Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.02.2009 at 13:41 #641798
Hilux er nú doldið léttari en Patrol þannig að 2,8 vélin hlýtur nú að eyða doldið minna í Hilux.
.
Kv.
Óskar Andri
20.02.2009 at 17:43 #640486Þarftu ekki að vera með bílin í fullri hægri begju til að komast út úr bílnum? og hvað heldurðu að þú þurfir að skera mikið úr frammrúðunni?
19.02.2009 at 12:14 #641410Væri fróðlegt ef þeir sem hafa átt svona bíla með tölvukubb gætu deilt því með okkur hinum hvað bílarnir voru eknir mikið með tölvukubb og hvort það hafi þurft að taka upp vélina?
19.02.2009 at 07:12 #641398verst hvað tölvukubbar og ábyrgð fara illa saman :/
16.02.2009 at 21:41 #641036Það sem er verið að gera í dag er að skipta út miðjunni fyrir 9,5" cruiser miðju, þá passa öxlarnir á milli.
10.02.2009 at 18:32 #640490Ef ég skil þig rétt að þá ertu að tala um 4 stífur langsum og eina stífu þversum??? þetta hefur lengi vel verið kalla 4-link… hvað er tæknilega rétt í þessu veit ég ekki en ég heyri menn afar sjaldan tala um 5-link…
Kv.
Óskar Andri
02.02.2009 at 19:57 #639754Þetta er kórrétt hjá Helga… bílstjórinn stjórnar því hversu mikið bíllin spólar og það að spóla í þungu færi bara virkar ekki… það er best að læra það strax!
Eins þú sennilega tekur strax eftir er að þú ert að fá mismunandi svör enda eru þetta trúarbrögð. Ég er núbúinn að skipta um "trú" ég var á Mudder og er ég ennþá þeirra skoðunar að það séu góð dekk… en nú fyrir tveim vikum fór ég á Mickey Thompson Baja MTZ og það sem ég er búinn að prófa nú þegar að þá eru þau bara einfaldlega betri heldur en Mudder undir bíla sem eru c.a. 1900kg eða þyngri. Þau bælast vel og sveimér þá mér finnst þau bara ekki bælast mikið verr heldur en mudderinn. Munstrið er svakalega breytt og hliðarmunstrið gerir það að verkum að munstrið verður ennþá breiðara þegar búið er að hleypa, ég er búinn að upplifan verulega mikin mun á gripi út af þessu. Flotið er greynilega betra, þau eru kringlótt og hljóðlát miðað við t.d. Mudder. Það sem ég hef gott að segja um Mudder er að þau endast von úr viti…. þ.e.a.s. það er hægt að nota þau þar til að það er ekkert munstur eftir….
Kv.
Óskar Andri… trúboði…
26.01.2009 at 19:03 #638928Sælir félagar
Þar sem að ég veit að nú eru orðnir nokkrir jeppakallar sem nýta sér smettiskrudduna til að uppfæra myndir o.fl datt mér í hug að stofna grúbbu "4×4 Iceland" svona ef menn hafa áhuga á að rottast saman á facebook
vona að það verði tekið vel í þetta
.
[url=http://www.facebook.com/groups/create.php?customize&gid=47978463683#/group.php?gid=47978463683:h419fuwy][b:h419fuwy]4×4 Iceland[/b:h419fuwy][/url:h419fuwy]
.
Kv.
Óskar Andri
26.01.2009 at 10:59 #638922texti er næstum nauðsynlegur…. en vá hvað ég er löngu hættur að nenna að setja myndir inn á þessa síðu…. þegar síðan var sem verst tók stundum heila kvöldstund að koma myndum inn….
Kv.
Óskar Andri
23.01.2009 at 12:16 #203629Veit einhver hvernig færið er upp í skálpanes og skálpanes – langjökull?
23.01.2009 at 12:13 #638748vissulega cool…
En mér þætti gaman að vita hvernig þetta virkar í hliðarhalla og bröttum brekkum….
19.01.2009 at 10:58 #638436karbítt skrúfur á 100 kr stykkið (og þær skrúfa sig ekki í sjálfar) og hitt er ólölegt…. hmmmm… ég ætla bara að fara að hugsa um eitthvað annað…
18.01.2009 at 23:02 #638428Ég þarf að hringja og kanna þetta á morgun…. 100 kr stykkið….. nei takk…
18.01.2009 at 20:46 #203590Sælir félagar
Hafa menn eitthvað verið að nota þetta í jeppadekk, hvar fær maður þetta og í hvaða lengdum hafið þið verið að taka þetta?
Kv.
Óskar Andri
14.01.2009 at 18:31 #637278þetta er nú bara ekki svo galin hugmynd!
13.01.2009 at 23:56 #637274Eitt sem ég var að fatta… ætli chrome húðin springi ekki þegar felgurnar eru valsaðar?? ætli það sé þá ekki bara best að mála þetta bara….
13.01.2009 at 13:54 #203553Sælir félagar
Ef ég er með skemmda lakkhúð á chromefelgum eins og t.d. eftir völsun get ég lagað/lakkað felgurnar aftur eða verð ég bara að mála þær??
Kv.
Óskar Andri
30.12.2008 at 09:40 #635750Já Ofsi…. ekki myndi það heldur hvarla að mér að segja nokkrum manni frá því að þetta hafi verið húsbíll sem skildi pæjurnar eftir….
29.12.2008 at 16:10 #635612Þetta er í grunnin það sama en samt ekki nákvæmlega eins…. afturhásingin er sú sama nema Hilux fæst bara með LSD læsingu en cruiser með raflás, veit ekki með breiddir.
.
Framdrifið í cruiser er sídrif þannig að það eru heilir öxlar, í Hilux er hinsvegar loka (rafmagns held ég) í framdrifinu eins og var í gamla 4runner.
.
Eins og hefur komið framm eru millikassar og sjálfskiptingar ekki þær sömu, ég veit ekki hvaða beinskipting er í cruiser en í Hilux er það R151F finnst ekki ólíklegt að það sé sama í cruiser.
.
Ég veit ekki hversu mikið "eins" mótorarnir eru, ég hef keyrt bæði Hilux og LC120 og mér finnst þeir vinna mjög ólíkt. Cruiserinn var mikklu snarpari fannst mér sem innanbæjarbíll en það var eins og Hiluxinn sé að vinna meira á toginu enda togar hann strax hressilega í lágum snúning….. en kanski er þetta bara munur á skiptingunum??? báðir bílarnir eru sjálfskiptir…
.
Kv.
Óskar Andri
23.12.2008 at 21:04 #635252gleðilega hátíð félagar….
-
AuthorReplies