Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.01.2011 at 16:55 #715372
Sælir félagar, ef að menn eru ragir við að skrá sig sökum snjóleysis þá þurfiði ekki að örvænta. Það er nefnilega búið að múta stjóranum og hann ætlar að setja allann sinn mátt í það fram að blóti að fylla hálendið með snjó og náði ég að semja við hann um að allt detti í dúnalogn kl 9.00-21:00 á föstudeginum og sprautufæri! En eftir það hefst stórhríðin aftur og verður fram eftir vetri. Það er hvort eð er ekkert stress að komast heim, ef gítarinn og sprúttið er með þá erum við góðir!
Eigið góðar stundir, Palli Kristófers kveður.
17.11.2010 at 18:17 #710482Bílabúð Benna er með fína dempara. Einnig N1, veit samt ekki hvernig verðið er á þeim núna.
Kv Palli kristó
16.11.2010 at 18:51 #709914Addi og sæþór eru búnir að bjóða sig fram. Þeir kannski taka tvær úr tungunum, vantar bara hárkollu á Sæta og þá er gervið komið hahaha
14.11.2010 at 19:01 #709910Vil endilega hvetja menn til að skrá sig, verðið á mann er bara djók miðað við gæði og fjölbreytilegum veitingum og yfirgengilega myndarlegum og skemmtilegum félagsskap. Unnið er nú hörðum höndum að gera allt sem veglegast og glæsilegt, þannig að ekki láta þennann skemmtilega viðburð fram hjá þér fara. Nauðsynlegt er fyrir okkur að vita ca hversu margir verða svo við áttum okkur nokkurnveginn á hversu mikinn mat þarf.
Kv Palli Kristófers
11.11.2010 at 21:20 #215769Komiði blessuð og sæl kæru félagar, þann 11. desember ætlar Suðurnesjadeild að halda glæsilegt jólahlaðborð. Eins og í fyrra tekur Agnes K. Sig að sér að galdra fram matinn. Verði er stillt í hóf og helst óbreytt frá því í fyrra eða kr. 3500 fyrir manninn en inni í verðinu fyrir kvöldið er maturinn, happdrætti með góðum vinningum og notalegheit. Matseðilinn verður kynntur bráðlega en það sem menn þekkja frá síðastliðnum árum þá hefur hann verið mjög glæsilegur og fjölbreyttur.
Félagsmenn í Suðurnesjadeild eru hvattir til að mæta og taka maka sína með. Skemmtum okkur og eigum góða kvöldstund með góðum mat í fallegum og skemmtilegum félagsskap.
Greiðsla þarf að berast í síðasta lagi við afhendingu miða á desemberfundi 1. desember. Við hvetjum menn til að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að átta sig á fjöldanum.Skráning er hér á spjallinu, eða einfaldlega að hringja í Arnodd hinn rauðhærða í síma 847-6044 eða Sæþórinn í síma 869-8859
Einnig ef fólk lumar á hugmyndum eða skemmtiatriðum þá er það vel þegiðKv Palli Kristó
22.10.2010 at 18:26 #707184Sökum dræms áhuga á þessari ferð hefur verið ákveðið að fresta henni og jafnvel sameina hana við nóvember ferð Jeppavinafélagsins. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Suðurnesjadeildina er bent á að hafa samband við eitthvern úr stjórninni. Upplýsingar um símanr og mail er að finna í deildir hér fyrir ofan og smella þar á Suðurnesjadeild.
21.10.2010 at 19:51 #707182Þeir sem hafa áhuga er bent á að spjalla við Jökul í síma 8650470, ef næg þátttaka næst, þá verður farin þessi ótrúlega skemmtilega og fallega leið.
Kv Palli kristófers
19.10.2010 at 21:18 #215282Ferð fyrir óbreytta sem og breytta jeppa. Kjölur-Kerlingarfjöll-Hrunamannaafréttur,allir meðlimir f4x4 eru velkomnir, nýjir meðlimir velkomnir sem fyrr. Lagt verður af stað frá Fitjum snemma á laugardeginum 23 okt og komið til baka á sunnudeginum 24 okt.
Þessi leið var farin fyrir rúmri viku og ætti að vera auðveld yfirferðar öllum jeppum. Skráning fer fram hér í þessu spjalli og koma frekari uppls á fimmtudaginn. Gjald fyrir gistingu er 1000 kr á mannKv Palli kristófers
29.09.2010 at 22:59 #214880Sælir félagar, nú er um að gera að fjölmenna í jarðaförina. Jökli fer fyrir hönd stjórnar og eru allir velkomnir, auðvelt ætti að vera að komast uppeftir miðað við þær uppls sem við höfum. Mæting er kl 7 á laugardagsmorgun á fitjum.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta mega endilega hafa samband í sudurnesjadeild@f4x4.is eða að geta líka spjallað við JökulKv Palli Kristó
29.09.2010 at 22:44 #704624Þetta er alvöru, örugglega gaman að krúsa þetta á smábíl, bara nógu hratt þá lendir maður aldrei hehehe
Kv Palli Kristó
07.09.2010 at 21:24 #702090Svo er náttúrulega líka dekkin frá Pitbull. Hafa menn ekki verið nokkuð sáttir með þau?
Kv Palli kristó
26.02.2010 at 19:56 #681676Snúa við!!! Voru þeir á toyotu toring eða voru þetta bara kellingar?
24.02.2010 at 19:03 #681664Ka ertu eitthvað að drífa þig uppeftir Gústi, tekur fljótlegri leiðina! Vona að snjósendingin sem fór í póst fyrir helgi hafi skilað sér!
Kær kveðja í Noregsríki
14.02.2010 at 14:43 #681632Ég hef nú trú á að það bætist fleiri við á lokasprettinum enda verður allt komið á kaf þá hehehe, verst að maður verður fastur í útlandinu
Kv Palli Kristófers
22.01.2010 at 08:15 #678334Er ekki bara málið að það eru svo fáiru búnir að græja utanborðsmótor aftaná hjá sér! hehehe
18.01.2010 at 21:30 #677430Sá guli er með 8" toyotu af framan og var lengi vel með dana44 miðju og toyotu öxla að aftan en nú er verið að smíða fljótandi hásingu með miðju úr lc 60, þar sem hinni var orðið eitthvað illa við að vera bein.
18.01.2010 at 17:22 #677426Sælir hann er með 350 sparibauk í vélarhúsinu sá Guli
17.01.2010 at 13:32 #677416Hérna eru þónokkrar af einum þeim fallegasta 44" luxara á landinu að mínu mati!
http://sbg.123.is/album/Default.aspx?aid=96857
16.01.2010 at 17:16 #677176Sælir já ég var akkurat búinn að skoða þetta á netinu líka og það var alveg dobía af tegundum sem var hægt að velja um.
Veit ekki alveg hvaða demparar það eru sem Benni er að selja en ég býst við að það sé nú ívið billegra að panta þá að utan, miðað við hvað allt hefur hækkað hérna heima. Þessir eru gefnir upp fyrir tacomu. Spurning hvort þeir henti ekki vel fyrir luxarann.http://www.autopartswarehouse.com/sku/U … 6+Steering
En takk fyrir þetta, þarf að skoða þetta vel
15.01.2010 at 20:15 #209939Sælir félagar og gleðilegt árið, ég er með Hilux sem er með gormafjöðrun og var ég að setja nýja range rover gorma að aftan. Það voru Rancho 9000 demparar í bílnum sem voru orðnir ónýtir. Nú vantar mig að fá að vita hvað menn eru helst að mæla með í demparamálum. Þar sem ég er nú ekki þekktur fyrir neinn konuakstur þá vil ég hafa fjöðrunina þannig að það séu ekki dældir í toppnum og tannaför í stýrinu!
Kv Palli Kristófers
-
AuthorReplies