Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.01.2010 at 18:13 #674104
Blessaður, ekki fatta ég afhverju þú ert með eitthvað 38" limit! Ég er ekki frá því að ég treysti mér til að fara þessa leið á Avensis.
Kv Palli kristó
20.11.2009 at 16:51 #667470Það er agalegt að missa af þessu, en ég ætla að reyna að tala við markómerki um að græja pappamynd af mér í fullri stærð til að hafa við veisluborðið!
29.03.2009 at 22:40 #644710Væri ekki líka hægt að láta pólýhúða þetta?
annars eru mörg verkstæði með sandblásturskassa og svo væri bara hægt að glæra þetta
14.03.2009 at 12:02 #204032Komiði nú öll sæl og blessuð. Á síðasta fundi var talað um að láta merkja peysur og selja félagsmönnum. Prísinn verður 4000 kr og er það bara kostnaðarverð, ef það eru eitthverjir sem eiga eftir að skrá sig þá er lítið mál að skrá sig hér og setja þá nafnið sem á að vera framan á peysunni, stærð og félagsnúmer. Ef menn eru ekki vissir á stærðum þá er minnsta mál að fá að máta, hvort sem er hjá Merkiprent, Sæþóri eða mér.
Ef það eru eitthverjar spurningar þá er nr hjá Sæþóri 660-2493 og nr hjá mér er 824-1068
Mynd er hægt að sjá af peysunum á sbg.123.isKv Palli Kristó
01.02.2009 at 19:54 #639734Ég verð að vera sammála honum Alla í sambandi við þetta! Það tekur heilt kvöld að setja 10-15 myndir inn.
Kveðja Palli Kristó
14.01.2009 at 19:57 #637314Palli Kristófers mætir
12.01.2009 at 17:37 #547080Þegar jói gaukur setti patrolinn á kaf á leiðinni uppá vatnajökul
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5058/37804
04.01.2009 at 20:22 #636250Keypti minn spotta í fyrra á Netaverkstæði Suðurnesja á 8000 kall hann er splæstur í annann endann og 24mm sver og 15 metra langur, verðið segir nú ekki allt um gæðin, mér tókst meira að segja að draga upp vörubíl með honum í fyrravetur. Enda er maður á Hilux hehe.
Kv Palli Kristó
01.01.2009 at 22:20 #635962Ég verð að vera sammála síðasta ræðumanni enda horfði ég á hann út um sama gluggann. Blessaður Bjarki það langt síðan við hittumst.
Kv Palli Kristó
30.12.2008 at 22:55 #203440Sælir mig vantar track yfir Mýrdalsjökul og í Strút og líka af mýrdalsjökli yfir á Eyjafjallajökul, Ef eitthver ætti þetta þá væri það vel þegið. Fór síðasta vetur uppá Eyjafjallajökul en þá fór ég hamragarðsheiði og niður eftir gönguleiðinni á fimmvörðuhálsi en langar að prufa hina leiðina núna. Eru eitthverjir búnir að kíkja eitthvað þarna uppeftir nýlega?
30.12.2008 at 22:48 #635744Ég er alveg hjartanlega sammála síðasta ræðumanni, fólk lítur mjög oft á þetta sem sjálfsagðann hlut að ef eitthvað gerist að þá komi björgunarsveitin og ég held að þeim sé ekki nógu oft þakkað fyrir það sem þeir hafa gert til að hjálpa fólki. Þannig að ég tek ofan fyrir þessu fólki sem fór þarna.
Kv Palli Kristó
18.12.2008 at 22:22 #634940Þegar við vorum að álpast þarna í fyrravetur þá sá björgunarsveitin á Blönduósi um að opna skálann og þá voru þeir að bjóða uppá olíu. Þurftum að vísu að ná í þá og draga þá upp svo þeir kæmust á leiðarenda hehe. En ég er sammála því að það væru scandall ef það væri ekki lengur hægt að fá smá olíudropa þarna.
17.12.2008 at 22:59 #634848Þetta er samsonar dæla og ég er með og hún hefur reynst mér vel fljót að dæla og hún kostaði um 10 þús í n1 í febrúar. En kannski er hún komin uppúr öllu valdi.
Kv Palli Kristó
14.12.2008 at 19:28 #633512Ég vil bara þakka öllum kærlega fyrir gott kvöld og öfluga þynnku. Skemmti mér konunglega og borðaði mig pakksaddann. Flottur matur hjá Agnesi, Barböru og Möggu.
Kv Palli Kristó
30.11.2008 at 20:20 #633496Ég hvet alla til að mæta, það eru ennþá að streyma inn spennandi vinningar í happadrættið. Ef þetta heldur svona áfram þá endar með því að það verða tveir vinningar á mann. Ef menn hafa áhuga á eða eru með hugmynd af skemmtiatriði þá má alltaf troða því inní dagskránna. sendið mér þá mail í palli83@simnet.is
Kv Palli Kristó
20.11.2008 at 13:31 #203237Sælir félagar það eru komnir 7 bílar eins og staðan er í dag og fer senn að verða fullur skáli. Það verður fréttamaður með frá Víkurfréttum og ætlar hann að safna efni í grein sem mun koma í jólablaðinu. Það er búið að vera frost uppfrá þannig að menn vona að það sé búið að kafsnjóa en það kemur í ljós.
Þeir sem eru búnir að skrá sig eru
Jói gaukur+1 á Patrol, Palli á Hilux, Gústi+2 á Krílinu, Matti+1 á Patrol, Tommi+1 á Tacomu, Helgi og Valdimar á Hilux og Villi+1 á Ford.
Svo var hann Benoni búinn að tala við mig um að fá komast með eitthverjum í bíl ef það væri pláss og hann var tilbúinn að borga með í olíu þannig að það er um að gera að hafa samband við mig ef ykkur vantar frekari upplýsingar í síma 824-1068Þannig að það er enn hægt að troða í hópinn en það fer hver að verða síðastur. Áætlað er að hittast á Landvegamótum um kl 19 á Föstudag.
Menn eru beðnir um að hafa helst pening á sér fyrir skálgjöldum. Það kostar 1500 nóttin á mannKv Palli Kristó
16.11.2008 at 22:32 #632926Er möguleiki að þú getir sent mér þetta líka Ofsi?
16.11.2008 at 22:28 #632898Gústi sér um þessa ferð býst við að hann setji inn þráð þar sem menn geta skráð sig. Annars er bara að bjalla á hann. Númerið er undir suðurnesjadeild stjórn.
Ég ætla pottþétt að fara og líka Jói Gaukur.
21.06.2008 at 11:44 #202573Sælir félagar hafa eitthverjir farið þarna nýlega?
Ég sé nefnilega á kortinu hjá vegagerðinni að það er spurningamerki á smá kafla.Kv Palli Kristó
02.04.2008 at 19:02 #618990Sælir veriði félagar
Ekki held ég nú að löggan muni græða mikið á því að meisa á líðinn, þá verða vörubílarnir bara lengur stopp sökum þess að bílstjórarnir væru óökufærir. En ég var með á mánudaginn á brautinni og líka í morgun. En hvað er málið ætla ráðamenn ekkert að fara að gera neitt???Kv Palli Kristó
-
AuthorReplies