You are here: Home / Örn Stefánsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Nokkrir félagar mínir á óbreyttum jeppum hyggja á ferð inn að Setri um helgina. Er ekki einhver sem getur miðlað upplýsingum um færð þangað eins og staðan er. Við erum að tala um óbreytta bíla á 30″ hjólum.
Getur einhver bent mér á aðila sem sandblæs felgur á sanngjörnum prís?
Ég er einn af þessum fundalötu mönnum sem teljast til meðlima klúbbsins. Mér finnst ágætt að fá Setrið sent heim öðru hvoru til að fá yfirlit yfir það helsta sem er að gerast í klúbbnum og ýmsar gagnlegar upplýsingar. Ég vona því að útgáfunni verði haldið áfram og vil hrósa því ágæta fólki er leggur til tíma og starfskrafta til að halda henni gangandi.
Nýjasta heftið hef ég að vísu enn ekki fengið sent heim til mín, en sá það hjá kunningja mínum og sá ekki betur en að þar væri fullt af gagnlegum upplýsingum auk ýmiskonar léttmetis. Blaðið er mjög veglegt og vel úr garði gert.
Svo ég bíð bara spenntur við póstlúguna í þeirri von að fá eintak!
Þið eruð snillingar.
Kv.
Örn.
Hver getur sagt mér hvar ég fæ festingar fyrir drullutjakk, járnkarl og skóflu sem boltast utan á geymslukassa á afturhlera. Er með kassa úr ryðfríu stáli. Þið sem allt vitið, nú væri gott að fá fréttir.