Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.06.2002 at 10:52 #461324
Sæll Jón.
Ég er að hugsa þetta á tvo vegu…!
Annars vegar að þessi vefur er í eigu Ferðaklúbbsins 4×4 og þá er spurning, ætti hann þá ekki að vera fyrir félagsmenn ?
Hins vegar, þeir sem eru mikið á þessum vef (allt gott með það í sjálfum sér) ættuð að sjálfsögðu að ganga í félagið og kynnast því sem er að gerast þar. Þar er nefnilega margt skemmtilegt að gerast, sem ekki næst hér í gegn. Þeas að hitta fólk sem sama áhugamál…ferðast og fl og fl…
Hvet alla ófélagsbundna til að koma á mánudagsfundinn á Hótel Loftleiðum…
kv
Palli
31.05.2002 at 11:48 #461320Væri ekki þá klókt að ná í þessa virku spjallverja og koma þeim formlega í klúbbinn…., ef þeir hafa svona mikinn áhuga á þessum flotta vef okkar…?
P
31.05.2002 at 09:39 #461316Eitt sem ég gleymdi að skrifa um í fyrra bréfi mínu.
Mér finnst að þeir sem eru í félaginu og greiða þannig félagsgjald, hafi einir aðgang að þessu spjalli…..
Þeir sem tíma því ekki, geta bara verið á einhverjum öðrum spjallvefum…
Kv
Palli R-77
31.05.2002 at 09:19 #461376Takk fyrir þetta strákar….
Nei því miður passa ekki þessi hjól ykkar og allra síst þitt hjól Björn, þó nóg pláss sé í svona alvöru jeppum, kem ég því ekki fyrir….
Mér skilst að það passi ekkert á milli véla og verð því að finna hjól af V-6 3000.
P
29.05.2002 at 23:50 #191536Nú er ég í brasi…
Ég er búinn að vera síðustu vikur í skúrnum að taka upp vélina úr Pajeróinum, eftir að trissuhjól virtist taka upp á þeim andskota, að yfirgefa vélarsalinn, án samþykkis eigandans. Verð að viðurkenna, að sennilega ferst mér betur að aka þessum elskum, en að laga þær…. Gæti skrifað heila bók um þessa upptekt mína…
En það sem ég stend frammi fyrir núna að mig vantar trissuhjól framan á vélina, sem er MMC V-6 3000 og er ekki til hjá Heklu, né þessum helstu partasölum, er sérhæfa sig í Pajeró.
Þar sem ég hef alla tíð haft tröllatrú á auglýsingunum hér á síðunni, seldi td fullt að „drasli“ rétt fyrir jólin… og keypti að sjálfsögðu fullt að öðru „drasli“ fyrir allan peningin og þar er ég ánægðastur með felgurnar fínu frá Jóni Snæbjörns. En enginn hefur svarað mér í þetta sinn…..
Er ekki einhver þarna úti sem getur hjálpað mér með þetta trissuhjól…..plís…
Kv
Palli
29.05.2002 at 12:46 #191533Ég sá hér á síðunni skoðanakönnunina um hækkun félagsgjaldsins.
Verð að viðurkenna það, að mér finnst félagsgjaldið ekki hátt, þrátt fyrir hækkunina. Hvað er fólk að fá í staðin fyrir 3.900 kr ? Fréttabréfið, fundina (með kaffi), aðgang að skipulögðum ferðum, þessari flottu heimasíðu, starfsmanni, afsláttum hjá fyrirtækjum, annað félagsskírteini fyrir makann, ódýran aðgang að Setrinu, bjórkvöldin og fl. og fl.
Sem dæmi, var ég að kaupa eitt nýtt hedd á Pajeróinn, sem kostaði á fullu verði um 68.000 kall. Fékk 10 % afslátt í gegnum 4×4, svo félagsgjaldið mitt er strax búið að borga sig. Svo ekur fólk á margra milljón króna jeppum og pirrar sig á 400 kr hækkun…… Alveg makalaust…., en svona erum við Íslendingar…
Kv,
Palli
26.04.2002 at 14:11 #458792Já, það er eitt og annað til, en ég er nú bara þannig að mér finnst svo miklu skemmtilegra að keyra þessar tíkur, en að breyta þeim (hvað þá heldur að tala um allt draslið sem er í þeim) að ég man ekki svona smáatriði…
Ráðlegg öllum sem vilja vita eitthvað meira um breytingar á Pajeró að tala við Rúnar Má Jónsson tæknistjóra MMC hjá Heklu í síma 590 5500.
Kv.
Palli.
26.04.2002 at 11:13 #458788Þí og þínar kökur…..Við gamla förum í smá rúnt í gær á þeim hvíta…..
Jú djöfull væri flott ef Aron myndi græja einn í hvelli…
P
26.04.2002 at 09:07 #460636Já það verður ekki svona uppi á honum tippið, er þungaskatturinn verður settur í olíuna. Þá fyrst verkjar öllum þessum diesel köllum í pingjuna….
P
26.04.2002 at 09:04 #458784Hó gamli…
Ertu virkilega búinn að setja inn 146 pósta á netið og ég á mínum fyrsta…..
Nei þetta er alveg hörmung, eins og þú veist að ekki er búið að smella einum alvöru á 38 tommu hjól. Skora hér með á Aron Árnason, fyrst hann er byrjaður að breyta fyrir Heklu að smella sér á einn.
kv
Palli
24.04.2002 at 23:11 #460640Hjá Alla Bridde í Prófílstál og að sjálfsögðu hjá þeim í Arctic Trucks. Verð frá 15 – 25.000…(Held ég)
P
24.04.2002 at 23:08 #460630Hvernig er þetta með formanninn, ætlar hann ekkert að tjá sig um þetta mál, ekki ertu sofnaður gamli….
P
24.04.2002 at 22:47 #460626Felgur og bíll virka vel og eigandinn brosir í hring….Bara það eina,…. að mann verkjar alltaf í veskið þegar á að fara kaupa bensín….
P
24.04.2002 at 22:44 #460612Mér skilst að það sé mikil drulla á vegi, en í lagi að lauma sér, hleypa bara úr í 8 pund og þá minnka líkur á að skera veginn. Er ekki líka spáð frosti…..(smá)..
Palli
24.04.2002 at 22:39 #460620Sæll Jón.
Ert þú bara hangandi á netinu öll kvöld…..
Væri ekki nær að vera út í skúr og strjúka bílnum…
Þú ætlar þó ekki yfirgefa okkur, þótt þú losir þig við jeppan…Kv
Palli
24.04.2002 at 22:35 #458778Sælir félagar.
Það vill svo skemmtilega til að ég þekki vel til breytinga á Pajero…..
Legg til að menn skoði flottasta Pajeróinn í flotanum og þá er ég að tala um bílinn hans Jóa. Jói er með síma 565 7357 og finnst ekki leiðinlegt að sýna gripinn….
Það er með ólíkindum hvað "kallinn" er pjattaður og ekki hægt að sjá á bílnum að hann sé rúmlega tveggja ára og búið að aka gripnum yfir 80.000 km, bæði prívat og með ferðamenn.
Synd að ekki er búið að breyta einum einasta Pajeró með nýja laginu… Auðvitað er það áhugaleysi hjá eigendum Heklu að vera ekki fyrir löngu búnir að drífa í því. Það er sko bíll sem er alvöru kraft, flotta fjöðrun, skemmtilega skiptingu og fl… Bara spurning hvernig helvítis hosurnar að aftan þoli krapa.. Þó er kominn einn á 35 tommur, asskoti huggulegur.
Væntanlega er sá fyrsti sem gerir þessa breytingu enn að bíða eftir því að einvhver annar ríði á vaðið, því ætíð er erfiðast og dýrast að standa fyrir slíku.
Þó veit ég að Jói félagi minn iðar í skinninu og þá er bara spurning að einhver okkar hinna fari og bjóði í þann "gamla", svo hann eignist aur….
Varðadi strákana í Heklu, þá eru þeir fínir og margir eru á breyttum Pajeróum og L-200.
kv,
Palli
-
AuthorReplies