Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.09.2015 at 21:57 #928999
Ég fór Syðra Fjallabak í sumar á nýjum bíl, Nissan Pathfinder 35″ breyttum og þau sem voru með okkur í ferð tóku vídeó þegar farið var yfir Hólmsá og Syðri-Ófæru. Nú veit ég ekki hvort hægt sé að setja hér inn vídeó frá youtube öðruvísi en að setja bara link hérna inn. Best að prófa bara.
Hér er Syðri Ófæra.
<iframe width=“560″ height=“315″ src=“https://www.youtube.com/embed/HvxpWnKvQWY“ frameborder=“0″ allowfullscreen></iframe>
Og hér er Hólmsá.
<iframe width=“560″ height=“315″ src=“https://www.youtube.com/embed/7DHEyv23nnY“ frameborder=“0″ allowfullscreen></iframe>
17.07.2015 at 00:56 #90108507.07.2015 at 23:07 #784911Ég er að forvitnast um reynsluna af Nissan Pathfinder, árg 2005-2008 varðandi bilanir og slíkt, en ég er að spá í að kaupa svona jeppa? Kannski er það góðs viti að ég finn ekkert áþreifanlegt hér á spjallinu um þessa tegund eða inn á jeppaspjall.is
Á sama tíma verður væntanlega til sölu MMC Pajero 2.8TDi, árg 1998, ekinn 272.000 …
04.05.2015 at 22:18 #779702Sæll Kristján
Afsakaðu að ég hef ekki haft samband, en mér áskotnaðist svona grind hérna á Selfossi. Takk samt fyrir fyrirhöfnina.
Kv. Páll Jökull
22.04.2015 at 00:34 #77916817.04.2015 at 16:01 #779017[quote=779014]Sæll Ég á boga sem eru upphaflega af landcruser, sem festast í rennukannt veit ekki hvort það gengur á pæju, þér er velkomið að skoða, er í kóp. verð er aukaatriði, þarf að losna við þetta. kv. Kristján [/quote]
Sæll Kristján.
Hvað er símanúmerið hjá þér ef ég verð á ferðinni?
Ég bý á Selfossi.
16.04.2015 at 20:58 #779011…aaah, sé það núna AUGL.
16.04.2015 at 20:56 #77900925.03.2015 at 23:35 #778381Takk fyrir það Sigurður, ég set líklega eitthvað af myndum hérna inn líka
25.03.2015 at 22:42 #778359Hæ. Ég er nýr á vefnum ykkar en búinn að fylgjast með í rúmt ár og búinn að fara í tvær Litlunefndar ferðir. Eignaðist fyrsta jeppann minn haustið 2013, MMC Pajero 2.8 TDi sjálfskiptann á 33″ dekkjum. Engin svaka græja, en þar sem ég er rétt að byrja þá held ég að þetta sé bara ágætis bíll.
Ég er búinn að lenda í nokkrum hremmingum með hann samt, tímakeðjan fór og knastásinn kubbaðist í sundur og þar með var heddið ónýtt. Ákvað að setja í hann nýtt hedd þar sem vélin var keyrð 220 þús þegar þetta gerðist, og ég taldi að það væri þá ekki að bila eftir nokkra mánuði aftur ef ég hefði sett notað hedd í hann. Svo fylgdu vandræði með glóðarkerti og olíuþrýsting í olíuverki sem lagaðist ekki fyrr en sett var rafmagnsdæla aftan við olíuverkið sem byggir upp þrýsting þegar ég svissa á og bíð meðan glóðarkertin hitna. Síðan þá hefur allt verið í lagi.
[url=http://www.palljokull.net/p707925758/e17d05d59][img]http://www.palljokull.net/img/s9/v97/p399531353-2.jpg[/img][/url]
Þarna er knastásinn sem brotnaði í fimm parta.[url=http://www.palljokull.net/p707925758/e25f7e614][img]http://www.palljokull.net/img/s7/v162/p637003284-2.jpg[/img][/url]
Fjallaferð um gömlu heimahagana.[url=http://www.palljokull.net/p707925758/e20e9082][img]http://www.palljokull.net/img/s1/v46/p34508930-2.jpg[/img][/url]
Krakatindur og Pajero.
-
AuthorReplies