Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.03.2005 at 23:25 #520056
Sælir, ég þakka góð svör.
Hins vegar er þetta þrískiptur fótur (VHF,GPS og GSM) festur á þakið beint í járnið. Loftnetið klipptu þeir í RSH fyrir mig þegar ég keypti það, kapallinn er nýr. En svo lét ég forrita í stöðina fyrir allar 4×4 rásirnar og allar björgunarsveitarrásirnar, getur það haft áhrif? Þe. að loftnetið sé klippt þannig að það henti betur bjsv. rásunum heldur en 4×4 rásunum?
Otti S.
29.03.2005 at 14:25 #195767Sælir félagar,
Ég er í smá vandræðum með vhf stöðina hjá mér. Ég var að kaupa mér nýja Yaesu VX4204 stöð á RSH og setti hana í. Lagði jafn svera rafmagnskapla að henni og stóðu út úr henni og lagði loftnetið í þrískiptann topp sem var fyrir í bílnum hjá mér. En málið er það að hún dregur svo stutt. Ég rétt heyri í svona kílómeters radíus í kringum bílinn og aðrir heyra frekar lágt í mér. Svo lagði ég bílnum milli tveggja bíla sem voru með VHF stöð og þeir heyrðu spjall á rásum út um allt en ég heyrði ekki neitt. Hvað gæti verið að?
Kveðja
Otti
ö-1423
11.03.2005 at 12:41 #518582Takk kærlega fyrir góðar leiðbeiningar Elvar. Þetta kemur að góðum notum.
Kveðja
Otti S.
10.03.2005 at 23:16 #195641Sælir félagar, nú er útlitið svart! Þannig er það að mágur minn keypti sér óbreytta Vitöru og ætlar að fara að breyta henni. Ég sendi hann bara í umboðið að kaupa upphækkunarsett sem var svosem í góðu nema það að hlutirnir sem hann kom með til baka hafði ég ekki séð áður.
Í settinu voru þrennskonar klossar, semsagt 6 stykki. Tveir voru hringlaga og 4.5cm á hæð með gati í miðjunni(líklega gormaklossar?).
Því næst voru tveir hringir, með þremur 8-10mm götum, líkist helst einhversskonar demparasíkkunum með stóru gati í miðjunni og svo voru bara tveir venjulegir hringir.Ef ég set saman það sem ég tel vera demparasíkkun og einn svona hring þá eru þeir akkúrat jafn háir og klossinn sem ég nefndi fyrst. ATH! að allir hlutirnir eru eins útlítandi og venjulegir klossar og koma líklegast frá málmsteypunni Hellu.
Þannig að nú spyr ég:
Hvort fara klossarnir að aftan eða framan?
Hvort fara hin tvö stykkin að framan eða aftan?Svo fylgdi líka prófíll, held að hann hafi verið 50×50, með gati öðrumegin og bolta hinu megin. Tvo svona stykki sennilega 5cm á breidd. Á boltanum eða gengjunum sem voru ásoðnar var eitt stykki skinna og splittró.
Hvað geri ég við það?
Svo var eitt stykki í viðbót sem leit út eins og framlenging á bolta. Ró soðinn við lítinn hólk sem var soðinn við bolta. Hvað er það?
En allavega, þá tókst mér að breyta Patrol á sínum tíma en ég botna lítið í þessum.
Svo er það ein spurning að lokum, er einhver suðuvinna eða eitthvað sem þarf að lengja eða breyta þegar maður setur svona 4.5cm klossa undir?
Jæja, þetta er nú orðið ágætt og ég vona að einhver súkkueigandi nenni að svara mér.
Með fyrirfram þökk
Otti S.
16.02.2005 at 11:59 #516860Sælir félagar,
Athugið að það er allt í lagi að setja feiti í Auto lokur, allavega á Patrol. En með manual lokur, þá er það alveg bannað. Í frosti þykknar feitin og getur brotið lítið plaststykki inn í manual lokunum en það er ekkert svona stykki inn í Auto lokunum. Ef þú ert með sjálfvirkar lokur er það semsagt í lagi. Ég er með feiti í mínum og þær halda en. En ég setti einu sinni feiti í manual lokur á gamla bílnum mínum og þær fóru í fyrstu ferð.Kv.Otti S.
15.02.2005 at 10:24 #516844Sæll, ég hef notað Dumper Grease EP2 eða Starplex EP2 á driflokurnar hjá mér, báðar fást þær hjá Olís. Er á Patrol og hef ekki lent í veseni enn…
01.02.2005 at 11:53 #488038Sælir félagar, það var ekki fyrr en ég var búinn að lesa þennan þráð í gegn að ég sá hvað hann var gamall. Það er eitt sem má ekki gleyma í þessari umræðu og það er það að AO selur ekki smurolíu, rúðuþurrkur, samlokur, gos og fleirra sem við notum á bílana okkar og í ferðum á þeim. Með samningi við Shell og eftir því sem ég best veit fáum við þessar vörur á afslætti… Afslætti sem við gætum misst ef við stöndum ekki við okkar hluta samningsins.
Kv. Otti
01.02.2005 at 11:53 #493061Sælir félagar, það var ekki fyrr en ég var búinn að lesa þennan þráð í gegn að ég sá hvað hann var gamall. Það er eitt sem má ekki gleyma í þessari umræðu og það er það að AO selur ekki smurolíu, rúðuþurrkur, samlokur, gos og fleirra sem við notum á bílana okkar og í ferðum á þeim. Með samningi við Shell og eftir því sem ég best veit fáum við þessar vörur á afslætti… Afslætti sem við gætum misst ef við stöndum ekki við okkar hluta samningsins.
Kv. Otti
28.01.2005 at 10:48 #515008Sæll og blessaður,
Það er hið minnsta mál að breyta Patrol, hérna er grein sem ég skrifaði þegar ég breytti mínum Patrol á sínum tíma. þú ættir að geta fengið einhverjar upplýsingar þar.
http://www.hugi.is/jeppar/articles.php? … 84#1348293
Kveðja
Otti S.
24.01.2005 at 16:43 #195333Sælir félagar,
Ég er í smá vandræðum með ferðatölvuna hjá mér, þannig er mál með vexti að þegar ég tengi tölvuna við GPS-inn þá fer músinn alveg á milljón og ég fæ ekkert við ráðið… Að öðru leyti kemur GPS-inn alveg inn í tölvuna og ég get alveg notað hana sem slíka en eins og ég sagði þá ræð ég ekkert við músina. Hvað er til ráða?
Kveðja
Otti S.
17.01.2005 at 10:12 #513710Sæll,
Ef hann er 35" breyttur þykir mér líklegt að það sé búið að síkka stífufestingar, allavega að framan, þá þarftu líklega bara að setja stærri klossa, hef trú á því að undir honum séu svona 4-5 cm klossar, þú þarft að skipta þeim út fyrir 10cm klossa. Þá færðu í málmsteypunni Hellu í hafnarfirði. Það er nú lítið meira sem þú þarft að gera, nema kanski skera aðeins meira úr eða ajfnvel fá þér nýja kanta…
Otti S.
04.01.2005 at 09:56 #195159Sælir félagar,
Ég er að hugsa um að fara að fá mér loftdælu núna í vikunni og má hún ekker vera minni 150 lítra. Hvar er hægt að fá svona 12v dælur á skikkanlegu verði. Veit að það eru til 170 lítra dælur í BYKO á 30 þúsund en veit einhver um þær ódýrari eða jafnvel öflugri?
Svo var annað, mig vantar hettur á ventlana hjá mér, lekur alltaf þetta drasl. Ég sá hérna link um daginn á síðu í USA þar sem verið var að selja góðar hettur með gúmmí þéttingu en ég hef ekki fundið hann aftur. En hvar er hægt að nálgast þetta hérna heima?
Kv. Otti S.
04.01.2005 at 09:43 #512366Sæll, ég skráði mig hérna á netinu í maí á síðasta ári. Hef ekkert fengið enn, þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar hef ég einungis fengið eitt eintak af Setrinu og er það allt. Mér finnst þetta til skammar…
Otti S.
28.12.2004 at 10:05 #511752Sæll,
Lok virka bara eins og driflokan sé alltaf á lock. En fyrst að það voru manual lokur á honum mæli ég með að þú fáir þér aðrar eins og passir þig á koppafeitinni. Ég lenti í hellings basli með þetta einu sinni og niðurstaðan var bara lok. Annars, ef þú skoðar inn í lokuna þá er plast hringur sem gormurinn þrýstir á og hann er líklega brotinn. Þá er driflokan að halda við öxulinn í smá tíma en sleppir svo snögglega. Það skýrir þessa skelli eða dynki sem komu.
27.12.2004 at 18:38 #511748Driflokur í Patrol eru oft á tíðum með mikið vesen. En líklegt er að hún sé slitin og þá þarftu að skipta um. Bestu manual lokurnar sem þú getur fengið heita SUPERWINCH og færðu þær að ég held í bílanaust og IH svo að eitthvað sé nefnt. En passaðu þig bara á því þegar þú skiptir um þetta að setja ekki koppafeiti í driflokuna. Þegar komið er í frost frís koppafeitin og verður þar af leiðandi þykkari og þá vill lítið plaststykki inn í svona manual lokum gefa sig. Passaðu þig bara á þessu. Annars getur þú líka bara fengið þér lok. Það kostar eitthvað um 18. þús og þú mátt alveg setja koppafeiti í það. Ég man ekki hvað gæinn heitir sem smíðar þetta en hann er upp á höfða einhversstaðar.
Kv.
Otti S.
27.12.2004 at 18:31 #511792Hey, ég kom þarna rétt á eftir ykkur og var að spæna í brekkuna um það leiti sem þið voruð að fara og auðvitað fór ég upp, svo á eftir fylgdu annar Patroll og svo tveir Hiluxar og allir komumst við upp. Ekki svo erfið brekka! En annars var skíta færi þennan dag.
14.11.2004 at 21:51 #508582Sæll,
Ég er með þessi dekk í stærðinni 37.5"x12 og nota ég þau á sumrin. Ég hef farið ma. á langjökul á þeim en var ekki hrifin vegna þess hve stíf þau voru. Bældust eiginlega ekki neitt þannig að ég ákvað að nota þau sem sumardekk þar sem þau eru alveg ótrúlega endingagóð. Ég hef líka heyrt margt um þessi dekk eins og, "Þetta eru enginn helv. jeppadekk bara stór lyftaradekk" og "félagi minn var með svona undir double cap og þau dúndurvirkuðu eftir 70 þús."
03.11.2004 at 10:46 #507750Sæll,
Ef þú tekur hurðaspjaldið úr hurðinni hjá þér þá sérðu eflaust gat og jafnvel tengi fyrir hátalara, líkalega 6.5" stóra. Ég veit að þessi göt eru í framhurðum og í afturhurð á Pajero, gæti vel verið að þetta sé í farþegahurðunum aftur í. En það er allavega góð byrjun að skoða þetta.
Ef það eru ekki göt þá er best að setja þá neðst á hurðina, annars gætiru minkað verulega styrk hurðarinnar ef þú ferð að saga eitthvað í miðri hurðinni, það eiginlega segir sig sjálft. Það er líka þægilegra fyrir farþega að hafa þá niðri.
16.09.2004 at 14:53 #194645Sælir, sá þetta á netinu og fannst það alveg upplagt að skella þessu hérna inn.
http://money.cnn.com/2004/09/13/pf/autos/monster_truck/index.htm?cnn=yes
Hvernig ætli þessi verði þegar búið væri að breyta honum að okkar hætti?
03.08.2004 at 23:56 #194589Sælir félagar,
Ég lenti í því leiðindaróhappi í vetur að dekkjaverkstæði sem ég fór með bílinn á herti ekki nógu vel á öðru aftur dekkinu með þeim afleiðingum að það smám saman losnaði og minnstu munaði að illa hefði farið. Þegar ég tók eftir því hvað var að hékk dekkið á aðeins einum bolta og þá búið að slíta alla hina, þannig að götin á felguni eru flest skemmtilega vel fræst og engin leið að nota hana eins og hún er. Þannig að ég var að spá hvort að einhver viti um eitthvað verkstæði sem gæti lagað svona. Þetta er stálfelga, nánartiltekið krómuð Wite Spoke felga. Ég ætla ekki að nefna dekkjarverkstæðið hér þar sem ég hef leyst öll mín mál við viðkomandi verkstæði og sé ekki ástæðu til þess að setja svartann blett á það þar sem aðeins voru um mannleg mistök að ræða. En eins og ég segi þá er ég í smá vandræðum með þetta og myndi glaður þiggja allar upplýsingar.
Kveðja
Otti S.
-
AuthorReplies