Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.11.2005 at 11:35 #532578
já… ég ætla að sjá til hvort ég geti lífkað hana eitthvað við, mér finnst vanta doldið upp á í lágum snúning.
Atli E. hvernig var þinn gamli áður en þú settir 3.0 dísel í hann. Varstu með vélina eitthvað tjúnaða og hvernig fanst þér eyðslan vera?
Ég er mikið búinn að sitja og horfa á flækjur á netinu fyrir þenna bíl… virðist vera svona frá 186 USD til 370 USD
Kv.
Óskar Andri
18.11.2005 at 09:10 #532574Er mikið mál að setja V6 3.0 EFI ofan í Hilux sem er með 2,4 EFI ??
Hefur einhver gert þetta?
Kv.
Óskar Andri
16.11.2005 at 19:37 #532560Hefur einhver reynslu af þessu
http://www.ecotekplc.com/Þetta eru einhverjir ventlar sem eru settir á loftintak á bensínvélum. Þeir staðhæfa að þetta eigi að minka eyðsluna um einhver x prósent og breyta vinslu vélarinnar til hins betra…
Á maður að eyða pening í svona eða á maður frekar bara að nota peningin í bensín á bílinn…
Kv.
16.11.2005 at 19:08 #532558Hann góður
Örninn:
Sumarið 2004 eyddi hann c.a. 14-16L á hundraði innanbæjar í afturdrifinu (fór eftir því hversu mikið manni lá á að komast að næstu ljósum). Á veturnar innanbæjar 16L + oftast í lokunum og eitthvað verið að hita hann á morgnanna og svona. Mér tókst einhvervegin aldrei að mæla eyðsluna í vetrarferðum almennilega, í hardcore ferðum…. tjha.. 25L kanski… kanski að einhver geti svarað því betur.
Þetta er eyðslan eftir mínu askturslagi… það má öruglega ná þessu eitthvað neðar með sparakstri eða einhverjum töfrabrögðum.Eftir veturinn 2004/2005 fannst mér eyðslan greinilega aukast um 2 lítra sama hvernig bíllin var keyrður. Þannig að það hlítur eitthvað að vera að og svo eftir að hann var settur á 38" þá… tjha…. er ekki hægt að fá olís til að setja upp svona bensíndælu heima hjá sér???
Kv.
Óskar Andri
16.11.2005 at 14:11 #532548Þið eruð að tala um að V6 4runner á 38" sé að eyða 14L + á hundraði. Hiluxinn (2,4 bensín) hjá mér eyðir nokkuð stöðugt 20L + á hundraði þessa dagana eftir að ég setti hann á 38". Hvað segið þið um það… er þessi litla vél bara að rembast svona eða er kanski spurning með að kíkka á Co2 skynjaran!
Einhverstaðar las ég að þessir súrefnisskynjarar væru að gefa sig á 130 þús. km. fresti.
Kv.
Óskar Andri
11.11.2005 at 18:10 #532038ÁSGEIR!!! Þetta er ekki JEEP þetta er Zúkka!!!
Jeep kemst aldrei UPP á það plan að vera Zúkka!
10.11.2005 at 22:40 #531888Lenti í samskonar vandamáli með Hilxuinn, þá var það einmitt mótorinn. Það dugði í einhver skipti að banka á hann en svo stoppaði hann alveg. Það er náttúrulega mjög einfalt að prófa mótorinn ef þú tekur hann úr, bara að tengja + og – við geimirinn…
Kv.
Óskar Andri
24.10.2005 at 11:34 #529758Ég og ferðafélagar mínir höfum verið að nota þessa bláu 60L brúsa frá ölgerðinni undir bæði bensín og diesel með góðum árangri.
Við lentum reyndar einusinni í því þegar við verum með brúsana liggjandi aftur í palli að það lak meðfram tappanum á meðan brúsin var fullur, þá var nóg að taka bara þéttihringinn sem er inni í tappanum og snúa honum við.
Kv.
Óskar Andri
21.10.2005 at 16:42 #457398Já það hefði verið spannandi að prófa þessi dekk enn það vildi svo til að ég var nýbúinn að kaupa muddera, eða viku áður en það kom tilkynning um að AT405 dekkin væru að lenda… eftir að hafa haft góða reynslu af BFG AT dekkjum hef ég fulla trú á þessu fína munstri… en svona er þetta bara…. maður verður bara að sætta sig við reynslusögur þangað til næst…
Kv.
Óskar Andri
20.10.2005 at 11:24 #457388Veit einhver hvað dekkið stendur hátt á 12" breiðri felgu??
Kv.
Óskar Andri
20.10.2005 at 10:58 #529506Sæll
Ég er nýlega búinn að ganga í gegnum svipað vandamál með 4cyl. Hilxu bensín vél. Þetta byrjaði þannig að vatnskassin lak þannig að það var skipt um Vatnskassa og vatnskassa hosur. Stuttu seinna byrjaði vatnið aftur að hverfa/minka og þegar það gerist í þessum Toyotu vélum byrja leiðinda gang truflanir þegar vatnið hefur minkað ákveðið mikið. Enn, núna voru engin merki um leka þannig að ég byrjaði á að skipta um vatnslás og vatnkassalok. En þetta hélt áfram í einhvertíma, kom og fór, ferlega þreytandi. Á endanum ákvað ég að skipta um vatnsdælu. Þegar ég tók gömlu vatnsdæluna úr voru greinileg merki um að það hafði lekið meðfram legu og síðan hefur vatnið "gufað upp" sennilega út af blæstrinum frá viftuspaðanum. Eftir að ég skipti um vatnsdæluna hef ég ekki orðið meira var við þetta vandamál.
Þetta er kanski doldið langt skot þar sem þetta eru doldið ólíkar vélar og þetta var að gerast hjá mér á 3 dögum +. Þótt kælivatnið minkaði á kerfinu var vélin ekki hita sig eins og í þínu tilviki.
Good luck…
Kv.
Óskar Andri
20.10.2005 at 07:42 #463848Sæll
Ég fasttengdi mína aftur í skúffu sökum plássleysis í hesthúsinu, ég hafði hana áfram í kassanum því mér fanst hún betur varin þannig. Græðir maður nokkuð svo mikið á því að taka hana úr kassanum kanski +/- 1 cm á hliðonum.
Ég sé einn ókost við það að vera með dæluna úti í kassanum, ég lenti einusinni í því að þurfa að dæla í dekk úti í blindbil. Þá myndaðist ís í kassanum í kringum viftuspaðan sem endaði með því að eitt blaðið brotnaði og dælan stoppaði á endanum. Þá kiptum við þeim hluta kassans af sem spaðin var í, hreynsuðum ísin og þá virkaði hún aftur og hefur gert síðan þá.
Kv.
Óskar Andri
18.10.2005 at 09:52 #529538Fer þetta ekki bara eftir aðstæðum….. nú er t.d. lada mjög létt og 33" dekk miklu mjórri heldur en 44" dekk. Við viss skilirði ætti léttur jeppi á 33-35 dekkjum að komast mikklu hraðar yfir heldur en þungir bílar á breiðum 38" + dekkjum ??
Kv
Óskar Andri
18.10.2005 at 09:49 #529536Þetta er nú ekki mikið afrek hjá lödunni….. maður á gönguskíðum færi létt með að taka framm úr patrol….
(c:þ
Kv.
Óskar Andri
17.10.2005 at 00:22 #529492Mæli með BFgoodrich AT dekkjum hjá dekkjalegernum eða bílabúð benna. Veit ekki hvort þetta séu endilega ódýrustu 33" dekkin en þetta eru góð dekk.
Kv.
Óskar Andri
14.10.2005 at 12:31 #529236Hvað kallast það ef það hefur EKKI þurft að skipta um vél í patta á innan við 100.000 km…
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Framleiðslugalli!!
06.10.2005 at 18:12 #528828Besta ráðið sem ég hef heyrt til að koma svona Pajero innkaupakerrum á fjöll var að leggja þær toppin og þá er þetta svona eins og ein risastór rassþota og þýtur áfram, að vísu bara niður brekkur, svo verður að draga þær upp brekkurnar.
Kv. Óskar Andri
05.10.2005 at 08:53 #196399Sælir félagar
Nú setti ég Hiluxin á 38″ Muddera síðustu helgi, þessi dekkjastærð er ný fyrir mér þannig að mig langaði að fá tvenn ráð hjá ykkur.
Einhverntíman heyrði ég að maður ætti að herslumæla felguboltana, er þetta rétt? ef svo er hvað á herslan að vera mikil??
Hvaða loftþrýstingur á maður að vera með í svona dekkjum dagsdaglega, bíllin er um 17-1800 kg??
Kv.
Óskar AndriP.s.
dekkin eru á 14″ breiðum stálfelgum ef það skiptir einhverju máli
29.09.2005 at 18:47 #528260Já þetta eru mjög skemmtilegar og málefnalegar umræður….
Kv.
Óskar Andri
15.09.2005 at 17:18 #526852Sæll
Mæli hiklaust með BFgoodrich AT dekkjunum sem heilsársdekk. Ég er búinn að keyra á svona míkróskornum 35" dekkjum síðan byrjun árs 2004, búinn að fara nokkrar vetrar ferðir, ferðast mikið á sumrin bæði á malbigginu og á hálendinu. Þola vel úrhleypingar og aldrei verið neitt vandamál.
Kv.
Óskar Andri
-
AuthorReplies