Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2006 at 17:27 #565254
Ég var a sínum tíma að spá í að setja Toyota V6 (3VZE) vél í hilux með 4cyl bensínvél (22RE). Allsstaðar þar sem ég leitaði upplýsinga var mér ráðlagt frá þessum breytingum þar sem áviningurinn var lítill og það passar ekki á milli kassar, mótorpúðar o.fl. Ef maður væri að fara út að setja aðra vél með þetta mikklum breytingum væri mikklu sniðugra að fara í Toyota 3,4 eða Chevrolet 4,3 Vortec. Þetta er líka mikil rafkerfisbreyting og ef þú opnar húddið á V6 bíl og sérð "allt plássið" þá er þetta ekki sérlega spennandi verkefni.
.
Mér skilst hinsvegar að 4cyl bensínvélar eins og 22RE passi framan á kassan og í mótorpúðana en Þá eru rafkerfisbreytingarnar eftir.
.
En afhverju ekki aðra dieselvél, eins og 3.0 úr 4runner eða LC90??
.
Kv.
Óskar Andri[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/6832:86vtiin3][b:86vtiin3]Hérna er spjall um þetta[/b:86vtiin3][/url:86vtiin3]
25.10.2006 at 15:35 #565122Mikið rosalega lýst mér vel á þessar breytingar hjá þér Kristinn! verður gaman að sjá Wranglerinn þegar hann kemur út úr skúrnum.
Kv.
Óskar Andri
24.10.2006 at 13:13 #565042Ég hef haft góða reynslu af 35" BFG A/T dekkjum sem heilsárdekkjum, lét microskera yfir allt munstrið og kláraði ég munstrið í sumar án þess að einhvert dekk væri til vandræða. Ég hef hinsvegar heyrt misjafnar sögur af 35" BFG dekkjum sem eru á stærri felgum t.d. 16,5 tommu undir þungum bílum eins og F250. Þá þurfa dekkin að vera vel pumpuð, út af hverju þetta er eða hvort það sé einhver munur á milli BFG fyrir 15 og síðan 16,5" felgur veit ég ekki.
Ég myndi líka skoða cooper, veit reyndar ekki hvort þeir séu með 33", en allaveg 32"
Gangi þér vel
Kv.
Óskar Andri
24.10.2006 at 12:11 #565024Er ekki þó nokkur reynsla hérna heima af t.d. Superchips? Hvað hafa menn að segja um þá kubba?
Kv.
Óskar Andri
24.10.2006 at 12:00 #565020Bjarni mig vantar tölvukubb í Toyota Hilux 2,4 EFI bensín árg 94, vélin heitir 22RE
.
Einar! það er bannað að tala um "Hilux" og segja "Kraftmikill" í sömu setningunni!
.
En hvað segirðu annars, ætlarðu að koma með okkur Thorsten út að leika, aðra helgina í nóvember?
.
Kv.
Óskar Andri
.
??? uhhh útafhverju kemur Suzuki í titilinn hjá mér?
24.10.2006 at 10:27 #198795Hverjir eru með tölvukubba í bensínbíla hérna á Íslandi eins og t.d. Superchips?
Og veit einhver hvort það kompaní sé ennþá starfrækt, mér hefur gengið hálf illa að ná í þá, símanúmerið á síðunni hjá þeim er ótengt og þeir svara ekki E-mail ?
Kv.
Óskar Andri
23.10.2006 at 12:54 #562190Takk fyrir frábæra helgi, þetta var nauðsinlegt.
.
Mér finnst það hálf daburt hvað það létu margir þetta einstaka námskeið, sérsniðið fyrir jeppamenn og með mörgum verklegum æfingum frammhjá sér fara
.
Kv.
Óskar Andri
06.10.2006 at 09:43 #562556Í 8" Toyota drifi m. rafmagnlæsingu eru pinion legurnar og carrier legurnar töluvert stærri en í "venjulegu" 8" Toyota drifi. ARB loftl. passa bara í venjulegt 8" drif. Kanski ekki beint svar við spurningunni en má taka inn í dæmið.
Kv.
Óskar Andri
05.10.2006 at 23:54 #562314friðland að fjallabaki, mývatn og loðmundarfjörður
26.09.2006 at 15:45 #561512Já það rétt Kiddi, ekkert 54" rugl!
.
Hvernig gengur annars með Jeepin?
.
Kv.
Óskar AndriP.s.
Flottur Fordinn hjá honum pabba þínum.
26.09.2006 at 12:17 #561526Mér skilst að Marine stöðvarnar séu á hærri tíðni heldur en landstöðvarnar. Ef þú ætlar að kaupa land stöð út þarftu að vera með á hreynu hvaða tíðni xxx MHz til xxx MHz eru notuð hérna, en það getur örugglega einhver fróðari svarað því.
Kv.
Óskar Andri
26.09.2006 at 10:50 #561328Ertu búinn að skoða
http://www.marlincrawler.comhttp://www.kliptrom.is <– er með vörur frá marlincrawler.
Kv.
Óskar Andri
13.09.2006 at 19:07 #560104Sælir félagar
Einfari, þetta er ekki mismunandi á milli leiðsögumanna heldur á milli veiðisvæða. Á svæði eitt og tvö þar sem mest er veitt er ekki algengt að það þurfi að labba mikið.
.
Á svæði þrjú hinsvegar (þar sem ummrætt mál á sér stað) er það þekt að menn hafi gengið sig upp að hnjám, þá ekki endilega við að að fara og veiða dýrið heldur að finna hjarðirnar.
.
Ef þið lesið dómin kemur þar framm að þeir hefðu fellt dýrið uppá fjalli, hlutað dýrið og borið það síðan niður að læk við þekktan traktorsslóða og sótt það síðan þangað á hjólunum.
.
Kv.
Óskar Andri
05.09.2006 at 12:38 #559300Hvað með T-max spil sem summit offroad eru með, hefur einhver reynslu af þeim? virðast vera á ágætis verði.
[url=http://www.summitoffroad.com/tmax.html:1r28g9rm][b:1r28g9rm]T-max[/b:1r28g9rm][/url:1r28g9rm]
23.08.2006 at 09:13 #558492Ég myndi athuga leiðsluskó og tengibox hjá Jóhanni Rönning
22.08.2006 at 11:25 #558384mjög líklega aftur
25.07.2006 at 22:40 #556750Ég lenti í þessu sama með Hiluxinn eftir að ég boddy hækkaði hann og lengdi stengurnar. Ég klipti aðeins til gúmmíið og þá var þetta til friðs. Þú finnur þetta jafnvel ef þú setur hann í láa (held þetta sé svipað og í Hilux) þá er eins og það eitthvað að toga stöngina til baka.
Gangi þér vel
kv.
Óskar Andri
18.07.2006 at 23:48 #556590Á þessum árstíma ætti að vera fært fyrir flesta fjórhjóladrifsbíla inn í laugar. Kæmi mér ekki á óvart þótt þú sæir Yaris/a þarna innfrá líka…
.
Sat fyrir mörgum árum í Toyotu Tercel 4WD yfir þessi vöð og var það ekkert mál.
.
En síðan hef ég lent í því að þurfa að draga afturdrifna smárútu uppúr læknum, sem gróf sig niður að aftan einfaldlega af því að maðurinn fór svo hrikalega vitlaust í vaðið.
.
Þannig að það er aldrei of varlega farið, en kanski ekki mikil hætta á ferðinni þarna.
.
Góða ferð
.
Kv.
Óskar Andri
12.07.2006 at 23:39 #556306fór um síðustu helgi frá laugum yfir í Álftavatn. Það var snjór uppi á pokahryggjunum og aðeins niður í Hrafntinnuskeri. Vorum á 35 og 38" bílum, þurftum að hleypa úr til að komast upp skaflana.
.
Veit ekki með leiðina hjá krakatindum.
.
Kv.
Óskar Andri
06.07.2006 at 23:59 #555882Vinnufélagi minn keypti Icom Marine handstöð úti í USA, hún er ekki á sömu tíðni og stöðvarnar sem við erum að nota, mig minnir að hann hafi verið með eina eða tvær rásir sem við gátum spjallað saman á.
Enn það er rétt þetta með verðin, þetta er mjög freystandi. Mig hefði t.d. langað að eiga eina handstöð með bílstöðinni en á þessu verði sem er hérna heima verður það að vera á biðlista í bili.Kv.
Óskar Andri
-
AuthorReplies