Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.04.2003 at 07:24 #472474
Sammála þér þar gunstoy
13.04.2003 at 17:58 #472378Gæti selt þér yanmar innbord outbord drif 😉 Hvert á
annars að stefna um páskana ??
01.04.2003 at 21:40 #471922Sammála þar. Ég var á 31×11,5 á 15" felgu. Var MJÖG ánægður með þáu dekk. Ók á þeim í 6 ár og seldi síðan fyrir stærri dekk. Mæli með þessum dekkjum.
22.03.2003 at 19:42 #471324Ég er nokk sammála þessu. Held að þessar "árásir" sé sprotnar af öfund þeirra sem eru að halda þessu framm. Nú svo er önnur hlið á þessu og það eru fordómarnir sem við verðum fyrir. Tjahh ég huxa ef maður væri af öðrum kynþætti og yrði fyrir öðrum eins fordómum og öfund að þá væri hægt að leggja inn kæru vegna rasisma. Kannski er þetta bara rasismi ?? Nei ég veit það ekki
22.03.2003 at 09:33 #471244Eru ekki frekari uppl. að vænta um þetta alltsaman ??? Ég er að spá í að fara í LLL ferðina með konuna og börnin. Ég komst ekki á fundinn á fimmtudaginn
Hvert get ég hringt til að afla mér frekari uppl ??? Ætti kannski vara að skella mér í seturs ferðina, ég er jú á Ford 😉
11.03.2003 at 09:17 #470464Ég er sammála Matta. Það eina sem virðist duga er hreinlega að skrúfa allt af og taka með inn. Ég tek öll tæki innanúr mínum bíl og allt af honum, þegar einhvað er. Þá er engu a stela og maður fær oftast, já oftast, að hafa bílinn í friði. En svo er annað mál sem mér finnst líka heldur hvimleitt, en það er þegar einhver, sennilega í öfundsýkiskasti, er að rispa hjá manni bilinn. Er bara með nagla, lykil eða einhvað í þá áttina og gengur síðan á bílinn og veldur MIKKLU tjóni. Nú og maður tali ekki um þessa bjálfa sem eru að keyra á bílinn kirstæðann og bruna svo bara í burtu. Hvenar ættlar fólk að vitkast ?? Aldrei ?? Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju fólk er að leggja þetta á sig, td að rispa heilu bílana ??? Já nei ég bara hreinlega skil þetta ekki.
Með báráttuhug og drauma um betra fólk
16.02.2003 at 00:48 #468666Tjahh ég er með NoSpin í 9" og er mjög ánægður með hana. Mæli samt ekki með henni ef þú ættlar að nota bílinn mikið í innanbæjar skjögti. Loft lás, þá kannski ARB, í 44 dana er vinsælt og kemur vel út. En annað en NoSpin 9" þekki ég ekki vel. Síðast þegar ég vissi var ekkert of gott að fá góðar læsingar í 9".
10.02.2003 at 20:02 #468132Jájá ég líka með svona tölvu sem ég er búinn að hækka upp og setja diskalæsingu allt sko. Gjör breitt með 44" minniskubb og og og og ég veit ekki bara hvað….. hehe Smá svona til að brosa að 😉
28.01.2003 at 08:19 #467086Mikið er ég sammála Benedikt um þessi bíla mál. Það er nefnilega það að vera ánægður með það sem maður á. Ég á bara tæplega 30 ára gamlan Bronco og er bara hæst ánægður með hann. Hann bilar lítið og er með allveg nógu stóra vél, bensín vél aðsjálfögðu 😉 Mér finnst hann drífa best af öllum bílum í heimi og hafi hreinlega allt frammyfir alla aðra bíla. Ég meina er þetta ekki bara eðlilegt að finnast þetta ?? Hverjum þykir sinn fugl fagur og allt það. Kannski ekkert skrítið að þessi kall og splúnku nýum barbí hafi þótt lítið koma til gammallar amerískra dollu, það erjú 5 milljón króna munur á þessum bílum. En auðvitað samt óþarfi að vera með einhverja fyrirlitningu. En svona ykkur að seigja þá hef ég orðið svoldið var við svona. Ég var td ágætri ferð um daginn með fjölda manns, sem ég þekkti lítið. Þar var viðhorfið hjá sumum að ég ætti mestu drusluna og væri sí bilandi. En viti menn síbilandi druslan mín bilaði bara ekkert, samkvæmt venju
En áfram með góðlátlegt grín, meting og grobb, það er bara heilbrgt og stuðlar að þróun og betri bílum. Og víst er ég á lllllllaaaaaaaaaaannnnnnnnnnngggggggggggg besta bílnum 😉 Hvar er snjórinn sem var búið að lofa ?? 😉
18.01.2003 at 10:01 #466670Mikið er ég sammála þér gosi. Hilux er örugglega lang besti kosturinn fyrir byrjendur. Ekki bara að hann er auðveldur í rekstri þá er líka auðvelt að losna við þá aftur. Ég er sjálfur á gömlum Bronco og það er auðvitað viðhald á svona bílum, en aflið er feiki nóg. Minn fyrsti breitti jeppi var Hilux "82 með littlu húsi og 2,2 disel og síðan 40" dekk. Maður fór rólega yfir en alltaf óbrotinn og sjaldan fastur. Sakna bílsinns mikið, en varð að selja hann þegar börnunum tók að fjölga. En sumsagt held ´wg að Hilux sé lang skástur fyrir byrjendur og líka lengra komna sem vilja skemta sér á fjöllum
14.01.2003 at 21:08 #466498Ég er með NoSpin í mínum bíl og er bara ánægður með hana. Drifið er óbrotið og hjólin á sínum stað. En óneitanlega er svoldill háfiði í þessu og oft heldur maður að drifið hafi sagt sítt síðasta. En þetta er búnaður sem virðist lítið klikka og er níð sterkur. Ég kúppla alltaf frá í kroppum beygjum, hefur örugglega einhvað að seigja, og reini að passa svoldið uppá drifið þannig. En ég mæli með þessu fyrir þá sem vilja öflugann og traustann búnað sem kostar lítið. En NoSpin er ekki gott í rúntara eða annað innanbæjarsnatt Með von um snjóþungann vetur
19.11.2002 at 23:28 #464364Þar sem ég er sekur um að hafa skrifað smá karlrembupistil hérna ofar í þessum þræði langar mig til að benda SÞ á það að allavega minn partur var skrifar í gríni og ekki vottur af meiningu á bakvið þetta. Langaði bara að styðja við bakið á Lúther við að koma af stað skemtilegri og fjörugri umræðu, sem hefur tekist þokkalega. Það er fátt skemtilegra en að vera á fjöllum í góðum félagsskap bæði pilta og stúlkna. Með von um að sjái ljósið í þessu og óskum um gleðilega ferð, hvert sem farið verður
Páll ( sem aldrei hefur séð nakið kvenmannsbrjóst )
19.11.2002 at 08:04 #464342Mikið er ég sammála þér Lúther, þessi kvenna einhvað þanna er argasta della. Skil ekkert í þessu. Ég var búinn að hafa mikið fyrir því að telja minni kvennsu trú um að konur væru ekkert að þvælast á fjöllum án okkar. En viti menn, hún auðvitað frétti af þessari "ferð" og núna kemur ekkert annað til greina en að taka minn ástkæra jeppa og þeisa á fjöll með hinum kvensunum. Og þetta með brjóstin ber…..já nei nei ég fer bara þegar ég vill að gera við minn prívat jeppa ( já ég sagði prívat jeppa ) Ég held að við verðum bara að innleiða að það að konurnar hreinlega geri bara við sjálfar ef þær ættla að halda áfram með þessa andsk…. vitleisu. Ég legg til að vefstjóri setji filter á vefinn, hann filteri út allar konur sem slysast gæti hingað inn. Með ferðakveðju ( og einlægri von um að konan mín lesi þetta ekki )
Páll
16.11.2002 at 07:40 #464214Humm ef að leiðirnar verða hæfilega STUTTAR væri þetta gaman, jú og ef VEL birgar bensínstöðvar verða með STUTTU milli bili ætti þetta að verða framkvæmanlegt 😉
En annars skemtileg hugmynd
10.11.2002 at 14:13 #464024Sko 3. gíra orginal Bronco kassi er ekkert sérlegaélegur. Ég er með svoleiðis á mínum bíl og það gengur bara príðilega. Þannig að ef þú ert að spá í að skifta út kassanum útaf því þá er það tóm della. En svo er það annað að það er oft betra að vera með sjálfskftingu á þessum bílum. C4 er nokkuð góð, létt og sæmilega öflug ENN það þarf að kæla hana vel og vandlega ef maður ætlar að vera með hana á breittum bíl með stóra vél. C6 er auðvitað mikið öflugri en hún er óttalegur hlunkur og álitamál hvort hún eigi heima í jeppa sem er vel undir 2 tonnum. Ég er ekki viss um hvað þarf að breita miklu til að koma c4 aftaná 302, held að það sé bara þetta vanalega.
19.09.2002 at 00:21 #458058Humm þetta að v8 bílar oftast mikið mixaðir og þá sé leiðinlegt að keyra þá ?? Já getur verið. Ég á nú reindar v8 bíl sem er bæði lítið mixaður ( Ekkert ef útí það er farið ) og það er bara alls ekki leiðinlegt að keyra hann. Hann er að eyða ca 18 ltr á langkeyrslu og síðan er hann í ca 6 ltr á klst á fjöllum. Vélin er einhver hundruð hestöfl og virkar vel á lágum snúning sem háum snúning. En ég mæli ekki með því að reka svona bíl innan bæjar, alltof dýrt´. Þessi bíll minn er orðinn það gamall að ég borga ekki skatt af honum og lágar tryggingar ( ca 12000 á ári ) Þannig að ég mæli frekar með því, þea ef þú kant og nennir að gera við, að eiga eldri jeppa og síðan reka sæmilegann fólksbíl við hliðina á honum. Einsog ég safði þá er fastur kostnaður á honum 12 000 á ári. En svo er viðahldið svoldið teygjanlegt auðvitað. Ef maður keyrir gróft eru auðvitað líkurnar mikklar á því að maður skemmi og brjóti orðnar annsi miklar. Ég hef átt nokkra disel bíla og aldrei verið sérlega ánægður með þá, og þá sérstaklega reikningana sem komu og voru all ferlegir. En þetta með trúarbrögðin sko hehehe já. Stundum er betra að vera disel og stundum betra að vera með bensín. Ég persónulega vill vera á bensín og hafa svoldið af hestum til taks, ég gafst upp á disel. Ef þú ættlar að eiga jeppann sem snatt bíl líka mundi ég hiklaust fá mér nýlegann vitara eða sidekik á 33", eyða sáralittlu, eru vita kraftlausir 😉 en það er hægt að þvælast hreint ótrúlega á þessum bílum og þeir bila lítið uppað vissum tímapunkti, en þá bila þeir mikið, eða bara einsog aðrir bílar þegar þeir eru orðnir gamlir og slitnir
20.08.2002 at 22:53 #460108Hvernig væri að skiplögð væri ferð þangað uppeftir til að leyfa okkur, þeim sem ekki eru búnir að berja dýrðina augum, að skoða og móta okkar eigin skoðanir ???? Nei ég seigi bara svona. En Hafiði huxaði úti eitt, það er hvernig við eigum að skapa komandi kynslóðum atvinnutækifæri og sy-tuðla að frekari þróun í landinu bláa ?? Eitt veit ég og það er það að það verður afskaplega takmörkuð þróun í landinu okkar ef engin rafroka er til staðar. Ég er ekki með þessu að seigja að það þurfi endilega að virkja Kárahnjúka. EN hvað þá ??? Hvað er hægt að gera til að búa ti rafmagn ?? Kjarnorku ?? kol ?? olíu ?? Er þetta ekki spurning um að gera það sem þarf að gera til að tryggja áframmhaldandi þróun og atvinnu í landinu ?? Ég held að málið sé doldið flóknara og stærra heldur en það að vera með eða á móti álveri og virkjun. Þetta er allt spurning um atvinnu og þá þar afleiðandi búsetu á landinu okkar…………eða hvað ????
07.07.2002 at 11:36 #462050Það er alltaf jafn gaman þegar er verið að ræða um dísel bíla og þá þolinmæði sem þarf til að aka þeim. Ég átti eini sinni Hilux ( sem ég kallaði NO lux ) sem útbúinn með 2,4 disel. Ég gafst upp á honum eftir 1 vetur, átti ekki þolinmæðis pillurnar margumtöluðu. Svo með þetta 44" breitingar tal, afhverju í ósköpunum fáiði ekki bara bíla sem er gerlegt að breita almennilega ??? Ég efast ekki um að LC 90 og Musso og þetta allt saman séu góðir bílar, en trúir því nokkur í alvörunni að þessir klafa bílar þoli 44" dek ?? Nei ég bara spyr ?? Og þolir restin af drifbúnaðinum svona belgi ?? Ég veit það eitt að hásingarnar undir bílnum mínum þola ekki þetta stór dekk miðað við óbreittann farþega fjölda og eru þó bara sæmilegar og HEILAR hásingar undir honum. Nei ég seigi bara svona
04.07.2002 at 20:36 #462166Já gamli góði Broncóinn er góður, hann kannski stenst ekki allan samanburð við þessa nýju jeppa í þýðleika á malarvegum og svoleiðis, en í styrk og endingu er hann enþá framarlega. Einsog glöggir notendur vefsins hafa kannski séð þá á ég einn svona Bronco, og er hann búinn að vera í eign fjölskyldunnar síðastliðin 20 ár. Ég er nýlega búinn að setja hann á 36" dekk ( í janúar 2001 ) og nospin að aftan. Bíllinn er ekkert notaður nema í fjallaferðir. Ég er búinn að fara í nokkrar ferðir á honum, og sumar hafa reint mikið á fjaðra búnað sem er upprunalegur. Og hefur bíllinn staðist þær væntingar sem ég gerði. Og það sem meira er að hann hefur EKKERT bilað. Hvað um það. Langaði bara svona að deila þessu með ykkur
Hinn bensíndraugurinn og hamingjusamur Bronco eigandi
25.06.2002 at 11:35 #461908Jújú Sæmi ég ættlaði að verða sammála þér sko, ég er einhvað ruggla saman nöfnum þarna
Hvað um það. Gangi þér bara áfram vel með bílinn 😉
-
AuthorReplies