Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.04.2005 at 08:54 #195779
Við erum hérna á einum LC 90 á 38″ að spá í að fara á jökul í fyrramálið. Pælingin er að fara uppí Húsafell og þar upp að jökli. Það var ekki mjög slæmt um páskana að komast þar, er að vona að það hafi bara lagast núna. En okkur vantar ferðafélaga, einhverjir sem eru að spá líka ???????
29.03.2005 at 22:01 #520030Takk fyrir svarið Ási. Ég kem öruglega að spjalla við þig :c)
29.03.2005 at 21:11 #520026Hummmm Einar ….. Sko þegar ég sagði að þessi dekk væru best þá var ég nú að tala í gríni. Ég hélt að menn tæki svona fullyrðingum bara létt og settu upp góðlátlegt bros. Ég hreinlega bið þig afsökunar á þessum stóryrðum ef þetta hefur farið svona í þig. Og ég er ekkert sérstaklega að safna saman einhverjum hópi af mönnum í þetta, enda veit ég vel að þetta hefur verið reint. Ég er einfaldlega að reina að finna þessi fyrirtæki sem framleiða þessi dekk, og önnur. Nú ef menn vilja ekki láta það uppi þá bara nær það ekkert lengra.
28.03.2005 at 22:41 #520020Á ég að trúa því að enginn ættli að tjá sig ??
28.03.2005 at 18:49 #195764Nei ég ættla ekki að fara að byrja enn einn þráðinn á hvort þessi dekk eru best eður ei ( þau eru best 😉 ) Heldur er ég að spá í hvaðan menn hafa verið að flytja inn bæði þessi dekk og önnur. Mér finnst doldið dýrt að borga 200 000 fyrir ganginn og hann er ekki kominn undir bílinn og hvaðþá nelgdur eða mikro skorinn. Endilega látið ljós ykkar skína. Ég veit líka að það eru einhverjir að spekúlera líka í þessum dekkjum fyrir sumarið. Ekki vera feimin að gefa frá ykkur upplýsingar eða lýsa áhuga ykkar á að vera jafnvel með í kaupum á þessum ( frábæru ) dekkjum
Með von um bjarta framtíð
og snjóþungt sumar
Hinn bensín draugurinn
26.03.2005 at 15:28 #519796Hvenar á að leggja í hann og hvaða leið eruði að spá í ??
25.03.2005 at 21:27 #519724Tjahh minn hefur ekki bilað síðan ég tók hann í gegn fyrir ca 15 árum. Setti hann á stærri dekk og læsingu fyrir 8 árum. Fátt annað sem gert hefur verið. Núna átti "bara" að skifta um bretti og horn að aftan en það er búið að vinda annsihreint uppá sig. Er kominn með lengri grind sem ég er að spá í að nota, diska að framan, sjálfskiftingu og eithvað fleira. En boddýið er annsi ílla farið og mikill tími farinn í það og það er ekki búið ennþá. Er núna að steikja í gólfið að framan og reina koma boddýinu upp í eðliga stöðu. Það virtist hafa sigið mikið í miðjunni. Það virðist ekki hafa verið gengið nógu vel frá því þegar skift var um innri bretti að framan á sínum tíma. Ég lýsi líka eftir góðum og ódýrum suðumanni ;o)
Hinn bensíndrugurinn
25.03.2005 at 19:48 #519680Ég kemst ekki á laugardag
En sunnudagur er flottur
25.03.2005 at 12:06 #519676Ég er til í að skjótast með. Verðum á LC 90
25.03.2005 at 12:03 #519718Já maður þarf að vera duglegri við að setja inn myndir af fáknum. Minn er reindar í annsi mörgum pörtum núna og það gengur ílla að setja saman. Ég á talsverðann slatta af varhlutum, í augnablikinu allavega, en ég er alltaf að bíða eftir að það komi einhvet algert gúru og hjálpi mér að klára bílinn heheheheheheeee.
Hinn bensín draugurinn
24.03.2005 at 18:06 #519712Gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem er að dunda með svona bíl.
24.03.2005 at 18:04 #519704Jahérna eru menn bara ekki að fara neitt ????
24.03.2005 at 07:43 #195738Hvernig er það ….. eru ekki allir á leið til fjalla um helgina ????? Eru ekki einhverjir til í að leifa okkur að fljóta með ???? Erum á LC 90 38″ bíl. :c)
15.03.2005 at 20:28 #518802Á ég að trúa því að menn og konur ættli ekki að ausa úr viskubrunnum sínum um þessa spurningu mína ??? Nú þykir mér bleik brugðið
14.03.2005 at 17:41 #518796Ég er að spá í hvernig þessi dekk eru að koma út undir léttari bílum einsog mínum td. Hann er að vigta ca 1700 kg tómur, ættli hann losi ekki 2200 kg fullur af bensíni og öðrum óþarfa.
Hinn Bensíndraugurinn
26.02.2005 at 22:15 #518008Ég er mikið sammála Glanna þarna. Það er auðvitað ekkert vit í að vera í þessu, en 8 cyl Willys á 38" Það er BARA gaman. Ég er sjálfur með eldgamlan Bronco með 8 cyl bensín vél, eyðir álíka og meðalstór skuttogari… en þetta er bara svo gaman :o)
08.02.2005 at 09:02 #515656Hvaða verð var Benni að bjóða 38" dekkin á ???? Ég komst ekki á fundinn að sökum veikinda ….. En langar samt að frétta af þessum verðum …..
Hinn benzíndrugurinn
04.02.2005 at 09:05 #514022Ég er með 12" breiðar á 38" dekkjum hjá mér, dettur ekki í hug að láta breiðari. Hef reint það og það virkaði ekki, dekkin bældust minna og drifgetan varð minni. Ég var með 10" breiðar á 36" og það svín virkaði, þau eru núna undir willys, sem var með 38" dekk með 14" felgum og eigandanum finnst hann virkar hreinlega betur á minni dekkjunum. Ég held hreinlega að það sé ekkert hægt að fulyrða um svona, þetta eru trúarbrögð, og svo eru bílstjóra og bílar mjög misjafnir. Það sem hentar mér og mínum bíl þarf ekkert endilega að henta Benna eða Lúther, svona ef við nefnum einhver dæmi. Held að það sé best fyrir þig að hreinlega bara prófa þig áfram. En samt held ég að 38" dekk á 10" felgur sé ekki gott, of mikil aflögun á dekkinu sjálfu.
Hinn bensíndraugurinn
30.01.2005 at 21:55 #515140Já það koma allveg ferlegir smellir ef maður er að taka krappar beygjur á mjög föstu undirlagi. Ég hef oft nánast verið viss um að hafa brotið einhvað mikið undan bílnum eftir svoleiðis læti ……
30.01.2005 at 19:44 #515136Ég er með nospin í mínum stutta bíl og er bara sáttur. Það þarf auðvitað að læra að keyra bílinn, hann getur verið annsi kvikur í beygjum og hefur reinst mér best að reyna að hafa bara frá kúpplað þegar það hefur verið hægt. En annars er þetta búnaður sem virkar hreinlega alltaf og hægt er að treysta á.
-
AuthorReplies