Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.11.2005 at 16:39 #534250
Ertu nú ekki aðeins og mikið af gamla skólanum. Ertu þá ekki að tala um blöndungsvélar og árgerðir 80 og undir. Ég sjálfur er með 4.7 lítra, Grand cherokee vél 2001 árgerð þar sem bæði vélin og 5 gíra sjálfskiptingin eru tölvustýrðar í wranglernum mínum. Og er það nú svipað með þessar nýju díselvélar, þetta er allt orðið tölvustýrt og gangtruflanir eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Lýstu menn ekki þessu sem tölvuskápar á fjöllum. Ég er með original dana 30 rev að framan og næstum því original dana 44 að aftan og aldrei brotið neitt. Er á 38" túttum og vélin er að skila einhverjum 250 hrossum og 320 í togi. Giska að upptakið sé um 7 sekúndur en það er bara wild guess. En reyndar er bíllinn bara tæp 1600 kíló. En gaman að sjá hvað menn hafa að segja um eyðslu á bílum. Ég myndi sjálfur nota dísel vél ef þær væru jafn léttar og bensínvélar og skiluðu einhverjum hestöflum. án þess að þurfa fá sér 6 lítra vél sem vigtar 500 kíló.
kv Gunnar
29.11.2005 at 18:57 #534282Þetta er bara spurning um að taka gorma úr svipað þungum bíl og þú ert á og nota þá.
t.d. Grand Cherokee er svipað þungur.. eða eh annan..
kv gunnar
29.11.2005 at 10:50 #196730Jæja ég vill byrja á að þakka öllum fyrir frábæra ferð um helgina og sérstaklega þá þorgeiri og helenu.
En svona til að forvitnast á eyðslu.
Þá vorum við feðgar á tveimur „bensínhákum“ eins og flestir vilja kalla 8 gata jeppa.
En Annar bíllinn Jeep Grand Cherokee 5.2 lítra á 39.5 eyddi 150 lítrum frá hrauneyjum á föstudagskvöldi og til hrauneyja á sunnudags eftirmiðdegi.
Hinn bíllinn Jeep Wrangler 4.7 lítra á 38″ eyddi 140 lítrum á sömu leið.
Auðvitað má taka það fram að færið var sérstaklega létt og ekki reyndi mikið á drifgetu.
Eknir voru sirka 105 + 135 + 120 eða 360 kílómetra.
Hvað voruð þið hinir að eyða ?
kv
Gunnar (wrangler)ps Frábær ferð
24.11.2005 at 22:48 #532870Ég er á grand cherokee á svona dekkjum, vel skornum, eða þeim sem Gj járnsmíði sýndi á vefnum í hinni umræðunni. Hef lítið prófað þau í snjó en er að fara í nýliðaferðina á morgun. Alveg kringlótt dekk og enginn hávaði, eða sammála síðasta ræðumanni. Ekin sirka 2000 km og líta vel út.
kv Ö.G.
24.11.2005 at 20:46 #532858Vill taka það fram að breyting er á einum ökumanni. Bjartmar örn Arnarson verður ekki og verður Gunnar Ingi Arnarson ökumaður á wrangler 38.
kv
Gunnar Ingi
24.11.2005 at 01:02 #533778Ég vigtaði Irok 39.5 á 13" breiðri stálfelgu sem 52 kíló.. og felgan vigtar 12 kíló (já ég vigtaði hana). þannig að 40 kíló. En það getur alveg verið mikill munur á milli dekkja. Reyndar vigtaði ég 3 dekk og öll á bilinu 51.5 til 53.
kv Gunnar
24.11.2005 at 00:54 #533742Það eru nátturulega til allnokkrar gerðir af mickey thompson. En ef þú ert að tala um Claw dekkinn með V laga munstrinu. Þá hef ég heyrt að þau séu hin stífustu og henti illa í snjóakstur en séu mjög góð akstursdekk.
kv Gunnar
21.11.2005 at 23:11 #532800Hvernær er mæting í mörkina ?
Eða klukkan hvað
21.11.2005 at 22:53 #533314Sælir. varðandi snúninginn á þessari vél. Ef þú ert að tala um 318 5.2 lítra líkt og í grand cherokee þá heldur sú skipting vélinni á mjög lágum snúning eða alltaf um 1500 snúninga og þarafleiðandi myndast turbolag. Síðan er plássið í húddinu fyrir túrbínu mjög takmarkað í grand cherokee….
Ég veit að guttarnir í mosfellsbæ eru með einn grand cherokee 5.9 og eru með blower á honum.en þetta var nú bara svona smá innskot í umræðuna
kv Gunnar
21.11.2005 at 12:34 #533268Er enginn að nota þessi dekk ?
bara svona að forvitnast
kv Gunnar
20.11.2005 at 12:41 #196677Jæja Félagar
Hvernig er nú reynslan á þessum nýju AT 405 dekkjum. Er ekki einhver búinn að prufa þau í almennilegum snjóalögum. Gaman væri að fá einhver feedback á þessi dekk.
kv Gunnar Ingi
20.11.2005 at 12:33 #533090Sælir félagar, glæsilegt að sjá samhuginn í fólkinu hérna.
En ein spurning varðandi snjóþyngdina, hvernig er færið þarna uppfrá og hvað er sirka mikill snjór þarna. Er að forvitnast útaf næstu nýliðaferð.
kv
Gunnar Ingi
18.11.2005 at 22:53 #533136Það er einn Dodge Ram 1500 á Akureyri sem er í Eigu manns sem heitir Sigurkarl. Sá 1500 Ram er breyttur fyrir 44" og mjög vel breyttur. Þú getur séð hann á video í action á
http://www.tolvutaekni.net/video.html
Dreki…Eini jeppinn með rétta útblásturs hljóðið
Breyttur af Guðmundi Jónssyni, GJ Járnsmíði.
Hvað þarf að lyfta mikið ? sirka 4 "
Hvað fara menn með framhásinguna langt fram ? Fáður þér 38" kanta og klipptu eins mikið úr og hægt er og sjáðu síðan til með færsluna ef hún þarf þá.
Er það ekki annars nauðsynlegt ? örugglega hægt að losna við það.
Hvernig færa menn hana ? GJ járnsmíði
Setja lengri stýfur ? GJ járnsmíði
Færa festingu í grind ? GJ járnsmíði
Eða niðri á hásingu ? GJ járnsmíði
Hvað kemst hásingin langt fram án þess að færa stýrismaskínu ? Stýrismaskínan var ekki færð á Dodge Ram 1500 á 44"
Þarf ekki örugglega að fá síðari stýrisarm ? Jú
Hvar fæ ég hann ? Aftermarket í ameríkunni góðu, jeppablöð.
Eru einhver stórvandamál við svona aðgerð? nei en allt kostar þetta nú $
Vonandi nýtast þér þessar upplýsingar
kv Gunnar Ingi
ps það eru ryðfríar Borla flækjur undir honum. Ultraflow (beinn í gegn hljóðkútur). Og ryðfrítt 3" pústkerfi undir honum sem GJ járnsmíði smíðaði.
Einnig er Mopar tölvukubbur sem hjálpaði mikið.
15.11.2005 at 17:50 #531726Sælir, ég gat ekki sett inn tilvísunarnúmer á KB banka heimabankanum.
En ég greiddi fyrir tvo bíla eða 4 manneskjurMP 198 Cherokee Örn Guðmarsson
RE 894 Wrangler Bjartmar Örn Arnarson / Gunnar ingi Arnarson
með kveðju
Gunnar
ps. Ég sendi skráningarformið í gær með bílnúmerunum.
14.11.2005 at 22:45 #532418Sælir, við fórum þar 2 jeppar um helgina , langleiðina upp að skjaldbreið..
snjóalag sirka 20 til 30 cm.. fært á 35" léttilega.. vorum á 38 og 39,5 en mjög ójafnt..
kv gunnar
14.11.2005 at 12:54 #532310Þetta eru örugglega fínir jeppar til breytinga, en þó myndi ég ráðleggja þér að skipta út klafa búnaðinum að framan fyrir heila hásingu. Hann einfaldlega drífur betur án klafana. En með ford 8.8" hásinguna tel ég að hún sé nógu sterk. Ef mig minnir þá eru þessar hásingar með 31 rillu öxlum og 8.8" drif (augljóst). Eina sem væri þá hættulegt væri 31 rillu öxlarnir, en ég held að patrol sé með 33 rillu öxla og eitthvað um 9" drif. En eru ekki fullt af explorerum að nota þennan búnað á 44". Hvað segið þið explorer kallar um þessa hásingu ?
En það væri mjög gaman að sjá einn svona F 150 á 44" dekkjum, því ég held að 38" sé ekki alveg nógu stór fyrir þetta þungan bíl. Þú ættir kannski að athuga 42" Irok nælon dekkin, þau standa í sömu hæð og Dick cepek 44" dekkin. Meira grip í munstrinu á Irok. en það er bara pæling.
En drífðu þig í að breyta honum því ekki eru margir til svona breyttir eða allavega hef ég ekki séð neinn ennþá.
kv Gunnar (sonur)
-
AuthorReplies