Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.01.2005 at 23:05 #515164
Sæll. Ég á sjálfur svona bíl og hef leitað víða af þessu en ekki fengið neitt. En ég hef grun um hvar eitt sett liggur og ég veit að ef það er falt þá kostar .að ekki undir 40-50 000 …..
Bensíndraugurinn
29.01.2005 at 07:46 #195368Góðir hálsar. Núna þyrfti ég að fá smá ráðleggingar hjá ykkur snillunum þarna úti. Þannig er mál komið að ég ættla að fara að bæta við ljósum og öðrum (ó)nauðsynlegum útbúnaði í bílinn. Ég er að velta fyrir mér hvort einhver hérna er ekki með góða lausná þessu máli. Ég tými ekki að borga rúmlega 40.000 fyrir svona ó ísett hjá verslunum útí bæ. En það sem stendur til að setja í bílinn er þetta helsta, cb, nmt, vhf, auka ljós að framan, aukaljós á topp, loftdælu og áriðil. Svo er það með loftnetin …. bíllinn minn er með plast topp og ég hef verið að veltaþví fyrir mér hvort það sé ekki í lagi að setja netin bara beint á hann. Er að spá í að setja cb, nmt og vhf loftnet á toppinn.
Með von um góð ráð og viðbrögð
Bensíndraugurinn
28.01.2005 at 20:59 #514854Ég er líklegur í hvort sem er 38" eða 39,5" Irok Ef gott verð fæst auðvitað :c)
12.12.2004 at 18:28 #510932Þú vilt ekki bara selja mér bílinn ?? ;o)
12.12.2004 at 10:44 #510926Gæti hafa brotnað drif hjá þér líka. Hef sjálfur lent í svipuðu með brotið afturdrif, læsti öllu og var óhreifanlegur með öllu. Tek fram að ég var með læsingu að aftan en ólæst að framan. Bíllinn fór á hliðina hjá mér en skemmdist sem beturfer ekki mikið.
03.12.2004 at 20:39 #509968Jájá ég skil þetta allt ….. niðritíminn er … öruglega vondur, skárra að vera uppi. mysql … sennilega læsing að aftan í patrol …. dns … er það ekki stýristjakkur í Hilux ?? Eða er þetta nafnið á nýja sigkatlinum við Grímsvötn ???? Neinei ég seigi bara svona … Brosa strákar og stelpur … halda áfram að hafa gaman að þessu :c)
14.11.2004 at 00:32 #508086Þó svo að ég hafi ekki verið í þessari margumræddu ferð þá verð ég samt að vera sammála mörgum hér að ef ekki væri fyrir persónur einsog Lúther, og fleiri innan þessa klúbbs, þá væri þetta ekki það sem það væri í dag. Svona menn gefa lífinu lit, þeir eru ekki með nein stærilæti eða telja sig yfir aðra hafnir, heldur gera grín vægðarlaust grín að sjálfum sér og fórna sér fyrir náungann. En svona að lokum … Lúther …. þú hefur mikið skemtana gildi 😉
Með einlægum óskum um snjóþungann vetur
Páll og gamli Ford
( hinn bensín draugurinn )
08.11.2004 at 17:33 #508320Sæll. Ég er með 302 sjálfur sem er að virka bara vel. Ég er með orginal Carter/Holley 2 hólfa blöndung en það er búið að eiga talsvert við mótorinn, stimplar, ás, hedd og annað eftir því. Ég er líka með oppnar greinar, sem ég held að skifti talsverðu máli, og síðan 2" tvöfalt pústkerfi með túpum ( ekki venjulegum hljóðkútum )Bíllin hefur verið mældur í bekk og átti hann að skila á milli 295 og 305 hö. En svo er líka hægt að vera með NO5 kitt ( nítró ) Það er frekar auðvelt í uppsetningu en vélin er nokkuð fljót að klárast á því. Ég hef sjálfur notað það með góðum árangri en er hættur því vegna þess að vélin er farin að slappast talsvert.
06.11.2004 at 19:17 #507818Mig vantar líka boddý hluti, þannig að ef einhver á einhvað þá er ég líklegur til að hlusta. Annars er ég að setja 38" mudder undir minn. Finnst það algerlega nóg. Ég var með 36" undir honum sem ég var ákaflega ánægður með, en þau dekk eru útkeyrð núna. Fyrir mitt leiti mundi ég telja að allt yfir 38" væri hreinlega of stórt. þessir bílar eru það léttir að mikið yfir 38" held ég að sé bara verra. Ég hef verið einusinni með 40" undir og hann virkaði hreinlega ekki á þeim, virkaði margfalt betur á 36". Ég er með feikinóg vélarafl í þessi dekk þannig að það er ekki málið, það virðist bara vera verra að hafa of stór dekk undir þessum bílum
Með von um mikinn og snjóþungann vetur
Páll og gamli Ford
26.10.2004 at 20:08 #507128Ég er sammála BEnna í þessu. Ég vill frekar sjálfskipt þegar vélaraflið er nóg, en síður þegar það er ekki fyrir hendi. Ég held að það séu fleiri kostir við sjálfskiptingu en gallar og það sé oft betra að hjakka með sjálfsk. heldur en beinsk.
26.10.2004 at 20:04 #507134Ég lét smíða undir minn hjá feðgum í Fjöðrinni, það er bara gott og ekkert vesen á því. ódýrir, snöggir og góðir, mæli hiklaust með þeim
25.10.2004 at 09:47 #499275Það hafa verið að koma skyrslur um öryggi jeppa. Mér hefur sýnst breittir jeppar koma bara vel út í þeim samanburði. Er það ekki bara gleðilegt og kærkomin uppreisn æru fyrir okkur gegn hinum "fjöl" fróða Leó M ???
12.05.2004 at 07:19 #501841Ég hef líka verið að kaupa 60 ltr brúsa, undan rúðupissi, hjá olís, þea þar sem þeir eru með lagerinn fyrir rúðupiss, olíur og þessháttar. Þeir hafa verið að kosta einhverja hundraðkalla, man ekki hversu mikið. Hef líka fengið hjá þeim 80 ltr tunnu og krana til að setja á þetta. Þetta hefur virkað vel hjá mér en tekur auðvitað mikið pláss
05.05.2004 at 07:39 #501311Ég er sammála mörgu sem þú seigir Ásgeir, ég er ekki orðinn það gamall að ég sé búinn að gleim því hvernig hlutirnir voru þegar maður var þetta 17-20 ára gamall. En ég reindar alinn upp í sveit og þar bárum við virðingu fyrir nátturunni og öllu því sem henni fylgdi, það hvarflaði ekki að nokkrum manni að búa til nýja slóða eða skemma umhverfið á nppkurn hátt. En einsog þú seigir Ásgeir þá virkar ekki að vera með stanslausar hótanir og þannig ef það á að á til yngsta hóps jeppa manna. En hvernig er best að ná til þeirra ?? Hvað er hægt að gera og koma því síðan á framfæri ???? Tillögur er vel þegnar ….
22.04.2004 at 14:40 #499723Ég er algerlega sammála ykkur í þessu. Það er algerlega ótrúlegt að það skuli líðast að skíta svona gengdarlaust yfir okkur. Er ekki kominn tími á að félagið rísi upp reki sína stefnu og sjónarmið í fjölmiðlum ???? Er ekki kominn tími til að fá einhvern til að vera einhverskonar talsmaður félagsinns ?? Þetta endar bara með því að allt verði lokað og það sem ekki er lokað verði bannað, eða einhvað ….
Verðum sýnilegri og sækjum, það er besta vörnin
Palli og gamli Ford
25.02.2004 at 07:45 #496398Ef bílnum hefur verið stolið, hann rifinn og síðann seldur hingað til Íslands þá gætir þú lent í talsverðum vandræðum með að skrá þetta alltsaman. Sérstaklega ef þessu hefur síðan verið smigglað til landsins. En þú verður að hafa númer á grind/hvalbaki til að getað tengt númeraplötr bílsins. Og þetta með að yngja/elda bíla er auðvitað skjalafals og þarf þá að vera þannig gert að það sjáist ekki auðveldlega. Skoðunarstofur eru orðnar talsvert strangari núna á þessu. Veit um nokkur dæmi sem menn hafa verið að lenda í vandræðum útaf þessu, veit reindar ekki hvernig þetta leistist hjá þeim.
25.02.2004 at 07:45 #489816Ef bílnum hefur verið stolið, hann rifinn og síðann seldur hingað til Íslands þá gætir þú lent í talsverðum vandræðum með að skrá þetta alltsaman. Sérstaklega ef þessu hefur síðan verið smigglað til landsins. En þú verður að hafa númer á grind/hvalbaki til að getað tengt númeraplötr bílsins. Og þetta með að yngja/elda bíla er auðvitað skjalafals og þarf þá að vera þannig gert að það sjáist ekki auðveldlega. Skoðunarstofur eru orðnar talsvert strangari núna á þessu. Veit um nokkur dæmi sem menn hafa verið að lenda í vandræðum útaf þessu, veit reindar ekki hvernig þetta leistist hjá þeim.
19.02.2004 at 20:52 #495719Ég sá nú eiginlega bara gamla góða 66-77 bronco þarna
Fæ bara svona sæluhroll við að sjá þessar ágætu myndir
19.02.2004 at 20:52 #489362Ég sá nú eiginlega bara gamla góða 66-77 bronco þarna
Fæ bara svona sæluhroll við að sjá þessar ágætu myndir
19.02.2004 at 20:49 #495803Ég ættlaði líka að taka það fram að það er mjög takmarkað skála pláss þarna uppfrá, það verður aðeins að huxa um það líka. Fyrstur kemur fyrstur fær…………það er annsi oft málið..
-
AuthorReplies