Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.07.2009 at 21:35 #651294
Sæll,
Ég hef bara farið niður í fjöru og fengið mér smá sand í fötu. Farið svo heim og sigtað og þurrkað, Sandur er bara sandur, bara spurning um að velja réttu fjöruna.
Algjört kreppu ráð, kostar ekki neitt 😉
Kv.
Otti S.
16.05.2009 at 00:20 #647706Sæll,
Það er greinilega misjafnt hvort menn noti legghlífar eða ekki. Ég keypti legghlífar fyrir ekki svo mörgum árum síðan, kannski svona 3 í 66° Norður á fínan pening, síðast þegar ég vissi voru þær en á fínu verði. Þar sem ég notaði þær mjög mikið, mjög mjög mikið þá entust þær í ca. 3 ár sem mér fannst bara fínt, en þær voru ekki með vír og það var sumsé ólin sem gaf sig. En þær voru renndar við kálfann og mjög þægilegar. Miðað við notkun og verð þá fannst mér endingin ágæt.
Ég keypti mér svo aðrar ekki fyrir löngu og þær eru með vír en aftur á móti frönskum rennilás og smellum til þess að ná saman og er það framan á. Þær kostuðu líka sitt…
Helst er að kíkja í 66°Norður eða Fjallakofann, jafnvel Everst líka. En forðastu Útilíf, það er bara okurbúlla, því miður.
Þetta er allavega mín reynsla, góðar stundir.
Kv.
Otti S.
23.04.2009 at 12:55 #646480Sælir félagar,
Ég var einu sinni í vandræðum með glóðakerti í svona bíl. Eftir að þetta fór að vera vandamál fyrst þá fór ég með bílinn á 3 til 4 staði til að skipta um glóðakerti á ca. 3 ára tímabili en bíllinn var alltaf leiðinlegur í gang í kuld ofl þrátt fyrir það. Mér var einfaldlega tjáð að vandamálið væri eitthvað annað en glóðakerti, td. það að hann missti niður olíu og eitthvað.
En svo kom að því að ég fór í umboðið. Þeir smelltu í hann orginal kertum og nú fer hann í gang hvar sem er og hvenær sem er í fyrsta starti. Voru mjög sanngjarnir á verði og voru mjög fljótir að þessu. Þetta var samt ekkert ódýrt en bíllinn er í lagi sem hann hefur ekki verið í mörg ár.
Að auki lentu þeir í því að keyra annað framdekkið utan í einn lyfta stólpann og rífa það. Þegar ég kom og náði í bílinn þá voru þeir búnir að kaupa glænýtt dekk alveg skilyrðislaust og báðust mikið afsökunar á þessu.
Eftir þessi viðskipti mín við Ingar Helgason fékk ég alveg nýja sýn á þetta á fyrirtæki.
En þetta er allavega mína saga af svona máli 😉
Kv.
Otti S.
23.03.2009 at 16:29 #644190Sælir,
Ég hef ágætis samanburð af Warn spilum og svo Come Up.
Við erum með spilin framan á björgunarsveitarbílum og eru þeir báðir eins og gera nánast sömu hlutina.
Annar bílinn er 2000 árgerð með Warn spili keypt sama ár, það er 9000 lBs.
Hinn er 2005 árgerð og með Come Up spili, einnig keypt sama ár, það er líka 9000 lbs.Munurinn á þessum tveimur spilum er eiginlega bara alveg fáránlegur. Warn spilið er ennþá alveg í toppstandi þó svo að það sé eitthvað búið að fara yfir það en ég vil nú meina að það sé bara eðlilegt viðhald. Come Up spilið er svo aftur á móti nánast því ónýtt. Á því eru einhver állok í hliðunum sem eru tærð alveg í gegn. Tengið fyrir fjarstýringuna er slapt og öll rafmagnstengi orðin frekar döpur ásamt einhverju fleirru. Þetta spil þarf að fara í yfirhalningu fljótlega, en það er bara 4 ára gamalt á bíl sem er nú ekki mikið notaður.
Þetta er allavega mín reynsla á þessum tveimur.
Ég keypti hinsvegar sjálfur fyrir nokkrum árum síðan eitthvað kínaspil sem er alveg eins og klettur framan á bílnum, 12000 lbs og það hefur aldrei verið neitt vandamál með það líkt og Warn spilið, bara í toppstandi.
Kv.
Otti S.
11.03.2009 at 11:24 #642948Auðvitða eru sveitir á þessu svæði, eins og annarsstaðar útbúnar vélsleðum og snjóbíl. Ef einhver hefði verið slasaður eða útkallið á einhvern hátt öðruvísi þá hefði verið hægt að senda önnur tæki.
Þannig að vélsleðar eru þau tæki sem sveitir nota til þess að komast hratt yfir. Jeppana til þess að koma mannskap og búnað á staðinn á ekki alveg jafn skömmum tíma og snjóbíllinn kemur svo öllu sem þú þarft á en lengri tíma.
Mér finnst flóran vera alveg nóg… Þetta eru bara sjálfboðaliðar.
Kv.
Otti S.
11.03.2009 at 11:21 #642946Svo það komi nú fram einu sinni en, að á þeim tíma sem líður frá því að fólkið sem óskaði eftir aðstoð lagði af stað frá Bragabót eða hvaða stað sem þau fóru uppfrá, lenti í því að affelga og þangað til að björgunarsveitirnar komu til þeirra, getur veðrið og færðin breyttst alveg gífurlega, þetta ættu allir á Íslandi að þekkja.
Að ætla að halda því fram að það hefði verið eitthvað fljótlegra að hrigja í einhvern félaga úr bænum til þess að redda sér er alveg fáránlegt.Leyfum þeim sem tóku þátt í þessu útkalli að njóta vafans. Ég er alveg viss um það að aðstæður þarna hafa verið mjög erfiðar..
Gunnar,
Varðandi það að fleirri litla bíla heldur en færri stóra. Það hefur vissulega kosti og galla. Þarna voru á ferð tvær sveitir á tveimur bílum, mjög öflugum bílum. Kom það einhverntíman fram hvernig bíl fjölskyldan var á? Kannski var hún á 49" ford eða einhverju álíka ferlíki, hvað ætlar þú þá að gera með 4 litla Cheerokee? Tala nú ekki um ef að það hefði komið annað útkall á nálægu svæði, ætlaru þá að senda bílinn með sagirnar og bensínið þangað en hafa bílinn með sjúkrabúnaðinn í hinu verkefninu?Ég veit það fyrir víst að þessar sveitir, Björgunarsveitin Ingunn og Björgunarsveitin Biskup eru mjög svo færar og reynslumiklar í akstri í snjó og ófærð og sérstaklega á þessu svæði. Ef þeir hafa lent í vandræðum þá er það vegna óviðráðanlegra aðstæðna ekki vangetu.
Kv.
Otti S.
29.10.2008 at 23:38 #631842Sælir.
Hvað varðar öndun á svona kössum þá myndi ég ekki setja göt á botnin… Því þau göt eru á frekar viðkvæmum stað fyrir bleytu og öðru þegar ekið er í mikilli rigningu ekki satt?
Göt eða öndun myndi ég setja neðst í innanverða hliðina á kassanum, þá er hann í sem mestu skjóli. Nú eða bara koma fyrir einhversskonar rist.
Varðandi einangrun í kassann þá er hægt að fá hjá Þ. Þorgrímssyni í Ármúlanum eða Síðumúlanum svona frauð eða svamp mottur með lími á, 13 mm þykkt. Þetta er það sama og er límt inn í brettakanta hjá einhverjum breytingaverkstæðum. Þetta gefur allavega ágætis einangrun og þægilegt að skera niður og líma í kassann og kostar ekki mikið. Ein stór motta, ca 1.5 fermetrar kostar um það bil 3 þúsund krónur.
En til að hita svona kassa upp, hvort sem þeir eru á toppnum eða aftan á þá er auðvitað margt í boði, eins og td. að tengja miðstöðina inn á þá en það gæti orðið svolítið bras. Annars líst mér vel á hugmyndina með að setja peru eða eitthvað til að búa til smá hita. Það sem mér datt hinsvegar í hug er að setja svona töfluhitara eins og er sett í rafmagnstöflur sem eru úti. Ég veit samt ekki hvort að þeir séu fáanlegir 12v eða hvað, en það væri allt í lagi að athuga það.
Kv.
Otti S.
12.05.2008 at 13:00 #622702Þetta er gaman að sjá, mjög svo áhugaverður þráður og skemmtileg lesning.
Þessi trukkamenning sem var hér áður fyrr var auðvitað nokkuð mögnuð. Við hér í Grindavík eigum ennþá þennan svakalega trukk og enn þann dag í dag rekur fólk upp stór augu þegar hann keyrir framhjá.
Það merkilega við þessar MAN trukka og þá sérstaklega þessar Kat1 týpur er það að þeir eru á gormafjöðrun líkt og margir jeppar. Þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta dótarí virkar í allskyns torfærum. Helsta notkun fyrir þennan ágæta trukk hérna í Grindavík er að hann getur keyrt í miklu stórgrýti og ófærð og er hann því mjög öflugur til þess að keyra í fjörunum hér í kring og þegar skipströnd voru nú næstum því á hverju ári hér við Grindavík þá kom hann sér ótrúlega vel.Það var árið 1986 sem að MAN trukkurinn okkar kom til landsins en það var einhver íslenskur bifvélaverkfræðingur í Þýskalandi sem fékk þá hugmynd að flytja svona bíla inn, sá fyrsti kom til björgunarsveitarinnar Ingólfs í Reykjavík og seinni bíllinn kom til okkar. Eftir það fór þetta svo að streyma inn til landsins eða þannig. Síðla árs 1986 kom bíllinn til okkar og í byrjun árs 1987 var hann kominn með stóran gám eða kassa að aftan sem átti að græja undir farþega og nota sem stjórnstöð. Ætli það hafi ekki verið síðsumars eða um haust 1987 þegar farið var í fyrstu fjallaferðina ef fjallaferð má kalla. Þá fór sveitin í útilegu á trukknum og fleiri einkabílum og var þá farið í Núpstaðarskóg. Þessi saga lifir ennþá hér fyrir sunnan og var ég nú ekki mjög gamall þegar þessi ferð átti sér stað en ég fékk nú samt að fara með. Þegar komið var í Núpstaðarskóg eða á leiðinni þangað inneftir fengu menn auðvitað að reynslu aka þessum svakalega trukk og prófa í ánum með þeim fyrirvara að passa sig á sandbleytu. Það var einn sem passaði sig ekki alveg nógu vel og dýfði framendanum á trukknum á kaf í sandbleytu í einum álnum á Núpsá. Menn voru nú ekkert mjög sáttir með þetta enda trukkurinn pikk fastur. Þá var hafist handa við mokstur en blautur sandur var ekki mjög auðveldur viðeignar. Þá voru hengdir aftan í trukkinn einir 5 bílar sem allir kipptu í á sama tíma en hann bara haggaðist ekki. Eftir nokkrar klukkustundir voru menn komnir að því að gefast upp en þá datt einhverjum það snjallræði í hug að kippa út tveimur fiski körum, sem voru undir farangur aftan í trukknum. Menn gengu svo upp eftir álnum með skóflur og körin tvö og stoppuðu þar sem álinn byrjaði. Þá settu þeir annað karið út í og á með einn hélt við þá fylltu hinir það af grjóti og sandi og fljótlega sat það fast. Sama var svo gert við næsta kar og svo var stórum steinum rúllað út í. Með þessu veittu þeir ánni frá trukknum og fengu því frið frá rennandi vatni á meðan þeir mokuðu. Svona hafðist bíllinn upp, 13 tímum seinna…
Ég hef undanfarið verið að kynna mér nýrri útgáfu af svona bílum og fór til Þýskalands um daginn til þess að prufuaka og skoða svona trukka. Endilega skoðið myndir frá þessu á síðunni hjá mér. Þessi bíll sem við erum að skoða á þessum myndum er MAN kat1a1 og árgerð 1999. Hann er útbúinn með einhverja tjakka í stað gorma. Í þessum tjökkum er einhver blanda af gasi og glussa og fjaðrar hann eins og hann sé gormum en með þeim möguleika að geta hækkað sig og lækkað eftir því hvernig landslagið er… Nokkuð magnaðar þessar hergræjur.
Slóð á albúm: http://album.123.is/?aid=67747&vt=all
Svo var ég að þvælast í Þýskalandi og Danmörku um daginn og rakst á 12 svona stykki á Hiab verkstæði í Danmörku. Þessir eru 8×8 og brynvarðir og á fjöðrum… Eiginlega bara fáránlegt. Mér var tjáð það á þessum stað að þetta væri 2008 módel af trukkum fyrir Danska herinn og að stykkið kostaði um 50 milljónir…
http://cs-001.123.is/DrawPicture.aspx?i … 09219&s=MS
Gat einhverra hluta vegna ekki sett inn þessa mynd, kann það hreinlega ekki…
Kv.
Otti Sigmarsson
22.12.2007 at 18:35 #607230Sæll,
Ég keypti Superwinch lokur á sínum tíma á ebay. Held að BBB eða einhver sé að selja þær, man það ekki alveg.
En það var ekkert að því að kaupa lokur þar og virkuðu þær fínt til þess að byrja með. Ég gerði þau misstök að setja koppafeiti inn í lokurnar. Það fór svo þannig að þegar það frysti mjög miki þá þykknaði feitin með þeim afleiðingum að lítið plasstykki brotnaði inn í lokunni. Sama stykki og heldur gorminum á sínum stað. Afleiðingin var sú að loka hætti að halda og ekki hægt að fá þetta litla plasstykki. Endaði svo bara með því að ég fékk mér Ægisloku og aldrei vesen eftir það.
Hinsvegar er gallinn við þær að þær eru fastar, þannig að á sumrin henta þær illa, eða ekki eins vel.
Ég á eitthvað orginal loku slátur ef þú þarft að gera við svoleiðis. Annars hef ég og fleirri brent mig á því að um leið og þú lendir í lokuveseni þá verðuru ekki sáttur fyrr en þú færð þér Ægisloku.
Kv.
Otti S.
27.10.2007 at 14:10 #60111210.02.2007 at 12:44 #579998Sælir,
Ég var að fara með nýjann vörubíl í skráningarskoðun. Þeir í umboðinu smelltu á bílinn 8 kösturum, 4 niðri og 4 uppi, park í öllum. Eina sem þeir settu út á varðandi það var að það má ekki vera parkljós nema í tveimur af kösturunum niðri. Semsagt í einu af tveimur settum og voru það þá kastarnarni sem voru í miðjunni sem máttu ekki vera með parki. Annars gott og gilt og bíllinn út án frekari athugasemda.
Kv.
Otti S.P.S.
Þetta var glænýr vörubíll með nýrri Euro 5 vél. Snillingunum í Frumherja datt í hug að mengunarmæla hann…Það kemur næstum því gras út um pústið…
06.02.2007 at 23:03 #199605Sælir félagar,
Veit einhver hvar er hægt að nálgast upplýsingar um þann ágæta skála sem er staðsettur þar. Upplýsingar um leigu, verð og pantanir…?
Kv.
Otti S.Ekki annars fínasti skáli?
28.01.2007 at 20:47 #577564Ég var að tala við Tomma, hann sagði að það væri 13 bílar á jöklinum og færið að léttast, komnir eitthvað suður fyrir Þursaborgir og stefna að fara niður í Skálpanes. Einhver vandræði voru með framdrif á Econoline í ferðinni og er hann núna dreginn áfram af 2 44" bílum. Eins er vélsleðinn sem var skilinn eftir á jökli í gær í drætti á eftir 2 44" bílum. Tacoman er alveg að virka og ryður hann leiðina niður fyrir dráttarbílana. Flestir kátir þó að dagurinn hefði verið langur og langt í að hann væri búinn.
Kv.
Otti S.
27.01.2007 at 13:02 #577556Var að heyra í strákunum, þeir voru á leiðinni í Kerlingafjöll í ágætis færi en rigningu. Brotnaði loka hjá Villa í gær þannig að hann fékk að hvíla í dag. Góð stemming hjá þeim heyrðist mér og allir komnir í gírinn fyrir kvöldið.
Kv.
Otti
15.01.2007 at 19:47 #575492Eins og margir hafa nefnt þá eru þetta mjög líklega lokurnar.
Best er að fá sér nýja loku. Auto lokan er dýr að kaupa, varðandi það vandamál þá á ég eitthvað Autoloku slátur sem ég gæti séð af, samanstendur af þremur Patrolum.
Ég er búinn að prófa bæði Manual lokur og Lok frá Ægi og ég er lang hrifnastur af þeim og vil ekkert annað. Smellir því bara á og þarft ekkert að hugsa um þetta meir.
Ef þú ferð í Manual lokur passaðu þig á því að setja alls ekki koppafeiti í þær. Inni í langflestum manual lokum eru lítill plasthringur sem heldur gorminum. Hann brotnar þegar að feitin þykknar í miklu frosti.
Kv.
Otti S.
14.01.2007 at 23:38 #575426Eins og Bazzi segir þá náðist í þá í gegnum talstöðina og voru þeir mikið fegnir að heyra í þeim. Bensínlausir og líklega verið í einhverju veseni. Þeir ná allavega í vinnu í fyrramálið.
Kv.
Otti S.
14.01.2007 at 23:05 #575420Var að heyra í Magna. Þeir voru að fara í gegnum Reykholt en höfðu ekkert nýtt heyrt.
Reynum að halda þessum þræði lifandi ef einhver skyldi hafa heyrt um ferðir þeirra.
Þeir eru á Rauðum 4Runner, grænum Cherokee og hvítum HiLux. Heyrðist síðast í þeim í Kerlingafjöllum um klukkan 3 í dag.
Kv.
Otti S.
05.01.2007 at 00:27 #570670Snilld með þennan samning. Svona mál greinilega í góðum farvegi!
Eitt sem ég hef áhyggjur af! Það er það að ég er í Suðurnesjadeild og ég greiddi árgjaldið mitt 6. Nóvember síðastliðin og ég hef ekki en fengið neitt skírteini né Setrið í langann tíma!
Hvað er í gangi?
Þetta er búið að vera eilífðar vesen hjá mér því síðustu tvö ár hef ég fengið Setrið en svo hætti það allt í einu. Þar að auki hef ég aðeins fengið eitt félagsskírteini síðustu 4 ár?
Ég er orðinn frekar þreyttur á þessu og farinn að halda að það sé ekki sama hvort að um jón eða séra jón sé að ræða.
Kv.
Otti S.
Ö-1423
30.12.2006 at 23:56 #572950Sælir,
Langaði að benda ykkur á þetta myndband hér:
http://vf.is/resources/Files/584_Landsbjorgimynd.mpg
Svona til stuðnings flugeldasölu Björgunarsveitanna
Kv.
Otti S.
30.12.2006 at 18:20 #572944Sælir, félagar. Ég ætla að þakka hlý orð í garð okkar björgunarsveitamanna hér að ofan og þakka stuðningin, hann er ómetanlegur.
Hjalti. Mér sýnist við fyrstu að þú eigir einhver óuppgerð mál við þessa björgunarsveit sem þú talar um. Vissulega eru oft svartir sauðir inn á milli og getur vel verið að það sé málið með þessa sveit sem þú talar um en það er þá algjört einsdæmi.
Á meðan fólkið í landinu og búnaður þess þróast hafa björgunarsveitir reynt að þróast í sömu átt. Að mínu mati geta björgunartæki aldrei verið of ýkt, það er alltaf til not fyrir þau.
Að baki hverrar sveitar liggur þrotlaus vinna og eins og allir á landsbyggðini vita er virkni sveita misjöfn en þegar á reynir, erum við, björgunarsveitarfólk alltaf til staðar. Sjálfboðastarf er á undanhaldi í dag og ekki jafn margir tilbúnir að leggja hendur á plóg eins og áður var. Þess vegna eru oftast keypt ný björgunartæki í dag, með ábyrgð frá söluaðila til að minnka svoleiðis vinnu. En hún er alltaf til staðar, sama hvað tímanum líður.
Unglingastarf er mjög öflugt innan raða Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og koma margir sterkir einstaklingar inn í flestar sveitir þaðan ár hvert.
Hvað varðar leikaraskap hjá björgunarsveitum þá getur það oft verið rétt. Það myndi enginn nenna stunda svona starf ef það væri ekki fyrir það að stundum er hægt að leika sér smávegis, en það er jafnframt besta æfingin. Eins og ég segi þá er það ágætis umbun þegar þú ert búinn að vera í Óveðursútkalli í 40 klukkustundir á einni viku að geta rennt á langjökul einn sunnudag í blíðunni og haft gaman af. Ef það væri aldrei hægt að æfa sig, leika sér eða prófa tækinn, þá væru björgunarsveitir lítið sem ekkert í dag. En ég ætla benda mönnum á það mjög oft þegar björgunarsveitir eru á ferðinni enda það með einhverri aðstoð eða hjálparbeiðni.
Ég kem úr Grindavík og er mikill ferðamaður sjálfur, mikið ferðast í snjó sem og öðru. Þá hefur mín björgunarsveit ekkert mjög mikið að gera með snjó. Þó eigum við 38" bíla til að sinna okkar svæði þegar á reynir og eitt sinn spurði ég björgunarsveitarmann fyrir norðan "Afhverju eru þið með svona dýra og öfluga vélsleða?"
Hann svaraði "Til þess að geta elt þá sem eiga svona öfluga sleða"
Það nægði mér alveg til þess að skilja þessa þörf.
Björgunartæki eru ekki keypt bara til þess að kaupa þau.
Jæja, ég ætla að segja þetta gott í bili. En og aftur þakka ég góðann stuðning félagsmanna og óska eftir en frekari stuðningi nú í flugeldasölunni.
Megi gæfan fylgja ykkur um áramótin og í framtíðinni.
Kveðja
Otti Sigmarsson
Björgunarsveitin Þorbjörn. GrindavíkP.S
Síðasta útkall hjá okkur var klukkan 23:16 í gærkvöldi og stóð í 3 klst. Það kom td. ekki fram í fréttum.
-
AuthorReplies