Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.05.2008 at 11:57 #622068
Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem af bílasýningu á Íslandi og ekki með nett vonbrigði. Þetta er fín sýning.
Kveðja
Óskar
28.03.2008 at 21:44 #618704Þetta er nokkuð öflugt apríl gabb, láta alla mæta eitthvert og sitja svo skellihlæjandi heima.
Geri nú samt ráð fyrir að þetta sé ekki gabb.. eða??Kveðja
Einn ekki viss… eða??
10.03.2008 at 17:20 #202074Olíutunnan í 107 $ (metverð), krónan í frjálsu falli, eftirspurn eftir eldsneyti fer að aukast þegar líður á sumarið. Þetta er alveg frábær blanda og það verður gaman í sumar að borga 200 kr eða meira fyrir bensín/dísil líterinn.
Hvenær ætlar þessi blessaða ríkisstjórn að taka við sér og minnka álögur á eldsneyti???
Bíð annars spenntur eftir fyrsta 38″ breytta metan bílnum, það er vonandi framtíðin hér að landið geti verið sjálfu sér nægt um eldsneyti.
Kveðja
Óskar
10.03.2008 at 09:07 #617226Sé þetta nokkuð oft í vinnunni. Tók smá video af þessu, ekkert sérstakt video. Aldrei séð hrævarelda á fjöllum.
[url=http://youtube.com/watch?v=c2QmBOQoUWs:sbuo6wsk][b:sbuo6wsk]Hrævareldar [/b:sbuo6wsk][/url:sbuo6wsk]
09.03.2008 at 10:27 #616442Viss um að ég vinn
07.01.2008 at 10:47 #609182Tekið af mbl.is:
"Vísbendingar eru um að verð á hráolíu kunni að tvöfaldast á árinu, að því er kemur fram á fréttavef Bloomberg. Þótt sérfræðingar hjá bandarískum fjármálafyrirtækjum telji að minnkandi umsvif í bandaríska hagkerfinu muni hafa áhrif á eftirspurn eftir olíu en fjárfestar telja að olíuverð muni hækka sjöunda árið í röð."
Sammála mönnum hér að stjórn 4×4 verður að sjá um mótmæli í samráði við önnur hagsmunafélög.
Kveðja
Óskar
29.12.2007 at 13:07 #608030Held að flestir hér viti hvar á að versla flugelda.
Hef fulla trú á að menn hér láti ekki plata sig þó að smá afsláttur sé gefinn. Verslum á réttum stað og STYÐJUM BJÖRGUNARSVEITIRNAR.Jóla og áramótakveðja
Óskar
28.12.2007 at 19:40 #607848sama hér, væri til í að fara og prufa bílinn (er á 35"). Enn það er ekkert talað um dekkjastærðir í auglýsingunni á forsíðu.
Kveðja
Óskar
27.12.2007 at 21:38 #607844er þessi ferð opin öllum bílum??
27.12.2007 at 13:52 #201453Mig langaði til að forvitnast um takmörk á dekkjastærð í ferðinni milli hátíða??
Jóla og Áramótakveðja
Óskar
03.12.2007 at 10:55 #605210Vildi bara bara benda mönnum á Atlantsoliu. Þeir eru eina fyrirtækið sem ekki hefur stundað það síðustu ár að ræna fólk á Íslandi. Það var sannað í hæstarétti að hin fyrirtækin hefðu stundað það að ræna Íslendinga. Atlantsolía er eina fyrirtækið á þessu sviði sem er með hreinan skjöld. Styrkjum ekki þjófana og verslum við Atlantsolíu.
Kveðja
Óskar
10.11.2007 at 20:04 #602674Er það ekki rétt hjá mér að ríkið taki vsk af bensíni og olíu??? ef svo er hækka tekjur ríkis í hlutfalli af hækkun á heimsmarkaðsverði. Og ég er ekki bara að kvarta yfir verði á diesel heldur eldsneytisverði almennt. Þróunin er að heimsmarkaðsverð er að hækka og það mun ekki lækka aftur. Eitthvað verður að gera og því fyrr því betra. Samstaða er það eina sem virkar til að láta heyra í sér. Hvort sem menn eru á diesel eða bensín bíl.
Kveðja
Óskar
10.11.2007 at 18:23 #602668Fynnst að stjórn 4X4 ætti að setja sig í samband við önnur félög/samtök bifreiðaeigenda og stjórnir þessara samtaka ættu að skipuleggja mótmælaaðgerðir. Ef öll þessi samtök standa saman ættu skilaboðin að komast til skila. Það verður að endurskoða þetta skattkerfi. Olíuverð á bara eftir að hækka í framtíðinni. Ríkið er að stórgræða á þessum hækkunum á meðan við skattborgararnir blæðum fyrir. Rikið er í þessu tilviki ekkert betri enn bankarnir. Mjólka bíleigendur sem mest og enginn segir neitt.
Kveðja
Óskar
22.10.2007 at 11:06 #600426Sælir félagar, í sambandi við félagsgjöldin finnst mér ekki mikið að borga 6250 kr á ári.
Enn í sambandi við þessa setningu í verðkönnunarpistlinum.
"Mér finnst sláandi að sjá hvað Atlantsolía er dýr miðað við hinar stöðvarnar. Hvar er samkeppnin ?"
Ég versla við atlantsolíu ekki af því að hún er ódýrust heldur vegna þess að það er eina olíu félagið sem er ekki búið að ræna landsmenn í gegnum árin með verðsamráði sem er sannað fyrir dómi. Þess vegna borga ég glaður meira fyrir eldsneytið hjá Atlantsolíu enn hjá hinum þjófonum. Íslendingar eru ótrúlega fljótir að gleyma.
Kveðja
Óskar
14.10.2007 at 21:58 #599736Er ekki bara réttast að breyta Litludeild í Sumarferðanefnd, þar sem að fleirri enn einn úr stjórn 4×4 finnst 35" breyttir bílar og minni ekki eiga heima á fjöllum á veturna.
Spurning um að klúbburinn kaupi svona stafrænar hraðamyndavélar og breyti þeim svo að þær taki mynd af öllum litlum bílum(35" og minni) og setji þær á helstu fjallvegi á veturna. Þá er hægt að sekta félagsmenn fyrir svona glæfraakstur.
Kveðja
Óskar
28.09.2007 at 15:51 #200872Getur einhver frætt mig um hver er að selja þessi dekk og hver er með besta verðið á þeim.
Vantar fyrir 17″ felgur.Kveðja
Óskar
12.07.2007 at 16:38 #593536Hefur einhver reynslu á þessum Dick Cepec F/C II 35" á LC 120??? Er að leita að dekkjum fyrir veturinn sem eru góð í snjó akstri.
Kveðja
Óskar
26.04.2007 at 12:41 #589432Fór í heklu í morgun og fór með bílinn í forgreiningu sem átti að taka 15-30 mín. Beið í tvo tíma eftir að bíllinn kæmist inn og fékk þá skýringu að þetta væri eitthvað meira enn þeir gætu gert við í forgreiningunni. Þarf að mæta með bílinn aftur á morgun. Sögðu að enginn straumur kæmist í afturljósin, þeir fóru yfir helstu víra enn fundu ekki neitt.
Kveðja
Óskar
25.04.2007 at 23:10 #589426ekki búið að skipta um útvarp, enn reyndar dó útvarpið um daginn og kom svo aftur inn án þess að ég gerði neitt. Prófa að tala við Heklu ef hann er enn í ábyrgð.
Takk samt fyrir þetta.Kveðja
Óskar
25.04.2007 at 20:54 #200195Skyndilega virka ekki stöðuljósin að aftan og ljós í mælaborði ekki heldur. Búinn að ath. með öryggin fyrir stöðuljósin og þau eru í lagi. Finn ekkert öryggi fyrir ljós í mælaborði.
Eru þessi ljós tengd á einhvern hátt(mælaborð og stöðuljós)??
Bremsuljós virka fínt. Einhverjar hugmyndir um hvað getur verið að eru vel þegnar.
Bíllinn er MMC L-200 árgerð 2005.Kveðja
Óskar
-
AuthorReplies