Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.06.2002 at 19:04 #461902
Mikið er ég sammála þér fjarki, það geta einmitt allir bílar bilað, líka LC 100 vx eða hvað sem þetta heitir nú allt. Ég hef ekki séð að kóreu bílarnir, td musso og korando, séu einhvað verri í snjó en aðrir bílar, td japanskir. Og ég hef heldur ekki séð að 100 þús kronu bílar séu einhvað meira til vandræða en 8 mill kr bílar. Sjálfur er ég á 28 ára gömlum Ford sem ég er ekkert á leiðinni að skifta út, hann er nánast ekkert að bila, allavega ekki nóg til að ég fari að skifta honum út. Og þetta að eiga multi miljón króna bíla í fjallaferðir er nátturulega bara algert bull. Það má ekkert koma fyrir, engin rispa eða beygla þá er allt í voða. Tala nú ekki um ef maður skoppar í heilhring á svona. Og svo að ég endurtaki fyrri orð, þá held ég að það fari ekki eftir því hvað bílarnir kosta hversu langt eða mikið þeir komast. Gangi þér vel Korando bílinn
Hinn bensíndraugurinn
10.06.2002 at 10:22 #461434Ekki veit ég hversu mikið bíllinn þinn þarf að eyða til að gerast bensíndraugur, en mér þótti þetta ágætis uppnefni á mig þar sem ég ek um á 8 cyl bensín jeppa. Og eins svona til að halda uppi heiðri okkar bensín manna, við virðumst ekki vera neitt alltof margir. Mér hreinlega skil ekki afhverju menn vilja endilega keira umm á grút máttlausum olú brennurum og vera í keppni um hver fer HÆGAST í brekkum sem er smá snjór í 😉 Já nei maður hreinlega skilur ekki svona. Ef maður er á ALVÖRU jeppa með ALVÖRU vél þá þarf ekkert einhvern milli gír og extra lág hlutföll og einhvað svoleiðis. Sjáumst heilir og sælir á fjöllum
Hinn bensíndraugurinn
07.06.2002 at 14:51 #461752Þetta er hreint FRÁBÆR síða
03.06.2002 at 12:51 #461426Kæri GGI. Eru mín orð einhvað minni eða öðruvísi þó svo ég væri utanfélags maður ?? Bara spyr sko. En svona fyrir þig þá er ég félgasmaður og er ákaflega ánægður með það. Þetta er ( yfirleitt ) skemtilegur félagskapur og félagsmenn, allavega þeir sem ég þekki, tilbúnir að leiðbeina manni og aðstoða á allan hátt. Og takk fyrir að árétta þetta með tútuslysin, það var í frammhjáhlaupi. En þessar umræður eru orðnar annsi líflegar og er það gott
Vonandi fer slysum að fækka. Það er óneitanlega staðreind að banaslys eru alltof mörg, hverju sem er þar um að kenna. Las í gær að þau eru orðin 11 í umferðini, og júni rétt að byrja. Hvað um það, gleðilegt ferða sumar öllsömul.
Hinn bensíndraugurinn
31.05.2002 at 17:02 #461406Mikið er ég nú sammála þér Óli. Það að setja meirapróf á breitta bíla er tómt rugl. Það væri þá frekar að gera þetta einsog hefur verið gert með mótorhjólin. Þea 500 og undir færðu strax og síðan eftir x langan tíma færðu ótakmarkað. Man ekki alvef hvernig þetta er, en er í megin atriðum svona. Og þetta ætti þá að gilda yfir ÖLL vélknúin ökutæki, ekki bara jeppa eða mótorhjól. En þessi umræða er að verða álíka heimskuleg og ný sett reykingar lög, þar sem sumar gerðir af tóbaki voru bannað en aðrar ekki, hef ekki vitað það heimskara. En það er afturámóti staðreind að breittir jeppar hafa verið í annsi morgum slysum undanfarið og ef maður skoðar það þá er svosem ekkert skrítið að fólk skuli ræða þetta. En mér finnst samt ákaflega duló að bara ein gerð af bílum skuli tekin útur umræðunni. Ekki hef ég heirt að sport bílar séu teknir svona í gegn, eða þegar öll rútu slysin voru hérna um árið. Ekki heirði ég neitt talað um að hækka aldur ökumann þeirra. Ég hef kannski ekki verið að fylgjast með.
Hinn bensíndraugurinn
18.05.2002 at 15:22 #461066Það er búið að vera ansi gaman að lesa þetta spjall, þá sérstaklega þessa umræðu um vélar afl. Ég hreinlega skil ekki afhverju þið eruð að brölta um á mátlausum disel dollum sem gera fátt annað en að kæfa allt og alla í reik og öðru slíku. Hvað eru nokkrir lítrar af benzíni til eða frá ??? 😉 Langaði bara svona rétt að skjóta þessi inn 😉
23.04.2002 at 21:40 #460396Já seigi það hvenar á að leggja af stað ?????
23.04.2002 at 21:31 #191468Hvernig er það, er einhver búinn að fara inní Laugar nýlega ?? Hvernig er færðin ?? Er einhvert vit í að reina að skrönglast þangað ???
23.04.2002 at 16:25 #460390Sko ég er með einn eina tillögu, hvernig hljómar Askja og nágreni ?? Já og svo held ég að ég verði löngu farinn af límingunum ef það á ekki að fara fyrr sko !!! Hvernig væri að skipæuggja ferð á td Snæfellsjökul ?? Eða er hann kannski ekki fær ?? Nei ég bara spyr sko 😉
26.03.2002 at 20:08 #191415Hvernig er þetta eiginlega ?????? Hvað er að gerast um páskana ???? Ekkert ?? Er allur hugur úr mönnum ( eða kannski snjór ) Nei ég bara spyr sko ????
26.03.2002 at 19:55 #459936Ég held að það sé ein af lausnunum að vera með gírósela sem framm koma allar þær uppl. sem þarf. Þá getur maður tekið með sér svoleiðis og td borgað hann á netinu. Ef það er 2 – 300 lyklar í umferð ( jahérna ) þá vorkenni ég ykkur bara. Það er ekkert kontról á þessu. Getur varla verið mikið mál að skifta um skrár. Ég var ekki enma ca 5 mín að skifta í húsinu hjá mér. En ég held að það sé heldur ekki gott að læsa skálunum, það verður þá bara brotist inní þá og kostnaður við það þekkjum við vel.
-
AuthorReplies