spurning.
Eru þeir búnir með díselinn líka?Lengi lifi Atlantsolía
Kv
Peve
29.12.2003 at 07:53 #193356Sælt veri fólkið.
Er að velta loftdælum smávegis fyrir mér og langaði að spyrja hvort að einhver vissi hvað 30 lítrar á mínútu eru mörg pund?
Er að velta fyrir mér hversu lengi ég er að setja í 33″ dekk úr ca 2-3 pundum og uppí kannski 15 pund.
Hægt er að fá svona dælu á einhvern skitinn 8000 kall í Stillingu, spurning hvort einhver þekki þessar dælur?
Þarf í sjálfum sér ekki öfluga dælu þar sem að ég er ekki mikið að nota þetta en þó er nauðsyn að eiga eitthvað þegar að maður bregður undir sig þeim betri og hverfur til fjalla.
Með von um einhver svör.
Peve
27.12.2003 at 07:23 #482824Sæll Biggi.
Nú er ég búinn að eiga Terrano í rúmt ár og farið ansi víða á honum að vetri sem sumri ( er á 33" ) og ég verð að segja að þessi bíll hefur komið mér verulega á óvart. Langaði eins og mörgum í Crusier en fann engan og keypti því þennan bíl og sé alls ekki eftir því. Mest er ég þó hissa á hvað hann er að komast í snjónum.
Eini gallinn sem ég hef fundið við þennan bíl og fleiri s.s eins og Crusier er sá að það vantar 3 punkta öryggsisbelti og höfuðpúða í miðjuna í aftursætinu, en þetta skiptir kannski ekki máli nema að maður sé með 3 börn.
Svo er nátturúlega stærsti gallinn við Nizzan almennt, umboðið ef þú þarft að kaupa varahluti, en mér hefur sýnst að það þurfi ekki að versla þar því að það er alltaf hægt að fá það sem mann vantar annarsstaðar.
Varðandi framhjólalegurnar að þá er hægt að herða upp á þeim og hef ég hert á þeim 3 sinnum síðan að ég fékk bílinn.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
kveðja
Peve
23.12.2003 at 09:28 #193331Góðan dag og gleðilega hátíð.
Ég er með svona týpiska 40 rása CB stöð í bílnum hjá mér og var að velta fyrir mér hvort að það væri einhver ein rás sem menn eru að nota almennt, sem er þá kallrás eða til að hlusta eftir því hvort að einhver er í nágreni við mann, eða hvort menn eru að hræra á öllum rásum alla ferðina.
Kveðja
Peve
05.12.2003 at 10:45 #193281Sælir félagar.
Langar að koma með punkt inn í umræðuna hér sem er utanvega-kaskó. Hafiði athugað hvort að þið séuð með svona tryggingu á bílunum ykkar. Hjá mér er þessi trygging innifalin í kaskó-tryggingunni, tryggi hjá TM, en ég veit að hún kostar aukalega hjá hinum. Þetta er trygging sem ég vissi ekki af þegar að ég keypti mér jeppa og frétti af henni útí bæ en var ekki sagt frá henni þegar að ég tryggði bílinn. Hægt er að lesa um þessa tryggingu inná http://www.tmhf.is og http://www.vis.is allavega og sjá um hvað hún snýst.
kv
Peve
27.11.2003 at 09:49 #481560Miðað við umræðuna sem var hér um daginn um auglýsinguna frá B&L varðandi nýja BMW JEPPANN eins og hún var víst orðuð, myndi ég halda að þú værir með hann í huga.
kv
Peve
25.11.2003 at 13:29 #481418Eitt er alveg víst að maður getur alltaf skemmt sér við lestur á f4x4 þegar menn byrja að rífast um hvað er best og hvað ekki. Af hverju geta menn ekki bara verið sáttir við það sem þeir og aðrir eiga og verið vinir, það er jú sportið sem skiptir mestu máli, eða hvað? Finnst reyndar óþarfi að menn séu að koma með svona AUGLJÓST rifrildisefni inn en það er þeirra mál. Mín tillaga er bara sú að hætta að flytja inn fólksbíla og fjölga jeppunum, sama svosem hvað þeir nú heita.
snjókveðjur
Peve
25.11.2003 at 10:17 #193226Til hamingju allir jeppa menn og konur með veðrið sem við höfum í augnablikinu. Loksins að það er eitthvað að gerast spennó á klakanum. Vona að aðrir landhlutar fái smá lika svo að allir verði glaðir.
Með von um slysalausan vetur.
Peve
18.09.2003 at 09:28 #192883Sælt veri fólkið.
Er að spá í að setja filmur í bílinn hjá mér. Spurning með hverjum þið mælið til verksins og líka hvort að betra sé að hafa millidökkt eða dökkt og hvort menn hafi verið að komast með bíla í gegnum skoðun með ljósustu filmurnar í framrúðum.
14.08.2003 at 13:22 #192795Mig langar til að deila með ykkur smá gleði.
Málið er að ég keypti mér K&N síu í Terrano 2,7 tdi fyrir skitnar 5.100kr (venjuleg pappasía kostar 2.100) og það er alveg ótrúlegt hvað þessi sía gerir fyrir bílinn í togi. Er einn af þeim sem drattast með fellihýsi með mér í ferðalög og það er alveg stór munur á bílnum eftir þessi síuskipti. Þeir segja reyndar að hann eigi að eyða minna af olíu sem að hann eflaust gerir en það er bara svo helv…. gaman að keyra hann á eftir að hann eyðir meiru ef eitthvað er vegna óhóflegra inngjafa. Allavega er pottþétt að þetta eru ódýrustu hestöfl á markaðnum.
Kv
Peve
13.08.2003 at 15:44 #475480Er alveg sammála þér um þetta. Fór einmitt Gæsavatnaleið fyrir um 3 vikum og það er alveg ótrúlegt hvað menn eru að troða sér út fyrir slóða og eru að græða kannski 10 metra á því og fyrir hvað? Varla eru menn að flýta sér þegar að þeir eru í svona ferð. Reynum að hætta þessarri vitleysu og halda okkur innan merktra slóða.
Kv
Peve
28.04.2003 at 15:08 #192534Sælir eru jeppamenn og konur.
Á við smá vandamál að stríða í Terrano 2 tdi árg 98.
Þannig er mál með vexti að ég hef verið að finna stundum disellykt af honum þegar að ég hef ekið einhverja vegalengd og drepið á og sett í gang aftur innan 5 mínútna. Þá hefur komið lykt inn í farþega rými í smá stund og svo búið. En nú er þetta að ágerast og lyktin í bílnum er bara þessi fína disellykt að staðaldri. Hef kíkt undir hann og í húddið en ekkert séð.
Og þá er það spurningin. Kannast einhver við svona mál í þessum bílum eða verð ég að leggjast í leit cm fyrir cm í olíurörunum, sem ég mun náttúrulega gera ef enginn getur svarað mér.
Með fyrirfram þökk fyrir allar ábendingar og tillögur.
Pétur E.
14.04.2003 at 09:04 #192482Mig langar að fá að heyra ykkar skoðun á því hvort ég ætti að kaupa mér BF goodrich all terrain eða Wildcat All terrain undir 33″ Terrano? Hef eitthvað verið að heyra að sumar tegundir séu ekki alveg hringlóttar? Það er sama verð á þessum dekkjum þannig að það skiptir engu máli.
Kv
Peve
25.03.2003 at 13:53 #471464Hvernig er þetta þjóðfélag orðið. Maður orðið heyrir af svona nánast daglega. Geta þessir menn ekki bara keypt sér faratæki eins og við hinir og látið okkar vagna vera.
Þú átt alla mína samúð og ég mun hafa augun opin.
Kv
Peve
13.03.2003 at 12:56 #470724Hvað hefuru hugsað sjálfur um að fá fyrir þessar felgur.
Allavega var verið að selja hérna krómfelgur fyrr í vikunni 15×10 á mikið slitnum 35" á 12 þúsund kall.
Ef þú vilt láta þær á eitthvað nálægt þessu hafðu þá samband við mig.
kv
Peve
pve@rvk.is
25.02.2003 at 10:13 #192231Sælt veri fólkið.
Var að velta því fyrir mér hvort að einhver væri með reynslu af K&N síu í Terrano með 2,7 dísil og hvort að þetta breytti einhverju fyrir þann bíl.
kv
Peve
-
AuthorReplies