Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.09.2009 at 20:41 #657330
Sko, í rauninni þarf ekkert að gera fyrir þetta body til að koma 33" dekkjum undir, en til að fá skoðun þarf að skipta um kanta. Svo er auðvitað betra að hækka hann á body. Annars myndi ég ráðleggja þér að tala við hann Rúnar Jónsson, Pajero-sérfræðing (sem var í mörg ár á Heklu-verkstæðinu). Hann er núna verkstjóri á nýja KS-verkstæðinu á Sauðárkróki og vinnusíminn hans er held ég 455 4574 – Það, sem Rúnar veit ekki um Pajero og breytingar á þeim, er áreiðanlega ekki þess virði að vita það.
11.09.2009 at 21:00 #656398Auðvitað er það misjafnt eftir landshlutum og líka eftir fólki hvernig þeir hegða sér, sem ferðast á hinum ýmsu tegundum farartækja. En eitthvað grunar mann að það sé ákveðin hysteri í gangi gagnvart hjólafólki. Nú með hækkandi verði á öllum sköpuðum hlutum, þegar jeppar eru orðnir déskoti dýrir, dýrt að útbúa þá til ferðalaga og eldsneytið orðið fokdýrt, þá fara margir að horfa til annarra leiða til að fullnægja ferðagleðinni. Hjólin verða þá valkostur margra, enda til muna ódýrara að ferðast á þeim og það er lítill vafi að þótt á þeim sé ekkert skjól fyrir veðrum, kemst hjólafólk ansi nærri náttúrunni. Það er nú svo að ekki geta allir hlaupið og gengið yfir holt og hæðir og þá spyr maður hvort banna eigi því fólki með öllu að ferðast um landið? Ég, sem þessar línur rita, á ekki hjól og eiginlega ekki jeppa lengur. Lappirnar farnar að bila og getan til að ganga biluð þar með. Mig langar óskaplega til að fá mér fjórhjól til að ferðast á og kannski getur maður það einhverntíma. Ég óttast þó talsvert eins og umræðan er að þróast á ýmsum hópum að sú ríkisstjórn, sem nú situr, muni banna notkun allra ámóta farartækja. Það væri ekki góð staða að vera nýbúinn að fjárfesta í slíku farartæki en mega ekki nota það.
06.09.2009 at 21:24 #206293Hitti mann núna um helgina, sem sagði mér að í Umhverfisráðuneyti væri nú til umræðu nýr skattur, Fjórhjóladrifsskattur. Hugmyndin væri að leggja sérstakan skatt á ALLAR bifreiðir með drif á öllum hjólum. Takturinn í þeim skatti væri byggður á eigin þyngd farartækisins, þ.e. á bíla að 1000 kg yrði lagður t.d. 100.000 kr. skattur á ári, á bíla 1001 – 1500 kg 150.000, á bíla 1501 – 2000 kg 200.000 kr. á ári og áfram í þessum takti. Þessi maður vissi ekki hvort skatturinn yrði nákvæmlega þessi, en samt „eitthvað sem menn fyndu fyrir“, eins og heimildarmaður hans í ráðuneytinu hefði sagt. Tilgangurinn að draga úr eða hindra eins og mögulegt væri að menn væri að aka á fjórhjóladrifnum bílum, því slíkir væru jú „fjandsamlegri umhverfinu en önnur farartæki“, eins og heimildarmaðurinn mun hafa sagt.
Er þetta kjaftasaga eða ætli þetta geti verið rétt, spyr sá sem alltaf tortryggir allar sögur?
11.08.2009 at 21:17 #653754Hlustaði að sjálfsögðu á Ofsann í morgun. Þetta var ágætis spjall, allavega var Ofsi ólíkt áheyrilegri en útvarpsmaðurinn, (hvað sem hann heitir, ansi leiðinlegt þegar menn tafsa og stendur í þeim hvað þeir ætla að segja). Strákur spurði mis gáfulegra spurninga, sem Ofsi svaraði af mikilli yfirvegun og þekkingu og var okkur ( og sjálfum sér að sjálfsögðu) til mikils sóma. Takk félagi, þú stóðst þig vel eins og venjulega.
01.06.2009 at 21:46 #648326Þeir hafa verið með svona búnað í Parti við Eldshöfðann. Prófaðu að spjalla við þá. Þeir eru búnir að setja svona undir fjöldann allan af fellihýsum og þekkja þetta spjaldanna milli.
01.06.2009 at 21:43 #648308Við hjónin fengum hann Árna Pál á Eldshöfða 15 til að breyta fellihýsinu okkar. Niðurstaðan varð að setja undir annan fjaðrabúnað og stærri felgur, með venjulegum, japönskum 14" felgum. Kemur vel út. Þetta 10" og 12" dæmi, sem mörg fellihýsi koma á, er eiginlega ekki fyrir okkar vegi, allavega þola þau illa að fara út af malbikinu.
01.06.2009 at 21:40 #648374Skoðaði líka eitthvað af linkunum, sem fylgdu þessu videoi. Voðalega er maður hræddur að við fengjum eitthvað að heyra um náttúruspjöll ef við höguðum okkur eins og rússneski herinn gerir á þessum myndum! Anyway, þetta eru rosalegar græjur, sem þeir eiga þarna. Meðal annars þessi "Hägglund" á sterum, sem sést á einu videoinu.
28.05.2009 at 21:24 #648180Mig langaði bara til þess að þakka honum Ofsa vini mínum fyrir það hvað hann er vel vakandi fyrir þessu reglugerðaliði og bæði nennir að lesa þetta torf og er fljótur að ná aðalatriðunum. Svo þurfum við fótgönguliðarnir að fylgja málunum eftir, þegar hann er búinn að reka augun í þau og benda okkur á. Þarna er það samtakamátturinn sem gildir.
18.05.2009 at 19:52 #647768Talandi um þvott og bón. Ég þekki fleiri en einn bílasprautara og þeim ber saman um að bíla framleidda eftir 2000 eigi alls ekki að þvo með kústi, heldur eingöngu með svampi og sjampói. Ástæðuna segja þeir þá, að frá og með þessu ári (2000) séu öll bílalökk framleidd í vatnsbasa, þ.e. vatnsþynnanleg og þoli ekki kústana, þá verði lakkið á bílunum rákað og rósótt undan hárunum. Ekki sel ég þessi vísindi dýrara en ég keypti. En varðandi tjöruhreinsi og bón, þá er ég ekki mjög sáttur við þessi dýru tjöruhreinsiefni, en tek undir að Undri skemmir ekki bílana, en nær ekki hörðustu tjöruslettunum. Þeim hef ég yfirleitt náð af með Sonax Hard Wax. Það bón er hinsvegar ekki mjög endingargott, en gefur góðan gljáa og er auðunnið. Það er því nauðsynlegt að mínu mati að nota eitthvert dýrara og betra bón til að fá bónhúð. Menn, sem ég þekki, láta vel af Maguire – vörum, ég hef ekki prófað þær sjálfur. Ég hef yfirleitt þann sið þegar ég hef farið í bæinn (Rvík og nágr.) að þvo bílinn fyrst með háþrýstiþvottatæki, úða svo tjöruhreinsi á hann, þvo aftur með háþrýstitækinu og svampa hann svo með bílasjampói. Oftast hef ég notað þetta "þvær og bónar" frá Sonax. Svo er farið í hreinsunaraðgerðir með Hard Wax og síðast bónað með góðu bóni.
03.05.2009 at 19:55 #646738Held að það þýði Exhaust Gas Regulator og er eins og nafnið bendir til í pústgreininni.
03.05.2009 at 19:49 #646880Jæja, þetta er nú umræða sem mér líkar. Átti á sínum tíma a.m.k. tvo, sem ég man eftir allavega (hef verið að uppgötva að ég man ekki eftir öllum bílum sem ég hef átt, líklega á nú ellin einhvern þátt í því…..hm). Lödurnar höfðu ýmsa kosti. Fjöðrunin er t.d. afar góð og það var í raun afskaplega gott að keyra þessa bíla. Vélin var raunar full lítil, þ.e. þessi 1.600 cc, en síðar voru þeir raunar komnir með 1.700 cc mótor og beina innspýtingu held ég. Þeir voru talsvert aflmeiri. Ástæða þess að hætt var að flytja þessa bíla inn var held ég eitthvert regluverk frá Brussell varðandi meira eða minna ímyndaða mengun. Það, sem ég fann helst að þessum bílum var, að lága drifið í þeim var ekki nógu lágt. Vafalaust hefði verið hægt að breyta því með einhverju móti. Einhverjar sögur hef ég heyrt um Volvo 1,8 mótora í þessum bílum, með Eaton gírkassa (minnir mig) og Dana-Spicer millikassa. Þá var nú stutt í að skipta þyrfti um hásingar. Ég veit ekki betur en þessi bíll sé ennþá framleiddur í Togliatti-verksmiðunum við Volgu. Reyndar eru Rússar að framleiða ýmsar gerðir af jeppum, suma með tæknibúnaði frá USA og víðar að. Sumir þeirra eru bara ansi laglegir. Uppáhalds rússinn minn var þó frambyggður UAZ 452. Afskaplega einfaldur að allri gerð og hönnun og útfærsla fjöðrunarbúnaðar alveg frábær. Ekkert tölvudót til að bila og það dugði að hafa með sér góðan skiptilykil og tvö skrúfjárn í ferðalög, þá var maður til í hvað sem var.
02.05.2009 at 14:23 #646830Nú þekki ég ekki þessa útgáfu af Garmin, held að menu-inn í þeim sé dálítið mismunandi eftir tækjum. Það þýðir auðvitað að hugbúnaðurinn er mismunandi og auðvitað er með hann eins og annað á þessu sviði að breytingarnar eru örar. Allt bendir þó til að eitthvað af forsendunum, sem notandinn getur og þarf að setja inn í tækið í byrjun, séu ekki réttar. Einfaldast er að hafa samband við íslenska umboðið, garmin.is – en hann Ríkharður Sigmundsson, sem var upphaflega með umboðið, þ.e. áður en fjármálavíkingar keyptu hann út úr fyrirtækinu, en sjálfur kominn með Garmin-umboðið aftur. Ef þú nærð sambandi við Ríkharð sjálfan, þá veit hann allt sem þörf er á að vita í sambandi við þetta, auk þess sem hann á afskaplega gott með að koma þekkingunni til skila.
22.04.2009 at 20:47 #645182en Bílabúð Benna var með ARB-túrbínur á viðráðanlegu verði, sem pössuðu í Toyota.
22.04.2009 at 20:39 #646396Ég tók bensín hér á Króknum á pútuna mína og fékk ekki þessa viðbót. Tók ekki eftir því fyrr en ég kom heim. Nennti ekki að gera þras út af þessu fyrst ég var sá asni að taka ekki eftir því strax.
03.04.2009 at 20:19 #645082Það er um tvær dieselvélar að ræða, önnur er 2,8 og með tímakeðju, hin er 2,5 og með tímareim
Stærri vélin er reyndar ekki að eyða neitt markvert meiru, gæti jafnvel eytt minnu.
Átti einmitt 2,5 diesel af árgerð 1997, hann var að eyða til jafnaðar (beinskiptur) um 10 lítrum á hundraðið í langkeyrslum.
Átti svo 1999 árgerð af 2,8 bíl, hann var að eyða jafnvel heilum lítra minna til jafnaðar í langkeyrslu.
Báðir voru beinskiptir. Sjálfskiptu bílarnir eyða heldur meiru.
29.03.2009 at 20:54 #644704Ertu viss um að þú sért ekki að tala um krómhúða á svona hluti? En einhvernveginn grunar mig að það séu engir að galvanhúða nema þessir skarfar á Akureyri, heitir það ekki Sandblástur og Málmhúðun?
27.03.2009 at 19:44 #644542Ég skildi einn af þeim, sem voru í ferðinni þannig, að krapasullið hefði ekki verið á veginum, svo neinu næmi, enda er þetta eins og hver annar, uppbyggður þjóðvegur suður að Seyðisá.
24.03.2009 at 16:43 #644168Held endilega að ef maður fer í að setja intercooler og skrúfa upp í olíuverkinu, þurfi maður að fá sér víðara púst, ég held það sé bara eðlisfræði.
24.03.2009 at 16:38 #644302Þetta er auðvitað líka spurning um fasta eða lausa dælu. En Fini hefur reynst mér ágætlega og margir af mínum kunningjum hafa sömu sögu að segja.
24.03.2009 at 15:49 #644210MileMarker hydraulic spilin eru víst ansi góð, en það verður að hafa í huga, að stýrisdælur í japönskum bílum eru varla nógu öflugar til að ráða við þau. Það er svo alltaf fullgilt argument að hvorki hydraulic spil né gírspil gera nokkurn skapaðan hlut ef vélin gengur ekki, en það geta rafmagnsspilin hinsvegar, í takmarkaðan tíma að vísu. Ég hef ekki reynslu af öðru en Ramsey. Var með svoleiðis 10.000 punda spil og blökk. Það var reyndar áður en ofurtógið kom til sögu, þannig að ég prófaði bara vír á það. Það var fasttengt framan á hjá mér og ég mæli ekki með því, allavega ekki hvað Ramsey varðar, því of oft var staðan sú að spilið virkaði ekki þegar mest reið á. Þá var bleyta og drulla búin að spilla öllum snertum og rafbúnaði. Ég myndi kjósa að hafa spilið í prófíltengi og hraðkúplingum á köplum og geyma það svo inni í bíl þegar það væri ekki í notkun. Bíllinn, sem ég var með spilið á, var á röri og blaðfjöðrum, sem ég var margbúinn að mölva þegar ég var að draga illa fasta bíla.
-
AuthorReplies