Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.06.2004 at 06:04 #194488
Sælir félagar
Ég er búinn að lenda í því núna með nokkura daga millibili að þegar ég starta bílnum þá heyrist bara eitt „klikk“ hljóð, en þegar ég starta honum síðan í annað skiptið startar bílinn sér eðlilega.
Þetta er 94 árg af Bensín Hilux D/C 2,4 EFIEr þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?
Kv.
Óskar Andri
18.06.2004 at 13:57 #503964Ég þakka fyrir allar ábendingarnar! maður er bara orðinn spenntur að fara og prófa!
Kv.
Óskar Andri
18.06.2004 at 09:30 #194468Sælir félagar
Ég er að fara í veiðivötn núma um helgina þar sem verður ekið nokkuð um grófa og misgóða malarvegi. Hvað hafa menn verið að keyra með lágan loftþrísting í dekkjunum á grófari vegum.
Um er að ræða Hilux DoubleCap á 35″ BFg A/T dekkjum, ætli að hann vegi ekki svona 2 tonn með öllu draslinu.Akið varlega í umferðinni og góða helgi
Kv.
Óskar Andri
18.06.2004 at 09:07 #502901Jæja
Vigtun og vottorð kostaði 500 kall
Toyota Hilux D/C 2,4 EFI á 35" m. rörastuðara að aftan, kastar grind að framan, SnugTop pallhús, original tankur fullur af bensíni og teigjuspotti á pallinum vegur 1780 kg án bílstjóra og farþega.Kv.
Óskar Andri
21.05.2004 at 12:29 #502886Jújú…. ég er í bænum
Ég þakka skjót svör….Góða Helgi
Óskar Andri
21.05.2004 at 11:49 #194380Sælir félagar
Hvert get ég farið með fjósið og látið vigta hann fyrir sérskoðun? það þarf víst að vera löggild vikt, er það ekki rétt skilið hjá mér?
Kv.
Óskar Andri
10.02.2004 at 19:30 #487626ja sko…
Ég fór á 35" Hilux D/C 2,4 EFI upp á langjökul um helgina, svona á erfiðasta kaflanum og þegar verið var að leika sér á jöklinum var eyðslan c.a. +/- 35-40l á hundraði =)
Enn það var alveg hrikalega gaman! ferðahraði +/- 50 km/klst í 3-5 psi.Ég var í ferð með tveim bílum, 36" Nizzan NAVARA og 38" 4runner, í sumum tilvikum keyrði ég ofan á snjónum þar sem báðir hinir bílarnir festust í förunum eftir mig enn svo gerðist það líka að báðir hinir bílarnir keyrðu ofan á snjónum þar sem ég sat fastur. Enn það voru líka fleiri aðstæður sem spiluðu þarna inn í, ég var einn í bílnum á meðan það voru 2 + farangur í Nizzan bílnum og 4 + farangur í 4runnerinum.
Vona að þessar uppl. komi að einhverju gagni.
Kv.
Óskar Andri
10.02.2004 at 19:30 #492253ja sko…
Ég fór á 35" Hilux D/C 2,4 EFI upp á langjökul um helgina, svona á erfiðasta kaflanum og þegar verið var að leika sér á jöklinum var eyðslan c.a. +/- 35-40l á hundraði =)
Enn það var alveg hrikalega gaman! ferðahraði +/- 50 km/klst í 3-5 psi.Ég var í ferð með tveim bílum, 36" Nizzan NAVARA og 38" 4runner, í sumum tilvikum keyrði ég ofan á snjónum þar sem báðir hinir bílarnir festust í förunum eftir mig enn svo gerðist það líka að báðir hinir bílarnir keyrðu ofan á snjónum þar sem ég sat fastur. Enn það voru líka fleiri aðstæður sem spiluðu þarna inn í, ég var einn í bílnum á meðan það voru 2 + farangur í Nizzan bílnum og 4 + farangur í 4runnerinum.
Vona að þessar uppl. komi að einhverju gagni.
Kv.
Óskar Andri
05.02.2004 at 22:11 #487710jájá… ég veit, minn er svona sko, ég tek
alltaf einn svona hring á leiðinni í vinnuna!
05.02.2004 at 22:11 #492431jájá… ég veit, minn er svona sko, ég tek
alltaf einn svona hring á leiðinni í vinnuna!
25.01.2004 at 23:27 #485874Hmm…
Ég er ekki búinn að fá neitt janúar setur?
Þarf að kanna þettakv
Óskar Andri
16.01.2004 at 21:00 #484382Bíllin er svo léttur að það koma engin för eftir dekkin í snjóinn! þá rata ég ekki til baka
16.01.2004 at 20:58 #484582Þetta er ekkert mál, þú setur lancerinn bara á 49" dekk.
Ég myndi hafa sport lunch og pepsi í hanskhólfinu.
13.01.2004 at 22:24 #483952Sælir og takk fyrir svörin.
Fulda eru þýsk dekk, Kaldasel í kópavogi er með þau (dekkin sem ég er með eru keypt frá þýskalandi). Það eru eflaust til ágætis dekk frá þeim enn þessi Tramp 4×4 Trac sem ég er með eru ekki skemmtileg dekk. Grófmynstruð, mjög hávær, bíllinn er eins og belja á svelli þegar það er hálka og er mig lengi búið að langa til að skipta.
Enn þetta er núna ákveðið það verður farið með fjósið og kreditkortið niður í dekkjalegar í fyrramálið og skellt sér á ný míkroskorin BFGoodrich All Terrain dekk.
Takk
Óskar Andri
12.01.2004 at 20:11 #483940Takk fyrir þessar upplýingar.
Allt það sem ég hef heyrt hingað til af BFg er bara gott.
Er ekki rétt skilið hjá mér að það séu til einhver mismunandi dekk frá BFg? hvaða munstur hafa menn mest verið að nota í 35" frá BFg?Var ekki dekkjalagerinn með BFg ?
Kveðja
Óskar Andri
12.01.2004 at 10:07 #193433Sælir félagar
Ég var að koma frá dekkjaverkstæði með dekk úr viðgerð og fékk miður skemmtilegar fréttir. Dekkið er ónýtt, vírarnir í dekkinu eru slitnir á nokkrum stöðum í dekkinu. Það er eitt annað dekk undir bílnum þar sem þetta er trúlega að byrja að gerast líka.
Þetta eru Fulda Trac tramp 35×12,5 dekk frá því að í vor 2003
Nú spyr ég, hafa menn verið að lenda í samskonar reysnlu með þessi dekk. Eftir þessa reynslu hjá mér er ég soldið smeikur við að fara að stökkva til og kaupa ný dekk þar sem stykkið kostar um 21.000,-Hvernig hefur reynsla verið á t.d.
Durango 35″ ( kostar c.a. 14.900,- )
BFgoodrigh 35″ ( minnir mig að kosti um 15.000,- )Takk
Óskar Andri
05.08.2003 at 20:36 #474926Sælir Aftur félagar
Þetta reyndist vera vatnskassin og skipti ég um hann
í síðustu viku og er vandamálið úr sögunni.Takk fyrir hjálpina
kveðja
Óskar Andri
05.08.2003 at 20:31 #475264Sælir
Hér er eitt en sem kemur til greina
Ég lenti í samskonar vandamáli, að vísu í Bensín bíl
(Suzuki Sidekick) bíllinn hitaði sig í lágum snúning
undir álagi ( byrjaði skindilega ).
Í mínu tilviki reyndist það vera vatnskassin sem var stíflaður. Þú getur tekið kassan og farið með hann til þeirra í stjörnublikk og þeir flæðimæla hann fyrir þig.
Gangi þér vélKveðja
Óskar Andri
26.07.2003 at 12:10 #192748Sælir félagar
Getur einhver sagt mér c.a. hvað Toyota 4runner V6 38″ breyttur c.a. 90-92 árg er að eyða, með og/eða án hlutfalla.
Hvernig hafa þessir jeppar annars komið út á fjöllum?
Kveðja
Óskar Andri
20.07.2003 at 22:29 #474924Sælir Félagar
Takk fyrir upplýsingarnar, ég sé að ég mun hafa
nóg að gera.Kveðja
Óskar Andri
-
AuthorReplies