Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.03.2009 at 18:19 #642486
Það er farið þarna víða um nú orðið á aflmiklum sleðum, enda komast slík tæki nánast hvað sem er, meðan á ökumaðurinn tollir á annað borð á honum. Mér vitanlega hefur ekki verið prófað að fara þarna á bílum, enda er þarna víðast andskoti bratt. En ég myndi ekki útiloka að það sé hægt að komast á öflugum bílum upp úr innanverðum Kolbeinsdal, sem greinist þar í Austurdal og Vesturdal og Tungnahryggur er á milli þeirra. Þetta eru hinsvegar alvöru fjöll þarna á þessu svæði, og margir tindar yfir 1.200 metra og sumir nærri 1.500 metrar. Góð ferða- og örnefnalýsing er í Árbók FÍ 1990, "Fjalllendi Eyjafjarðar að vestanverðu I". Á Tungnahrygg í eitthvað um 1.200 metra hæð, er lítill skáli, sem Ferðafélag Svarfdæla á og rekur. Upphaflega var hann nokkru minni en nú, en var stækkaður nokkrum árum eftir að hann var settur þarna niður. Skálinn var smíðaður á Dalvík og fluttur ósamsettur að Messuholti í Skagafirði, en þar var hann reistur og settur á ýtusleða. Síðan var honum ekið á bíl að Víðinesi í Hjaltadal, og síðan dreginn af jarðýtu yfir í Kolbeinsdal og inn eftir honum og upp Tungnahrygg. Samstarf var með Svarfdælingum og Ferðafélagi Skagfirðinga um þessa flutninga og stóðu Skagfirðingar fyrir flutningnum undir forystu Sigurþórs Hjörleifssonar í Messuholti, sem stjórnaði jarðýtunni, sem dró húsið þarna upp. Undirritaður kom ofurlítið að þessum flutningum, en af núlifandi fólki, sem kom að flutningunum alla leið og gætu sagt frá þeim, má nefna auk Sigurþórs, Hjalta Pálsson, sagnfræðing frá Hofi í Hjaltadal, Björn Fr. Svavarsson frá Lyngholti, sem hefur lengi verið í forystusveit og stjórn LÍV og Braga Skúlason á Sauðárkróki. Fyrst hægt var að skrönglast þetta með ýtuna, hefði ég haldið að hægt hefði verið að fara þetta á sumum kraftmestu bílunum, sem þekkjast nú til dags. Hinsvegar verður að hafa í huga, að jökultungurnar þarna niður í dalbotnana hafa rýrnað óskaplega síðustu tíu árin. En það væri svo sem ekki hægt að fara mikið annað, því bratti er þarna víða óskaplegur og erfitt að komast um nema lenda í miklum hliðarhalla. Sjálfur hef ég farið þarna bæði á vélsleða og eins á gönguskíðum, en það eru orðin allmörg ár síðan ég fór þarna um síðast. Upp af Heljardalsheiði var svonefnd Hákambaleið norður yfir og ofan í Fljót, þá leið hef ég líka farið á vélsleða, en verð að segja eins og er, að ég hefði haldið að það væri hætt við að maður lenti í ógöngum á bíl á þeirri leið.
03.03.2009 at 18:44 #642308Þetta er bara gott mál. Langaði til að nefna hér að einhver reyndasti jeppamaður á Íslandi, hann Freysi okkar, Vilhjálmur Freyr Jónsson, sem núna starfar sem hönnuður hjá Össuri hf. það best ég veit, hann var held ég fyrstur til þess að setja þenna 3ja lítra 4runner mótor í HiLux, þ.e. hann SmáGrána, sem Freysi á enn. Ekki á ég von á að hann myndi taka því illa þótt bjallað væri í hann.
02.03.2009 at 21:11 #642202Eru þessar stöðvar á þokkalegu verði og er verðmunur á þeim með þessu merki og Yaesu?
01.03.2009 at 20:12 #624382Eitt, sem fólk þarf að mínu mati að hafa í huga varðandi það að ljá öðrum afnot af myndum sínum, snýr að höfundarrétti. Ljósmyndir eru faktiskt verðmæti og menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvort það sé eðlilegt að einhver, hvort sem hann flokkast sem listamaður eða eitthvað annað, nýti ljósmyndir annarra í verk, sem hann kemur svo kannski til með að selja dýrum dómum. Sumir eru jákvæðir gagnvart þessu, en aðrir ekki. Aðalatriðið er að fólk sé upplýst um þetta.
01.03.2009 at 18:47 #642180……þetta er lífið maður! – Ég átta mig ekki á staðsetningunni, er verið að halda á Eyjabakkajökul eða ????
28.02.2009 at 12:53 #642122Nú er ég ekki neinn spekingur í þessum málum frekar en öðrum, en mig rámar í að einhverjir viðgerðarmenn hafi sagt mér að það væru a.m.k. tvennskonar millikassar í þessum bílum, þ.e. annarsvegar ZF og hinsvegar Dana. Er þetta bara einhver þjóðsaga?
28.02.2009 at 09:55 #641528Fyrir mína hönd við ég gjarna þakka því ágæta fólki sem kom á fundinn, sem landsstjórn 4×4 stóð fyrir hér á Króknum í gærkvöldi. Dagskráin var náttúrulega svolítið stór en líka bæði fróðleg og skemmtileg. Það var gríðarlega mikilvægt að fá þarna frá fyrstu hendi upplýsingar um það, sem verið er að bardúsa í félagsmálunum á landsvísu, heimasíðuna, upplýsingakerfi og svo t.d. slóðamálin og annað það, sem varðar hagsmuni félagsfólks. Ekki var síður gagnlegt að fá góðan fyrirlestur frá Eyfirðingum um nauðsyn þess að huga vel að sjúkragögnum, sem höfð eru með í ferðalög og svo hvernig brugðist er við þegar óhöpp og slys ber að höndum. Svo var þetta kryddað með efni eins og kynningu PHH á Sóðagenginu og öðru myndefni og "Ísbjarnablús" dr. Þorsteins Sæmundssonar. Allt mjög skemmtilegt og svo gátu menn spjallað saman þegar hefðbundin dagskrá var tæmd. Góð og notaleg stund og þakka ykkur aftur öllum fyrir.
25.02.2009 at 20:56 #615574Tek undir það, sem kom fram hér að framan, ekki vera með spilin fasttengd framan á bílnum. Nota prófíltengingu og hraðtengi á kaplana. Hef slæma reynslu af því að hafa spilið fast framan á. Það fellur á snerturnar og þær fara að hætta að virka, sem og er spilið yfirleitt alltaf beinfreðið og klammað þegar mest liggur við og það fer illa með rafmagnsdótið í þeim yfirleitt að vera svona úti í okkar veðráttu. Hef ekki verið með Mile-Marker sjálfur, en mér er sagt af þeim sem reynt hafa, að þetta séu afspyrnu góð spil. Hinsvegar séu stýrisdælurnar í japönskum bílum yfirleitt ekki nógu öflugar fyrir þau. Amerískir bílar eru hinsvegar með nógu aflmiklar dælur að sögn þessara heimildarmanna. Þekki ekki þessi kínversku, en held að með einhverjum kínverskum fjórhjólum fylgi minni útgáfa af svona spilum. Þeir, sem hafa prófað þau geta e.t.v. gefið þeim einkunn.
23.02.2009 at 20:44 #641780að gera ráð fyrir að fleiri séu jafn klikkaðir og undirritaður, en einu sinni lenti ég í því að sætishitari hætti að virka (reyndar nota ég sætishitara eiginlega aldrei en hvað um það) og fann eftir talsverðar pælingar að tenging sem er milli sætisins og raflagnanna í gólfi bílsins hafði aftengst, líkast til við það að ég var að troða ryksugustút inn á sama stað og tengið var. Ég reikna fastlega með að þú hafir tékkað á örygginu?
22.02.2009 at 21:20 #641734Allir, sem maður talar við og hafa prófað "ofurtógið" mæla með því fremur en vír. Sjómenn aru afskaplega hrifnir af þessu, bæði styrkleika þess og ekki síður hvað það er meðfærilegt. Netaverkstæðin eru viss með að gefa manni góð ráð varðandi hvaða sverleiki hentar miðað við álag.
22.02.2009 at 17:56 #641708Bjarni G., nú verð ég að gera smá játningu, var dálítið ónákvæmur í fyrri pósti. Fyrstu þrír Pajero – bílarnir á þessu heimili voru allir af eldri typunni, þ.e. árg. 1996, 1997 og 1999. Þessi sem er í brúki núna er árgerð 2008 og bara búið að aka honum 9000 km, þannig að reynslan af honum er lítil. Þetta er náttúrulega allt annarskonar hjólastell undir þessum grindarlausa bíl, klafar bæði aftan og framan o.s.frv. Þetta þýðir náttúrulega að reynslan verður að dæma þennan, ég held maður geti ekki sjálfkrafa fært reynsluna af hinum bílunum yfir á þennan.
21.02.2009 at 23:05 #641704Þetta er eitthvað rosalega misjafnt greinilega. Lélegasta ending, sem ég hef upplifað, var í Lada Niva (Lada Sport eins og þeir eru oftast kallaðir) og kemur líklega fáum á óvart. Við erum búin að vera með a.m.k. fjóra Pajero – bíla á þessu heimili og mig minnir sá fyrsti hafi verið ekinn 56000 þegar hann var seldur, sá næsti eitthvað um 70.000 og sá þriðji um 170.000 km. Í engum þeirra þurfti að skipta um diska á þeim tíma sem við áttum þá. Þar á undan vorum við með HiLux og ókum honum nærri 220.000 km og aldrei þurfti að skipta um í honum. Hinsvegar hefur verkstæðið, sem þjónustar bílana fyrir okkur, aldrei látið klossana verða mjög slitna, heldur hefur verið skipt um þá heldur oftar en þjónustubækur segja í raun til um. Held að það hafi skilað sér í minna og jafnara sliti á bremsudiskum. Þetta er um jeppana. Við höfum líka verið með MMC Lancer, líklega a.m.k. þrjá og diskar í þeim öllum (bara að framan) hafa enst vel. Við höfum verið með ansi marga VW Passat og Golf, man ekki hve marga, en þeim hefur yfirleitt ekki verið það mikið ekið, að komið hafi til svona viðhalds. Aðrir bílar, sem við höfum átt, voru svo með skálabremsum.
21.02.2009 at 21:47 #641628Ég á ennþá meirihlutann af mínu loftneti – og talstöðina. Hinsvegar held ég að neðri leggurinn sé orðinn nánast ónýtur, þ.e. frá aðalspólu að "fótarspólu" en þeir voru mislangir, eftir því hvað hentaði hverju farartæki fyrir sig. Ég fór nefnilega að asnast til að setja stöðina í bátinn, sem var náttúrulega algjör della, og þessi hluti loftnetsins er enn á bátnum, en það ryðgar allt til fjandans sem er á bátunum og ekki er annað hvort úr ryðfríu stáli eða seltuvörðu áli. Ég þarf því líklega að fara að drífa í því að bjarga því, sem eftir er, því þennan legg er hægt að smíða. Held að aðalatriðið sé að hann myndi ekki segulsvið og leiði vel milli spólanna. Eða það minnir mig að Sigurður Harðarson hafi sagt mér á sínum tíma. Spurningin er hinsvegar að mínu mati sú, hvort einhver geti ekki farið í spor SH og útbúið þetta. Hef einhvernveginn grun um að aftur muni koma upp þörf fyrir SSB stöðvar á millibylgjusviðinu vegna skorts á samskiptamöguleikum þar sem símum og VHF sleppir.
21.02.2009 at 08:40 #641562Jæja, eru menn nú komnir í pólitík. Það er kannski alveg eins hægt að ræða það eins og annað. Það er auðvitað með þetta eins og annað, að það er ekki til neinn einn stórisannleikur. Því miður held ég að Kárahnjúkavitleysan sé nú það lengsta, sem menn hafa gengið hér í að flytja arðinn af auðlindum okkar úr landi. Náttúruspjöllin eru svo auðvitað sérstakt mál. Held að sú virkjun sé rekin með stórum halla eins og er, enda er rafmagnsverðið beintengt álverði. Álhringirnir eru að verða þrír, sem nánast öllu ráða í "álheiminum", þ.e. Rusal, Alcoa og Rio Tinto Alcan. Þeir ráða öllu ferlinu, frá námuvinnslu til úrvinnslu. Það getur því hentað þeim að láta "álverð falla á heimsmarkaði" þar sem þeir ráða öllu ferlinu, þegar þeir hafa beintengt verðið á stærsta kostnaðarlið bræðslunnar, rafmagninu, við þetta "heimsmarkaðsverð". Þá taka þeir arðinn út á næsta stigi ferlisins. Fyrir okkur íslendinga er það náttúrulega augljóst mál, að það er stór hættulegt að hafa svona öll eggin í sömu körfunni. Þegar stóra hrunið varð 1967 – 1970, sem mín kynslóð minnist með hryllingi, þá varð hrun síldveiðanna til þess að efnahagslífið fór á hliðina. Við höfðum bæði reitt okkur of mikið á þessa einu fisktegund og þess utan hvorki við né aðrar þjóðir, sem hana veiddu, horft til þess að um ofveiði væri að ræða. Það voru reyndar Norðmenn og Rússar, sem þar voru stórtækastir, sérstaklega Norðmenn, þótt þeir þykist núna hvergi hafa nærri komið. Þá var farið í að setja upp álverksmiðjuna í Straumsvík og virkja við Búrfell til að annarsvegar koma vatnsorkunni í verð sem gjaldeyrisöflun og – útbúa fleiri körfur fyrir eggin. Þá, eins og nú, vorum við í slæmri samningsstöðu varðandi raforkuverðið og nú viðurkenna allir að umsamið verð til AluSuisse, sem þá átti verksmiðjuna, var alltof lágt. Þegar samið var um raforkuverð til Reyðaráls var samningsstaða almennt séð varðandi raforkuverð til muna betri. Þá fundu samningamenn Alcoa sér samningsstöðu í þeirri stefnu íslenskra yfirvalda að bæta atvinnuástand á Austfjörðum og tókst að nýta sér staðsetninguna til þess að fá lægra verð á orkuna. Austfirðingar verða náttúrulega öskureiðir þegar á þetta er minnst, en þetta er nú samt sannleikurinn. Jæja, best að hætta þessu, þetta er orðið of langt til að nokkur nenni að lesa það.
20.02.2009 at 21:49 #641592Mig langar að segja ykkur frá undarlegu atviki sem henti mig í gær, eftir vinnu þurfti ég að setja vörur í skottið á bílnum mínum, en ég legg honum alltaf fyrir neðan gamla Hagkaupshúsið hér á Garðatorgi.
Nema hvað þá sé ég að það er búið að taka BÍLNÚMERIÐ aftan af bílnum, það er víst mjög auðvelt þar sem bílnúmer á bílum í dag er víst bara smellt inní svartan ramma.Ég fer svo niður í Frumherja til að panta nýtt númer, þá segir skoðunarmaðurinn mér að þetta sé að verða vandamál í kreppunni, það sér verið að stela númerum af bílum setja á aðra bíla, fara á bensínstöðvar og taka bensín og keyra svo í burtu án þess að borga fyrir. Svo á meðan ég er að ræða við Frumherjamanninn hringir maðurinn minn í mig og segir mér að það hafi verið hringt í heimasímann okkar frá Shell í Garðabæ, þá ákveð ég að fara þangað yfir þar sem það er nú í sama húsi og ræða við þá, þá voru nú aðallega útlendingar þar sem skildu lítið af því sem ég var að spyrja um, þó var hægt að kalla í einn sem vinnur úti á plani og hann kannaðist við að hafa séð mynd af þessu númeri á borðinu fyrr um daginn en fann það nú ekki þarna.
Við tilkynntum þetta til lögreglunnar og þeir sögðu það sama og sá í Frumherja að þetta væri að verða vandamál. Þetta fólk sem er að gera svona hluti veit alveg hvernig myndavélar á bensínstöðvum virka því þeir standa álútir þannig að það sést ekki framan í þá síðan henda þeir jafnvel númerinu inní næsta runna eða ruslatunnu.Svo ein góð ábending að lokum ef fólk vill losna við svona óþægindi, látið setja skrúfur í bílnúmerið ykkar ef það er ekki skrúfað á.
ps. ein númeraplata kostar 3.000.-Tja, nú veit maður allavega hvernig á að gera þetta!
19.02.2009 at 17:17 #641262Ja, fyrst þú nefnir það, það eru nokkur stykki þarna sem ég vildi gjarnan flengja og það með vírbursta
18.02.2009 at 08:08 #203844http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=73899
Skv. fréttum fer verð á olíu á heimsmarkaði lækkandi og „sérfræðingar“ sjá ekki fram á neinar hækkanir á næstunni. Gengi krónunnar styrktist um 1,5% í gær. Ég sé ekki betur en verð á bensíni og diesel olíu sé óbreytt hjá N1 stöð sem ég sé út um gluggann þar sem ég sit núna. Jú, maður þykist svo sem vita að núverandi eigendur olíufélaganna séu að reyna að ná inn tekjum upp í vexti og afborganir af öllum skuldunum, sem þeir yfirtóku frá útrásarvíkingunum, þegar þeir voru búnir að mjólka út úr þessum fyrirtækjum allt, sem í þeim var, hagnað og fjármunamyndun margra áratuga. Við eigum þess líklega ekki annan kost en borga með bros á vör eða hvað?
17.02.2009 at 21:07 #641018Segðu okkur nú Ofsi minn ágæti vinur, eru líkur á að þessi "bráðabirgðaríkisstjórn" sem nú situr fram til kosninga, muni fara í að ganga frá svona máli eins og slóðamálinu? Af einhverjum ástæðum er maður ekki bjartsýnn á skilning núverandi umhverfisráðherra á okkar sjónarmiðum. Vona að það séu hleypidómar í mér.
16.02.2009 at 18:46 #640980Þetta er nú að þróast í ansi skemmtilega umræðu. Einhvernveginn held ég að það þyrfti að skoða það í alvöru hvort ekki þurfi að koma á fót akstursbrautum, til þjálfunar nýrra ökumanna á t.d. jeppum af ýmsum gerðum. Ég þori ekki annað en taka fram, eins og Freysi vinur minn, að ég er búinn að vera lengi með próf á vörubíla og rútur og ég veit ekki hvað, allt annað en mótorhjól (!) og keyra hinar ýmsu gerðir ökutækja við allskyns skilyrði. Ég fékk mitt ökumannsuppeldi á sínum tíma aðallega á Willy´s CJ2A og þeir gerðu vissulega kröfur til ökumanna. En vel breyttur, góður bíll á 38" dekkjum er alls ekki flókinn í meðförum og ef hann uppfyllir þær kröfur, sem við í 4×4 höfum verið sammála um og fara heim við kröfur Umferðarstofu, á hver sæmilega skynugur ökumaður (konur sem karlar) að geta meðhöndlað þá án þess að af því stafi nein sérstök slysahætta umfram aðra bíla af svipaðri þyngd.
16.02.2009 at 07:48 #640950Er þetta einhversstaðar í formi lagafrumvarps eða er þetta reglugerðarbreyting? Hvar sástu þetta eða á þetta kannski að vera brandari?
-
AuthorReplies