Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.11.2005 at 11:04 #531400
Sælir, við Árbúðarmenn sáum alls ekkert eftir því að hafa farið í Árbúðir, fórum á fætur um það leiti sem þið fóruð að sofa. Við renndum inn á Hveravelli á laugardaginn en það reyndist vera tvöfaldur björgunarleiðangur… Risastórt tröll, nafn hans verður ekki getið hér var fast og olíulaust í skafli nokkrum kílómetrum frá Hveravöllum, eftir smá spilerí og olíusopa reddaðist það nú og á heimleiðinni voru felguboltar og rær skildar eftir, teipaðar á skiltið sem vísar veginn inn í Kerlingafjöll, eyrnamerkt Trúðunum.
Í gær, sunnudag fórum við upp í Skálpanes, þræddum framhjá sprungusvæðinu þar fyrir ofan og BAMM! komnir upp á jökul! Það er sko nóg af snjó á Langjökli, þrusuðum inn í Þursaborgir með þrjú pund í hjólunum á allt of miklum hraða, svo miklum að viftureim í Toyotu hafði ekki í Patrolana og slitnaði. Fór þá dagurinn í það að koma blessuðu toyotunni niður í Húsafell í viðgerð og vorum við komnir í bæinn um miðnætt í gær. Frábært skyggni til að byrja með á jöklinum en svo skall á hríðarbylur.
Myndir úr ferðinni komnar í albúmið!
Kveðja frá Árbúðahópnum
Otti Sigmarsson felguboltalánari og Gemlingur!
S: 823 1118
03.11.2005 at 10:29 #529310Sælir, kannski ágætt að reyna að lífga aðeins upp á þennan þráð. Málið er það að við Grindvíkingar erum að útbúa nýjann björgunarsveitarbíl um þessar mundir og við erum alveg í vandræðum með hvað við eigum að gera í þessum símamálum.
NMT kerfið virðist vera að detta út en samt ekki, einhver sagði mér að Póst og Fjarskiptastofnun myndi framlengja samninginn við símann þannig að þeir yrðu að halda áfram rekstri á því. Ég veit nú ekki hvað er til í því.
En það sem við erum að hugsa er hvað kostnaðurinn við Gervihnattasíma er? Ég veit að startkostnaðurinn er mikill, rúmlega 100 þúsund per síma. En hver er mánaðarlegur kostnaður, mínútugjald eða annar fastur kostnaður? Er einhversstaðar hægt að skoða það?
Svo var okkur bent á að fá okkur fastann GSM síma í bílinn með 6dB loftneti, veit einhver um ágæti þess?
Kveðja úr víkinni
Otti S.
23.10.2005 at 18:09 #529786Sæll,
Ég hef mjög góða reynslu af svona tækjum, ég á eitt iQue 3600. Það er fínt signal af þessu, svipað og á venjulegum göngutækjum. Stór og fínn skjár, ég hef reyndar ekki fengið mér íslandskort. Hinvegar er þetta hin mesta snilld þegar þú ferðast erlendis, getur talað við þig og hvaðeina.
Svo færðu líka með þessu aðgang af einhverju Garmin kortakerfi á netinu, þar geturu fengið flest kort sem til eru í heiminum gegn greiðlsu auðvitað og svo hleðuru því bara inn um leið og þú kaupir.
Kv.
Otti
21.10.2005 at 12:42 #529740LS = Limited Slip olía er til þess að setja á tregðulæst drif. Venjulega 80w/90 olíu á að nota á allt annað þám. nospin.
12.10.2005 at 23:47 #196445Veit einhver hvort að það sé hægt að leigja vélsleða? Þá er ég ekki að tala um eins og er við rætur sumra jökla heldur meira eins og bílaleiga. Veit einhver um svoleiðis?
Kv.
Otti
05.10.2005 at 15:07 #528780Góð hugmynd, um að gera að kenna splæs ef einhver hefur tök á því, það allavega veikir spottann töluvert minna heldur en hnútur…
04.10.2005 at 11:46 #196388Sælir félagar, nú á að fara að senda konuna til USA að versla og var ég að spá í að láta hana kaupa eins og eitt stykki GPS.
Eru GPS tæki í USA eitthvað öðruvísu upp sett heldur en þessi með CE stimpli? Er eitthvað sem þarf að varast? og hefur einhver reynslu af þessu, þe. að flytja inn tæki frá USA.
Ég er að spá í 172C tækinu en það virðist ekki vera mikið á ameríkumarkaði og alls ekki auðfundið. Svo hef ég líka verið að spá í 276C tækinu, hefur einhver prófað það?
Kv.
Otti
30.09.2005 at 13:24 #528278Þetta er til þess að þú sjáir ferðafélagana þegar þeir lykla inn á VHF. Frekar dýr búnaður, annars er verið að hanna svona system fyrir björgunarsveitirnar.
Þetta virkar held ég þannig að þegar viðkomandi er með þetta GPS/VHF system þá sendir VHF stöðin upplýsingar úr GPS tækinu í GPS tækið í hinum bílnum eða sleðanum og þá kemur punktur inn á plotterinn. Þetta tekur væntanlega einhverjar sekúndur… jafnvel mínútur
29.09.2005 at 10:30 #196353Veit einhver hvernig færð og snjóalög eru á Landmannaleið í nágrenni við Landmannahelli?
Nú sá ég á spjallþráðum um síðustu helgi að það var nægur snjór norðan Vatnajökuls og á því svæði en veit einhver hvernig er við Langjökul og á langjökli?
Kv.
Otti
28.09.2005 at 08:52 #52803427.09.2005 at 14:28 #528022Ég held að það sé best að kaupa tilbúið:
http://www.landsbjorg.is/thjonusta/sjuk … avorur.htm
Það er allt í þessum kassa sem venjulegur einstaklingur getur notað.
Það er enginn tilgangur að hafa voða fansí búnað sem allt of fáir geta notað.
Þegar slys verð á fjöllum eins og td. að missa framan af fingrinum, fá mjög djúpa skurði eða brenna sig alvarlega er lítið hægt að gera en að setja sárabindi á sárið og fara strax til byggða. Innvortis meiðsl eru mjög alvarleg og getur td. aflimun eða djúpur skurður skaða taugar og sinar.
Hinsvegar er nauðsynlegt að hafa einhversskonar BurnFree efni, það er jú hægt að brenna sig á mjög miklu í skálaferðum…
Kv.
Otti
20.09.2005 at 13:01 #527168Sælir,
Það er jú algengt að fólk er með Latex ofnæmi, besti kosturinn fyrir utan Latex eru Nitril hanskar sem hafa sömu kosti og Latex hanskar nema að þeir eru ofnæmis fríir. Vínil hanskar eru aftur á móti ekki jafn góðir vegna þess að þeir eru stökkir og rifna auðveldlega. Hinsvegar eru þeir mun ódýrari.
19.09.2005 at 19:44 #527154Sæll,
Ég held að besti kosturinn sé svona standard kassi frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg:
http://www.landsbjorg.is/thjonusta/sjuk … avorur.htm
Það eru leiðbeiningar á íslensku í þessum kössum og svo eru þeir fullir af nauðsynlegu dóti og þægilegir í notkun. Kassarnir eru líka ryk og rakaþéttir.
Annars finnst mér að BurnFree kassi ætti að vera í Setrinu, þetta efni er kanski svolítið dýrt en það er þess virði þegar neyð ber að…
Og jú, eins og einhver nefndi, sótthreinsandi efni. Spritt og Savett klútar eru nauðsynlegir, þeir eru að ég held í kössunum frá SL.
Kveðja.
Otti S.
16.09.2005 at 16:40 #196265Stutt og hnitmiðað!
Veit einhver hér hver sér um skálann í Árbúðum? Semsagt, hvern ég get haf samband við um gistingu osfr.
Kv.
Otti S.
ö-1423
15.06.2005 at 17:41 #524126Er samt ekki búið að laga flestar eða hvernig er það?
14.06.2005 at 10:46 #196033Sælir,
Hvaða árgerð af Patrolum komu með gallaðar vélar sem leiddi til þess að þær hrundu á fyrstu 10 – 20 þúsund kílómetrunum?
Maður hefur marg oft heyrt um bíla sem eru á annari eða þriðju vél, en ég man ekki hvaða árgangur það var. Einhver sem veit það? Var það árgerð 2000 kanski?
Kv. Otti
29.05.2005 at 19:48 #523442Hvernig er það? Þessir gæjar sem voru að selja Pullup og Jötun spil og auglýstu eins og heimurinn væri að farast síðasta vetur, eru þeir hættir að selja eða er lagerinn búinn eða hvað?
Afhverju svara þeir þessum þræði ekki? Veit það einhver?
26.05.2005 at 13:00 #523432Er ekki einhver sem getur svarað þessu. Mig vantar einmitt þessar upplýsingar líka.
Otti
24.05.2005 at 18:32 #523406Ég undirritaður mótmæli 50 sentímetra ákvæðinu í grein númer 4
Otti Rafn Sigmarsson ö – 1423
kt. 150385 – 2379
31.03.2005 at 09:37 #520068Sælir,
Ég þakka en og aftur góð svör. Ég fór að sjálfsögðu og leitaði ráða hjá RSH, taldi það bara einfaldast og niðurstaðan var sú að kapallinn var tengdur beint inn á GSM loftnetið… Þegar ég tengdi þetta passaði kapallinn uppá og þannig að í mínum huga hlaut þetta að vera eina lausnin. En svo var ekki. Þeir voru enga stund að mæla þetta út hjá mér hjá RSH og þurfti ekkert að borga fyrir það vegna þess að starfmaður hafði sagt mér vitlaust til og baðst afsökunar, ég sagði það auðvitað ekkert mál og þakkaði fyrir góða þjónustu.
Annars borgaði ég 600 kall fyrir tengi svo að kapallinn passaði á réttann loftnetsfót.
Ekkert mál og frábær þjónusta hjá RSH.
Otti S.
-
AuthorReplies