Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.03.2003 at 06:21 #470562
Ágætar umræður hérna um felgur og felgubreiddir. Ég held að reynsla allra þeirra, sem hafa ekið eitthvað að ráði á snjó og lent í alskonar aðstæðum sé sú, að 14" felgubreiddin sé lang heppilegust fyrir 38" dekkin. 13" eru í lagi en 12" of mjótt. Hinsvegar langar mig til að spyrja ykkur hvort menn séu eitthvað farnir að prófa samanskrúfaðar felgur þar sem útkantur dekksins er klemmdur milli. Kaninn virðist vera mikið kominn í þetta, einkum í rock-crawling en einnig í mud-bogging til að losna við affelganir. Menn hafa eitthvað verið að mixa svona hér, en þetta er komið í fjöldaframleiðslu vestra, en mér sýnist verðið vera í hærra lagi. Er maður kannski orðinn svo mikið út úr traffíkinni að þetta sé ekki relevant question?
11.03.2003 at 08:54 #470428Í hreinskilni sagt, félagar, verum nú sanngjarnir hver í annars garð. Þótt menn öfundi fasteignasalann af nýja bílnum, þá þarf nú ekki að mótmæla öllu sem hann segir á þeim forsendum! – Ég sé nú enga ástæðu til að verða spældur út af því sem BÞV hefur látið frá sér fara hér ofar á þræðinum í sambandi við félagsmál og fjarskiptamál. Bottom line is: 1. Hver sem er getur fengið sér VHF stöð. Hinsvegar eru sérrásir 4×4 bara fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld í klúbbnum og þar með tekið þátt í kostnaði við uppsetningu kerfisins. 2. ALLIR geta t.d. notað neyðarrásina (rás 16) ef þeir lenda í ógöngum, menn verða bara að hafa í huga að þetta er alþjóðleg NEYÐARRÁS og og má BARA nota sem slíka. 3. VHF er nánast eina nothæfa kerfið nú um stundir, sem hægt er að segja að sé til reiðu fyrir allan almenning. Inmarsat og annað í þeim dúr er nánast "uden rækkevidde" fyrir venjulegt fólk vegna kostnaðar. Gömlu, þungu og fyrirferðarmiklu millibylgjustöðvarnar, sem ég og fleiri af "gömlu mönnunum" vorum með í bílunum okkar, eru ekki þjónustaðar lengur af Gufunes-radío og koma því ekki lengur að gagni, auk þess sem þær gátu tæplega talist kostur á vélsleðum vegna fyrirferðar og straumnotkunar. —
Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt varðandi mennina, sem lentu í óveðrinu á Langjökli í gær, þeir hefðu verið til muna betur settir með VHF-stöðvar. Hinsvegar verður að undirstrika í því sambandi, bæði hvað varðar sleða- og jeppafólk, að það getur ekkert tæki komið í staðinn fyrir heilbrigða skynsemi. Lágmarkið í þeim efnum er að hlusta á veðurfregnir og læra að leggja mat á veðurútlit út frá fáanlegum upplýsingum sem eru nú orðið býsna margar og góðar.
04.03.2003 at 13:37 #469940Kærar þakkir fyrir að setja þessar frábæru myndir inn í albúmið. Ekki laust við að maður kannist við tvo norðanmenn þarna Björn+Björn. Þetta eru forfallnir teiparar og mottueigendur, en sérdeilis góðir félagar í alla staði.
Sé á síðustu myndinni að þeir hafa engu logið um veðrið á sunnudaginn!
En….. það var ekki laust við að gamli maðurinn (undirritaður) kannaðist við krapapyttina þarna í grennd við flugvöllinn við Dúfunefnsskeið. Það bar við að maður hafi nokkrum sinnum þurft að synda í þeim á gamla KT 376 á sínum tíma og stundum einbíla með spilið og snjóakkerið eitt sér til hjálpar. En þá var heldur engin brú á Seyðisá og ekki hraðbraut þangað inneftir eins og núna.
Kveðja
03.03.2003 at 20:27 #469438Þessi örnefnaumræða, sem hófst hér að þessu sinni um hvar Lyngdalsheiði væri, er umhugsunarverð. Þessi "tilfærsla" á örnefnum er alls ekki einsdæmi, síður en svo. Svipaðar sögur má finna um land allt. Einhver hefur heyrt örnefni, kannski séð það á ónákvæmu landakorti og svo lepur hver eftir öðrum og brátt fara menn að telja að komin sé hefð á vitleysuna. Nú er auðvitað ljóst að meðan land hefur byggst hafa auðvitað komið upp aðstæður, þar sem örnefni hafa týnst og staðir og kennileiti verið skírð upp á nýtt. Má þar nefna að eftir plágurnar miklu á fimmtándu öld, 1402 og upp úr 1490 (nákvæmt ártal er nokkuð á reiki) varð manndauði þvílíkur að heilu héruðin urðu mannlaus. Það gefur augaleið að við þær aðstæður varð fólki nauðugur einn kostur að nefna allt upp á nýtt, en örnefnin voru staðarákvörðunartæki þess tíma og því verðmæt og gagnsöm á þann hátt í amstri hins daglega lífs. "Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt" segir þjóðskáldið Tómas í kvæði sínu Fjallgangan og hitti þar naglann á höfuðið sem oftar. Frá okkar sjónarmiði eru örnefnin hinsvegar fyrst og fremst krydd í tilveruna og þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að týna þeim ekki og reyna að fara vel og gætilega með þau. Þau eru hvað sem öðru líður hluti af menningararfinum. Hjalti Kristgeirsson, sem farið hefur með ritstjórn hinna frábæru árbóka Ferðafélags Íslands, hefur haft þá ritstjórnarstefnu að fara varlega með örnefni og leggja mikið upp úr að "hafa það sem sannara reynist" í þeim efnum og oft lagt í fyrirhöfn í því skyni. Væri það vel ef fleiri væru sama sinnis. Eigum við ekki að sættast á að það sé einn þáttur í því að ganga vel um landið sitt að halda vel til haga örnefnum og leitast við að fara rétt með eftir því sem best við kunnum?
kv. ólsarinn.
03.03.2003 at 14:03 #469936Var búinn að frétta af ykkur í gegn um mottarana – þeim þótti þið vera snöggir að setja skiptinguna undir Toyletið.
(PS.: Stendur þetta fyrir Toyota með Chevrolet motor svona eins og þeir hafa það í ammríku?)
03.03.2003 at 10:49 #192269Góðan daginn gott jeppafólk!
Veðurspáin er eitthvað að tala um éljagang næstu sólarhringaog þýska langtímaspáin á wetterzentrale.de virðist vera á því að veður fari kólnandi og í norðlægar áttir á næstunni, nema eitthvert smá frávik á að verða um næstu helgi. Nú, en aðalerindið var segja frá því að nokkrir kunningjar mínir fóru og teipuðu frá Hveravöllum og austur í Laugarfell og til baka, og það var alveg nógur snjór fyrir motturnar á þessari leið. Fóru aldrei upp á jökul. Eina sem var að fyrir bíla var að Blanda rann ofan á snjó og ís og þurftu þeir að aquaplana yfir á mottunum, sem var náttúrulega ekkert mál. Þarna var m.a. einn vanur jeppamaður með, sem ég er búinn að ferðast mikið með og hann veit hvað hann er að tala um. Sem sagt, færið á uppleið með vaxandi frosti og allt í góðum málum framundan.
02.03.2003 at 11:03 #469608Mikið fjandi líst mér vel á þetta mynstur. Lítur út fyrir að rífa mátulega mikið í snjóinn, en kæmi mér á óvart ef það væri með hávaða á malbiki. Það verður spennandi að fylgjast með þessu. Er þetta mynstur ekki til í 33"? (svona undir óbreyttan Pajero)
kv. ólsarinn
02.03.2003 at 10:51 #469744Var áður búinn að benda öðrum "spjallara" á að hringja í 455 4560 eða 455 4564 og tala við Pál Sighvatsson, hann kann allar tölur í þessu, efnisþykkt og annað. Hann smíðaði nokkur svona akkeri eftir teikningu Freysa í Toyota fyrir nokkrum árum og þau hafa reynst vel.
kv.
28.02.2003 at 12:55 #469528Djöf….. öfundar maður þessa austurlanda— æ afsakið, austurlandsbúa, af þessu ferðalagi. Hér kemst maður ekkert fyrir drullu!!!!! Hvað um það, bestu óskir um góða skemmtun úr Skagafirðinum.
27.02.2003 at 14:31 #469516Fyrir nokkrum árum hannað Freysi í Toyota snjóakkeri, og smiðaði Vélaverkstæði KS (sími 4554560) nokkur stykki fyrir hann, sem voru svo seld hjá Arctic Trucks. Þau voru dálítið stór, en smíðuð einmitt úr 6 mm álplötu og prófíl. Hinsvegar hef ég séð jarðvegsakkeri í Four-Wheeler, sem einhver skratti þar vestra framleiðir. Það er nokkuð sniðug hönnun og ef henni væri breytt lítillega, gæti hún orðið nothæf hér. Annars á ég svona akkeri eftir hönnun Freysa og hef notað það og það er alveg pottþétt tæki, sterkt og virkar vel, sé á annað borð nógur snjór til að koma því niður. En ef þið símið í ofangreint verkstæði og talið við Pál Sighvatsson, þá getur hann sagt ykkur frá smíðinni. Hann er jeppakarl sjálfur, svo hann talar sama lingó og við.
kv.
27.02.2003 at 14:25 #469474Ég telst nú víst vara nýr félagi, hvorki að eigin aldri eða félagsaðild, en mér finnst nú satt að segja svolítið snúið að vera með þetta nýja form á félagsskírteini, sem tekið var upp í fyrra (eða hitteðfyrra?). Ég er líka í FÍB (líklega af vana) og þar eru þeir með félagsskírteini í greiðslukortaformi, og maður fær bara nýjan límmiða á hverju ári til að líma á skírteinið þegar maður er búinn að greiða. Það er nokkuð gott system. Ekki síst vegna þess að þeir létu Esso borga fyrir sig skírteinin – þetta eru jafnframt Safnkort Esso. Okkar klúbbur er reyndar í samstarfi við annað olíufélag, en því ekki að ræða málið við þá?
kv.
ólsarinn.
27.02.2003 at 14:12 #469502Hérna, hér. Eitthvað hefur farið framhjá manni, eða þarna er eitthvað í gangi sem maður er utan við – Eru þessar peysur tilheyrandi einhverju sérverkefni, eða geta almennir félagsmenn átt kost á svon??????
21.02.2003 at 13:05 #468954Vissi ekki einu sinni að þetta væri til. Er svo sveitó að vera hamingjusamur með rafmagnshitun í framrúðunni á Pajeró, en hef öfundað þá sem eru á Discovery með alla rúðuna rafhitaða. Þetta er hinsvegar miklu klókara, því þótt rúðan sé hituð þá hleðst á þurrkublöðin. Þessu þarf maður að fylgjast með.
21.02.2003 at 13:03 #468944Mæli með Vélsmiðju Sauðárkróks, tala við Harald Guðbergsson
Þá er kominn einn á hverja felgu
21.02.2003 at 06:45 #468948Ég ætla rétt að vona að þú farir frekar í gegn um dyrnar en hurðina, félagi!. En þú ert greinilega í sömu vandamálum og ég og fleiri. Dyraop á bílskúrum voru fyrr á árum ekki höfð hærri en þetta (2,10) vegna þess að þetta voru einhver byggingareglugerðarákvæði og áttu að koma í veg fyrir að bílskúrar væru notaðir sem íbúðir! Þetta leiddi af sér hjá mér, að ég kom Hi-Luxinum aldrei inn, því skúrinn hjá mér er í raun undir íbúðinni í húsinu. Ég held að efri brúnin á dyraopinu hafi verið rétt ofan við miðja framrúðu á bílnum!. Ég kem ekki einu sinni venjulegum Pajero þarna inn á 33" dekkjum. Mig minnir að Hi-Luxinn minn hafi verið eitthvað milli 2,30 og 2,35 á hæð án þess að nokkuð væri ofan á honum. En þarna var kominn kastarabogi með kösturum og skíðabogar, GPS-sveppur ofl. Hann var því meira en 2,50 með þessu öllu að ógleymdum loftnetum fyrir síma, talstöðvar etc., en þau er nú hægt að skrúfa af í fljótheitum.
20.02.2003 at 08:18 #468256Þegar ég átti Hi-Luxinn minn (átti hann í nær 7 ár) þá ók ég honum allan tímann á 1:5,29 hlutföllum. Vel að merkja var 2,8 lítra diesel vél í honum nær allan tímann. Annars er eins og hér hefur komið fram áður, mjög mikilvægt að stilla drifin rétt inn. Auðvitað skiptir svo máli meðferðin og þetta sem við köllum heppni. En pinioninn í 5,29 drifinu er talsvert gildari en í 5,71 og það er stærri flötur sem grípur. Tek undir með BÞV um að skrúfa upp klafabíl, held að reynslan sýni að það þurfi að fara varlega í það. Bæði er það út af fjöðruninni og ekki síður út af afstöðu stýrisbúnaðar og driföxla og gúmmíhosanna á þeim. Eru menn ekki annars að nota upphækkunarkit fyrir klafabílana almennt? Ég þekki sjálfur bara hásingu, sem mér finnst nú alltaf meira traustvekjandi auk þess sem það gefur meira flex.
kv.
19.02.2003 at 21:01 #468742Hef heyrt að hún sé ekki þénanleg einhverjum bureaukrötum í Bruxelles, svipað og með vélina í Toy Hi-Lux, sem sá bíll er seldur með í Ástralíu. Shit.
19.02.2003 at 06:24 #465702Þessi þráður er nú orðinn það langur að sjálfsagt nennir enginn lengur að lesa hann til enda nema við kverúlantarnir. En mér finnst hafa gætt nokkurs misskilnings í þessu öllu saman hvað varðar afstöðu klúbbsins. Það er stór munur á því að gera ályktun eins og þá sem kom frá Suðurlandsdeildinni í haust og varðar hluti sem eru í sjálfu sér óviðkomandi klúbbnum sem slíkum og að hann móti stefnu í þeim málum, sem varða sjálfa tilveru hans, þ.e. hvort einhversstaðar verði til eitthvert svæði sem við getum/megum fara um og notað aksturshæfileika okkar og bílanna. Við megum ekki gleyma að hugsa rökrétt. Hvað er hægt að kalla pólitík er bæðið "loðið og teygjanlegt" eins og maðurinn sagði og auðvitað rekum við okkar pólitík, sem snertir fyrst og fremst það, sem við getum kallað ábyrgt ferðafrelsi. Hvað varðar hringveginn, þá tek ég undir með Palla Hall. Ég er búinn að aka á mínum ökumannsferli eitthvað yfir 2 millj. km og mest á þjóðvegunum og held ég geti sagt að ég þekki þetta vel á eigin skinni sem hann talar um.
19.02.2003 at 06:13 #467718Var reyndar búinn að frétta þetta með BÞV og Pajeroinn, en trúði satt að segja ekki fyrr en ég las játningu hans hér ofar á þræðinum. Ekki hefur maðurinn gert þetta ókeypis, Hekla hlýtur að taka þátt í breytingunni? Annars er það nú þannig, að þótt þetta geti gengið í höndunum á flinkum bílstjórum eins og BÞV, þá er ekki þar með sagt að venjulegur fúskari geti keyrt á svona, þessi drifbúnaður hentar ekki í okkar snjóaðstæður, þótt eitthvert sérstyrkt afbrigði af honum geti unnið Paris-Dakar rallið.
18.02.2003 at 19:46 #468762Ja, sko, þótt maður þekki nú tilfinninguna sem fylgir því þegar ekkert gengur nema klukkan og allt virðist fast og ófært, þá eru svona ferðir rosalega skemmtilegar svona eftir eitt eða tvö ár, þegar maður er farinn að segja frá þeim fólki, sem ekki var með í þeim. Kærar þakkir fyrir myndirnar. Heldur okkur hinum við efnið.
Bið sérstaklega fyrir kveðju til Gunna Egils.
ólsarinn.
-
AuthorReplies