Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.02.2006 at 08:41 #544582
Vottum aðstandendum þess látna okkar dýpstu samúð ásamt óskum um góðann bata hjá þeim slasaða
Páll og fjölskylda
23.02.2006 at 09:10 #544052Ég sá á bíl núna fyrir stuttu merki klúbbsinns úr járni sett framan á grillið á bílnum. Mér fannst þetta mjög flott og hreint mikklu skemtilegra heldur en þessir límmiðar. Er ekki hægt aðfá þetta í dag ??? Nú og ef ekki væri þá ekki sniðugt að klúbburinn athugaði með framleiðslu á svona alvöru merkjum ???????
kveðja
Palli merkilegi
20.02.2006 at 15:56 #543396Jahh já þetta með millikassann …. þarf hreinlega að athuga þetta, ekki svo galið. Já Geiri … maður er reinslunni ríkari … En ég er hálf fattlaður vesalingur sem á ekki skúr, ennþá. Þannig að maður er í hálfgerðri klemmu með þetta. Auðvitað á maður ekki að hleipa hverjum sem nálægt kærustunni ….
20.02.2006 at 13:31 #543390Ég var ekki viðstaddur þegar skiptingin fór í en ég veit að converterinn var settur í öftusutu stöðu og ég setti bílinn sjálfur í gang og heyrði ekkert nema fallegt malið úr vélinni ….
V8 power or no power … ( smá svona til að lífga mann við )
20.02.2006 at 08:34 #543384Tjahh ég á svosem ekkert lager af þessu, enda pláss lítill *GRENJJ* þannig að ég hef ekki tækifæri til að skifta honum út
19.02.2006 at 22:43 #543380Jújú converterinn er þræl skrúfaður á svinghjólið og jú skiftistöngin er tengd við skiftinguna það er ekki barki hjá mér, bíllinn er strýriskiftur. Mig grunar millikassann, get ekki útskýrt það neitt betur, grunar hann bara …. En allar tillögur eru VEL þegnar ……
19.02.2006 at 22:15 #543374Það gerist hreint ekkert. Set í drive eða back eða bara eitthvað og hreinlega ekkert gerist. Ekki einusinni kippur, gæti þ.essvegna verið hreinlega skitpingar laus. Ekkert heyrist eða bara hreint neitt
19.02.2006 at 18:36 #197359Sælir spekingar. Ég tók uppá þeim óskunda að setja sjálfskiftingu í jeppann hjá mér og annann millikassa. Nema að þegar á átti að reina þá virkar bara hreinlega ekkert. Breitir engu hvort ég stend allt ó bottni eða ekkert, skiftingin eða millikassinn skila engu afli. Skifting sem umræðir er C4 og millikassi Dana 20. Þetta kom allt úr bíl sem ég veit ekki betur en að þetta hafi virkað í. Endilega dælið yfir mig einhverjum hugmyndum, er orðinn frekar niðurlútur útaf þessu
06.02.2006 at 18:45 #541642Sæll Eik. En svo er annað í þessu, hef grun um að leiðin sem vegagerðin velur sé ekki sú sama og ég fer. Held að þessir 109 km sé miðað við að keyrt sé frammhjá Svínavatni og þar innúr, ég fer ekki þá leið. Ég fer í genum Laugarvatn, einsog framhefur komið, og er sú leið einhvað lengri. Er samt eki með það á hreinu hversu mikið, en það munar þó nokkrum km.
06.02.2006 at 16:17 #541636Já ég er nokkuð sammála Ragnari í þessu. En að það séu ekki nema 109 km að Geysi er ég ekki sammála. Þetta er leið sem ég ek að lágmarki 2svar í viku og marg mælt þetta en aldrei fengið 109 km útur þessu. Mælarnir í þessum bílum, mínum eru kannski bara svona snar vitlausir. Og nei ég ek um Hellisheiði og Laugarvatns afleggjara ekki Mosfellsheiði og Gjábakkaveg
06.02.2006 at 06:51 #541626Tjahhh ég er með 302 í mínum 74 bronco. É kannast ekki vel við að hann sé að eyða 15 ltr per 100 km. En hann fer yfir 2 tonn hjá mér full lestuðum klár á fjöll. Ágætis viðmið er að ég set á hann ca 20 ltr á hann eftir að hafa keyrt frá Shell í Ártúnsbrekku og austur að Geysi. Þetta eru ca 140 km. Þetta gera reindar 14 ltr/100 km en þetta er líka ekið á 60 til 70 kmh alla leiðina. En normalið hjá mér er ca 17 til 18 ltr í þjóðvega akstri og síða 20 til 22 innanbæjar. Bíllinn er á 38" dekkjum beinskiftur. Ég er samála því að fara mikið yfir 2000 rpm í beinum akstri er ávísun á mikla eyðslu.
04.02.2006 at 11:48 #541436Mér finnst þessi umræða um ngaladekkin ákaflega einkennileg. Það er vel hægt að skilja að fólk sem býr í reykjavík fari hreint aldrei út fyrir borgarmörkin. Ég er t.d einn af þeim sem fer að meðaltali aðrahverja helgi vel útfyrir bæinn, bæði austur í sveitir og síðan í Borgarfjörðinn. Ég er á naggladekkjum og hreinlega tel ekki annað vært í stöðunni. Bara um síðustu helgi var ég fyrir austann í algeru gleri. Þetta er allsekki óalgengar aðstæður og annar dekkjabúnaður en naggladekk óásættanlegur. Það vill svo til að ég bý í Reykjavík. Þannig að ég sé fyrir mér að þurfa að skifta um dekk í hvert sinn sem ég fer út fyrir bæinn eða borga sekt. Hvortveggja er ekki að gera sig í mínum huga.
28.01.2006 at 20:07 #540588Ég er búinn að kaupa AT dekkin. Reindar ekki búinn að setja undir en tel þau raunhæfann kost í dekkjavali
29.12.2005 at 10:10 #537338Er nú ekki allvega að fatta þessar áhyggju yfirlísingar hérna. Eg leigurnar vilju leigja þessa bíla út til túrista þá er það auðvitað bara þeirra mál. Svo eru þessir menn að borga helling fyrir að tryggja þessa bíla fyrir allskonar óhöppum, fyndist lýklegt að þeir séu með einhverskonar peninga tryggingu fyrir leit líka. Þeir væru varla að breita enn einum jeppanum ef þetta væri sífelt á toppnum og hjálparsveitirnar að leita af þessu. Svo eru líka margir útlendingar sem vita sínu viti og kunna einfaldlega að umgangast náttúru. En svona persónulega mundi ég hreinlega aldrei lána jeppann minn, jú nema væri kannski ef pabbi gamli vildi fá hann, en ekki annars. Nog af rausi, er ekki búinn að fá kaffið mitt = ekki vaknaður
29.12.2005 at 10:02 #537370Ég lenti í því sama með með minn bíl. Byrjaði á 36" og hefði bara viljað halda mig á þeim. Hef ekki fengið 36" dekk aftur nema með talsverðri fyrirhöfn. En ég endaði áþví að setja 38" undir og finn enga breitingu. Ég er að fara allveg jafn mikið og bíllinn drífur jafn mikið. Ég þurfti að hafa talsvert fyrirþví að koma þeim þeim undir þannig að vel yrði, þannig að ég er ekkert sáttur við að fá ekki 36".
19.12.2005 at 18:33 #536374Mér svona prívat finnst gömlu bílarnir mun fallegri en þessir nýrri. Þessir gömlu hafa mikklu meiri karakter en þessir nýrri. En ég er kannski hlutdrægur, minn er ekki "nema" 31.árs gamall … Og auðvitað finnst mér hann flottastur … en sennilega ekki allir sammála mér <;o)
En annars er Hrollurinn hrikalega flottur og kemur sterkur inn ………..
13.12.2005 at 07:05 #535782Jæja þetta stefnir bara í að verða langur og skemtilegur þrætu þráður <;o)
En svona persnulega er ég sammála Benna og fleirum. Efnhags sveiflan er að miklu leiti þessu erlenda fjármagni að þakka. En ég er ekkert sáttur við þessa Kárahnjúka virkjun en ég hef samt skilning á henni. Og ef við ættlum að halda uppi sömu lífsgæðum á landinu verðum við að skapa atvinnu. Til þess að getað skapað atvinnu þurfum við tækifærin þea fyrirtæki til að starfa. Nú til þess að fyrirtækin geti starfað þurfum við orku. Nú jæja ég veit að smá fyrirtæki þurfa ekki mikla orku, en stórfyrirtæki sem hefur margt fólk í vinnu hlýtur að vera álitlegri kostur og hagkvæmari svona peningalega. Þá er það aðal spurningin …. hvernig eigum við að framleiða orku ef við getum ekki virkjað ??? Er betra að setja upp helling af smávirkjunum ?? eigum við að setja upp kjarnorkuver ??? Nei ég spyr bara.
Nóg af röfli ( ég er ekki búinn að fá mér kaffi = Ekki vaknaður )
10.12.2005 at 11:22 #535590Sagan er samt góð. Þetta rifjar upp bernsku minningar frá Ísafirði og heiðunum þarna fyrir westan
09.12.2005 at 06:54 #535318Ég get eiginlega ekki orða bundist núna. Mér finnst nú sumir vera farnir af taugum hérna. Skil ekki afhvrerju þið látið svona grínara fara svona óskaplega í taugarnar á ykkur. Þó svo að þessi mnh sé með einhver skrípalæti annaðslagið, ekki æsir þetta mig nokkurn hlut eða fer í taugarnar á mér. Og með mogga og félaga …. gat ekki annað en hlegið af ykkur með það. Hvað hann gat æst suma hérna á spjallinu var auðvitað bara fyndið.
Lifið heil
Hinn Bensíndraugurinn
05.12.2005 at 16:08 #534998Ég veit að þeir í Vélastillingu eru viðurkenndir í hjólastillingum og eru talsvert td í að hjólastilla bíla eftir tjón og svoleiðis. En hvort þeir taka svona stóra bíla veit ekkki. Þeir hafa alltaf verið sanngjarnir gagnvart mér allavega í verði.
-
AuthorReplies